Þjóðviljinn - 20.05.1952, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.05.1952, Síða 3
Þriðjudagur 20. maí 1952 — ÞJÓÐYILJINN — (3 Vormót í. R. ÁSMUNDUR OG JÓEL BYRJA VEL Halldór Sigurgeirsson þriðji Isl. sem kastar yíir 60 m DtR ORÐ Fyrsta frjálsíþróttamót árs- ins fór fram sl. sunnudag. Var það vormót ÍR sem haldið er í tilefni af 45 ára afmæli fé- lagsins. Kalt var í veðri og hafði það slæm áhrif á keppendur. Á þessum fyrri hluta iR-móts- ins náði Ásmundur Bjarnason góðum árangri í 100 m hlaupi:1 10,7 sek. Að vísu var hlaupið undan sunnan kalda sem gaf betri tíma en það breytir engu um það að hann lofar mjög góðu. Hörður náði slæmu við- bragði og varð þó ekki nema 2/10 á eftir Ásmundi. Jóel byrjaði einnig mjög vel og kastaði í tvö fyrstu skiptin yf- ir 60 metra og árangur Hall- dórs Sigurgeirssonar var líka ágætur og er Halldór nú 3. Is- lendingurinn sem hefur kastað yfir 60 metra. I hástökki drengja naðist góður árangur. þar sem Gunn- ar Bjarnason IR stökk 1,77 og Baldur Alfreðsson KR 1,67, og á sá drengur eftir að koma við hástökkssögu okkar ef hann æfir vel. Viðureign þeirra Guðmundar Lárussonar og Sigurðar Guðnasonar (fleiri kepptu ekki) var skemmtileg. Þó tími Guðmundar væri ,,að- eins“ 2,03,8 segir það ekki til fullnustu hvað hann getur. Endasprettur hans sagði meira tii um að Guðmundur kemur sterkur í sumar, og ekki er ó- sennilegt að Sigurður fylgi honum fast eftir. Árangur Maríu Jónsd. í kringlu bendir til þess að hún ráðist síðar á sumrinu á met sitt í kringlunni. — Af þeim 45 sem skráðir voru á lekskrá vantáði nær þriðjung eða 14 menn, til keppni en forföll tilkynntust fyrir að- eins 2—3 menn. Hverju sætir þetta? Hví er áhorfendunum boðið upp á þetta? Auk þess mætti sveit ÍR ekki til leiks. Eitt heimsmet mun þó hafa verið sett á sunnudag: Aðeins ein hástökksrá var til á bæ.i- arleikvanginum í Reykjavík og þegar hún brotnaði varð að gera við hana með einangr- unarbandi!! Sú nýbreytni var upp tekin í veitingu verðlauna,, áð tæki 9 þátt í keppninni eða fleiri fá 4 verðlaunapeninga en keppi 6—-9 fá 3 verðlaun en séu keppendur 4—6 fá 2 verðiaun, en séu þeir 3 eða færri eru aðeins ein verðlaun. Mótið gekk greiðlega, og heldur þáð áfram um næstu helsi. Úrslit urðu þessi: 100 hlaup. Ásm. Bjarnason KR 10.7 sek. 2. Hörður Hara’dsson Á 10,9 sék. 3. Alexander Sigurðsson, KR 11,2 sek. 4. Vilhjálmur Ól- afsson IR 11,3 sek. Langstökk. 1. Kári Sólmundarson KR 6.56 metra. 2. Garðar Árna- son IBS 6.48 m. 3. Karl Olsen UMFK 6,32 metra. Kúluvarp. 1. Friðrik Guðmundsson KR 14,23 metra. 2. Öm Clausen iR 13,58 m. 3. Sigurður Júl. FH 13,50 metra. 800 m. hlaup. 1. Guðmundur Lárusson Á, 2,03,8 mín. 2. Sigurður Guðna- son ÍR, 2,04,9 mín. (5 skráðir til leiks). Spjótkast. 1. Jóel Sigurðsson IR 63,17 metra. 2. Halldór Sigurgeirs- son Á, 60,47 metra. 3000 metra hlaup. 1. Eiríkur Haraldsson Á, 9.48.8 mín. 2. Victor Miinch Á, 9.55.8 mín. 3. Sófus Berthelsen Haukar 11,41,4 mín. (8 skráðir til leiks). Fram — Valur 0 : 0 Lið Fram: Magnús Sigurðs- son, Karl og Guðmundur Guð- mundssynir, Sæmundur, Krist- ján Ólafss., Haukur, Óskar Sigurbergs., Guðmundur Jónss., Lárus, Hermann og Dagbjart- ur Grímsson. Lið Vals: Helgi Dan., Magn- ús Sveinbj., Jón Þórarinss., Gunnar Sigurjóns., Einar Hall- dórss., Ilalldór Halídórsson, Gunnar Gunnarss., Borgar, Sveinn, Eyjólfur Eyfells, Hörð ur Felixson. Þrátt fyrir sérstaklega óhag- stætt veður, suðaustan rok og rigningu, varð þetta furðu góður leikur. Bæði liðin lögðu sig fram í að leika stutt og leika saman, og lítið um lang- ar spyrnur. Valur lék í fyrri hálfleik held- ur undan vindi sem stóð þó nokkuð þvert á völlinn. Var þessi hálfleikur nokkuð jafn, gerðu bæði liðin áhlaup og virtist sem Fram væri oft heldur meira í sókn án þess þó að skapa sér tækifæri. Eftir þessa frammistöðu Framaranna var almennt bú- izt við að Valur yrði að láta sér nægja varnarleik i síðari hálfleik. En svo brá við að nú er það Valur sem er yfir- leitt meira í sókninni og skap- ar sér nokkuð góð tækifæri sem misnotast öll. Fram átti Vormótin ÍI.ogII.fl. I. flokkur. 1 sl. viku fóru fram fjórir leikir í I. fl. vormótinu og fóru þeir þannig: Valur — Víkingur 4:0, Fram KR 4:1. Víkingur — Fram 0:0 og Þróttur — KR 1:1. II. flokkur. Tveir leikir fóru fram s. 1. miðvikudag: Valur — KR: 6:0 og Fram — Þróttur: 2:0. Næstu leikir verða á morgun og keppa þá Víkingur — KR og síðan Val- ur — Fram. III. og IV. flokkur. Um næstu helgi hefjast vor- mótin í III. og IV. og verður keppt bæði í A og B-sveitum. Verður leikjunum komi'ð fyr- ir á hinum ýmsu völlum bæj- arins. Hástökk drengja. 1. Gunnar Bjamason IR l, 77 metra. 2. Baldur Alfreðs- son KR 1,67 m. 3. Eiríkur Guðnason ÍBV 1,62 metra. Kringlukast kvenna. 1. María Jónsdóttir KR 35,21 m. 2. Kristín Árnad. UMFR 27,16 m. 3. Helga Kristjánsd. KR 26,77 m. 4x100 metra boðhlaup. Sveit KR 44,2 sek. Sveit Ár- manns 46,8 sek. líka nokkur vel upp byggð á- hlaup en þeim tókst aldrei að koma marki Vals í verulega hættu. I fyrri hálfleik voru það framverðir Fram sem voru mestu ráðandi og undirbjuggu sókn Fram, en framverðir Vals lágu of aftarlega. En dæmið snerist við í síðari hálf- leik. Þá voru það framverðir Vals sem voru miklu ráðandi á miðju vallarins og fengu góða aðstoð frá innherjum, sérstaklega Eyjólfi sem fer fram með hverjum leik. Vörn Fram er stöðugt sterkari helmingur liðsins með Karl og Sæmund sem beztu menn, og Guðmund ekki langt að baki, og markmaður hélt markinu hreinu, og er þar gott efni á ferðinni. Framlínan er sundur- lausari og virðist eiga erfitt með a'ð sameinast þegar mest á ríður. Lárus er hreyfanleg- ur, en þá verða hinir að vera með ef allt á að fara vel. Annars er ekki að marka lið og leik í svona kalsa veðri. Valsliðið var allheilsteypt bæði í sókn og vörn. Borgar er þó enn veikasti maður framlín- unnar og Jón Þór varnarinn- ar. Hörður komst ekki í gang fyrr en í síðari hálfleik og var samleikur hans og Eyjólfs oft laglegur. Gunnar Gunnars átti margt gott og óvæntar skiptingar, og virðast aðrir liðsmenn naumast vera farnir að átta sig á þessum mögu- leika. Einar var öruggur og Helgi varði þáð sem á* markið kom, sem fæst var háskalegt. Nú verða þessi lið að leiða saman hesta sína aftur og verður gaman að sjá þau aftur í góðu veðri, þar sem fram ætti að koma hváð þeir kunna og geta Dómari var Þorlákur Þórðar- son og áhorfendur furðu marg- ir miðað við veðurfar. KR — Víkingur 2 : 1 Lið KR: Halldór Sigurðsson, Helgi H. Helga., Guðbjörn, Hörður Felixson, Hörður Ósk- arsson, Steinar, Þorbjörn, Ari, Sverrir Kernestgd, Gunnar G. og Sigurður Bergs. Lið Víkings: Ólafur, Sveinbj., Einar Pétursson, Kjartan Ein- arsson, Helgi Eysteinsson, Guð mundur Samúelsson, Gissur, Gunnlaugur, Bjarni, Ingvar og Reynir. Framhald á 6. siou. Betra er seint en aldrei, a. m.k. þegar gera skal afsökun sína eða þakka fyrir sig — og nú langar núg til áð gera þetta hvorf tveggja í senn með nokkrum línum um samsöng Söngfélags verkalýðssamtak- anna í Reykjavík fyrsta maí s. 1. í Austurbæjarbíói. Þar var stjórnandi Guðmundur Jóhanns son, en með einsöng og undir- leik fóru Hanna Bjarnadóttir og Skúli Halldórsson. Það vill nú svo vel til, að hessi kór endurtekur söng- -'-"mnitnn sína á sama stað í dag ðður en hann heldur i söngför um nágrenni Reykja- víkur, og ef það mætti ein- hverju orka honum til braut- argengis, þá vildi ég aðeins m'nna alþýðu nágrennisins á þá staðreynd, að þetta söng- fé'ag er hú hið eina hér um slóðir, sem hefur Islandsijóð og Internationalinn jafnt til jvegs á sinni efnisskrá. En svo itímabærir sem þeir söngvar leru nú á þessum hólma — nú þegar sýnt er að æmt eða skræmt í anda þeirra skal varða ærumissi og tugthúsvist að hæsta dómi — svo dýrir sem þeir söngvar eru nú, kann þó orð þeirra að verða enn dýrara innan tíðar —- í öfugu hlutfalli við eftirspurnina. Já þau voru á söngskránni fyrsta maí bæði þessi’ dýru orð; undir ýmsum nöfnum og tilbrigðum, og er þá fyrst að geta hins einfalda, alþýðulega og undurfagra lags Þórarins Jónssonar, Ég heilsa þér Is- land; þá gengur eitthvað and- liælis í söngheimum ekki síður en annars staðar, ef það á að- eins dægurf lugulíf f yrir sér; — ennfremur laganna Fvrsti maí (Jóh. úr Kötlum) og Við- líkt hendir mörk og mann eft- ir stofnanda kórsins og stjórn- anda þar til nú, Sigursvein D. Kristinsson; Hörpu (Jón Thor- oddsen) eftir Skúla Hallclórs- son, íslands Hrafnistumenn í prýðilegum búningi R. A. Ott- óssonar, Stríðssöngur jafnaðar manna í útsetningu S. D. Krist inssonar, Æskulýðssöngurinn nýi eftir Belogo (þýð. Jcns Rafnssonar) og enn m.a. og ekki sízt Amma rauiar í rökkr- inu (Jóh. úr Kötlum) eftir S. D. Kristinsson — en þar og. í norska þjóðlaginu, Ég átti föð- ur, fór Ha.nna Bjarnadóttir með einsönginn af innileik og nærfærni; röddin einstök að fegurð, mýkt og fyllingu eins og kunnugt er af söug hennar áður með þessum kór. Hann skipa nú annars 41 menn og stendur við sama og í fyrra um raddval, styrkur kórsins liggur í mýktinni, blær inn er samfelldur og í veikum' söng hinn fegursti, raddiinar þjálar og næmar í betra lagi; — í sterkum söng óskar mað- ur þess hins -vegar að kórinn hefði meira raddmagni úr að spila, einkum karla, og þó ekki væri nema fimm, sex valinna söngmanna. En þeir eru nátt- úrlega að syngja Fylk þér al- þýða í forystusveitir í einhverj- um karlakórnum með íslenzka sönglist til útflutnings í bak- sýn, og ber það annars ekki að lasta. Guðmundi Jóhannssyni var vandi á höndum er hann tók við þessum kór af eldhugan- um fyrirrennara sínum. Þann vanda hefur hann leyst svo vel, að ég freistast til í gamni og alvöru að finna honum það einkum til foráttu að láta sér yfirsjást um nauðsyn þess að birta í söngskránni þau ljóð, sem sungin eru; en það var einkum tilfinnanlegt í flutn- ingi kórsins á kvæðinu úr. Martiusi Stefáns G. Frekara hól og aðfinnslur verða svo að bíða betra rúms og tíma. Að- eins vildi ég enn segja þettal? Það er dýrt fyrir alþýðu- manninn á þessum dögum hins ameríska náðarbrauðs að seil- ast í tóma pyngjuna eftir 15 krónum fyrir að hiusta á einn samsöng, en í þessu tilfelli er orðið þó dýrara um sinn en því svarar. 18. maí, ’52 Þ. Vald. Hér hefur um nokkurf ár starfað svonefndur kabar- ett Bláu stjörnunnar. Hefur hann notið mikilla vinsælda, og eru það einkum ‘Iveir hóp- ar inanna sem leitað hafa sér andlegrar nærlngar á vegum hans: unglingskrakkar sem gaman hafa af hávaða og.fyr- irgangi og skrípalátum, og þorrnaðir embættismenn og yfirstét'jarfólk. Einn þeirra manna sem reglulega sækid kabarett Bláu stjörnunnar er Valtýr Stefánsson, og eru slík- ar skemmtanir að sjálfsögðu mjög við hæfi aðálriti lljóra Morgunblaðsins. Nú standa yfir sýning- ar á einum kabarettinum, og hefur Valtýr Stefánsson ritað um hann athyglisverða menn- ingargrein í blað siit. Að þessu sinni hefur þó Valtýr verið hrifnas'lur af því sem tví- mælalaust var merkast á skemmtun þessari, en það er söngur frú Lulu Ziegler. En hvort það er nú söngurinn einn eða eitthvað fleira sem dregið hefui' hjarta ritstjórans að þessari konu, þá leitaði hann hana uppi eftir skemmtunina, og hefur viðtal við frúiia í Morgunblaðinu á sunnudaeinn var. Og það er auðséð á þ**ssu viðtali að frúin hefur fleirí kosti til að bera én góð radd- bönd. Hún hefur auk þess hjartað og heilann á réttum stað. Hún segir frá þvi að hún hafi nýlega verið á ferð á Spáni, og er ritstjórinn spyr hvort hún hafi sungið fyrir Spánverja svarar hún: „Nei, ég ferðaðist þar um og kynntist aumlegu ástandi þjóðarinnar. Það leynir sér ekki fyrir ferðamönnum, að þar ríkir hin mesta eymd. Fá- tækúin og sulturinn er svo sár, að ekki tekur tali. Þegar maður t.d. stað-(næmist á götu i spænskum bæ?) hópast utan um mann veikluleg, tö'iraleg börn, sem rétta fram skinhor- aðai' hendur og betla um pen- inga fyrir mat. Hin mesta kyrr- staða ríkir þar í öllu atvinnu- lífi og framleiðsluhættir í land- búnaði eru með miðaldabrag“. ■Jc Þe'ita eru orð dönsku söngkonunnar, í þýðingu Val- týs Stefánssonar. En þegar maður heyrir slík tíðindi lang- ar mann að fá meiri upplýs- ingar. Og hvernig væri nú e£ íslenzkir „ferðamenn“ vildu opna sinn munn og skýra okk- ur dálítið nánar frá lífinu í sæluríki Frankós. Hvað miuidu þeir t.d. segja um það, Magn- úsarnir Kjaran og Víglundsson, að sýna okkur fáeinar svip- myndir frá götulífinu í Mardríd og Barselónu? Spánn er sem kunnugt er ein hinna frjálsi* Fxamhald á 6. síðu. . j Vormót R'eykjovíkur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.