Þjóðviljinn - 04.09.1952, Síða 8
„Viðreisn" útflutningsverzhinarinnar
■
■
ú saifa síi
I sumar, þegar síld fór að veiðast hér við Suðurl'and, en
sýnt þótti að síldveiðin. við Norðurland myndi bregðast nær
algerlega, bönnuðu stjórnarvölödin að síldin við Suðurland
væri söltuð.
Til að kóróna þetta bann hefur síldarútvegsnefnd nú bannað
að selja þá síld er bezt mun vera af þeirri síld er söltuð hefur
verið syðra í sumar — liún var söltuð í óleyfi nefndarinnar!
Það var Sturlaugur Böðvars-
som á Akranesi er lét söltunar-
bann síldarútvegsnefndar ekki
aftra- sér frá að salta síldina í
sumar. Hefur hann látið hafa
eftir sár að af þeirri síld er
hanft- saltaði hafi þurft 400 í
tunnuna, en nú fari 475 í tunn-
una af þeirri síld er síldarút-
vegsnefnd tekur að sér að selja.
1 sumar hafi ekki þurft að
fleygja burt vegna smæðar
nema 25—30% af síldinni en
nú 40—50%.
Sturlaugur getur selt síld
sina- frá í sumar fyrir sama
verð og Norðurlandssíld — en
síldarútvegsnefnd bannar hon-
um að seija!! Hefur hann snú-
ið sér til rikisstjórnarinnar til
að rejma að fá leyfi til að
selja síldina.
Vetur gengur
snemma í garð
Húsavík. Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
VeðUrfar hefur verið afleitt
hér um það bil vikutíma. Hef-
ur snjóað í fjöll, virðist vetur
ætla að koma snemma og illa.
Votengjar hafa farið víða
undir vatn og ekki líkur til
að heyjað verði meira á þessu
sumri.
Ekki hefur gefið á sjó og
síldarbátarnir er voru djúpt
úti af Langanesi eru nú komnir
heim, nema Smári, sem mun
liggja á Raufarhöfn. Hagbarð-
ur kom með 100 tunnur en
Pétur nokkru minna.
Ljosmyndasýning í tilefni af 25 ára
afmæli Ferðafélags íslands
Ferðafélag Islands efnir til alhliða Jjósmyndasýningar fyrir
áhiigamenn um mánaðamótin október og nóvember.
Er efnt til sýningar þessarar í tilefni 25 ára afmæli Ferða-
félagsins, sem er á þessu ári. Hefur félagið áður efnt til
þriggja stórra Ijósmyndasýninga fyrir áhugamenn og jafnan 5
tilefni af stórafmælum, fyrst á 5 ára afmæli félagsins 1932,
á 10 ára afmælinu 1937 og loks á 20 ára afmælinu 1947.
Sýningar þessar hafa orðið
vinsæll liður í starfsemi Ferða-
félags Islands, auk þess sem
það hefur vakið áhuga fjölda
manna og kvenna fyrir ljós-
.myndum og hvernig þær skuli
teknar og gerðar. Hefur jafnan
verið góð þátttaka í öllum sýn-
ingunum og aðsókn að þeim
mjög mikil.
Þórsmerkurferð
Páll Arason efnir til Þórs-
markurferðar nú um helgina.
— Lagt verður af stað kL 2
e. h. á laugardag, og komið
aftur í bæinn á sunnudagskvöld
og á mánudagskvöld, eftir því
hvort menn vilja heldur.
Síðustu sýningu sem haldin
var í Listamannaskálanum
1947, sóttu hátt á 6. þúsund
gestir, og alls voru þar sýndar
nær 400 ljósmyndir frá 25 sýn-
endum.
Öllum lieimil þátttaka
Ljósmyndasýningin í haust
verður í Listamannaskálanum
og verður opnuð um mánaða-
mótin október—nóvember. ■—
Þátttaka .er heimil öllum á-
hugaljósmyndurum og ekki
nein takmörk sett um . f jölda
ljósmynda. Hinsvegar áskilur
sýningarnefndin sér rétt til
þess að velja milli mynda og
hafna ef þörf 'krefur t. d. ef
mikil þátttaka verður, eða ef
Framhald á 7. siðu.
Vísir fagnar komn drápsvélanna:
| „Þétt! mörgum það tilkomumikil
</ • r ll
sjort
Vísir fagnar því í gær að hingað sé nú komin til fastfar
dvalar sveit bandarískra hernaðarflugvéla. „Er hér um að
ræía 24 flugvélar af nýjustu gerð Mustangvéla, sem voru
hraðfleygastar þeirra véla er notaðar voru í síðasta stríði.
.... Vélarnar hafa bækistöð í Keflavík. — Yfirmaður
þeirra heitir Irvin C. Ethelt.“
Þótt ekki hafi Vísismenn fengið að sjá nýjustu dýrðina
—: stóru flugvélarnar sem notaðar eru til að fleygja eldi
yfir konur, börn og gamalmenni í Kóreu, þá þurfti ekki
meira til að Vísir ræki upp fagnaðaróp við komu dráps-
vélanna: „Þær flugu yfir bæinn t skipulegri fylkingu við
komuna OG ÞÖTTI MÖRGUM ÞAÐ TILKOMUMIKIL
SJÓN“
Það hfyti að verða ,.TILKOMUMIKIL SJÓN“ fyrir
gömul augu Vísisritstjóranna ef þeir mættu sjá þær spúa
eldi og dauða.
Misjafn afli í
Eyjum
Vestmannaeyjum. Frá
fréttaritara Þjóðviljans.
Þrjátíu og þrír bátar héðan
munu nú vera byrjaðir á rek-
netaveiðum. Afli hefur verið
misjafn. Var góður einn dag
hjá nokkrum bátum, á annað
hundrað tunnur, en sama dag
fengu sumir bátanna engan
afla.
Enn hefur mjög lítið verið
saltað hér af síld og aðeins
úrgangur bræddur en smærri
síldin fryst til beitu.
Nokkrir bátar hafa stundað
þorskveiðar með línu en fiskað
lítið. Þá hafa nokkrir trillu-
bátar fiskað á handfæri og
línu og aflað sæmilega suma
dagana.
þlÓÐVIUINN
Fimmtudagur 4. sept 1952 — 17. árgangur — 197 tölublað
„Skagafjarðar-
sardínurí4
Sauðárkróki. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Á s.l, vori var komið upp
niðursuðuverksmiðju á Sauðár-
króki og eiga hreppurinn og
Karl Friðriksson hana, en Karl
hafði áður niðursuðuverksmiðju
á Akureyri.
Verksmiðjan hefur soðið nið-
ur smásíld er veiðzt hefur við
sandinn, í sumar, en þar hef-
ur verið sæmileg veiði i land-
nætur. Alls munu hafa verið
soðnar niður um 30 þús. dósir
en verksmiðjan á að geta
soðið niður 10 þús dósir á
sólarhring með fullum afköst-
um.
„Mánagarður“ hið nýja félagsheimili í Nesjum í Hbrnafirði. —
Fyrir neðan er mynd af kifkjunni, en í kjallara- hennar voru
samkomurnar haldnar áður í 40 ár. ,
ili í INesjiim í
Hornaíirði
Höfn. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Sunnudaginn 24. ágúst var vígt nýtt félags-
heiinili í Nesjum í Hornafirði. Að byggingu
þessa húss hafa staðið auk Ncsjahrepps ýms
félagssamtök byggðarlagsins, svo sem Ung-
mennafélagið „Máni“, kvenfélagið „Vaka“ og
Karlaltór Hornafjarðar, sem gaf heimilinu nýtt
og vandað píanó. Einstaklingar innan hreppsins hafa
lagt fram mikla gjafavinnu, allt frá 3 tiil 15 dagsverkum.
Bygging hússins hófst 1949
og er nú að mestu lokið, hefur
kostnaður við bygginguna num-
ið allt að l/i milljón króna.
Húsið er tvær álmur og stærð
þeirra 22x8 metrar og 6x8
metrar. Aðalálman er samkomu
Tólf hundruð tunnur saltaðar
í Grundarfirði
Grundarfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
I Grafarnesi hefur nú verið saltað í samtals um 1200 tUnnur
og frystar til beitu 2000 tunnur.
________________________ Síldin hefur undanfarið verið
mjög misjöfn, stundum ágæt,
stundum afarsmá, t.d. voru bát
arnir er komu í gærmorgun
með smásíld. Síðustu tvo daga
hefur veiði verið lítil, en þó
fengu tveir bátar ágæta veiði
í gærmorgun, Voru þeir foáðir
grynnra en vanalega og bendir
það til þess að síldin hafi
grynnkað á sér, því þeir sem
dýpra voru fiskuðu lítið.
Nokkrir aðkomubátar, frá
ísafirði, Reykjavík og Vest-
mannaeyjum, hafa lagt afla
upp í Grafarnesi.
Bandaríska hunda
feimnismál
Moggans!
kjötið
Mogginn og Tíminn heyja nú
harðvítuga keppni um hylli
bænda.
Mogginn birti í fyrradag ,,úr
ræðu“ Sverris Gíslasonar á að-
alfundi stéttarsambands bænda.
Ræðukaflinn sem Mogginn birti
um sölu dilkakjötsins til banda-
rísku kjölturakkanna í guðs
eigin landi er undarlega stutt-
ur, hann er fjórar línur — með
fyrirsögn og hljóðar svo:
„Ameríkukjötið". Þá minnt-
ist hann á kjötsöluna til
Ameríku og afskipti Fram-
leiðsluráðs af því máli".
I öðru liefti af Árbók land-
búnaðarins þetta ár er frá því
skýrt að þegar Reykvíkingar
fengu óvænt að kaupa dilka-
kjöt i búðunum þá liafi það
verið kjöt „er upphaflega áttl
að selja á Amerikumarkáð . . .
en þessi markaður brást vestra
og var kjötið þá selt í Reykja-
vík~.
Hvernig er það, er lystarleysi
bandarísku kjölturakkanna orð-
ið feimnismál í Mogganum?!
salur 15x8 m og leiksvið 6x8
m, auk þess er á efri hæð for-
stofa og herbergi fyrir bóka-
safn Nesjahrepps og til skóla-
halds, Á neðri hæð er eldhús,
veitingasalur, tvær fatageymsl-
ur, fjögur snyrtiherbergi og
baðherbergi, er stærð neðrihæð-
ar- 14x8 metrar.
Um smíði hússins hafa þeir
séð Ásgeir Guðmundsson, Höfn
og Helgi Guðmundsson, Hof-
felli, raflagnir hefur annazt
Gísli Björnsson á Höfn, en
málun þeir Bjarni Henriksson
og Þórhallur Kristjánsson á
Höfn.
Vígsluhátíðin hófst í kirkju-
kjallaranum við Láxá, flutti
Hjalti Jónsson, hreppstjóri, í
Hólum, þar kveöjuorð til gamla
samkomusalsins, sem um 40 ára.
skeið hefur verið notaður til
fundahalda, skólahalds, þing-
halds og samkomuhalda fyrir
hreppsbúa, en síðan var gengið
undir fánum að hinu nýja fé-
lagsheimili, sem stendur á
grundunum nokkru innar í
sveitinni. Ur fordyrum hússins
flutti formaður ungmennafélags
ins ,,Máni“ Hreinn Eiríksson,
Framhald á 7. síðu.
Fyrsta síldarsöltun í Hcrnafirði
Höfn Hornafirði 2. sept.
Frá fréttaritara Þjóðv.
Fyrir nokkru fór m.b. Helgi
frá Hornafirði á reknet út af
Hornafirði og fékk í einni drift
um 70 tunnur af síld, en þar
sem engin tök voru á að salta
síld hér var síld þessi tekin til
frystingar.
Nú hefur sildarsöltunarstöð-
in „Máni“ á Þórshöfn flutt
bækistöðvar sinar hingað og
hefur í félagi við Kaupfélag
Austur-Skaftfellinga hafið hér
sildarsöltun, barst fyrsta síldin
til stöðvarinnar á land í gær
og voru saltaðar um 18 tunnur.
var það m.sk. Freyfaxi frá
Neskaupstað, sem með þessa
síld kom. Það sem ekki var
saltað var tekið til frystingar.
Enn eru aðeins tveir bátar
héðan á reknetum, þeir ,,Helgi“
og „Hvanney", en stórviðri
undanfarna daga hafa hamlað
veiðum.
Sumaraflinn 60 til
70 tonn
Sauðárkróki. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
í sumar hefur fiskazt ágæt-
lega á trillubáta er stundað
hafa veiðar hér úti í firðinum.
Frá því í aprillok hafa aflazt
um 60—70 tonn á smátrillur,
en afli var farinn áð minnka
undir það að veður versnaði
um daginn.