Þjóðviljinn - 11.06.1952, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 11.06.1952, Qupperneq 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 11. júní 1952 Tryggingarnar Framhald af 7. síðu. bótar, eða kr. 300.00 á mánuði miðað við núverandi vísitöíú. Sé barnið munaðarlaust, þ.e. bæði föður- og móðurlaust, er heimilt ao hækka lífeyri til þess ef sérstök, brýn þörf er fyrir hendi. Tala barna sem lifeyris nutu á árinu 1950 var um 4000. Upphæð greidds barnalífeyris frá Tryggingastofnuninni tiam um 8,9 milljónum króna það ár, en nokkur hluti upphæðar- innar er endurkræfur hjá feðr- um óskilgetinna barna og framfærslusveit þeirra. íslenzk æska Framhald af 3. síðu verðmæta. Skólarnir, útvarp, sem og öll menningarfyrirtæki aiþýðu, hafa geisilegt verk að vinna til nýtingar þessara ó- virku fjársjóða. Stúdentarnir sofa á verðinum Stúdentarnir, sem alþýðan hefur með vinnu sinni 'kostað til þjálfunar á menntasviðinu, liafa látið litið á sér bera upp á síðkastið. Hvað veldur? Er nú tími til að taka sér frí frá íslenzku frelsisbarátt- unni? Síður en svo. Stúdentar ættu að hafa til að bera sterk ari baráttuástríður en aðrir .eigendur íslenzkrar menningar- verðmæta, vegna kunnugleika og aðstöðu. Þess er að vænta að ’stúdentar huisti af sér dauðamókið og hefji aftur upp það merki, sem þeir hófu hátt í byrjun hinnar nýju sjáif- stæðisbaráttu. Annars er viö því að búast að þeir verði á- sakaðir um sýndarmennsku í handritamálinu, sem, þótt mik- ilvægt sé, er ekki mál mála í dag. Ungir sósíalistar Við sem myndum san tök vngra sósíalista verðum að játa að mörgu hefur verið mjög ábótavant hjá okkur. Þó að við verðum ekki ásakaðir um að hafa haldið algerlega að okkur höndum, þá verðum við áð kannast við að framlag okkar í seinni tíð hefur ekki svarað kröfum ástandsins. Við verðum að starfa markvissar gegn spillingunni, sem fylgir bandaríska auðhringahernum. Gleymum ekki því, sem við höfum lært í baráttusögu ís- lenzkrar alþýðu hjá félaga Ein- ari Olgeirssyni og öðrum góð- um félögum. Við lærðum ti: dð kenna öðrum. — Orð okkar munu finna sterkari hljóm- grunn nú en nokkru sinni áð- u?. Ó. J. Þar sem æskan berst Framhald af 3. síðu verða að voldugum mótmæla- göngum. Frelsisbarátta Túnisbúa hef- ur, þegar orðið til að sýna eðli nýlenduveldanna, Frakka. Breta og Bandaríkjamanna, betur en áður, afhjúpa þessa kúgara enn einu sinni fyri” augliti heimsins í sambandi vi'ð neitun þeirra að taka Tún- ismálið fyrir á vettvangi SÞ, þrátt fyrir samstöðu yfirgnæf- andi meirihluta mannkyns með Túnisbúum. En hvorki er þess- um málum enn lokið í Túnis né á hinum aiþjóðlega vett- vangi. Dómurinn yfir nýlendu- kúgurunnm verður kveðinn upp á báðum stöðum. Bæjaríréitir Framhald af 4. síðu. Reikningsþrautir. í>á eru þrautir, skrýtlur og fjölmargar myndir, að ógleymdum kvæðum eftir St. G. St., Guðmund Guðmundsson og íieiri, jw. :_i: ÍUu.* Tmiv! ÍIJ 11 i 3 é-1 ; i |vS Kf; \ ÍT- , l P S'Jb/'é' 183. DAGUR stað eins fljótt og við getum eftir þann tíma.“ Rödd hans var svo mild og biðjandi — og vegna hinna að- steðjandi erfiðleika hafði vottað fyrir hinni fyrri hlýju í rödd hans, sem Róberta hafði ekki getað staðizt, og nú vakti það hjá henni undarlegt og ástæðulaust þákklæti. Og hún liafði flýtt sér að svara með ákefð: „Nei, elskan mín. Þú veizt að mér gengur ekkert illt til. En mér líður svo illa að ég get ekki ráðið við þetta. Þú skilur það, Clyde, er það ekki. Ég get ekki annað en elskað þig. Ég geri það sjálfsagt til æviloka. Og ég vil ekki gera neitt sem getur orðið þér til tjóns, vinur minn, ef óg get mögulega að því gert.“' Og Clyde heyrði ástarhreiminn í rödd hennar og fann að hann hafði enn vald yfir henni, og hann fór aftur að leika hlutverk elskhugans til þess að reyna að mýkja hug Róbertu gagnvart sér. ÞótF'hann teldi sjálfum sér trú um, að honum þætti ekkert vænt um hana lengur og gæti ekki hugsað sér að kvænast henni, þá gat hann að minnsta íkosti verið vingjarn- legur við hana — eða var ekki svo ? Hann gat látizt! Og þetta samtal endaði með nýjum friðarsamningi, sem byggðist á þessu samkomulagi. Daginn áður — þegar lífið við vatnið var með daufara móti — hafði hann ásamt Sondru, Stuart, Bertínu, Nínu Temple og ungum manni að nafni Harley Baggott sem var í heimsókn hjá Thurston fjölskyldunni, farið í‘ bíl frá Tólfta vatni til Three Mile Bay, lítils baðstaðar talsvert norðar, og þaðan óku þau milli hárra grenitrjáa upp til Big Bittern og annarra lítilla vatna sem voru í felum í skóginum fyrir norðan Trine vatn. Og Clyde minntist þess að á leiðinni hafði hann orðið fyrir undarlegum áhrifum af hinu eyðilega og einmana umhverfi. Hinir þröngu, forugu stígar sem bugðuðust milli hárra, þögulla og skuggalegra trjáa — raunverulegra skóga, sem náðu yfir óendanlegt flæmi í allar áttir. Hinar óhugnanlegu fúamýrar og fen báðum megin við hina sjaldgæfu stíga, sem víða voru þaktir viðbjóðslegum, eitruðum vafningsjurtum og hér og þar voru votar og rotnaðar hrúgur af föllnum trjám sem lágu hvert ofaná öðru í grænni leðjunni, sem hafði safnazt saman í dældir í jarðveginum. Augu og bakhlutar froskanna sem óhræddir sleiktu sólskinið þennan fagra júnídag ofaná jurtunum eða mosavöxnum trjástofnunum; dans mýflugnanna, skyndimynd af slöngu sem skreiddist í felur þegar húh heyrði i bílnum, og skreið inn í slímugan og ógeðslegan gróðurinn. Og þegar Clyde horfði á eitt þessara vatna hafði hann ósjálf- rátt farið að hugsa um slysið á Pass Lake. Honum var það ekki ljóst, en eitthvað í undirvitund hant vakti athygli hans á því hve þessi staður væri afskektur og vel til fallinn. Og um sömu mundir vildi þáð til að einmana vatnafugl úr þessu af- skekkta héraði gaf frá sér óhugnanlegt og draugalegt garg um leið og hann flaug í áttina til hinna skuggalegu skógu. Og við þetta hljóð varð Clyde mjög hverft við og hann rels upp í bílnum. Hann hafði aldrei fyrr heyrt fugl gefa frá sér svona hljóð. „Hvað var þetta ?“ spurði hann Harley Baggott, sem sat næst- ur honum. „Hvað þá?“ „Þessi fugl eða hvað það nú var sem flaug hérna yfir rétt í þessu?“ „Ég heyrði ekki í neinum fugli.“ ,,Þetta var svo undarlegt hljóð. Það fór hrollur um mig.“ Það sem einkum vakti athyglj hans í þessu eyðilega héraði voru öll afskektu vötnin, sem hann hafði aldrei heyrt minnzt á fyrr. Héraðið, sem þau óku um eins hratt og slæmir veg- irnir leyfðu, var allt sundurskorið af þeim. Og þegar þau óku framhjá sumum vötnunum sáu þau mehki um líf, tjaldbúð eða kofa... En yfirleitt voru bakkar hinna fjarlægari skógarvatna allir óbyggðir eða svo strjálbyggðir að farþegarnir urðu stein- hissa þegar þeir sáu glitta í hús eða kofa handan við spegil- slétt vatnið. Hvers vegna var hann alltaf að hugsa um þetta vatn í Massa- chusetts? Þennan bát. Lík stúlkunnar sem fannst — en ekki lík mannsins, sem með henni var. Þetta var hræðilegt. Hann minntist þess eftirá — heima í herbergi sínu eftir sam- talið við Róbertu — að bíllinn hafði að lokum beygt inn á autt svæði norðan við langt og mjótt vatn og suðurhluti þess virtist hulinn bakvið tanga eða eyju. Og þegar undan var skilið lítið hús eða bátaskýli við norðurbakkann sást hvergi merki um mannabyggð — enginn bátur sást á vatninu, þegar þau komu á vettvang. Og bakkar þessa vatns eins og flestra vatnanna sem þau höfðu séð þennan dag, voru þaktir grænum grenitrjám — hávöxnum, teinréttum — með útrétta handleggi eins og tréð fyrir framan gluggann hans í Lycurgus. Og í fjarlægð sáust ávalar og grænar hæðirnar i Adirondacks. Og vatnsflöt- —o Oo—■ —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—™ —oOo— ——oOo—- BARNASAGAN Töfrahesturinn 14. DAGUR Þá tók kóngsdóttir þannig til máls: ,,£g heíði að vísu getað látið yður koma í herbergið, þar sem þér komuð að mér sofandi í nótt. En höfuðsmanni geldinganna er heimilt að koma þangað þegar honum gott þykir, en hingað mun hann ekki koma án míns leyfis; þótti mér því betra, að fara hingað til yðar, þar sem enginn getur glapið okkur; gekk mér og bráðlæti til, því mig langaði ákaft að vita, hverjum undrum ég á það að þakka, að mér auðn- aðist að sjá yður. Ég sárbæni yður því, að gera svo vel að verða við tilmælum mínum og segja mér frá ævintýri yðar”. Kóngsson- sagði henni nú ýtarlega frá Núrus- hátíðinni á Persalandi og hinum merkilegu sjón- leikjum, sem við hana tíðkast. Því næst sagði hann henni frá töfrahestinum og öllu því, er eftir fór, svo sem fyrr er frá greint; lauk hann þar frásög- unni, er hann vakti kóngsdóttur. .,,Þarf ég nú ekki að segja yður lengur sögu mína”, mælti hann, ,,og er nú það eitt eftir, að þakka yður fyrir gæzku yðar og göfuglyndi, og biðja yður að benda mér á, með hverjum hætti ég bezt get vottað yður þaklc- látssemi mína fyrir svo mikla velgjörð. Eftir þjóða- Ferðaskrifsiofan ► Framhald af 8. síðu. eyringa- og Eyrbekkingafélögin í Reykjavík. Væntanlegum þátttakendum er ráðlagt -að taka farseðla sína sem allra fyrst. Handfæraveiðar. Kl. 14 á laugardag verður farið á handfæraveiðar. Far- kosturinn er 33 smálesta bát- ur, en veiðarfæri leggur Ferða- skrifstofan til. Tekur ferðin 10 klukkustund ir. Hefur ein slík ferð verið farin á þessu vori og veiddist vel. Þátttökufrestur er til föstu- dagskvölds. Gullfoss og Geysir. Lagt af stað kl. 9 á sunnu- dag og stuðlað að gosi. Heim Leðurblahan Framhald af 8. síðu. son og Lárus Ingólfsson iiúka og syngja fangaverði. Enn- fremur eru nokkur smáhlut- verk. I óperettunni eru dansaðir Vínarvalsar, en auk þess eru sólódansar er þau sýna Holger Reenberg og kona hans Mari- anne Fröijdh. Þau eru frá Stora teatern í Gautaborg. Auk einsöngvara og leikara er allstór samkór með í leikn- um, að ógleymdri 30 manna hljómsveit undir stjórn dr. Ur- bancic. Samtals eiga um 70 manns þátt í sýningunni, auk starfsfólks á leiksviði og að- stoðarmanna. Er fréttamenn litu inn í sal Þjóðleikhússins í gær stóð yfir æfing, fengu þeir að mæla fáein ðrð við leikstjóra og hljómsveitarstjóra. Létu þeir í ljós þá von sína að sýning Leðurblökunnar með alíslenzk- um söngkr.öftum yrði menning- arviðburður, • og spáir Þjóðvilj- inn því að þeim verði að von sinni. verður farið um Hreppa. Þátttaka tilkynnist fyrir föstudagskvöld. Hringferð. Kl. 13.30 á sunnudag verður farin hringferðin Þingvellir írafoss — Hveragerði — Krísu vík. Við Irafoss verða hin miklu mannvirki skoðuð og í Hveragerði verður stuðlað að gosi í hver þar á staðnum. ★ Næsta orlofsferð til útlanda hefst 23. þ.m. Komið verður til Glasgow, Blaekpool, London (dvalið þar í 4 daga), Scar- borough og Edinborgar. ★ 21. júní hefjast innanlands- ferðir skrifstofunnar og verður nánar sagt frá þeim síðar. Kvöldferðir um nágrenni bæjar ins verða famar nséstu góð- viðrisdaga. RÉTTUR Framhald af 8. síðu. Ásmundur Sigurðsson skrif- ar greinina: Marshallaðstoðin og áhrif hennar á efnahags- þróun íslendinga. Rekur hann þar hin fög.ru fyrirheit stjórn- arflokkanna, fjögurra ára „risa áætlun“ þeirra, hvernig nú er kornið og hver er orsök núver- andi kreppuástands. Brynjólfu.r Bjarnason skrif- ar Víðsjá og rekur og skýrir þýðingarmestu viðburði það sem af er á þessu ári. Birt er grein um skáldið William Morris, sem Matthías Jochumson skrifaði í Stefni á Akureyri 1896. 1 heftinu er býdd saga: Dansmærin, eftir Irina Volk og sagan Að sverfa til stáls, eftir Friðjón Stefáns- son. Þá eru Ijóðin Vor, eftir Þorstein Valdimarsson og Við Lögberg, eftir Grástein. Loks eru svo bókafregnir eftir Ás- geir BlÖndal Magnússon og ritstjórann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.