Þjóðviljinn - 19.09.1952, Blaðsíða 1
&ðgöngumiSar
Föstiidagur 19. sept. 1952
argangur
210. tölublað
að samkomu MÍR á morgun
fást í dag í Bckabúð Máls
og memiingar og skrifstofu
MlK, Þingholtsstræti 27.
Ameríkanar byggja 500 íbúðir í Keflavík
Islendingum bannaS að byggja og þeir lögsóffir ef þeir koma yfir sig þaki
Suður á Keflavíkurílugvelli eru Bandaríkjamenn
nú að byggja 10 húsablokkir þriggja hæða, 80x20
m hver að flatarmáli, eþa 1600 fermetrar hver hæð.
Þetta eru um 500 íbúðir, eða svipað og talið er
nauðsynlegt að byggja í Reykjavík á ári vegna eðii-
legrar fólksfjölgunar.
Flatarmál hvers húss er 1600
ferm. Hvert hús er 3 hæðir eða
samtals 4800 ferm. Húsin eru
tiu, samtals eru þau því 48 þús.
ferm.
Handtökur í Túnis
Mótspyrnan gegn Frökkum í
Túnis fer vaxandi. Nýlega
skýrði franska lögreglan frá
því, að hún hefði liandtekið
fjóra flokka skemmdarverka-
manna í Túnis, Sousse og Biz-
erta.
Flokkurinn frá Sousse, sem í
voru 12 manns, var undir
stjórn lögfræðings og verk-
fræðings. I Kalaa-Kebira hefur
Iögreglan handtekið sjö menn,
sem ákærðir eru fyrir skemmd-
arverk. I Bizerta hefur einn af
leiðtogum þjóðernissinna Salah
Ben Hedi Ben Múhameð og
sex menn aðrir verið handtekn-
ir. Þeir eru grunaðir um að
hafa sprengt brú eina í loft
upp. 15 menn voru handteknir
í Túnis,
Flug-menn á Grænlandsjökli
Brezku flugmennirnir, sem
nauðlentu á miðjum Grænlands-
jökli, hafa nú dvalizt þar í þrjár
nætur. Ek'ki er óttast um þá, en
þó talið að björgun þeirra sé
miklum erfiðleikum bundin.
Vinnudeila í Bretlandi
Atvinnurekendur í brezka
málmiðnaðinum hafa enn hafn-
að kaupkröfum verkamanna og
leggja til að málið fari fyrir
gerðardóm. Verkamenn hafa áð-
ur lýst yfir að á það geti þeir
ekki fallizt. Það verður því að
öllum líkindum úr banni verka-
lýðsfélaganna við yfir- og á-
kvæðisvinnu.
EDEN er nú í Belgrad og
hefur átt viðræður við Tító og
Kardelj, utanríkisráðherra.
Ólafur Jóhannes-
son fundíinn heill
r
a
húfi
Ólafur Jóhannesson, sem
hvarf frá heimili sínu á laug-
ardaginn var og leitað hefur
verið síðan dag hvern, fannst
í gær — heill á húfi. Var hann
þá staddur í svonefndri Dysja-
mýri ekki alllangt frá bænum
Hliði á Álftanesi. Var hann
ekki vel haldinn, enda mun
hann hafa hafzt við úti allan
þennan tíma.
Ólafur var fiuttur á sjúkra-
húsið í Hafnarfirði.
Hús þessi munu eiga að vera
íbúðir fyrir liðsforingja og sé
reiknað með 100 ferm. íbúð
verða þetta nær 500 íbúðir.
Á sama tíma verða Ísíending-
ar að hafast við í allskonar
hreysum vegna þess að þeim er
bannað að byggja íbúíir yfir
sig.
Á sama tíma og herraþjóðin
byggir í Keflavík húsnæði sem
nemur um það bil árlegri þörf
Reykjayjkur fyrir auknar íbúðir
— er fjárhagsráð með réttar-
höhl yfir Islendingum fyrir
þann „glæp“ að hafa komið yfir
sig þaki!! (Nánar eru þessi
mál rædd í leiðara biaðsins í
dag).
Fyrirmæli síðasta Alþýðusara-
bandsþings til stjórnar Á.S.1
Vegna mjög rætinnar greinar í garð járniðnaðarmanna
í AB-blaðinu í gær, sem eitt sinn hét AEÞÝÐUblað, skal
AB-blaðið 'upplýst um að síðasta Alþýðusambandsþing
gaf sambandsfélögunum og miðstjórn sambandsins bein
fyrirmæli um að standa vel á verði gegn atvinnuof-
sóknum.
Fyrirmæli síðasta Alþýðusambandsþings eru svo-
lil jóðandi:
„Þingið skorar á öll verkalýðsfélög að vera
vel á verði gegn öllum tilraunum í þessa átt
og standa saman sem einn maður um þá með-
limi samtakanna, sem kunna að verða beittir
atvinnu- og skoðanakúgun af hálfu atvinnu-
rekenda eða fulltrúa þeirra."
Evrópuherirnir
fá kjarnorkuvopn, segir
Collins
Formaður herforingjaráðs
Bandaríkjahers, J. Lawton Coll-
ins, sagði nýlega þegar hann
var í heimsókn í aðalbækistöðv-
um atlantsherjanna í París, að
þeir myndu „fyrr eða síðar“ fá
kjarnorkuvopn.
„Kjarnorkufallbyssur munu
framleiddar í stórum stíl innan
tíu ára“, sagði hann, og Banda-
ríkin yrðu þá að láta banda-
mönnum sínum slík vopn í té.
Hann flýtti sér þó að bæta
við, að enginn mætti halda að
minni þörf gerðist fyrir stóra
landheri í Evrópu um árabil.
Hins vegar mundu brátt hefj-
ast umræður milli bandarískra
og evrópskra herstjórna um
notkun kjarnorkuvopna í Evr-
ópuherjunum.
f skffrslu efnahagsnefndar 8M* í Errópu segir:
Framleiðslan í ríkjum sósíalismans hefur vaxið m fimmtung á eimi ári.
- samdráttur og stöðnun í auðvaldsríkjum Vestur-Evrópu
Efnahagsvandamál auSvaldsheimsins: Hvernig draga
megi úr framleiSslunni til að hindra verSlœkkun
„í ársfjórðungsskýrslu efnahagsnefndar SÞ í Evr-
ópu er vakin athygli á þeirri uggvænlegu staðreynd,
að framleiðslan í Austur-Evrópu vex statt og stöð-
ugt, en aíturkippur og stöðnun er einkennandi fyrir
efnahagsástandið í öllum hinum miklu iðnaðar-
löndum Vestur-Evrópu"- Þannig hófst fréttaskeyti
Reuters daginn sem skýrslan var birt.
Samkvæmt Reuter er sagt í
skýrslunni, sem nær yfir fyrsta
ársfjórðung þessa árs og nokk-
uð af öðrum, að iðnaðarfram-
leiðslan í Sovétrikjunum og
öðrum ríkjum sósíalismans í
Austur-Evrópu hafi „haldið á-
fram að vaxa ört og verið a'ð
meðaltali 20meiri en fyrir
sama tíma í fyrra. Framleiðslu-
áætlanirnar hafa að mestu leyti
verið uppfylltar“.
Fóru fram úr áætlun.
í þessari síðustu setningu
felst að framleiðsluáætlanirnar
í þessum löndum hafa ekki ein-
ungis verið uppfylltar, heldur
fari'ð fram úr áætlun. Eina
undantekningin er Tékkóslóvak-
ía, þar sem aðeins 98,5% af
markinu hafði náðst, þó er
þar um að ræða 18% fram-
leiðsluaukningu miðað við í
fyrra og þess að gæta, að áætl-
uninni var breytt og hún hækk-
uð frá því sem hún var í upp-
hafi.
Þó að reynt sé i skýrslunni
að bera brigður á einstök atriði
í efnahagsskýrslum Austur-
Evrópulandanna, þá er ekki
reynt að neita því, að í þessum
löndum á sér stað stórfelld og
stöðug aukning þjóðarteknanna
og auðsins.
I Vestur-Evrópu dregst
framleiðslan saman.
Öðru máli gegnir um Vestur-
Evrópu. Um minnkun framleiðsl
unnar þar segir í skýrslunni,
að hún sé „bæði afleiðing og
orsök þess, að neyzlan heldur
áfram að minnka“. Þess er get-
ið, a/i með stöðvun bandariskrar
efnahagsaðstoðar sé Vestur-
Evrópa orðin enn háðari Banda
ríkjunum.
Minnkandi útflutningur frá
Vestur-Evrópu mun valda því
að dollaraskortur hennar verð-
ur enn meiri. I skýrslunni er
vikið að haftastefnu Bandaríkj-
anna og farið hörðum orðum
um ,,þær tilraunir sem enn.eru
gerðar til að reyna að útilQka
keppinauta frá markaði i
Eanda.ríkjunum“.
Samkvæmt bandarísku frétta
stofunni AP er einnig minnzt í
skýrslunni á nokkur atriði, sem
lof-a „góðu“ í núverandi efna-
hagserfiðleikum Vestur-Evrópu.
Sagt er, að nú sé í undirbún-
ingi að gera ráðstafanir til að
GUNNAR MVRDAL,
formaður efnahagsnefndar
SÞ í Evrópu
koma í veg fyrir verðfall á
þeim hráefnum, sem framleiðsl-
an hefur verið stóraukin á
vegna stríðsundirbúningsins:
„Nú eru í undirbúningi al-
þjó'ðlegar áætlanir, sem eiga
að koma í veg fyrir offram-
leiðslu, sem framleiðendur segja
að muni verða „erfið viðureign-
ar“. Hér er um að ræða þess-
ar vörur m. a.: gúm, baðm-
uli, tin, ull og sykur.“
Hið langvinna stáliðnaðarverk-
fall i Bandaríkjunum kom sér
líka vel fyrir stáliðnað Vestur-
Evrópu. 1 skýrslunni segir
samkvæmt AP: „Bandaríska
stálverkfallið orsakaði nettó-
framleiðslutap á stáli sem nam
20 millj. lesta, og hefur það
breytt mjög öllum viðhorfum
og um stund hindrað erfiðleika
fyrir evrópskan stáliðnað11.
Skýrslan sýnir þannig
Ijóslega þann eðlismun, sem
er á hagkerfi sósíalismans
og hagkerfi auðvaldsins. Á
meðan framleiðslan vex
stöðugt í ríkjum sósíalism-
ans, vöruverð lækkar og vel-
megun eykst jafnframt því
sem grundvöllur er lagður
fyrir aukinni velmegun í
framtiðinni, er helzta efna-
hagsvandamál auðvaldsþjóð
félagsims, hvernig takast
megi að hindra verðfækkun
og þá er eina ráðið sem
gripfð er til það að draga
úr framleiðsltinni og leggja
á hana höft og bönu með
nlhiáðlePTmi samhvkktum.