Þjóðviljinn - 23.01.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.01.1953, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 23. janúar 1953 Oft er hándvegur á kjólum hafður of þröngur og: þá er hætt við slysi eins óg hér er sýnt. — Efnið rifnar undir hendinni ogr ágætur kjóll er ónýtur. K/3 athugum kjólana ALLAR eigum við eftirlætis- kjóla, og ef eitthvað kemur fyrir kjólinn, sém okkur líður bezt í, verðum við sárgramar. Hanna varð fyrir þessu. Hún á ihdælán gráan ullárkjól, sem er bæði hentugur og þægilegur og er auk þess ljómandi snot- ur. Hanna vinnur á skrifstofu og hún hefur varla farið úr kjólnum sfðan hún fékk hann. Handvegurinn á kjólnum er dálítið þröngur og af því að hann er notaður daglega er efn- ið farið að verða stökkt undir höndunum. -— Hanna hafði ekki veitt því eftirtekt, en dag nokk- úrn, þegar hún þarf að teygja sig eftir bókahlaða upp á háa hillu, teygir hún of mikið úr handleggjunum. Óheillavænlegt hljóð kveður við og eftirlætis- kjóllinn hefur rifnað undir höndunum. Og þegar hún fer að athuga tjónið, kemur í ljós að þetta er ekki aðeins saum- spretta, heldur hefur einnig rifnað út i efnið,, svo áð ó- mögulegt er að sauma ermina á aftur. Kjóllinn er keyptur tilbúinn, svo að engin pjatla er til í bót. Og þvi stendur Hanna uppi með Ijósgráan kjól, sem er ónýtur, af því að hann hefur rifnað undir hönd- unum, en að öðru leyti er kjóllinn heill. Þess vegna borg- ar sig að gera vi'ð hann. Auðvitað er hægt að spretta pilsinu frá og sauma úr því blússur, en það er neyðarúr- ræði, því að auðvelt er að Rafmagnstakmörkunin Kl. 10,45-12.80 Austurbærinn og Norðurmýri milli Snorrabrautar og Aðalstræt is, Tjarnargötu og Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunn an. Hafnarfjörður og nágrenni. — Reykjanes. • Eftir hádegl (kl. 18,15-19,15) Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Eiliðaánna vestur -að markalinu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. bjarga kjólnum, ef nýtt efni er keypt til viðbótar. Það skipt- ir mestu máli að það efni sé sem líkast sjálfu kjólefninu hvað gerð og þykkt snertir, en í búðunum er mikið úrval af efnum, svo að tiltölulega auð- velt ætti að vera að finna efni, éinkum vegna þess að mjög margir litir fara vel við grátt. En það skiptir miklu máli að gerðin á efninu sé svipuð, vegna þess að nýja efnið á að fella inn í kjólinn undir hendina og í ermamar, og það þarf að þola að á því togni, og ef tvö mjög frábrugðin efni eru saumuð saman má búast við að illa fari. Aftur á móti er valið frjálst hvað liti og mynstur snertir. Á myndinni er að vísu notað dökkt efni með doppum, en einnig er hægt að nota ein- litt eða röndótt efni. Á hinn bóginn er rétt að varast köfl- ótt efni. Á kjólnum var upp- haflega löng rauf niður í kjól- inn að framan og hvorki kragi né horn í hálsinn, og því til- valið að nota við hann háls- klút, sem að sjálfsögðu er saumaður úr sama efni og gert var viö ermarnar með. Bandið sem er til skrauts fram- an á blússunni heldur háls- klútnum föstum. Með þessu er búið að bjarga við kjól, sem ástæða var til að örvænta um, og í rauninni lítur kjóllinn alls ekkiver út eftir breytinguna. Konan í Kína Framnald" at' 6. síðú ' ■' matborðinu og síöastar að taka sér hVdld að loknu dagsverki. Og vitanlega máttu þær ekki leggja orð í belg, þó að þeim fynd’st ástæða til. Þessi kona sagðist vita um mörg dæmi þess í þorpinu að telpur hefðu verið seldar fyrir fatnað eða matvæli. Til giftingar voru þær raunverulega seldar svo sem venjan var almennt. Vald for- eldra var óumdeilanlegt, og þó að stúlka ætti sér elsk- huga og væri nú ráðstatað í hjónaband með öðrum manni, þá var útilokað að hún segði frá slíku, hvað þá heidur léti í ljósi vilja sinn í -þessu efni. Þannig var það bæði í svcut og í borg. Venjulega réði faðirinn öllu því er viðkom börruinum, og hann kærði sig um, an fyrir gat komið — í stórooigunum — að móðirin hefði nokkra íhlutun um þau mái. Ef við lítum á qkkar eigið þjóðfélag og afstöðu kynjanna til barn- anna, til uppeldis þeirra, hvern- ig brugðizt er við einstökum atriðum og vandamálum í sam- bandi við þau, þá vitum við að móðir og faðir geta haft mjög ólíkar hugmyndir um lausn þeirra. Uppeldið hjá okk- ur er losaralegt og skortir al- veg fastan grundvöll, breytist því jafnvel frá ári til árs, eihs og viðast annars staðar í vesturlöndum, þar sem aftur á móti í þessu sem öðru hafa gilt ævafornar hugmyndir hjá Kínverjunum, byggðar á kenn- Hitaveitan Framhald af 3. síðu. að stækka ofnana í öllum þessum húsum; það er Iiag- ur húseigenda, þeir þurfa minna vatn á eftir, og það er hagur hitaveitunnar, því hún fær meira vatn til um- ráða. Þá erú það tvöföldu glugg- arnir. Það er vist flestum að verða ljóst hve geysilegur hag- ur er að þeim, þótt enn hafi tiltölulega fáir ráðizt í fram- kvæmdir. Maður skyldi nú ætla að éitthvað heyrðist frá hitaveit- Unni um þetta. Ekki eitt orð, engar ráðieggingar, engar hvatningar. Nei, bara lofa fólkinu að renna eins miklu vatni í gegn eins og það nær úr veitúnni og veita því svo út í skólpleiðslur á sama hita- stigi — og oft máske hærra — og Ólafsfirðingar notuðu á síha hitaVéitu um árafjölda. Nei, hér er meira en lítið aðgerðaleysi á ferðinni, jafn- Vél þó maður sé þess minnug- ur að hér er afturhaldssam- ur bæjarstjórnarmeirihluti við völd. Það verður að ýta rösk- lega við þessum bæjarstjómar- meirihluta og hrista forráða- menn hitaVeitunnar þangað til ingum fomra heimspekinga. Samt sem áður hefur réttleysi móðurinnar til ihlutunar um málefni bamanna verið henni þungbært — konan er alltaf mildari sem dómari bama en maðurinn. þeir rumska. Það verður að hefjast handa um framkvæmd- ir: betri hagnýtingu vatrisins í þeim hverfum sem nú hafa hitaveitu og jafnframt hefja framkvæmdir um lagnir í ný hverfi. Nú er hinni nýju virkjun í Sogi svo langt komið, að ráð- gert er að hún ta!ki til starfa í haust. Þá ætti að losna um túrbínustöðina við Elliðaár þannig að hún gæti orðið einskonar ,,toppstöð“ fyrir hita- veitxma, en hún var m.a. byggð með það fyrir augum, og hita- veitan mun hafa orðið að greiða til hennar drjúgan skild- ing til þessa. Þannig ætti hita- veitan að geta annað miklu meiru en hún gerir nú, strax næsta vetur. Hlíðabúar hafa í seinni tíð sýnt mikinn áhuga í hitaveitu- málinu, m.a. látið gera ýtar- legar áætlanir um hitaveitu- stöð fyrir Hlíðarnar. Fyrir nokkru siðan var haldinn fund- ur með Hlíðarbúum um þessi mál. Þar ríkti mikill áhugi og margar samþykktir gerðar. Ekki lét borgarstjóri né hita- veitustjóri samt til sín heyra Að lokum var svo stofnað „Framfarafélag Hlíðarbúa“ með Sveini Benediktssyni og Rannveigu Þorsteinsdóttur — þeirri sem sagði allri fjár- plógsstarfsemi stríð á hendur — í stjóm. Siðan hefur ekki orðið vart við lífsmark. En við skulum vona að hún Rannveig láti „kné fylgja kviði“ þegar tækifæri gefst. Einn án hitaveitu Hov.’ard sagði: „Rósu?“ I tiu mínútur stóð hann og hlustaði á lýsingar á fjöl- skyldu konunnar. Rósa litla var tíu ára, bróðurdóttir kon- unnar, en bróðirinn var í Englandi. Monsieur hlaut að hafa hit.t bróður liennar Tenois hét hann, Henri Tenois. Hann var búsettm- í London yfirþjónn á Hótel Dickens við Russell torg. Hann var ekkjumaði.r og herbergisþernan hafði tekið Róru litlu að sér. Og þantug hélt hún áfram langa hríð. Howard varð að beita mi'killi lagni til að koma henni út áður en kaffið var orðið i:alt. Klukkustundu síðar gekk hann út á götuna, þveginn og rakaður með Ronna litla sér við hlið. Drengurinn var með alpnhúfu, í háleistum og yfirfrakka og var mjög franskur á að líta; en Howard gat ekki verið annað en Englendingur í gömlu tweedfötunum sínum. I tíu mínútur leyfði hann drengnum að virða fyrir sér fallbyssurnar, skriðdrekana og flutningavagnana. Síðan héldu þeir áfram inn á braUtarstöðina. 1 hálfa klukkustund leituðu þeir að farangrinum á stöðvarpallinum, þar sem enn hímdu þreytulegir hermenn, en þeir sáu hvorki tangur né tetur af horfnu töskunni. Og þreyttir og úrvinda brautarverðimir gátu enga aðstoð gefið. Loks neyddist Howard til að gefast upp; það var hægara að kaupa það sem börnin vanhagaði mest um. 'í'mislegt verra en missir ferðatösku gat komið fyrir hjartveikan mann á stríðstímum. Þeir fóru út af stöðinni og gengu inn í miðbæinn til þess að kaupa náttföt handa börnunum. Þeir keyptu eitthvert rautt góðgæti handa Sheilu og þeir keyptu stóra græna myndabók, sem hét Fíllinn Babar. Síðan snem þeir heim- leiðis aftur. Brátt sagði Ronni. „Þarna er enskur bíll, monsieur. Hvaða tegund er þetta?“ Gamli maðurinn sagði: „Það get ég sennilega ekki sagt þér“. En hann skimaði yfir götuna. Þar stóð opinn bíll, daufgrænn að lit, allur i aurslettum. Hann hafði bersýnilega ekki verið þveginn vikum saman, í kringum hann voru nokkr- ir menn önnum kafnir við að fýlla hann bensíni, olíu og vatni. Einn þeirra var að dæla lofti í hjólbarða. Einn mannanna kom gamla manninum kunnuglega fyrir sjónir. Hann nam staðar og starði yfir götuna og reyndi að rifja upp fyrir sér, hvar hann hefði hitt þennan mann. Svo mundi hann eftir því; hann hafði hitt hann í klúbbnum fyrir á- að gizka hálfu ári. Maðurinn hét Roger Dic’kinson og starfaði við eitthvert dagblað — Morning Record. Hann. var í allgóðu áliti innan sinnar stéttar. Howard gekk yfir götuna til hans og leiddi Ronna sér við hlið. „Góðan daginn“, sagði hann. „Er þetta ekki Roger Dickinson ?“ Maðurinn sneri sér snöggt við með tuskuna í hendinni; hann hafði verið að þurrka vindhlífina. Það birti yfir svip hans. „Jú ég man eftir yður“, sagði hann. „1 kiúbbnum ....“ „Howard heiti ég“. „Já, ég man það“. Maðurinn starði á hann. „Hvað eruð þér að gera núna?“ Gamli maðurinn sagði: „Ég er á leið til Parísar em verð að doka hér við í nokkra daga“. Hann sagði Dickinson allt Um SheilU. Blaðamaðurinn sagði: „Þér ættuð að forða yður sem fyrst.“ „Af hverju segið þér það?“ Blaðamaðurinn starði á hann og vatt óhreina tuskuna milli handanna. „Jú, Þjóðverjamir eru komnir yfir Marne“. Gamli maðurinn einblíndi á hann. „Og nú koma ftalirnir að sunnan“. Hann skildi ekki vel hvað fólst í síðari setningunni. „Yfir Marne ?“ sagði hann. „Það er afleitt. Mjög slæmt, En hvað gera Frakkar?“ „Þeir eiga fótum fjör að launa“, sagði Dickinson. Það varð andarta'ks þögn. „Hvað sögðuð þér um Itali ?“ „Þeir hafa sagt Frökkum stríð á hendur. Vissuð þér það ekki ?“ Gamli maðurinn hristi höfuðið. „Engimn hefur sagt mér það“. ‘ „Það gerðist í gær. Frakkar eru ef til vill ekki búnir að tilkynna það, en það er satt samt sem áður“, Dálítið bensín rann út úr fullum geyminum og niður á götuna; einn mannanna fjarlægði slönguna og skrúfaði hett- una á geyminn. „Þá er það komið“, sagði hann. við Dickin- son. , Ég þarf að skreppa frá andartak og svo veitir okkur ekki af að slá í“. Dickinson sneri sér að Howard. „Þér verðið að Ikomast héðan“, sagði hann. „Hið bráðasta. Yður er borgið ef þér getið komizt til Parísar í kvöld — ég geri að minnsta kostl ráð fyrir því. Það fara enn bátar frá St. Malo“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.