Þjóðviljinn - 02.07.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.07.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN Qrein Sverris Framhald af 5. sK5u. is aldrei á að fjargviðrast um friðhelgi samninga. Fanga- skiptasáttmálinn í Genf virð- ist sýnilega standa utan við þessa friðhelgi. Forseti Banda- ríkjanna lýsti því yfir hátið- lega, að af mannúðarástæðum væri það hinn mesti glæpur að framselja fangana i hendur „kommúnistum". Mannúðin varð friðhelgi samninganna yfirsterkari. Á Kojeeyju, und- an strönd Kóreu, voru miklar fangabúðir, er töldu um 80,000 manna. Fulltrúar Banda ríkjanna sögðu þessa fanga vera sérlega ófúsa. til að hverfa aftur tii föðurlands síris. En nokkru síðar bárust furðuleg tíðindi um heiminn. Hinn 7. maí síðastl. náðu fang- ar þessir, sem svo mjög ótt- uðust heimförina, yfirmanni fangabúðann.a á sitt vald og héldu honum sem gísl. Hann þeitir ÐöíM og ,er hershöfð- ingi. Kváðust fangamir ekki mundu sieppa honum fyrr en lofað væri, að haldin væru á- kvæði Genfarsamþ. 1 skjali ■fanganna voru talin upp ýmis kæruatriði, er þeir kröfðust lagfæringar á. Eftirmaður Dodds, Colson hershöfðingi, vildi fyrir hvern mun ná aft- ur félaga sínum og sendi föng- unum svar við erindi þeirra. Þar komst harin m. a. svo að orði: ,,Hvað viðvíkur fyrsta at- riði í erindi yðar, þá skal ég játa, að þess hafa verið dæmi, áð blóðsúthellingar hafi orð- ið og margir fangar verið drepnir og særðir af hermönn- um Sameinuðu þjóðanna. Ég get fullvissað yður um það, að í framtíðinni munu her- fangar geta vænzt mannúðlegr- ar meðferðar í þéssum fanga- búðum í samræmi við alþjóða- log. Ég mun gera allt sem í mínu vaidi stendur til að af- stýra frekara ofbeldi og blóðs- úthellingum. Ef slíkir viðburð- Ir skyldu koma fyrir aftur mun ég taka á mig ábyrgðina. Að því er varðar þriðja atriðið í erindi yðar, nauðungarrann- -sókn á skoðunum fanganna, þá vil ég skýra yður frá því, að eftir að Dodd hershöfðingi hefur verið látinn laus, mun ■engin slík rannsókn verða gerö á föngunum né heldur verða þeir teknir i herþjónustu". Hermenn 2Q. aldar vilja -gjarnan líkjast forfeðrum sin- um á miðöldum. riddurunum. Meðal riddara þótti drengskap- arorð jafngilt skráðum samn- ing. Hinir ófrjálsu Asíumenn á Kojeeyju hafa án efa treyst því, að eodex cthicus riddar- anna lifði enn með vestrænni menningu, að hermaður sviki ekki orð og eiða við hermenn. En þeim varð ekki að trú sinni. Hinn 10. maí kl. 21.30, að kór- ■eskum tima, slepptu fangarnir Dodd hershöfðingja heilum úr haldi. Hinir fyrirlitnu kommún- istar Asíu héldu samning sinn. En hinir vestrænu riddarar gerðust eiðrofar. Colson hers- höfðingi hafði játað, að al- þjóðalög um meðferð herfanga hefðu ekki verið haldin af her- mönnum Sameinuðu þjóðanna; að fangar hefðu verið drepnir og særðir af fangavörðunum, að þeir hefðu verið kúgaðir til að afneita skoðunum sínum og neyddir til að ganga í her fjand manna sinna — amerísfeur hers höfðingi hafði gefið her Sam- einuðu þjóðanna hegðunarvott- orðið! Fyrir þessa sök var Co!- son sviptur embætti tveimur dögmn síðar. Clark, hinn nýi yfirhershöfðingi Sameinuðu þjóðanna í Kóreu, dæmdi loforð 'hans ómerk. Amerískar véla- fcersveitir, vopnaðar eldflaug- Miðvikudagur 2. júlí 1952 I .. é 198. DAGUR Og meðan verið var að flytja lík Róbertu upp að bátaskýlinu og leitinni að hinu líkinu var haldið áfram, fór að bera á tor- Svo sagði hann í símann: „Jæja, Wallace, leysið þá* frá skjóð- unni — segio frá öllu — já. Lík konunnar fundið en ekki lík mannsins — já — hátur á livolfi við suðurströndina — já — fóðurlaus stráhattur — já — skrámur kringum munn hennar og augu — kápan og hatturinn í gistihúsinu —- já — bréif í kápuva.sanum — með hvaða utanáskrift? — Frú Titus Alden, Mimico — já — eru enn að slæða eftir manninum, einmitt það -— já — hafa ekkert fundið honum tilheyrandi — ég skil. Gott og vel, Wallace — Gg — heyrið þér Wailace — látið þá skilja eftir kápuna og hattinn. Við skulum sjá — klukkan er hálfþrjú. Ég kem með fjögurlestinni — strætisvagninn kemur á stöðina þá, er það ekki? Jæja, ég kem áreiðanlega þá — Og Wallace, þér ættuð að" skrifa hjá yður nöfn allra þeirra sem sáu þegar líkið .var dregið upp. Hvað þá? — átján feta dýpi? — já —- slæða föst í bátnum — já — brún slæða — já — það var og — Jæja, hreyfið ekki við neinu, Wallace og ég kem í snatri. Já þakka yður fyrir, Wallace. Sælir.“ Herra Heit lagði tólið hægt á, reis jafnliægt upp úr rúmgóð- um hnotustólnum, sem hann hafði setið í, strauk þykkt vanga- sksggið- og horfði á Earl Nev/comb, vélritara, bókhaldara með meiru. ,,Þú hefur ná.ð þessu, Earl?“ „Já.“ „Jæja, taktu þá hattinn þinn og frakkann og komdu með mér. Við þurfum áð ná í lestina, sem fer klukkan tíu mínútur yfir þrjú. Þú getur útfyllt nokkrar skýrslur I lestinni. Taktu fimmtáu til tuttugu blöð með þér — það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, og svo skrifarðu nofn þeirra vitna sem við getum fundið. Svo er bezt að þú hringir til frú Heit og segir henni að ég lcomi sennilega ekki heim í kvöldverð cg um og tára,gasi, voru sendar gegn vopnlausum og varnarlaus um föngum, sem höfðu dirfzt að segja heimiuum frá ódæðis- verkum bandarískrar herfor- ustu í Kóreu og komið upp um ósannindi samningamanna Sameinuðu þjóðarma, er þeir neituðu að halda alþjóðleg lög -1 nafni mannúðarinnar. Eftir því sem þáttumxm fjölgar í harmieik Kóreustyrj aldarinnar, því rosalegri og æðisgengnari verður Ieikur Bandaríkjanna. I upphafi styrj- aldarinnar kaílaði Truman for- seti íhlutun þeirra „lögreglú- aðgerðir." Þessar lögregluað- gerðir áttu að tryggja hið suð urkóreska lýðræði um ailan Kóreuskagann, halda í heiðri 'hugsjónir Sameinuðu þjóð anna. Lögregiuaðgerðir Trú- nans forseta hafa orðið að .kynlausum múgmorðum á inenntaðri og merkilegri menn- ingarþjóð. Talið er, að um 3 milljónir manna hafi týnt lífi þessum „lögregluaðgerðum". Hið suðurkóreska lýðræði, sein Truman forseta var svo hug- leikið að gefa Ncrður-Kóreu, biómgast þes3a stundina raeð slíkum ágætum, að ræfilliati', sem eftir er af þingi þess, verð- ur að fara í felur, meðan dauða'- dómar og" handtökur bíða hinna einstöku, friðhelgu þingmanna, Hugsjónir Sameinuðu þjóðanna iiggja drukknaðar í blóðpollun- um á Kojeeyju eða rifnar í tætlur á samningaborðinu í Panmunjom. Þótt átakanlegur harmleikur fylli svið Kóreu- styrjaldarinnar ætlar hann jafnan öðrum þræði að breyt- ast í skrípaleik trúðanna. Saga Kóreustyrjaldarinnar á hinu síðara ári hennar hefur sýnt það öllum heimi, að Banda ríkin vilja ekki frið á þessúm slóðum. Þau viljá ekki láta þetta 'sár gróa. í hvert skipti sem örlar fyrir friði og vopna- hléi hleypir herstjórn Banda- ríkjanna upp málinu. Síðasta frumihlaup heniiar — loftárás- irnar á orkuverin við Jalu- fíjót — er hin pólitísíka benzín- hlaupssprengja faennar, sem gert er til þess eins að hindra fSættir. Bandaríkin bera ófrið- arkyndilinn að dyrum Asíu og Evrópu, blása hvarvetna að glæðum stríðsóttans, avo að ekki linni þeim vígbúnaði, sem orðinn er lífsstofn atvinnulífs- þeirra og framleiðslu. Og þó dugar það ekki til. Því að enn á ný knýr kreppan, fylgja og. erfðasynd auðvaldsing að dyr- um þeirra. Blóðgjöf hervæðing- arinnar fær ekki lengur dælt lifi í kallkaðar æðar a-uðvalds- ins. Framleiðsla Bandaríkjanna er þegar farin að dragast sam- an vegna minnkandi neyzlu- vörumarkaðar heima fyrir. Verðfallið sendir þegar skugga sína á undan sé<r. Á slíkum. stundum er freistingin mikii að stofna tii nýrrar Kcreustyrjald- ar — eða lá.ta leikinn berast vtðar. En hvernig sem fer um fram- tíð Kóreustyrjaldarinnar, þá er ■saga hennar t megindráttuin fullskýrð. Bandaríkin bera á- byrgð á upptökum ihennar og allri þróun. Sjáifsagt imun þe3su íni’killáta vestræna stór- veldi finnast mikið til um, er það lítur yfir verk sitt, yfir tveggja ára afrek sín á Kóreu- skaga. Án efa finnst Banda- ríkisstjóm, að hún hafi sýnt mi‘kla stjórnkænsku, Bísmarck sjálfum samboðna, er hún fékk tælt Sameinuðu þjóðirnar út í „ h u gs jón astr íðið “ í Austur- Asíu. Efiaust finr.st henni hún hafa háð þetta stríð af milkilli rcggsemi, vottfest veldi sitt á austurslóðum. En einu sinni var páfi er sat á hástóii í Róin og þar þrefalda kórónu. Hann þóttist mega drottna yfir allri jörð. Samtíðarmaður hans sagði um hann þessi orð, sem voru hæði saga og spádómur: þú komst tili valda eins og ref- ur, þú ríkir eins og Ijón, og þú inunt tleyja ein& og hundur! Sverrir Kristjánsson. verður og það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Heit gekk að fataskápnum í einu horninu á rykugu herberg- inu, tók fram stóran, mjúkan stráhatt, sem virtist gera meira úr útstæðum augum hans og fyrirferðamiklu vangaskegginu, og þegar hann var búinn að brynja sig á þennan hátt, sagði hann: ,..Ég ætla að skjótast inn á skrifstofu lögregl.ustjórans, Earl. Þú ættir að 'hringja í Repwblican og Democrat og segja þeimr af þessu, svo að þeim finnist þeir ekki afskiptir. Og svo hitti ég þig á brautarstöðinni." Og faann. þrammaði út. Qg Earl Newc.omb, hávaxinn, grannur, síðhærður unglingur, tæplega tvítugur, alvarlegur og stundum dálítið fumkenndur í framkomu, þreif hlaða af eyðublöðum og meðan hann var að troða þeim í vasa sinn, reyndí hann að ná í frú Heit í símann. Stðan tilkynnti hann blöðuaum slysið á Big Bittern, greip síðan stráhattinn sinn með bláa borðanum, sem var tveim númerum of etór honum og fiýtti sér niður eftir ganginum, en í dyrunum að skrifstofu saksóknarans stóð Zillah Saunders, einhieyp og einkaritari hins kunna og sérvitra saksóknara Orville W. Ma- son. Hún var á leíðinnt til slkrifstofu lögfræðingsins, e.n hún tók eftir fumi og flýti herra N-ewcombs — sem að jafnaði var mjög stillilegur — og hún kallaði til hans: „Halló, Earl. Ósköp ertu að flýta þér? Hvert ertu að æða?“ ,,Það hefur tvennt drukknað á Big Bittern. Ef til vill er eitt- livað bogið við það. Herra Heit er að fara þangað og ég fer með, honum. Við þurfum að ná í 3.10 lestina." „Er það mögulegt? Er það fólk héðan?“ „Ég veit það ekki ennþá, en étg býst ekki við því. í vasa kon- unnar var bréf til einhvers í Biltw í Mimico — einhverrar frú Alden. Ég skal segja þér frá'því, þegar við komum aftur eða hringja til þín.“ „Hamingjan góð, ef þetta er glæpur, þá kemur það herra Ma- son við, er' það ekki?“ „Jú, jú, é<g skal hringja til hans, ef herra Heit gerlr það ekki. Ef þú hittir Bud Parker eða Karel Badnell, viltu þá segja þeim, að ég hafi þurft að fara úr bænum og viltu gera svo vel að hringja í mömmu og segja henni af þessu líka. Ég er hræddur um að ég megi ekki vera að þvi.“ „Ég skal gera það, Earl.“ „Þakka þér fyrir.“ Og hitninlifandi yfir síðustu viðburðum í starfi húsbónda síns, sem annars var mjög hversdagslegt, .flýtti hann sér niður suður- tröppurnar á ráðhúsi Cataraqui héraðs, en ungfrú Saunders, sem vissi að húsbóndi hennar var að sinna störfum í sambandi við aðalfund repúblikana í héraðinu og því var enginn á skrif- stofu hans, sem hún gat fært þessi tíðindi, svo að hún hélt áfram 'tnn á skrifstofu lögfræðtngsins, þar sem hém gæti ef til vill feagið tækifæri til að segja frá því, sem hún haiði fengið að vita um'þetta þýðingarmikia slys. ANNAR KAFLI Þær upplýsingar, sem Heit og ritaii hans hcfðu fengið, voru mjög uggvænlegar. í fyrsta lagi hafði .gestgjafinn við vatnið gert út leit snemma morguns, þvt að bátur og .ung og ástúðleg fajón á skemmtiferð höfðu horfið, og í Moon Cove fannst báturinn á hvolfi, hatturinn og slæðan. Og þegar í stað kom starfslið gistihússins, sem.inátti missa sig, leið’sögumenn. ogf* gestir á vett-. vang, fóru að kafa í vatnið og notuðu langa krókstjaka til þesis að reyna að ná öðru eða báðum líkunum upp á yfirborðið. Og Sim Shoop, leiðsögumaðurinn, gestgjafinn og bátavörðuriim voru til frásagnar um það, að horfna stídkan væri ung og lag- leg og lagsmaður hennar virtist tiginborinn, og allir viðstaddir fylitust samúð og hryggð yfir þessu hörmulega slysi. Auk .þesa furðuðu allir sig á því, að þetta undarlega slys skyldi hafa átt sér stað svpna bjartan og veðui,’sælan dag. En það varð uppi fótur og fit Skömmu seinna, þegar einum leitarmannanna Hofan Pole — skógarhöggsmanni — tókst að ná Rófaertu upp á yfirfaorðið. Það voru augljósar skrámur á andliti hennar — krmgum munninn og nefið og undtr hægra auganu — og öllum fannst það grunsamlegt. Og John Pole, sem hafði náð henni með aðstoð Joe Rainer, hrópaði upp yfir sig, þegar hann sá faana: „Æ, veslingurinn litli. Hún er lé/tt eins og fis. Ég skil ekki hvernig hún hefur getað sokkið.“ Svo faeygði hann sig fram, tók hana í sterka arma sína og lyfti henni inn í fcátinn, rennvotri otg, lífvana, en félagi hans gaf hinum. leitar- mönnunum merlii og þeir komu samstundis. Svo strauk hann sítt, iþykkt, hrúnt hárið frá andliti hennar og bætti við: „Nei, líttu nú á, Joe. Sjáðu bara. Það er eins og telpan hafi vertð slegin með einhverju! Sérðu það, Joe.“ Og farátt horfðu allir leit- armennirnir og hótelgestirnir á blábrúnu merkin á andjiti Ró- faertu. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.