Þjóðviljinn - 02.04.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.04.1952, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 2. apríl 1952 >. 0 <ifi í Hundiuð telpna Framhald af 5. síðu. við ílugvallarhliðið og sömu- leiðis stúlkum innan við sextán; ára aldur, sem stundum ber þar að garði. 1 þeim hópi eru jafn- vei fjórtán ára telpur. Stúlkur kúra í skottinu. Þessar stúlkur eru gerðar afturreka við hliðið. En iðu- lega ber þá við, að þær reyna að komast inn á flugvallar- svæðið annars staðar, heldur en beygja sig fyrir því, að þeim er ekki heimil för á flugvöll- inn. Verður þá helzt fyrir að reyna að smjúga í gegnum flugvallargirðinguna. Það hefur líka borið við, að lögreglan við hliðið hefur fund- ið ungar Reykjavikurdömur kúrandi í skottum bíla, í þeirri trú að þær gætu á þann hátt komizt inn um hið forboðna hlið. Innan þess eru starfandi þrír eða fjórir næturklúbbar, sem lokka, og greiður aðgang- ur að áfengi. Óhæfilegur aðbúnaður að lögreglunni. Lögreglan vinnur þarna erf- itt verk við hina verstu að- stöðu sem hugsazt getur. — Hana skortir farartæki til þess að inna störf sín af höndum, og vistarveran við hliðið er svo úr garði gerð, að læknis- vottorð er fyrir því, að hún sé ekki notandi. Þar er til dæmis hvorki vatn né salerni. Ofan á þetta bætist svo, að lögreglan getur ekki nema stundum kom- ið fyrir í örugga næturvörzlu stúlkum þeim, sem brotlegar hafa gerzt og fastar eru tekn- ar. Hvert stefnir fyrir þessum stúlkum? Það má öllum ljóst vera, hvert stefnir fyrir 16—18 ára stúlkum og jafnvel yngri, sem sækja á þennan hátt suður á Keflavíkurflugvöll, gista þar jafnvel fangahús af og til. Sumar þeirra eru að vísu af því tagi, sem sækir í erlend skip í Reykjavíkurhöfn. Marg- ar hinna virðast ýmsar óneit- anlega á hraðri leið í sömu átt. 150 hafa þegar komizt á svart- an lista, en þó eru hinar senni- lega fleiri, sem sækja suður á flugvöll og fá að fara þar inn, án þess að verða uppvísar að þeim brotum, er veiti þeim sæti á svarta listanum." Krossgáta 6». Lárétt: 1 mölvaði — 4 dagblað — 5 prófessor — 7 konunafn — 9 ben — 10 trygg — 11 vagga — 13 á skrúfu — 15 samhljóðar — 16 ákæra. Lóðrétt: 1 ritdómari — 2 elska —3 drykkur — 4 svarar — 6 Juöngt — 7 reiðihljóð — 8 ó- hreinka — 12 hljóma — 14 keyrði <— 15 upphrópun. Lausn 59. krossgátu. Lárétt: 1 þegar — 4 mó — 5 A.S. — 7 ala — 9 tak — 10 fár -— 11 asi —- 13 ró — 15 ar — 16 •lalla. Lóðrétt: 1 þó — 2 gól — 3 Ra — 4 matur — 6 særir — 7 aka — 8 afi — 12 sól — 14 ól — 15 aa. 137. DAGUR eins og sakir stóðu að þreyta Clyde of mikið. Hann yrði ef til vill ofsareiður. Og hann hafði tilheyrt þessum heimi frá því að hún kynntist honum. Og hún vildi ekki að hann fengi þá hug- mynd að hún ætlaði að gera neinar kröfur til hans, þótt henni væri það næst skapi. „Miig langaði svo mikið til að vera með þér í gærkvöldi og afhenda þér gjöfina þína þá,“ sagði hún bæði til að beina hugs- unum sínum á aðrar brautir og reyna að vinna samúð hans. Clyde tók eftir hryggðinni í rödd hennar og eins og ævinlega snart hún hann djúpt, en nú gat hann ekki og vildi ekki láta tilfhmingarnar ihlaupa með sig í gönur. „En nú veiztu hvernig í þessu liggur, Berta,“ svaraði hann næstum þrákelknislega. „Ég er búinn að segja þér það.“ „Ég veit það,“ svaraði hún döpur í bragði og reyndi að leyna harmi sínum. Á meðan losaði hún umbúðirnar utan af gjöf hans og opnaði lokið á kassanum sem innihélt burstasettið. Við það varð henni léttara um hjartað, því að hún hafði aldrei fyrr átt neitt svo dýrmætt og glæsilegt. „En hvað þetta er fallegt,“ hrópaði hún og gat ekki varizt hrifningu. „Ég átti ekki von á þessu. Gjafirnar frá mér verða ósköp ómerkilegar við hliðina á þessu.“ Hún fór að sækja gjafimar til hans. En Clyde sá þó, að þótt gjöfin væri höfðingleg, þá nægði hún ekki til að vega upp á móti sorg hennar yfir afskiptaleysi hans. Varanleg ást hans var meira virði en nokkur gjöf. „Lízt þér ekki vel á það?“ spurði hann í veikri von um að gjöfin gæti rekið áhyggjur hennar á flótta. „Jú, auðvitað elskan,“ svaraði hún og virti það fyrir sér með athygli. „En gjafirnar frá mér eru svo fátæklegar,“ bætti hún við raunamædd og döpur yfir öllum þessum vonbrigðum. „En þær eru gagnlegar fyrir þig og þú átt alltaf að bera þær á þér, við hjarta þitt, þar sem ég hef ætlað þeim stað.“ Hún rétti honum litlu öskjurnar sem innihéldu skrúfblýantinn og silfurbúinn sjálfblekunginn, sem hún hafði valið handa hon- um, af því að hún áleit að hann hefði not fyrir það hvort tiveggja í verksmiðjunni. Fyrir hálfum mánuði hefði hann tekið hana í fang sér og reynt að hugga hana vegna allra þeirra vonbrigða, sem hann hafði valdið henni. En nú stóð hann aðeins álengdar og var að hugsa um ihvernig hann ætti að róa hana án hinna venjulegu loforða og fullyrðinga. án þess þó að vera of kuldalegur. Og þess vegna lét hann fjálglega en uppgerðar- lega í ljós hrifningu sína yfir gjöfunum. „Nei, en hvað þetta er fallegt, elskan, og einmitt það sem ég hef mesta þörf fyrir. Þú hefðir ekki getað gefið mér neitt hentugra. Mig hefur lengi langað til að eignast svona sam- stæðu.“ Hann reyndi að sýna á sér hrifningarmerki þegar hann virti fyrir sér gjafirnar, og stakk þeim síðan í vasa sinn. Og af því að hún stóð fyrir framan hann, þögul og lirygg og minnti hann á allt hið yndislega sem þeim hafði farið á milli, tók hann hana í fang sér og kyssti hana. Hún var óneitanlega yndisleg. Og iþegar hún lagði handleggina um háls hans og fór að gráta, þrýsti hann henni að sér og sagði, að þetta væri alveg óþarfi og hún kæmi aftur á miðvikudaginn og þá yrði allt eins og áður. En um leið var hann að hugsa um, að þetta væri alls ekki satt og hvað þetta væri allt undarlegt ■— því að fyrir skemmstu hefði honum þótt svo undur vænt um hana. Það var ótrúlegt að önnur stúLka skyldi geta haft þessi áhrif á hann. En þannig var það. Og þótt hún héldi að honum þætti enn vænt um hana eins og áður, þá þótti honum það ekki og þætti aldrei framar. Og þess vegna hafði hann innilega samúð með henni. Eitthvað af þessum hugsunum náðu til Róbertu, þótt liún vær: að hlusta á orð hans og tæki atlotum hans. Þau voru ekki einlæg. Hann var of eirðarlaus, faðmlög hans köld og ekki næg hlýja í röddinni. Og frekari staðfestingu á þessu fékk hún eftir andartak, þegar hann losaði sig úr faðmlögum hennar, leit á úrið sitt og sagði: „Ég verð víst að fara r.úna, elskan. Klukk- una vantar tuttugu mínútur í þrjú og fundurinn byrjar klukkan þrjú. Ég vildi óska að ég gæti fylgt þér, en ég hitti þig aftur þegar þú kemur til baka.“ Hann laut áfram til að kyssa hana, en nú fann Róberta glöggt að viðmót hans var orðið gerbreytt. Hann var vingjarn- legur og góður, en hugur hans var annars staðar — þótt jólin væru í nánd. Hún reyndi að taka sig á og sýna sjálfsvirðingu og tókst það að nokkru leyti — hún sagði kuldalega og festu- lega í lok samtals þeirra: „Jæja, Clyde, ég vil ekki að þú komir of seint. Þú þarft að flýta þér. En ég ætla ekki að vera lengur í burtu en fram á annan. Ef ég kem aftur snemma á annan, heldurðu þá að þú lítir hingað inn? Ég vil ekki koma of seint í vinnuna á miðvikudaginn.“ „Já, elskan, auðvitað kem ég,“ svaraði Clyde vingjamlega og næstum innilega því að hann vissi að hann hafði ekkert ann- að fyrir stafni íþann dag, og hann átti erfitt með að skiljast við hana á of snöggan og hrottalegan hátt. „Hvenær býstu við að koma aftur? Hún bjóst við að það yrði um áttaleytið, og hann áleit að vel gæti orðið úr stefnumóti þá. Hann tók upp úrið og sagði: „En nú verð ég að fara,“ og gekk í áttina til dyra. Kvíðin yfir framkomu hans og áhyggjufull um framtíðina gekk hún í veg fyrir hann, tók í frakkann hans, horfði í augu hans og sagði biðjandi og skipandi um leið: „Þetta er þá af- ráðið á annan, Clyde? Þú breytir því ekki í þetta sinn, er það?“ „Vertu róleg. Þú þekkir mig. Þú veizt að ég gat ekki annað en farið í hitt skiptið. En ég kem á þriðjudaginn, vertu viss um það,“ svaraði hann. Svo kyssti hann hana og hraðaði sér út og hafði hugboð um að hann hefði hagað sér óviturlega, en fannst hann þó ekki hafa getað farið öðru vísi að. Enginn mað- ur gat hætt við stúlku, eins og hann var að reyna að gera, án iþess að sýna lipurð og kænsku. Annað var óhyggilegt og ó- —0O0— —0O0---0O0— —0O0— —0O0— —0O0— —0O0—* BARNASAGAN N. N0SS0W: ! K áfi r p i 11 a r BðSI ! 18. DAGUR Bósi teygði trýnið upp að neíinu á Mikka, eins og hann ætlaði að sleikja það, og Mikki lagði höíuð hans að vanga sér. Rúberta skellti upp úr, neril sáman höndunum af ánægju, og sagði: Við komum með hann hingað í tösku frá járn- brautarstöðinni. Við tókum líka vitlausa tösku. Og það er allt honum Lauga að kenna. Já já, sagði Laugi frændi, víst er það mér að kenna. Ég tók fyrst vitlausa tösku, og þá hlutuð Þið að taka þá sem eftir var. Síðan fékk hann okkur Mikka töskuna okkar. Rúbertu féll auðsæilega mjög þungt að skilja við Bósa. Henni stóðu tár í augum, svo Mikki lofaðií henni því óbeðinn að gefa henni hvolp næst þeg- ar Puta gyti. Er það alveg áreiðanlegt? sagði Rúberta. — Síðan kvöddum við og fórum. Mikki hélt á Bósa í fanginu, og þegar kom út í góða veðrið tók hann að þefa í allar áttir. Augu hans voru stór og at- hugul eins og hann þyrfti að gefa öllu nánar gæt- ur. Og það var ekkert að undra, því Rúberta hafðii haldið honum föngnum innanhúss allan tímann. Þegar við nálguðumst húsið hans Mikka sáum við mann og konu, spm höfðu fengið sér sæti á tröppunum, og voru sýnilega að bíða eftir okkur. Við sögðum við þau: Eruð þið að leita að tösku? Já, er það ekki hérna sem þeir eiga heima, piltarnir, sem hafa auglýst að þeii hafi fundið tösku? Jú, það erum við. Við fundum tösku, en eigand- inn er nú þegar búinn að sækja hana, og við höfum meira að segja fengið okkar tösku. Svo já, en það hefði þá kannski verið viðkunn- anlegra fyrir ykkur að rífa niður auglýsingarnar sem þið festuð upp. Þið fáið sjálfsagt lítinn frið annars. Auk þess sem þið villið fyrir fólki. Nú er- um við til dæmis búin að bíða eftir ykkur heilan óratíma, og svo er það ekkert nema vitleysa. Svona nöldruðu þau dálitla stund, en fóru síðan1 sína leið. Ég hef ekki séð þau síðan. En seinna um daginn fórum við Mikki á stúfana og rifum niður allar auglýsingarnar frá drengj- unum sem höfðu tapað töskunni sinni og hund- inum. t ' E n d 1 r .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.