Þjóðviljinn - 23.08.1952, Side 8

Þjóðviljinn - 23.08.1952, Side 8
Aðalfundur Sambands íslenzkra rafveitna 81% allra landsmamia höfðu fen«ið rafmagn í árslok 1951 ísafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Tíundi aðalfundur Sambands íslenzkra rafveitna, S. í. K., vár baidinn á ísafirði 20.—22. ágúst. Meðlimir sambandsins eru 28 rafveitur og au!k þess 12 aukameðlimir. Mættir voru fulltrúar frá 16 rafveitum og 5 aukameðlimir. Auk fulltrúa rafveitnanna sátu fundinn hreppsnefndaroddvitar á Vestf jörðum. Meðal þeirra mála sem rædd voru á fundinum var prófun og endurnýjun rafmagnsmæla, súg þurrkun á heyi, útvarpstruflan- ir og nauðsyn á byggingu end- urvarpsstöðva. Þá var lagt fram yfirlit um gjaldskrár raf- veitna og rætt um samræm- ingu þeirra. Við samanburð á hækkun á raforkuverði við verðlag al- mennt sýndi sig að rafmagn hefur hækkað minna en annað verðlag. Þá voru lagðar fram skýrsl- ur rafveitna, sem sýndu að í árslok 1951 höfðu 81% lánds- manna rafmagn eða ca. 119 þús. af 147 þús. Einnig voru samþykktar ályktanir varðandi aukið eftirlit með húslögnum, varðandi b.runahættu og að samræma eftirlit, um allt land og láta fara fram rannsókn á brunatilfellum, sem talin eru stafa frá rafmagni. I sambandi við fundinn voru f lutt eftirtalin erindi: Ágúst Guðmundsson yfirvélstjóri, um hirðiugu rafstöðva, Þórður Run ólfssop, vélaeftirlitsstjóri, um dieselvélar, og Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, um rafveitu- mál Vestfjarða. Þá skýrði Guð- mundur G. Kristjánsspn frá IMál Arnar Clausen Að gefnu tilefni vill stjórn Frjálsíþróttasambands íslands taka fram eftirfarandi: Á stjórnarfundi FRÍ hinn 21. þ. m. var lagt fram bréf Iþrótta félags Reykjavíkur dags. 19. þ, m. þar sem óskað var eftir afriti af skýrslu flokksstjóra og öðrum málsskjölum varð- andi ákvörðun stjórnarinnar um mál Arnar Clausen. Á þessum sama fundi átti for- maður sambandsins samtal í síma við varaformann félags- ins Jakob Hafstein, og bauð ihonum að koma á fundinn og kynna sér s-kýrsluna og önnur gögn um málið, sem færð eru í fundargerðarbóík stjórnarinnar. Þetta boð þáði varaformaður félagsins ekki, en það stendur hins vegar enn opið og hefur verið staðfest með bréfi til íþróttafélags Reykjavíkur dag- settu í dag. Reykjavík, 22. ágúst 1952. Stjórn Frjálsíþrótta- sambands Islands. rafveitu Isafjarðar og Axel Tulinius frá rafveitumálum Bolungavíkur. Voru skoðaðar rafveitur bæði á Isafirði og í Bolungavík. Stjórn S. I. R. skipa nú: Steingrímur Jónsson, rafmagns stjóri í Reykjavík, formaður, en meðstjórnendur eru Valgarð Thoroddsen, rafveitustjóri í Hafnarfirði, Jakob Guðjohnsen, frá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, Guðjón Guðmundsson, frá héraðsrafveitum ríkisins og Jón © Gestsson, rafveitustjóri á Isa- firði. Lagt var til að aðalfundur sambandsins næsta ár verði á Þingvöllum, en þá er samband- ið 10 ára, og var ráðgert að efna e.t.v. til samstarfsfunda formanna og ritara rafveitu- sambanda Norðurlanda. Fulltrúarnir fóru til Bolunga víkur í gær. Fundinum lauk méð miðdegisverðarboði raf- orkumálastjóra í gærkvöld. Opnar á morgun Miðgarður, hin vinsæla veit ingastofa á Þórsgötu 1 opnar á morgun að nýju, en hún hef- ur verið lokuð um tíma vegna breytinga og viðgerða á hús- 1 næðinu. Metþátttaka utan af landi í meistaramótinu í gær 25 ár liðin síðan Meistaramót fslands í frjálsum íþróttum fór fram í fyrsta skipti Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum hefst klukk- an fimm í dag á íþróttavellinum. 1 ár er aldarfjórðungur lið- inn síðan Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum var haldið í fyrsta skipti. Þátttakendur frá 15 félögum. Athyglisverðast við mótið í ár er hin mikla þátttaka íþrótta manna utan af landi. Af 15 félögum, sem senda keppendur, eru 10 úti á landi í öllum lands- fjórðungum. Þessa óvenjumiklu þátttöku manna utan Reykja- víkur má óefað að verulegu leyti þakka frjálsíþróttakeppn- inni milli Reykjavíkur og ann- arra landshluta, sem fram fór í sumar. Greinamar, sem í dag verður keppt í, eru þessar: 200 m hlaup. Það eru þátt- tákendur sex og í þeirra hópi Hörður Haraldsson og Ásmund- ur Bjarnason. Hástökk. Þátttakendur eru sjö og fimm þeirra utan af landi. Kúluvarp. Af sex keppendum eru þrír utan af landi. 800 m hlaup. Þar eru þátt- takendur ekkj nema fjórir. Langstökk. Sjö menn taka þátt í því, f jórir þeirra utan af landi. Meðal þeirra er Tómas Lárusson úr Umf. Kjalarness- þings, sem talinn er líklegastur til að ná góðum árangri. Picasso, Sartre og Gide í franskri jnynd, sýndri um helgina Um helgina hefur Austurbæjarbíó sýningar á óvenjulegri franskri mynd. Nefnist hún á íslenzku I dagrenning (á frönsku La vie commence demain). Koma þar m. a. fram málarinn Picasso, og rithöfundarnir Sartre og Andre Gide. Eini leikarinn er Jean Pierre Aumont. Ungur maður (Aumont) er á leið til Parísar til að eýða sumarleyfi sínu. Blaðamaður nokkur í leit að miðlungsmanni hittir hann og býður honum með sér, þar sem hann telur hann fulltrúa fólksins og á- kveður áð leggja niður fyrir honum vandamál mannlífsins í dag. Fyrst komum við með Aumont á Café Flor ti] exi stensíalistanna og erum innan skamms komin í viðræður við Sartre. Ekki er þar feitan gölt að flá því að helzta niðurstað Framhald á 6. síðu. þlÓÐVILIINN Laugardagur 23. ágúst 1952 — 17. árgangur — 188. tölublað Orlofsferð HEKLU til Spánar Skipaútgerð ríkisins ráðgerir, 1 samvinnu við Ferðaskrifstofu, ríkisins, að Iáta Heklu fara skemmtiferð til norðurstranda Spánar snemma í næsta mánuði, ef nægileg þátttaka verður. Guðjón Teitsson, s'krifstofu- stjóri Skipaútgerðarinnar, og Þorleifur Þórðarson, frkvstj. Ferðaskrifstofunnar, ásamt Þórði Albertssyni, erindreka, sem staddur er hér á landi, skýrðu blaðamönnum frá þess- um fyrirætlunum í gær. Ráð- gert hafði verið, að Hekla færi eina ferð til Norðurlanda eftir að Glasgowferðum lýkur, þar sem strandferðir skipsins hefj- ast ekki fyrr en 20. október. En nú hefur Gjaldeyrisnefnd tilkynnt, að ekki verði hægt að veita gjaldeyri til þeirrar ferð- ar, en aftur á móti er gjald- eyrisástand okkar gagnvart Spáni í góðu lagi, og að fengn- um mjög hagstæðum upplýs- ingum hjá Þórði Albertssyni, var ákveðið að fara þessa ferð, ef næg þátttaka fæst. Ferðaskrifstofan hefur gert ferðaáætlun, og skv. henni verður lagt af stað þann 8. Spjótkast. Meðal fimm kepp- enda er methafinn, Jóel Sig- urðsson. 5000 m hlaup. Þar keppa Kristján Jóhannesson, sem sýnt hefur svo glæsilega frammi- stöðu í sumar, Einar Guðlaugs- son úr Þór á Akureyri, sem þykir mjög efnilegur, og Gunn- ar Svavarsson úr Ármanni. 400 m grindahlaup. Það er tímanna tákn að meðal fimm þátttakenda er einn, Björn Jó- hannesson, frá Keflavík, en af tæknilegum ástæðum hefur þessi íþróttagrein hingað til mátt heita algerlega bundin við Reykjavík. Agfalitir í íslenzk- um l]ósmyudum Fréttamönnum var í gær boð ið að skoða nýjung í íslenz.kri ljósmyndagerð. Á vegum Ljósmyndarafélags íslands hefur verið hér dansk- ur kennari í ljósmyndatækni Jörgen Justesen er hefur kennt ljósmyndurum meðferð hinna þýzku Agfa lita. Agfa-fyrirtæk ið er nýbúið að gefa frjálsa sölu á litfilmum sínum, en sala þeirra er þó þeim skilyrðum háð að ljósmyndarar hafi lært meðferð þeirra. Er aðferð þessi mikil framför frá því sem áöur var, en krefst þó talsverðrar kunnáttu. I grundvallaratriðum er aðferðin sú sama og Rússar hafa notað í kvikmyndum sín- um og er vafalaust sú fullkomn asta sem nú er völ á. Höfðu Ijósmyndararnir allmargar myndir til sýnis er þeir höfðu unnið á námskeiðinu, og gera sér miklar vonir um framtíð Agfa-litmynda hér á landi. Unnu Saar I fyrradag unnu íslendingar Saarskákmenn með fjórum vinningum. Var það í fyrstu umferð í neðsta flokki, þar sem báðir höfnuðu. Eins og kunn ugt er byrjuðu landarnir keppni sína á því að tapa fyrir Saar með 2y2:l3/2- Berklasjúklingar til Þingvalla í boði Hreyfils Samvinnufélagið Hreyfill bauð sjúklingum á Vífilsstaðahæli og vistmönnum á Reykjalundi síð- astliðinn þriðjudag i skemmti- ferð til Þingvalla. Þátttakendur í förinni voru hátt á annað hundrað í rúm- lega 40 bifreiðum. Ekið var um Þrastarskóg og Grafning til Þingvalla. I Valhöll var setzt að kaffidryk'kju í boði bifreiða- stjóranna. Karl Guðmundsson leikari skemmti með upplestri og eftirhermum en að lokum var dansað. Var för þessi hin ánægjuleg- asta að sögn þátttakenda. Hafa sjúklingar á Vífilsstöðum beðið blaðið að flytja bifreiðastjórun- um á Hreyfli sínar beztu þakk- ir fyrir hið rausnarlega boð. sept. kl. 8 að kvöldi og komið til Bilbaó að kvöldi þess 13. Heimleiðis yrði svo haldið að kvöldi þess 22. og komið hing- að aftur þann 27. sept. Fargjald er frá kr. 2700,00 til kr. 3950,00, og er fæði og þjónustugjald innifalið. Hollendingurinn kominn í leitirnar Hollendinguripn sem hvarf frá skipi sínu hér í höfninni í hinni vikunni, er nú kominn. fram. Kom hann að Landakoti í gærmorgun og gaf sig fram; við nunnur. Hafði hann upphaf- lega farið frá borði út úr ein- hverjum leiðindum, og hefur nokkurn hluta tímans dvalið í einkahúsi hér í bænum, og haft hægt um sig. Presturinn i Landakoti fór með piltinum um borð í skip hans í gærmorgun. Var báðum vel tekið, og sneri hinn endur- heimti fljótlega til vinnu sinn- ar. Góð gjöf Sumarsiátrun ♦ Leyfð hefur verið sumar- slátrun dilka frá og með mið vikudeginum 27. þ.m. Verðið á kjötinu hefur enn ekki verið ákveðið, enda má búast við að það verði alls ekki smávægi- legt. Landið hefur mátt heita kjöt- laust nú um langa hríð, og dilkakjöt hefur ekki verið til sölu. vtn og stálu bíl I fyrrinótt óku tveir drukku- ir drengir stolnum bíl í skurð í Snorrabrautinni. Maður nokkur var áhorfandi atburðarins og lét lögregluna þegar vita. Kom hún von bráð að á staðinn, og voru þá öku- þórarnir enn í bilnum í skurð- inum. Voru þeir mjög drukkn- ir en höfðu þó rænu á að við- urkenna að þeir hefðu stolið farartæki sínu. Höfðu þeir far- ið allvíða um áður en þeir höfn- uðu á greindum stað. Þeir voru báðir settir í varðhald meðan mál þeirra er í rannsókn. til björgunarskútu ■ Norðurlands Slysavarnafélagi Islands hef- ur borizt gjöf að upphæð kr. 3.185.00 — frá Peysufatadegi kvenna á Djúpuvík, Reykjar- firði, en konurnar á Djúpuvík halda árlega slíkan peysufata- dag hátíðlegan með skemmtun og fjáröflun til mannúðarmála, sérstaklega slysavarnastarfsem- innar. Síðustu árin hefur fjár- öflun þeirra beinzt til bygging- ar Björgunarskútu Norður- lands, og er þetta síðasta mynd arlega framlag þeirra gefið til minningar um Valgeir Björns- son frá Árnesi þar í sveit, sem fórst í vetur með m.b. Grind- víking. Valgeir var ungur og efnileg- ur dugnaðarmaður, sem mikil eftirsjón var að. Þýzka STEF íimmtíu ára I janúarmánuði næstkomandi heldur þýzka STEF hátíðlegt 50 ára afmæli sitt með tveggja daga minningarathöfnum í Ber- lín. Richard Strauss, þýzka tón- skáldið heimsfræga, var aðal- stofnandi STEFs, og átti hann frumkvæði að úthlutunarregl- um þeim, er síðar urðu yngri sambandsfélögum til fyrirmynd ar og tryggja tónhöfundum tekjur i hlutfalli við tegund tónverka. Sonur tónskáldsins gerði svo höfundaréttinn að ævistarfi sínu og samdi dokt- orsritgerð um þau efni. Á seinni árum lögðu þeir feðgar höfuðáherzlu á endurbætur löggjafar um siðferðisrétt höf- unda, svokallaðan „droit mor- al“, en það er lagarétturinn til að vernda verkin um aldur og ævi fyrir afskræmingu, ósæmi- legri misnotkun og allskonar á- Útshnekki hugsjóna þess.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.