Þjóðviljinn - 02.04.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.04.1952, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. apríl 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 MALGAGN ÆSKULÝÐSFYLKINGARINNAR SAMBANDS UNGRA SÓSlALISTA ff mAáí. ,r>„-■> M RITSTJÓRAR: TRYGGVI SVEINBJÖRNSSON - ---— STEFÁN YNGVI FINNBOGASON Atvinnuleysi er blóðlaust morð SíÖastliðið mánudagskvöld hélt Æskulýösfylkingin í Reykjavík fjölsóttan félagsfund í Breiðfirðingabúð, þar sem fulltrúar ísl. alþýðuæsku ræddu hið geigvasnlega ástand, - sem nú ríkir í atvinnumálum þjóðarinnar. - Fara hér á eftir kaflar úr ræðum þeim, er fluttar voru á fundinum. BJARNI BENEDIKTS- SON, frá Hofteigi Fsiagar. I gíðustu viku gaf að lesa á forsíðu Tím- ans, aðalblaðs núverandi rík- isstjórnar Is- lands, ýtarlega frásögn af nýj- asta ódæðinu. Inntak þess er að útlendur maður hefur um stundarsakir rænt íslenzka konu tveimur börnum, sem hann á þó að hálfu leyti á móti henni. Eru þó öll atvik slik að eftir frásögn Tímans er hér sýnilega um illvirki að ræða. Hins vegar greindi Tíminn engin nöfn, og er það ný hæverska í því blaði, og ekkert annað blað hefur minnzt á þetta mál einu orði. Er nú ýmsa farið að gruna að hér sé eitthvað mál- um blandað hjá Tímanum, eins og stundum áður; og 1 meina jafnvel sumir að hér sé aðeins á ferðinni seinasta listaverk þessa blaðs í æsifregnaflutn- ingi. En þegar þetta blað hellir úr skálum reiði sinnar yfir barna- ræningja og mannþjófa, hvort sem þeir eru frumsmíð blaðsins eða ekki, þá ltoma manni ósjálf- rátt í hug aðrir barnaræningjar, aðrir mannþjófar — aðilar sem stunda þá atvinnu að eyðileggja íslenzk börn, leggja íslenzkt fólk í rústir, gera lífið í land- inu böl og þjáningu, leiða sorg- ina inn í hjörtu okkar og heim- ili. Ég á við íslenzk stjórnar- völd, húsbændur Timans, fram- kvæmdastjóra atvinnuleysis á Islandi, forstöðumenn þeirrar fátæktar sem nú grúfir eins og skammdegismyrkur yfir gieði okkar og landi. Atvinnuleysi, félagar, — hvað er það? Að vera lítill dreng- ur og fá ekki nóga mjólk að drekka. Að vera lítil stúlka og skjáifa af kulda af því koiin eru of dýr. Að vera ungur maður og fá ekki að læra það sem hugurinn girnist. A'ð vera ung stúlka og skammast sín niður í tær fyrir gömlu káp- una sína. Að vera ung móðir og bera angist í hjarta út af heilsu barnsins síns. Að vera ungur heimilisfaðir og eiga ekki peninga fyrir næsta málsverði. Ao hafa lagt al!a krafta sína fram í þrjátíu ár og standa allt i einu uppi með tvær hend- ur tómar. Að hafa þvegið sldt- inn af skrifstofum höfðingj- anna í áratugi og eiga að lok- um tvær knýttar hendur og vonleysi í svipnum. Að vera bannað að bjarga. sér, vera út- lagi í þjóðfélaginu, sæta grimmri refsingu fyrir líf sitt og önn. Ég veit ekki hve margar milljónir manna hafa fallið í styrjöldum í heiminum. Hitt veit ég að miklu fleiri milljónir hafa fallið úr hungri og hor á jörðinni; og þó aldrei fleiri en eftir að auðæfi hennar voru uppgötvuð, eftir að nýlendu- skipulagið kom til sögunnar og ræningjar tóku að sitja yfir hlut þjóða og landa. Okkur Is- lendingum eru þau dæmi nær- tæk. Við þurfum ekki einu sinni út fyrir landsteinana. At- vinnuleysi á íslandi er fram- hald þeirrar kúgunar sem við þoldum á fyrri tímum, valdboðið á sama hátt og við sultum áður vegna einokunar og ófrelsis. Við vorum ekki aíilar að síðustu styrjöld. En því hefur oft verið lýst, og átakanlega, hvernig við misst- um hlutfallslega fleiri menn en sumar styrjaldarþjóðirnar. Það var hinn fljóti dauði, hið blóð- uga morð. Atvinnuleysi er hinn seini dauði, hið blóðlausa morð. Islenzka þjóðin heyr stríð í dag, stríð við valdsmenn sína, stríð við erlenda hús- bændur þeirra, strið við skipu- lag sitt, stríð við auðvald sitt. Og það er mikið mannfall. ■— Síðan vék Bjarni að atvinnu- ástandinu í landinu, skýrði frá tölum atvinnuleysingja, lýsti baráttu sósíalista á þingi og í bæjarstjórn fyrir úrbótum í atvinnumálunum, skýrði frá stofnun og störfum atvinnu- málanefndar fulltrúaráðsins, lýsti viðbrögðum íhaJdsins við þessum kröfum, rakti orsakir atvinnuleysisins: stjórnarstefn- una, þýlyndisafstöðu ríkis- stjórnarinnar gagnvart erlendu valdboði, og hið almenna öng- þveiti kapítalískra stjói;nar- hátta, og vék að svikum og undanbrögðum kratanna í hinni örlagaríku baráttu sem yfir stendur. Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: Við eigum þannig, félagar, í baráttu á tvennum vígstöðv- umr við valdhafana í stjórnar- ráðinu á annan bóginn, við svikarana í verkalýðshreyfing- unni á hinn bóginn. Aldrei háð- um við neina baráttu þyngri en þá sem í vændum er. En við erum líka það fólk sem Island verður enn að treysta á. Og þó skulum við ekki gleyma því að stríðið er í ein.u þjóðlegt og alþjóðlegt, eins og auðskipulag- ið og hungrið og eymdin eru bæði íslenzk fyrirbæri og a!- þjóðleg. I hinni eríiðu baráttu okkar í framtið verðum við að láta alla ástriðu aldarinnar leika um brjóst okkar og hug, láta hugsjónir samtímans flæða um hjarta okkar, skýnja okk- ur sem þátttakendur í lausnar- stríði mannkynsins, sækja okk- ur þrek og yndi i hvem sigur félaga okkar í víðri veröld, leyfa allri sorg heimsins að- gang að hug okkar, svo við verðum heilar manneskjur og sterkar. Við verðum að skilja enn dýpri skilningi en nokkru sinni fyrr að hungur og ör- birgð eru ekki slagorð, heldur staðreynd og þvilíkur glæpur að enginn'má smækka sig á því að þola hann aðgerðalaus stund- inni lengur. Ungir sósíalistar á þessum tíma hljóta að hafa þáð hlutverk fremst í lífinu ac skera hvern dag og hverja stund upp herör gegn því þjóð- skipulagi kvalar og svívirðu sem við erum undirseld, þv! þjóðskipulagi sem af sjálfu eðli sínu miðar að því að svipta okkur allri mannlegri reisn og gera okkur að örbirgum þrælum í ótta. SIGURBJÖRG GUÐLAUGS- DÓTTIR iðnmær Góðir félagar. Á haftaárun- var 'innflutn- inshöftunum beitt þannig, að þau drógu verulega úr eðlilegri þróun innlenda iðn- áðarins. Þetta gerðist með þeim hætti að iðnaðinum var neitað um inn- flutning nauðsynlegra véla og einnig með því að neyða iðn- aðinn til þess að nota óheppi- leg hráefni til framleiðslu sinn- ar, sem' gerði það að verkum. að varan varð í mörgum til- fellum léleg. Enn er það svo að ýmsar greinar iðnaðarins verða að sæta mjög óhagstæðum inn- kaupum hráefna ,þegar tilbún- ar vörur sæta engum hömlum. Til dæmis má nefna að Feldur- inn varð að hætta kápusaumi vegna þess að hann fékk ekki þau efni sem tízkan heimtaði. Innflutningi á efnum voru sett- ar þröngar skorður, en engar hömlur lagðar á innflutning á tilbúnum kápi<m. Nú flytur hann inn tilbúnar kápur. — Saumastúlkurnar ganga at- vinnulausar. Valdhafarnir hafa skellt skolleyrum við öliu'r tillögum til úrbóta, og rökstutt afstöðu sína méð þeirri fáránlegu kenn- ingu, að þetta lagist í vor. Slíkar undirtektir við brýnustu réttlætiskröfur iðnverkafólks, sýna ljóslega ábyrgðarleysi ráðamannanna gagnvart hinu vinnandi fólki. Og það er brýn nauðsyn, að verkalýðurinn geri sér ljósa þá staðreynd, að ekkert nema traust samfvlking alþýðunnar sjálfrar, getur knúið fram raun hæfar aðgerðir til úrbóta, af hendi valdhafanna. Ekkert nema slík samfylking, getur kveðið niður þær árásir, sem verið er að gtíi’u a lífs- kjör 'verkalýösins, með tilbúinni kreppu og skipulögðu atvinnu- leysi. MAGNCS ólafsson verkamaður Það eru harð- indi tilbúin af þeirri hel- stefnu sem rek in er hér af ríkisstjórn þessa lands samkv. res- epti ameríska auðvaldsins, sem hefur leitt yfir okkur þær gjörningahríðar sem nú ræna okkur því að fá að njóta vor- sólarinnar að fullu. Það gjöin- ingaillviðri er marsjallkreppan sem nú hefur 'lagt atvinnuvegi landsins oldcar í rústir. Hún hefur haldið innreið sína inn á heimili verkamanna, lagt yfir alla alþýðu þessa ’ands fá- tækt og örbirgð. Hún hefur beinlínis svipt okkur réttinum að mega vinna fyrir okkar lífs- nauðsynjum, svipt okkur þelm möguleikum að geta unnið fyrir daglegu brauði. Dýrtíðarflóðið af völdum hennar er svo gíf- urlegt að þó verkamenn hefðu örugga 8 stunda -vinnu á dag þá er ekki meir en svo hægt að lifa af því mannsæmandi lifi. IE-j nú ér ekki því áð heilsa al al'ir verkamenn séu svo llksamir að hafa fulla vinnu 'v.-tri dag. Það er stór hópur ---• ’ r.i.iM'na hér í Reykjavík, sjÚL! höfuðborginni, sem geng- ui’ rfvín::u'aus dögum, vikum -g jaí '.vei mánuðum saman. I::.ð ciu mikil verðmæti og mlkll o.ka ccm atvinnulausir cg atvlnnu itiir vcrkamenn hér í iieykjavik hafa fórnað í leit að vinnu handa sér; leit að daglegu btauöi; hinni sáru leit sem engan árangur bar. Það eru mörg sporin er þeir hafa stigið í vetur í hungur- göngunum á morgnana hérna niður að höf ninni, í V erka- maifnaskýlið, á eftir verkstjór- unum og út á helztu vir.nn- staði hvar sem er í bænum og fá svo ekki annað borið úr býtum en að hverfa heim þreyttir og leiðir á líkama óg sál. Þetta er kuldaleg tilvera fyrir þá sem hafa byggt fram- tíðarvonir sínar á þeim grund- velli áð fá að starfa af fullum krafti og óhindraðir við þau ótæmandi verkefni sem landið á og ræður yfir. Það er sárt fyrir þá sem enn eru ungir að árum að sjá nú þær helgu von- ir sínar hrynja til grunna, BOLLI SIGURHANSSON rafvirki Hverjum þeim manni sein at- hugar atvinnu- ástandið í hin- um ýmsu iðn- greinum, verð- ur það fljót- iega ljóst. að horfurnar eru verstar í þeim greinum, sem mikillar fjárfestingar þurfa við eða eiga afkomu sína að mestu undir beinni kaupgetu almenn- ings, svo sem í byggingaiðnað- inum, nýsmíði skipa og verk- smiðjutækja, í bókaiðnaði, smíði og bólstrun húsgagna og öðru því um líku. Fleira og fleira alþýðufólk gerir sér nú ljósa grein fyrir samhenginu milli áætlana og aðgerða ríkisvaldsins annars vegar og ástandsins í atvinnu- málum þjóðarinnar hins vegar. Aftaníhnýtingar ameríska auðvaldsins, sem setið hafa við stjómvöl íslenzka ríkisins á síð- ustu árum og sitja á ráðherra- stólum enn í dag, hafa á skipu- lagðan hátt og með miklum tilkostnaði nær því tekið fyrir alla fjáyfestingu og állar rekst- ursf járlánveitingar í landinu og um Iei’ð þrýst lífskjörum alls al- mennings niður á hörmungar- stigið. En íslenzka alþýðan á eftir að gera upp reikningana við þessa menn ásamt opinberum og leynilegum hjálparkokkum þeirra. Og þeirra reikningsskila get- ur ekki verið mjög langt að bíða því helþróun íslenzkra þjóðmála hefur í dag náð þeim ofsahraða sem fyllilega er sam- boðin tækni nútímans. Skósveinar erlendra morð- >ugja hafa á íslandi aldrei ver- ið álitnir valmenni heldur var- menns, og þeir menn, sem í dag eru önrium kafnir við að eyði- leggja atvinnuvegi lands okk- ar, við að skipuleggja sult meðal alþýðunnar, þeir munu fyrr eða síðar verða þurrkaðir út úr íslenzkum stjórnmálum. ÓLAFUR JENS PÉTURS- SON menntaskólanemandi Að hverju á reykvísk skóla æskaað hverfa í vor þegar námi lýkur? — Hvar á hún að leita sér vinnu á þeim tima þegar atvinnu- leysi hefur aldrei verið meira síðan fyrir stríð? Eru líkur til að nokkur komist í smiðju, þar sem fjölda manns hefur verið sagt upp starfi? Kemst einhver í bygg- ingavinnu, þar sem ekkert efni er til að byggja úr? Skyldi nokkur skólanemandi fá at- vinnu í hinum lokuðu verk- smiðjum eða þeim, sem ennþá eru opnar? Kemst nokkur út á land, þar sem atvinnuleysi er engu síður en hér í bænum? Á síld? Skyldu þeir, sem geng- ið hafa atvinnulausir á eyrinni í vetur, skyldu þeir ekki sitja þar í fyrirrúmi ? — Ég spyr enn: hvar á reykvísk skóla- æska að leita sér atvinnu í vor? Það hefði sannarlega ver- ið gaman áð fá svar við þess- ari spurningu á Heimdallarfund inum úm daginn. Reyndar hefðui þeir getað leyst úr þessari spurningu — að nokkru leyti. því að ýmsir skólanemar munu fá atvinnu í sumar — meira að segja'ú allt sumar. En hverjir eru þeir? Það eru þeir sem hafa sterk sambönd, eiga sterka karla að baki sér; þeir. þurfa engan kvíðboga að bera fyrir næsta vetri. En hinir? Anzi er ég hræddur um að margir hinna verði að hugsa sig t.visvar um áður en þeir hefja nám á nýjan leik að hausti. TRYGGVI SVEIN- BJÖRNSSON iðnnemi Nú skulum við athuga hvern- ig afkoniu- möguleikar iðn. nema eru sem engan hefur gér ti! aðstoð- ar og ekkert liítur sér tii lífs.oðurv rris annað en sín lágmarkslaun. Vikulaun hans á 1. námsári eru nú í kringum 200,00 kr. eða um 850,00 kr. á mánuði. Þessi upphæð nægir hvergi nærri fyrir brýnustu lifsnauðsynjum, eins og sést á því að fæðið eitt mun hvergi vera fáanlegt fyrir minna en 750,00 kr. á mán. og eru þá ekki eftir nema 100.00 kr. fyrir húsnæði, fatnaði, þjónustu og öðrum nauðsynjum, svo maður lali nú ekki um slíkan munað sem tóbak og skemmtanir. En eiga nú ekki þessir menn glæsilega framtið fyrir hönd- um? Hefur ekki þjóðfélagið gefið þeinx eftir að þeir hafa eytt fjórum af beztu áru'm æfi sirmar til að öðlast þessa menntun við sultarkjör, trygg- ingu fyrir öruggri lífsafkomu? Nei, öðru nær. Flestir ef ekki allir, þeir sem um þessar mund- ir Ijúka sínu námi eiga ekki annað fyrir höndum en að verða aðnjótandi þeirrar náó- argjafar, sem ríkjandi þjóð- skipulag er svo örlátt á, at- vinnuleysisins. ;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.