Þjóðviljinn - 20.05.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.05.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. maí 1952 KRON Framhald af 8. síðu. Um einstök atriði vísaði fram- kvæmdastjórinn til reikninga og skýrslna, sem birtar eru í áðurnefndri ársskýrslu félags- ins. Umræður urðu fjörugar um skýrslu framkvæmdastjóra og starfsemi félagsins almennt. Tillaga félagsstjórnar um samþykkt reikninga og ráð- stöfun rekstursafgangs, sem prentuð er í ársskýrslunni, með þeirri viðbót, að afslátt- ur til félagsmanna renni í stofnsjóð, var samþykkt. Þá voru einnig samþykktar tvær reglugerðir, er félags- stjórn lagði fyrir fundinn, reglugerð fyrir félagsstjórn og reglugerð um kosningu og störf deildastjórna. Úr félagsstjórn gengu: Sig- fús Sigurhjartarson, Þorlákur Ottesen og Björn Guðmunds- son. Iíosnir voru í félagsstjórn: Ragnar Ólafsson, Þorlákur Ottesen og Guðmundur Hjart- arson. — Björn Guðmundsson, sem átt hefur sæti í félags- stjórn síðan 1947, baðst nú undan endurkosningu og þakk- aði framkvæmdastjóri honum vel unnin störf í þágu félags- ins. Varamenn í félagsstjóm voru kjörnir: Sveinbjörn Sigurjóns- son og Sveinn Gamalíelsson. Fulltrúar á aðalfund SlS: Isleifur Högnason, Hallgrímur Sigtryggsson, Ragnar Ólafsson, Þorlákur Ottesen, Elín Guð- mundsdóttir, Guðrún Guðjóns- dóttir, Steinþór Guðmundsson, og til vara: Bjöm Jónsson, Sveinbjörn Guðlaugsson, Egg- ert Þorbjarnaðarson, Theódór B. Landal. Örvaroddur Framhald af 3. sí5u vestrænu þjáða og er í mikl- um uppgangi í pólitísku áliti vesérænna stjórtimálamanna. Mundi þá ekki Ólafur Thors vilja skrifa ofurlitla ferðasögu þarna að sunnan, eða Gunnar Thoroddsen. — Og svo gæti Renjamín rekið lestina og skýrt með töflum og ú<reikningum frá launum spænskra verka- manna og foíeldra betlibarn- anna. KR — Víkíngur Framhald af 3. siðu. I heild var leikur þessi frem- ur lélegur knattspyrnulega séð. Eigi að síður var hann „spenn- andi“ því bæði lið höfðu tæki- færi, en misnotuðu herfilega. Þó var fcR komið með 2:0 á tímabili en Víkingar hertu sig og komu marki nokkru fyrir leikslok og áttu^auk þess tæki- færi til að jafna, en við það sat. Jafntefii hefði þó ef til vill verið réttast útúr leiknum. Þó við og við brygði fyrir samleik og tilraunum til að leika skemmtilega kngttspymu, þá var ónákvæmnin , st.óru spörk- in, rangar staðsetningar sér- staklega í vörnum beggja svo að leikinn má kalla hinn lak- asta á þessu móti. Menn voru staðir oft og tiðum, hreyfðu sig ekki til hjáloar þeim sem knöttinn hafði. I Víkingsliðinu voru það Reynir og markmað- urinn sem sluppu þolanlega frá leiknum. I KR-liðinu voru það helzt Helgi, Gunnar og Hörður Óskars. Liðin voru sundurlaus, vant- aði alla festu til áð sýna eitt- hvað jákvætt. Reynir setti niarkið fyrir Víking en Ari og.Steinar fyr- ir KR. Dómari var Hrólfur Benediktsson. Veður var gott og áhorfendur um 1000. 167. DAGUR varkár og í fyrsta skipti á ævinni varð kænska og lagni honum brýr. nauðsyn. Um leið skammaðist Clyde sín í hjarta sínu fyrir þessa miklu breytingu sem á honum hafði orðið. En Róberta sagði: „Ég veit það, Clyde, en þú sagðir rétt áðan, að þú værir ráðþrota? Og með hverjum degi sem líður verður þetta erfiðara fyrir mig, ef við getum ekki fengið neinn lækni til áð hjálpa okkur. Það er ekki hægt að ganga í hjóna- band og eiga von á að ba.rnið fæðist fáeinum mánuðum seinna — það ættirðu að geta skilið. Allir kæmust að því. Auk þess verð ég að taka tillit til sjálfrar min alveg eins og til .þín. Og barnsins." (Þegar hún minntist á barnið sem í vændum var hrökk Clyde við og hörfaði undan eins og hann hefði verið bar- inn. Hún tók eftir því). „Það verður að gera eitt af tvennu, Clyde, og það tafarlaust — við verðum að gifta okkur eða þú verður að hjálpa mér út úr þessum vandræðum, og þú virðist ekki vera fær um það. Fyrst þú ert svona hræddur um hvað frændi þinn segir eða hugsar ef við giftum okkur,“ bætti hún við taugaóstyrk og þó blíðróma, „hvers vegna getum við þá ekki gift okkur strax og haldið því leyndu fyrst um sinn — eins lengi og við getum eða teljum heppilegt. Á meðan gæti ég farið heim og sagt foreldrum mínum það — að ég sé gift — en það verði að halda því leyndu fyrst um sinn. Og þegar að því kæmi að við gætum ekki verið hérna lengur nema segja allt af létta, þá gætum við flutzt burt ef okkur sýndist svo — ef þú vildir ekki láta frænda þinn vita neitt, eða við gætum gert kunn- ugt að við hefðum verið gift lengi. Margt ungt fólk gerir þetta, nú á dögum. Og með að bjarga sér —“ hélt hún áfram, þegar hún tó'k eftir skugganum sem leið eins og ský yfir andlit Clydes, — „við gætum alltaf fengið einhverja vinnu — ég veit að ég gæti það,_ strax og barnið er fætt.“ Þegar hún byrjaði að tala hafði Clyde setzt á rúmstokkinn og hlustaði á báðum áttum á tillögur hennar. En þegar hún fór uð tala um hjónaband og brottflutning, reis hann á fætur — gripinn óstjórnlegri löngun til að hreyfa sig. Og þegar hún endaði á þeirri uppástungu að hún gæti farið að vinna, strax og barn- ið væri fætt, leit hann á hana með skelfingu í svipnum. Að hugsa hér að ganga í hjónaband og búa við slíkar aðstæður að það væri nauðsynlegt, þegar hann átti þess kost, ef hamingjan væri hon- un hliðholl, að ganga að eiga Sondru. „Já, já, þetta er prýðilegt fyrir þig, Berta. Þetta kemur öllu á réttan kjöl hjá þér, en hvað um sjálfan mig? Hamingjan góða, ég er rétt nýbyrjaður að vinna hérna, og ef ég þarf að taka saman pjönkur mínar og fara, og það yrði ég að gera ef þeir kæmust að þessu, þá veit ég hreint ekki hvað ég get tekið til bragðs. Ég hef ekkert fyrirtæki eða iðn sem ég gæti snúið mér að. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir okkur og ef ég færi núna gæti ég aldrei leitað til hans framar." 1 geðshræringu sinni gleymdi hann því, að hann hafði áður gefið Róbertu í skyn að foreldrar hans væru ekki alveg á ná- stráinu, og ef honum félli ekki vel vinnan í Lycurgus, gæti hann farið heim og fengið eitthvað að gera þar. Og hún var ekki búin að gleyma því og spurði nú: „Gætum við þá ekki farið til Denver? Heldurðu ekki að faðir þinn gæti gert eitthvað fyrir þig ?“ Rödd hennar var blíðleg og sárbænandi og hún var að reyna að fá Clyde til að skilja, að þau væru ekki eins illa sett Og hann virtist álíta. En þegar minnzt var á föður hans í þessu sambandi — minnzt á að hann gæti forðað þeim frá lífi í þrældómi og ör- birgð, þá var honum öllum lokið. Það sýndi hvað hún hafði rang- ar hugmyndir um aðstöðu hans í þessum heimi. Og það sem verra var — hún bjóst við hjálp úr þessari átt. Og þegar enga» lijálp var þar að finna, gat verið að hún ásakaði hann fyrir það — það var aldrei að vita — fyrir ósannindi hans í því sambandi. Það undirstrikaði enn frékar nauðsyn þess að koma í veg fyrir hjónaband hvað sem það kostaði. Það væri óhugsandi. En hvernig gat hann barizt gegn þessari hugmynd, fyrst hún áleit að hún gæti gert þessa kröfu á hendur honum — hvernig gat hann sagt upp í opið geðið á henni að hann gæti ekki og vildi ekki kvænast henni ? Og ef hann segðj það ekki núna, teldi hún kannske sjálfsagt og eðlilegt að neyða hann til þess. Ef til vill fyndi hún hjá sér hvöt til að fara á fund föðurbróður hans — og frænda hans (hann sá fyrir sér 'kuldaleg augu Gilberts) og fletta ofanaf honum! Og þá væri öllu lokið! Allt hryndi í rúst- ir! Allar skýjaborgir hans í sambandi við Sondru og allt annað væru úr sögunni. En það eina sem hann gat sagt í svipinn var: „En ég get þetta ekki, Berta, ekki núna að minnsta kosti,“ og Róberta dró þá ályktun að hann hefði ekki hugrekki til að setja sig á móti hjónabandi einsi og allt var í pottinn búið — af því að hann sagði: Ekki núna að minnsta kosti.“ Og meðan hún var að hugsa um þetta hélt hann áfram: ,,Auk þess vil ég alls ekki kvænast svona snemma. Það er of mikið fyrir húfi. I fyrsta lagi er ég ekki orðinn fiógu gamall og ég hef ekki efni á að ganga í hjónaband. Og ég .get ekki farið héðan burt. Ég gæti hvergi fengið eins góða möguleika. Þú skilur ekki hvað þetta starf hef- ur mikla þýðingu fyrir mig. Pabbi er ágætur, en hann hvorki get- ur né vill gera eins mikið fyrir mig og frændi minn. Þú skilur þetta ekki, annars færir þú ekki fram á annað eins og þetta.“ Hann þagnaði og í andliti hans blandaðist saman ótti og andúð. Hann minnti á hundelt dýr, með veiðimenn og hunda á hælunum. En Róberta hélt að ábyrgðarleysi hans stafaði af muninum á kjörum yfirstéttarinnar í Lycurgus og kjörum hennar sjálfrar, en ekki af aðdráttarafli sérstakrar stúlku, og hún svaraði og reyndi að leyna gremju sinni: „Já, já, ég veit mætavel, hvers vegna þú getur ekki farið héðan. Það er ekki aðallega starfið,. heldur þetta ríka fólk sem þú ert alltaf á hælunum á. Ég held ég viti það. Þér þykir ekki vænt um mig lengur, Clyde, það er allt og sumt, þú vilt ekki hætta að umgangast þetta fólk: mín vegna. Ég veit að þetta er ástæðan og engin önnur. En það er ekki ýkjalangt síðan þér þótti vænt um mig, þótt þú virðist ekki muna það núna.“ Hún var rjóð í kinnum og eldur brann úr aug- um hennar þegar hún sagði þetta. Hún þagnaði andartak, og hann horfði undrandi á hana og var að hugsa um hvernig þetta endaði..,,En þú færð ekki að skilja mig eftir eina og yfirgefna, því að ég sætti mig ekki við að láta yfirgefa mig á þennan hátt, Clyde. Heyrirðu það, Clyde, heyrirðu það.“ Hún komst í æsing og greip andann á lofti. „Það er ofmikið í húfi fyrir mig. Ég veita ekki hvernig ég á að fara að einsömul, og ég get ekki leit- að til neins nema þín, og þú verður að hjálpa mér. Ég verð að komast úr þessum vandræðum, Clyde, ég má til. Ég get ekki. staðið andspænis fjölskyldu minni og almenningi félaus og ó- gift.“ Meðan hún talaði rétti hún hendurnar biðjandi í áttina til hans og ýmist kreppti hún hnefana eða opnaði lófana. „Og ef þú getur ekki hjálpað mér á þann hátt sem þú minntist á,“ hélt hún áfram í megnustu geðshræringu, „þá verðurðu að fara eftir óskum mínum, það er allt og sumt. Að minnsta kosti þangað til ég get séð um mig sjálf. Ég vil ekki láta yfirgefa mig. Ég fer ekki fram á að hjónaband okkar standi til eilífðar bætti hún við í von um að hún gæti fengið Clyde á sitt mál með því að draga —'*oOo — . oOo' ■ oOo —oOo1 ■ —oOo— —oOo*— ■ ■ oOo BARNASAGAN TÚKK — TBKK 7. DAGUR Nú verðum við að athuga hverjir voiu með þessi fíflalæti uppi á þakinu, sagði Gústi. Við drógum öxina varlega undan koddableðli Mikka, gengum þvínæst til dyra og hrintum upp hurðinni í einum rykk. Það var enginn á tröppun- um. Við læddumst út á hlaðið, og gægðumst upp á þakið Þar sátu tvær krákur og voru að kroppa eitthvað sem við sáum ekki hvað vor. Bumm — bumm — bumm — bass, það var hljóð- ið sem heyrðist þegar nefin á þeim snertu þakið. Búmm. — búmm — bass, og nefin á þeim glumdu við járnþakið. Gústi beygði sig niður, tók upp st'ein og kastaði honum að krákunum. Þær léttu sér upp og flugu á brott. Við Gústi leituðum okkur að stiga og klifruðum upp á þakið. Þetta eru þá íbenhnetur, sem krákurnar hafa verið að kroppa í, og af þeim hafa þau stafað, þessi högg, sagði Gústi. En hvernig hafa berin komizt hingað? Nú, þau hafa fallið úr trjánum beint ofan á þakið. Já, það er víst rétt. En hver barði þá á dyrnar? Eða hafa krákurnar gert það líka? Við klifruðum niður af þakinu og rannsökuðum dyrnar. Gústi fann 1 hnetu á tröppunum og sagði: Þær hafa alls ekki barið á dyrnar, heldur hafa þær líka verið að kroppa í hnetur hér á þrepinu. Og við sem héldum að einhver væri að berja! Okkur var létt um ganginn, er við gengum inn í skálann, enda slettum við okkur aftur á bak í bedd« ana og steinsofnuðum á samri stund. _ j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.