Þjóðviljinn - 30.07.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.07.1952, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 30. júlí 1952 — 17. ái’gangur — 168. tölublað ' Kínverjar komu seint KlNVERSKU keppendumir 'a ÓL, sundmenn eingöngu, komu ekki til Helsinki fyrr en um síðustu helgi. Þykir vandkvæð- um bundið að koma við þátt- töku þeirra þegar svo er liðiö á leikina. Kokkur síld heíur veiSzt á svæSinu Frá BakkafIrðl fil Giettinpness Sífd einnig við Hornafjörð — Mikið af sildinni við Austfirði of smátt fil söltunar Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. 1 fyrrinótt og gærmorgun fengu 20—30 skip nokkra síld við Austfirði. Afli þeirra var mjög misjafn eða frá 100 uppí 900 mál. Við Norðurland hefur hinsvegar engrar síldar orðið vart undan- farið. Ungverjar-Júgóslavar keppa til úrslifa í knattspyrnu Á laugardaginn keppa lið Ungverjalands og Júgóslavíu um gullverðlaunin í knattspyrnu á ÓL í Helsinki. Togarinn Jörundur var hæst- ur með 900 mál, en nokkur skip anna munu hafa fengið 400 mál. I fyrrinótt yeiddist sildin í Bakkafirði, Vopnafirði og við Glettinganes, en það er milli Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystra. Síldin þar veiddist 30— 40 mílur suður af Glettinga- nesi. Síldin við Austfirðina er yfir- leitt mjög smá og mikið af henni ekki söltunarhæft eða um 32 cm, en í sölusamningum mun vera miðað við 37—38 cm langa síld. Tvö skip hafa landað hér ufsa,, um 300 málum hvort, en sildar hefur ekki orðið vart á norðursvæðinu og nú er komin hér norðaustanátt og rigningar- súld. Fitumagn komizt niður í 11,4% Raufarhöfn. Prá fréttaritara Þjóðviljans. Nokkur síld veiddist í fyrra- fcvöld og fyrrinótt, einfcum í Héraðsflóa. Það er millisíkl illa fallin til söltunar og fitumagn- ið hefur komizt allt nið’ur í 11,4%. Tii Raufarhafnar komu nokk- ur skip og var saltað á eftir- töldum stöðvum af þessum skipum: Söltunarstöð Óskars Halldórssonar: Helgi Helgason 144 tunnur uppmældar, Ingvar Guðjónsson 217 tn. uppm., Reynir Akranesi 90 tn. uppm. Söltunarstöðin Skor: Mímir 250 tn. uppm. Söltunarst. Hafsíld: KárJ Sölmundarson 30 tn. Norð- ursíld: Smári frá Hýsavík 30 tn. uppm. I bræðslu var látið af þessum skipum: Helga Helgasyni 200 mál, Kára Sölmundarsyni 150 og Smára 150. Ekkert veiddist í gær og eng- in síld sézt koma upp síðan í fyrrakvöld. Veður versnandi og frekar slæmt. Fyrsta síldarsölt- un í 24 ár! Neskaupstað. Frá fréttaritara Þjóðviljans. I fyrrinótt kom Hrafnkell hingað með 400 tunnur síldar, Gullfaxi með 600 bg Goðaborg með 70. Síldina fengu þeir við Síld söltuð á Seyðisfirðs Seyðisfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Nokkur skip komu hingað í riótt og í morgun með síld, sem Framhald á 8. síðu. Glettinganes og sáu þeir síld aUt suður í Norðf jarðarflóa. Síidin var söltuð hér og er þetta 1 fyrsta sinni í 24 ár að síld er söltuð að sumarlagi í Neskaupstað. Allmikið af þessari síld var of smátt til söltunar og var því nokkuð af henni fryst en nokkuð verður brætt. Sjómenn telja nú mjög sild- arlegt við Austurland, en bú- izt er við norðaustan veðri og má þá gera ráð fyrir að ekki verði veiðiveður. Butler, fjármálaráðherra i ríkisstjórn Churchills, lýsti yfir að horfurnar i fjármálum Breta hefðu aldréi verið geig- vænlegri en nú. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að skera inn- flutning óskammtaðra matvæla frá löndum utan sterlingsvæð- isins þegar í stað niður um f jórðung. Innflutningur ‘ papp- írs og trjákvoðu verður skorinn niður um helming og innflutn- ingur tóbaks, snyrtivara og fl. vörutegunda um allt að 60%. Hervæðingin að sliga iðnaðinn Butler skýrði ennfremur frá því að nauðsynlegt væri áð draga úr fyrirhugaðri hervæð- TPinriy hafnað í WaHhimytmi Tilkynnt var í Washington í gær að Bandaríkjastjórn hefði með öllu hafnað beiðni frönsku stjórnarinnar um vopnakaup fyrir 600 miiljónir dollara í Frakklandi. Segist Bandaríkja- stjórn ekki hafa fé aflögu til slíkra hluta og dregur auk þess í efa að frönsk hergögn séu til nokku.rs nýt. Pinay, forsætisráðh. Frakk- lands, hafði lýst yfir að fram- kvæmd hervæðdngaráætlunar stjórnar hans byggðist á því að dollarar þessir fengjust. Mikil síldarganga við Hornafjörð Síðustu dagana hefur Gissur hvíti, vélbátur, sem stundar línuveiðar frá Hornafirði orðið var mikill- ar síldar úti af Hornafirði. Hafði hann með sér reknet og fékk stóra og feita haf- síld er hann notaði til beitu. Síidin óð á þessum slóðum og virtist svo sem mikil síldarganga hefði komið upp að landinu við Hornafjörð. Síklina sem Gissur hvíti veiddi fékk hann í netin niðri við steinateina og bend- ir það til þess að meiri síld hgfi verið dýpra í sjónum. ingu til að létta þær byrðar, sem nú væru að sliga vélsmíða- iðnaðinn, þýðingarmesta út- flutningsiðnað Bretlands. Frá þeim ráðstöfvmum kvað hann Churchil] myndi skýra nánar í dag. I gær sigruðu Júgóslavar Þjóðverja með þremur mörkum gegn einu í síðari leik undan- úrslifanna, en í fyrradag höfðu Ungverjar sigrað Svía með sex mprkum gegn engu. Svíar og Þjóðverjar keppa um þriðja sætið á föstudaginn. Tvöfaldur sigur ungverskra sundfcvenna I sundkeppninni í gær unnu tvær ungverskar stúlkur 200 m bringusund. — Seheli varð fyrst á nýju ólympsku meti, 2;51,7, en Novak heitir sú, sem varð í öðru sæti. Brezk stúlka varð þriðja. Bandaríska sveitin vann 4x200 m boðsund karla á nýju meti, 8;31,1. Japanska sveitin varð önnur og sú franska þriðja. Það þótti tíðindum sæta í gapr er heimsmetíhafanum í 400 m sundi karla með frjálsri aðferð, Ástralíumanninum John Marshall, tókst ekki að komast í úrslitakeppnina í þeirri grein. Sovétríkin stigahæst ÓOPINBER stigtala einstakra þátttökuþjóða í ÓL leit þannig út í gær að Sovétríkin héldu efsta sæti, sem þau hafa haft frá upphafi, með 456V2 stig, Bandaríkin komu næst með 346, þá Svíþjóð með 197, Ung- verjaland með 190 og Þýzka- land 161. Bandaríkin hafa flest gullverðlaun NÚ ER lokið keppni í 135 greinum. — Flest gullverðlaun, eða 29 hafa Bandarikjamenn fengið, keppendur frá Sovét- ríkjunum 22 og Svíþjóð 10. Sovétríkin hafa fengið flest silfurverðlaun, 27 alls, Banda- rikjamenn 16 og Svíar 12. Ferð unga fólksins um helgina Þátttakendur í sumarleyfisferð Æsfculýðsfylkingarinn- ar eru nýlega komnir heim og varð ferðalagið og dvölin í Þórsmörk eins ánægjulegt og frekast varð á kosið. Mikill áhugi •hefur komið fram fyrir skemmtiferð um verzlunarmannahelgina og hefur ferðanefndin ákveðið ferðalag um Snæfellsnes. Verður lagt af stað á laugar- daginn eftir hádegið, ekið vestur að Búðum og gist þar í tjöld'um og sennilegt að þar verði stigin. nokkur dans- spor. Daginn eftir verður svo ekið út fyrir Snæfellsjökul til Sands og þaðan til Ólafsvíkur og farið aftur að Búð- um um kvöldið..— Fararstjóri verður Böðvar Pétursson. Þátttakendur þ’urfa að tilkynna þátttöku sína í skrifstofu Æ.F.R. milli kl. 5 og 7, sími 7511. Sveit Sevéírtkjanna sigraði með yfirhurðum í fimleibnm kvenna á ÓL í HeHsinki. Hér er mynd af Wómarósunnm, stjóriian.diim stendur yzt til vínstri, , Fjárhagsvandræði Brefa verri en nokkru sinni Butler boðar niðurskurð innflutnings og að dregið verði úr hervæðingunni Brezka stjórnin sér sig tilneydda að skera niöur inn- flutning og draga úr hervæðingunni til að foröa. fjár- hagshruni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.