Þjóðviljinn - 10.07.1952, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 10.07.1952, Qupperneq 8
Raufarhöfn. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Hér hefur verið landað frá kl. 4 I fyrrinótt til kl. 7 í gær, en í fyrrakvöid fengu nokkrir bátar síM við Langanes. Öll síldin fór í bræðslu því fitumagn hennar tr 17%, en ekki má salta síld sem hefur undir 18% fitumagn. I sumar eru hér 6 söltunarstöðvar. Er fólk þegar farið að flykkjast hingað, einkanlega söltunarstúlkur. Allur síldveiðiflotinn er nú kominn að Slóttu. Sildin veidd- ist við Svínalækjartanga á Langanesi og út af Fontinum. Hljóðið í síldveiðimönnunum er fremur dauft, því enn er afli hvers báts lítill. — Norðmenn hafa fiskað vel. Þessir bátar lönduðu hér á Raufarhöfn: Viðir GK 300 mál, Smári 380, Heimaskagi AK. 350, Björgvin 400, Snæfuglinn 60, Ægir GK 260, Smári IS 200, Mummi GK 50, Einar Hálf- dán 200, Flosi 130, Hilmir 180, Muninn II. GK 216, Guð- mundur Þorlákur 850, Ársæll Sigurðsson 280, Páll Pálsson JS 450, Grundfirðingur 360, Ásbjörn 370, Vörður 450, Jón Guðmundsson KE 400, Hag- fcarður 40Ó. Tveggja ára drengur drukknar I fyrradag vildi það sorg- lega slys til á Dalvík að tveggja ára drengur, Ingvar Gestsson, féll í Svarfaðardalsá og drukknaði. Drengurinn var sonur hjón- anna Jónínu Sigurjónsdóttur og Gests Sigurðssonar. Hafði hann ásamt öðrum dreng á svipuðu reki farið að heiman án þess að vitað væri um ferð- ir þeirra. Móðir Ingvars fór því að leita að honum og fann fé- laga hans blautan og grátandi austan við kaupstaðinn, en hann gat ekki gert henni grein fyrir því hvað gerzt hafði, en gat sagt móður sinni það. Var þá þegar farið að leita í Svarfaðardalsá austan við kaup túnið og fannst Ingvar á eins metra dýpi skammt frá bakk- anum. Læknir gerði þegar h'fgunartilraunir, en þær báru engan árangur. Líkur þykja ibenda til að Ingvar litli hafi fallið í ána um einni klst. áður en hann fannst. Kristján Jóhanns hleypur 1500 m á bezta tíma í ár Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum hélt áfram í gærkvöldi. Veður var óhag- stætt regn og bleyta enda var árangurinn eftir því í flestum greinum, nema 1500 m hlaupi, þar hljóp Kristján Jóhannsson á bezta tíma hér í ár og er það einnig bezti timi sem hann hefur hlaupið þessa vega- lengd á. Annars var þetta eitt léleg- asta frjálsíþróttamót sem háð hefur verið hér sl. 20 ár, og það eftir allan Olympíuundir- búninginn. Árangur Kristjáns verður því eins og óasi í eyði- mörk! Reykjavíkurmeistarar urðú: 100 m Hörður Haraldsson Á 11,0. 400 m Ingi Þorsteinsson KR 53,6. 1500 m Kristján Jóhannsson ÍR 4; 09,8. Kringlukast Friðrik Guðmunds- Framhald á 4. síðu. Farfuglar fara á Reykjanes Farfuglar efna til tveggja ferða um þessa helgi. Önnur er suður á Reykjanes, verður hjólað suður Vatns- leysuströnd og gengið þaðan um Afstapahraun á Höskuld- arvelli og gist þar í tjöldum aðfaranótt sunnudagsins. Dag- inn eftir verður gengið á Trölladyngju, Grænudyngju og Keili. Þá fara Farfuglar einnig til Þórsmerkur um helgina og er fullskipað í þá ferð. Skrifstofa félagsins er nú flutt í Melaskólann og er op- in á miðvikudags- og föstudags kvöldum frá kl. 8.30—10. 1 §am¥iimutrygginga§aiti- bandinu eru 31 félag I sambandi við miðstjórnar- fund Alþjóðasambands sam- vinnumanna ,sem haldinn va*- hér í tilefr.i af 50 ára afmæli S.Í.S., hé!t framkvæmdastjórn Braut sér Eeið til eldhúss I fyrrinótt vaknaði maður á Skólavörðustíg 10 við það að verið var að rjála við glugg- ann hjá honum og inn gægðist ókunnugt andlit. Vék það síð— an frá, en rétt á eftir heyrði maðurinn brotna rúðu á eldhús inu. Kom hann þá á vettvang, ásamt öðrum manni. Er þeir komu fram í eldhúsið stóð hinn ókunni þar á gólfinu, og hafði brotið sér leið inn um gluggann. Var hann fenginp lögreglunni í hendur, og er sú saga ekki lengri — nema ef hann skyldi eiga eftir að borga rúðuna. samvinnutryggingarsambands ins fund 3. og 4. júlí. V7ar þessi fundur haldinn í st.jórn- arherbergi S.I.S. Erlendur -Ein- arsson framkvæmdastjóri setti fundinn og bauð hir.a sjö er- lendu fulitrúa velkomna, en þeir voru frá eftirtöldum lönd- um: Bretlandi, Svíþjóð, Finn- landi, Belgíu og Israel. Drap Erlendur á þýðingu hins al- þjóðlega samvinnutryggingar- starfs og sagði, aö sú hjálp, sem borizt hefði frá systur- félögunum í Bretlandi og Sví- þjóð ætti sinn þátt í því, hve Samvinnutryggingar hefðu náð skjótum og góðum vexti. I.ét hann í ljósi ánægju sína yfir því, að í gegnum endurtrygg- ingarskrifstofu tryggingarsam- bandsins, fengju Samvinnu- tryggingar nú auknar endur- tryggingar frá ýmsum löndum heims. Forseti tryggingarsambands- ins, Mr. R. Dinnage, var fund- arstjóri. FUndinn sat sem gest- Framhald á 7. síðu. Fyrsta síldarsölt- un a Norðfirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Síldarsöltun ér nú fyrirhug- uð í Neskaupstað í sumar og er það í fyrsta sinn að síldar- söltun fer fram hér. Stofnað hefur verið söltun- arfélag útgerðarmanna hér og fékk það í fyrradag 3000 tóm ar síldartunnur hingað með Lagarfossi. Henry Bay látinn Nýlega er látinn í Noregi Henry Edward Bay, 75 ára að aldri. Hann var aðalræðismað- ur Norðmanna á Islandi frá 1918 til 1947, er hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands • í»* r _ »l l r mg ijar ar brýnasta uauðsviiin Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn í hátíða- sal Menntaskólar.s á Akureyri dagana 5.—6. júlí. Fundinn sátu 49 fulltrúar frá 18 héraðsskógræktarfélögum auk stjórnarinn- ar, skógræktarstjóra og margra gesta. Fundinum stjórnaði H. J. Hólmjárn efnafræðingur í fjar- veru formannsins, Valtýs Stefánssonar ritstjóra. Fundar- ritarar voru Steindór Steindórs son menntaskólakennari og Sigurður Blöndal skógfræðing- ur. Trygging fjárhags- grundvallar. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Islands, flutti skýrslu um starfsemi fé- lagsins á liðnu ári. Meðal ann- ars skýrði hann frá því að formaður félagsins og skóg- ræktarstjóri hefðu á síðastjiðn- um vetri sent ríkisstjórninni erindi þess efnis, að skógrækt- arstarfseminni í landinu verði tryggður fjárhagsgrundvöllur með þvi að láta ákveðinn hluta af aðflutningsgjöldum af viði og viðarafurðum renna til skógræktar. Fræðslustarfsemi — Ársrit Framkvæmdastjóri gerði grein 'fyrir fræðslustarfsemi félagsins, sem aðallega er fólg- in í sýningu skógræktarkvik- mynda og útgáfu ársrits. Gat hann þess að fyrir sérstaka velvild sendiherra Norðmanna á Islandi T. Anderssen-Rysst hefði félagið fengið ágæta norska kvikmynd „Skogen vár arv“ til sýningar. Ársritið 1951—1952 væri komið út. Var slegið saman tveimur ár- göngum vegna hækkandi út- gáfukostnaðar. Þrjú héraðs- skógræktarfélög hafa gengið i Skógræktarfélag Islands á ár- inu. . Skógr.f. Neskaupstaðar, Skógr.f. Heiðsynninga og Skógr.f. A.-Skaftafellssýslu. Framkvæmdarstjóri kom viða við í skýrslu sinni og var gerð- ur góður rómur að rnáli hans, og urðu um skýrslu hans nokkrar umræður. Hvatti til áframhald- andi skógræktarfara. Haukur Jörundsson, kennari á Hvanneyri ,sem var farar- stjóri Islendinganna sem til skýrslu um ferðina og hvatti mjög til þess að slíkar ferð- ir yrðu ekki látnar falla niður. Hæfilegt væri að þær væru annað eða þriðja hvert ár. Var frásögn hans hin fróðlegasta. Gjaldkeri félagsins las upp og skýrði reikning Skógræktar- félags Islands og Landgræðslu- sjóðs fyrir árið 1951. Niður- stöðutölur á rekstrarreikningi Skógræktarfélags Islands eru kr. 240.989.23. Skuldlaus eign félagsins við árslok er kr. 31661.33 og halli á rekstri félagsins 1951 var kr. 967.88. Niðurstöðutölur á efna- hagsreikningi Landgræðslu- sjóðs við árslok 1951 eru kr. 609.753.30. Reikningar félags- ins voru síðan bornir undir Framhald á 4. síðu. Það er sumarfagurt í Þórs- mörk — Æskulýðsfylkingin leggur af stað 19. þ.m. austur í Þórsmörk til viku sumarfrís- dvalar þar. — Þátttaka þarf að tilkynnast fyrir fimmtudag í næstu viku, í skrifstofu ÆFR Þórsgötu 1, sími 7510. öscar Clausen formaður Afengisvarnanc-fndar Dómsmálaráðherra skipaði með bréfi 4. þ.m. Oscar Clau- sen, rithöfund, formann Áfeng- isvarnanefndar Reykjavíkur. Aðrir nefnde.rmenn, 8 að tölu, voru kosnir af bæjarstjórn á fundi hennar 16. maí sl. Leðurbiakan Þjóðleikhúsið hefur í kvöld síðustu sýningu á óperunni Leðurblökunni. Munu sýningar vera orðnar um 20 talsins, og má heita að húsið hafi verið fullskipað í hvert skipti. Nú er komið fram yfir ráðgerðan starfstíma Þjóðleikhússins, auk þess sem söngvararnir sumir eru bundnir öðrum störfum. Til dæmis á Einar Kristjáns- son að syngja í finnska út- varpið nú seinna í mánuðin- um. Áttunda þing S.I.B.S. hefst í Kristnesi í Eyjafirði 11. þessa mánaðar 8. þing S.Í.B.S. verður sett í Ivristnesi föstudaginn 11. þ.m. kl. 2 e.h. Mun þingið fjaíla um skýrslu um rekstur Vinnuheim- ilisins og störf sambandsins. Aðalmál þingsins verður’ byggingaframkvæmáir að Reykjalundi næstu 2 ár. Auk þess ýmis önnur mál. Fara mun fram kosning forseta sambandsins og þriggja maiina í sambandsstjórn. Meðal gesta, sem þingið sitja, eru 8 stjórnarmeðlimir í De Nordiska Tuberkulos För- bundens Centralorganisation. Eru tveir frá hverju landi: Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Eru þessir gestir annars komnir hingað til að sitja 4. fund stjórnarinnar, sem haldinn verður að Reykja- lundi 16. og 17. þ.m. Þetta allsherjarbandalag berkla- sjúklinga á Norðurlöndum, D. N.T.C., var stofnað að Reykja- lundi sumarið 1948 á 10 ára afmæli S.Í.B.S. Fyrir S.I.B.S. i stjórninni eru þeir Árni Ein- arsson og Þórður Benedikts- Noregs fóru í vor, flutti son. Lögregían við andaflutninga frá Camp Iínox I gær gerðist nokkuð óvænt- ur atburður í Camp Knox: þar birtist allt í einu önd með unga sína. Voru ungarnir litlir og mun öndin hafa átt hreiður einhversstaðar þarna og verið á leið til vatns með ungana. Ferðalag andarinnar vakti þegar óskipta athygli barn- anna í liverfinu, en þau eru mörg. Lögreglunni var gert aðvart og kom hún til aðstoðar þess- um fiðruðu íbúum í flutninga- vandræðum þeirra og flutti all- an hópinn í lögreglubíl niður að Tjörn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.