Þjóðviljinn - 02.11.1952, Side 1

Þjóðviljinn - 02.11.1952, Side 1
;;;í . «;v.íÁ»4irý< Snnnudagur 2. nóv. 1952 — 17. árgangur 248. tölublað Það styttist nú óðum þar til handíða- og listmunabazar Sósíal- istaflokksins verður haldinn, enda keppist nú fjöldi manna í trístundum sínum við að gera ýmiskonar muni sem þeir — og fá ekki síður þær — ætla að gefa á bazarinn. — Þjóðviljinn fvétti nýlega af einum, Bárði Jóhannessyni, sem gert hefði sl artgripaskrín til að gefa á bazarinn, og fékk að líta á smíð- isgripinn. — Skrín þetta, sem þið sjáið hér á myndinni fyrir oían, er kjörgripur hinn mesti, fóðrað utan með rauðu skinni, en að innan er það klætt bleiku silki, og hefur kona Bárðar lagt þar hönd að verki. Fætur skrínsins feru úr munstruðúm kopar og horn loksins eru einnig greipt munstruðum kopar. — Þjóðviljinn mun bráðlega IJta inn til íleiri sem eru önnum kafnir að gera muni fyrir bazarinn. Andúðaralda í garð Banda- ríkjanna rís í V.-Evrópu Yfiríréttaritari New York Times áhyggjufullur Yfirfréttaritari bandaríska. stórblaösins New York Times i Evrópu lýsir því yfir aö andúð í garö Bandaríkjanna rísi nú fjöllunum hærra um gervalla Vestur-Evrópu. Bretar setja I CtOO inaniia þorp á Malakka í svelti Templer, yfirhershöfðingi Breta á Malakkaskaga, hef- ur skipa'ö að setja alla íbúa 1600 manna þorps á hungur- skammt í mánuð. Til þess að tryggja að þorps-, búar geti ekki sjálfir aflað sér viðurværis er þeim bannað að fara út úr kofum sínum nema stutta stund á degi hverjum. I þorpi þessu, sem er í norð- anverðu soldánsríkinu Johore, voru þrír hermenn Breta drepnir aðfaranótt síðasta mánudags. Hefur Bretum ekki tekizt að knýja þorpsbúa til sagna um hverjir vegendurnir sóu og kveðst Templer vera að refsa þorpsbúum fyrir þag- mælskuna. Síðan Temler tók við her- stjórn á Malakka hefur það orðið æ tíðara að Bretar þar hefni sín á íbúum heilla byggð- arlaga, körlurn, konum og bömum, ungum og gömlum, fyrir ósigra sem þeir bíða í viðureigninni við skæruher landsbúa. Nokkur þorp hafa verið brennd til ösku og íbú- arnir fluttir í fangabúðir. C. L. Sulzberger segir í frétta- skeyti frá París í blaðinu sl. sunnudag, að stofnun Vestur- Evrópuhers, sem sé hornsteinn stefnu Bandaríkjanna í álfunni, sé stefnt í mikla tvísýnu. And- úðina á Bandaríkjunum og stefnu þeirra kennir hann ,,særðu stolti, gremju, sem lengi hefur búið um sig og starfsemi hópa, sem eru and- vígir efnahagslegri og stjórn- arfarslegri sameiningvi hins frjálsa hluta meginlands Evrópu“. Fréttaritarinn segir að meira að segja einlægustu vin- ir Bandaríkjanna láti nú orð falla, sem komi illa við Banda- ríkjamenn. Minnir hann á gagnrýni Herriot; forseta franska þingsins, á stefnu Bandaríkjastjórnar og um- mæli Parísarblaðsins Combat að „því fer svo fjarri að A- bandalagið sé varnarbandalag jafnrétthárra, fullvalda ríkja. það verður í æ ríkari mæli verkfæri í höndum Bandarikja- stjórnar í kalda stríðinu við Sovétrikin". I Þýzkalaiuli segir Sulzberg- er r|kja vaxandi gremju yfir því að komið liefur á daginn að bandaríska leyniþjónustan hefur myndað og vopnað naz- istískan skæruher. Norðanmenn taka Þríhyrning Bandarískt herlið stutt flug- vélum varð í gær að láta und- an síga og hætta við tilraun til að ná Þríhyrningi, fjalli á miðvígstöðvunum í Kóreu, sem norðanmenn tóku fyrir þrem dögum. Barizt hefur verið um Þríhyrning í þrjár vikur og ýmsum veitt betur. Stjórnmálasam- bandi slitið Brezki sendifulltrúinn í Te- heran og starfsfólk sendiráðs- Breta þar er farið alfarið og stjórnmálasambandi Bretlands og Iran þar með slitið. Síðasta verk Middleton sendifulltrúa var að neita að veita móttöku orðsendingu frá utanrikisráð- herra Irans, þar sem lýst er yfir að stjórnmálasamband milli ríkjanna sé óhugsandi fyrr en Bretar hafi látið af tilraunum til að kúga Iran í ol- íumálinu og steypa stjórn Mossadegh með undirróðri. 1 1 Siúdentaráðs- kosRÍitgarnir Úrslit stúdentaráðskosning- anna uröu Jxau að atkvæði féllu mjög svipað og í fyrra. Félag róttækra stúdenta hlaut 130 atkv. og 2 fulltrúa kjörna (Hafði í fyrra 132 atkv. og 2 fulltrúa). Vaka hlaut 302 atkv. og 5 fulltrúa. (Hafði síðast 295 at- kvæði og 5 fulltrúa).. Félag frjálslyndra stúdenta fékk 69 atkv. og 1 fulltrúa. (Áður 61 atkv. og 1 fulltrúa). Stúdentafélag lýðræðissinn- aðra sósíalista fékk 55 atkv. og 1 fulltrúa. (Síðast 57 atkv. og 1 fulltrúa). 15 seðlar voru auðir og 5 ógildir. Dihelius fer til Moskva Otto Dibelius, biskup þýzku mótmælendakirkjunnar í Berlín og Brandenburg, hefur ákveð- ið að taka boði Alexíusar patrí- arks í Moskva um að heimsækja Sovétríkin. 1 för með Dibeliusi verða tveir aðrir mótmælenda- biskupar, annar frá Aústur- og hinn frá Vestur-Þýzkalandi. Dibelius hefur deilt mjög á stjórnarvöldin í Austur-Þýzka- landi en berst fyrir sameiningu Þýzkalands. Lie þýónar 3ieCarthfi Tryggve Lie, aðalritari SÞ, hefur nú opinberlega gerzt verkfæri bandarískra skoðana- 'kúgara af sauðahúsi McCarthy öldungadeildarmanns. Hefur Lie vikið frá störfum þrem bandariskum starfsmönnum SÞ, sem neituðu að veita einni af rannsóknarnefndum öldunga- deildar Bandaríkjaþings upp- lý'singar um stjórnmálaskoðan- ir sínar. NeyBarástand i afurSasölunni: Bvgging clvalar- Iieimilisins Iiafin 1 gær var stungin fyrsta rek- an í grunni Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, eins og Þjóð- viljinn greindi frá í gær. Gerði það formaður byggingarnefnd- ar hússins, Bjöm Ólafsson í Mýrarhúsum.Síðan tóku til máls Ólafur Thors siglingamálaráð- herra, borgarstjóri og biskip. Er nú þess að vænta að hægt verði að halda byggingunni á- fram unz lokið er. Þetta verður mikið stórhýsi, en í byggingar- sjóði munu vera nokkrar milljónir króna. 'ÆFR v Munið aðalfundinn í Tjarnarkaffi ann- að kvöid kl. 21:C0. Það er alkunna að ekkert er formælendum „frjálsrar verzl- unar“, Sjálfstæðismönnunum Bjarna Benediktssyni og Ólafi Thórs, viðkvæmara en þegar sett er fram krafa um frjálsa verzlun á útflutningsvörum landsmanna. Einstakir útgerð- armenn og útgerðarfélög sem farið hafa fram á leyfi að mega selja framleiðslu sína hafa jafnan fengið algera neit- un við slíkum tilmælum. Engir mega komast að sölu íslenzkra fiskafurða aðrir en Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors eða þeir menn einir sem alger- lega þjóna undir þá. Hvað eft- ir annað hafa þessir menn til- kynnt að það varði við hin ströngustu lagaákvæði ef nokk- ur dirfist að bjóða út, leita tilboía eða á annan hátt taka þátt i að undirbúa sölu á ís- lenzkum afurðum. En hvernig gengur þá af- urðasalan hjá einokunarklík- unni ? Hér skulu tilfærð nokk- ur dæmi, sem almenningur á heimtingu á að þekkja til hlít- ar. Frosiim flskiir Á þessu ári mun vera bú- ið að framleiða af frosnum fiski kringum 32-33 Jiúsund tonn. Nú ,í nóvemberbyrjun eru 23-24 þúsund tonn af þessari framleiðslu óseld. Á iniðju framleiðsluárinu voru nær öll frystihús landsins stöðvuð vegna rúmleysis. Víða í útgerðarbæjum urðu bátarnir að liætta veiðum af þessum sökum.. Togarar sem stunduðu veiðar fyrir frysti- húsin urðu einnig að liætta. Þá var gripið til þess ráðs að senda til Ameríku nokkur Jjúsund tonn af framleiðsl- unni til geymslu Jiar. Þar liggja nú mörg þúsund tonn af óseldum fiski í geymslu. Ennþá geta ýms frystihús í Iandinu ekki tekið á móti fiski vegna rúmleysis. Saltflskur Ársframleiðslan af salt- fislti mun vera milli 40-50 þúsund tonn. EnnJjá mun talsvert af því magni liggja óselt. Um 15 Jjúsund tonn af framleiðslunni hefur þurft að selja með Jieitn óvenju- lega hætti, að fiskurinn hef- ur verið fluttur út I veiði- skipunum sjálfum, og dansk- ir fiskkaupmenn hafa svo tekið að sér sölu á fiskin- um inn á markaði okkar á Italíu! Ku.nnugir telja að á þennan liátt fái Islendingar í kringum 1000 kr. minna á hvert saltfisktonn í gjald- eyri heldnr en þeir hefðu fengið, ef fiskurinn hefði verið lagður á land liér heima og seldur á fullu verði án danskra milliliða. Tap Islendinga á Jtessum við- skiptum myndi Jtá nema um 15 milljónum króna í gjaldeyri. Ástandið í stjórn afurðasölunnar á ítalíu er alkunnugt og hefur nýlega verið rifjað upp. Á miðju sumri tilkynnti saltfiskeinok- nnin að bannað væri að verka saltfisk til útflutn- ings fíam yfir Jtað sem Jtá var orðið og var sitluerfið- leikum borið við. Mjiig mik- ið saltfiskmagn varð því að liggja í geymslum útgerð- armanna í óverkuðu ástandi yfir sumarmánuðina og stór- rýrnaði auðvitað og spilltist í~- geymslunni. Ýmsir fisk- kaupmenn telja sig geta náð mun hærra verði fyrir salt- fisk en einokunin hefur boðið, en Jieira hefur jafnan verið neitað um leyfi. ~k Þessar staðreyndir sanna svo að ekki verður um villzt að nú- verandi sölufyrirkomulag á að- alútflutningsvörum okkar er1 gersamlega ótækt. Raunveru- lega er um algera uppgjöf að ræða í sölu á frystum fiski á þessu ári. Framleiðslustörfin í landinu eru stöðvuð og atvinnu leysi skapað með þessum vinnu- brögðum. Framleiðendur eru settir í algera óvissu um það hvort ráðlegt sé að halda á- fram framleiðslu á hverjum tíma. Er ekki eðlilegt að menn spyrji með þessar staðreyndir í huga: Hversvegna er fisk- framleiðendum bannað að gera sjálfir tilraunir til sölu á beirri framleiðsln senv Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eru ó- færir um að selja ? Hvers^egna má ekki minnast á það að ein- hverjir aðrir en þessir einok- usiarherrar fái leyfi <:I að leita eftir sölu á íslenzkum afurð- um, t.d. í Austurevrópu-lönd- um, þegar sýnt er aö þessir menn geta ekki komið sölum fram eða vilja það ekki?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.