Þjóðviljinn - 08.02.1953, Síða 3

Þjóðviljinn - 08.02.1953, Síða 3
Sunnudagur 8. febrúar 1953 — ÞJÓÐVILJINN —■ (3 HÆKKUN ELULAUNA og ÖRORKUBÓTA Samkvæmt fiiílögmn lénasar Árnasonar átti ríkið aS endnrgreiða Tryggingar- stofrmninni bætnr með 2. og 3. baraimaima meS ylir SÖ þús. kr. árstekjur Nýlega var birt nefndarálit Jónasar Árnasonar um frum- varpið um almannatryggingarn- ar og skal nú nánar skýrt frá breytingartillögum hans. 3. gr. frumvarpsins fjallar um fjölskyldubæturnar sem unnust í verkfallinu. Lagði Jón- as til að aftan við þá grein bættist: „liætur samkvæmt þessar, grein skulu tjl ársloka 1954 vera háðar þeim takmcrkun- um, að hreinar árstekjur hlutaðeiganda að' viðbættum bótum fari ekki fram úr 50000 kr. miðað \ið vísitölu 155. Til sama tíma skulu grunn- upphæðjr elli- og örorkulíf- eyris samkv. 15. gr. laganna sbr. 5. gr. þessara laga, liækka í 4400 kr. á 1. verð- lagssvæði og 3300 kr. á 2. verðlagssvæði fyrir einstakl- inga og tilsvarandi fyrir hjón. Aðaldai Húsavík. Frá fréttaritara Þjóðviijans. Misiingar hafa gengið í Aðal- dalnum frá því rétt fyrir jól- in. Hafa þeir verið á 6 eða 7 heimilum. Aðeins eitt mislinga- tilfelli er vitað um hér í Húsa- vík. Veikin hefur verið fremur væg. Mjólkurfræðingas; Aðalfundur Mjólkurfræðinga- félags Islands var haldinn 31. jan. s. 1. Á fundinum voru til- kynnt úrslit stjórnarkosningar, sem fram hafði farið skriflega samkv. félagslögum. Stjórn fé- lagsins er nú þannig skipuð: Formaður: Sveinn Ellertsson, ritari: Grétar Símonarson, gjaldkeri: Sigurður Runólfsson. Varastjórn skiþa: Árni Waag, Preben Sigurðsson og Erlendur Þórðarson. Sigurður Ámason endurkosinn íormaður Verkalýðsíélags Hveragerðis Verkalýðsfélag Hveragerðis hélt aðalfund sinn sunnudaginn 18. janúar s. 1. Stjórn félagsins var öll endurkosin og skipa hana: Sig- urður Árnason, formaður, Eggert Engilbertsson, varaform., Bergþór Bergþórsson, ritari, Unnar Bene- diktsson, gjaldken, Sumarliði Sveinsson, Ólafur Gúðmundsspn og Sigurður Einarsson. méðstjórn endur. - Nú reynist hækkun fjöl-’ skyldubóta, mæðralauna og elli- og örorkulífeyris sam- kvæmt þessari grein nema meiru en 14 millj. kr. á ári miðað við vísitölu 155, og skal þá ríkissjóður endur- greiða Tryggingastofnun rík isins það, sem umfrain er“. Ríkisstjórnin hélt því frarn að það væri brot á samningun- um við verkalýðsfélögin ef all- ir hátekjumenn landsins fengju ekki fjölskyldubæturnar með 2. og 3. barni. Jónas bar því fram þessa breytingartillögu um á- kvæði til bráðabirgða: „Á meðan samnsngar þeir um kaup og kjör ýmissa verklýðsféíaga, sem gérðir voru 19. des. s.l. eru í gilöi, skulu fjölskyldubætur sam- kvæmt reglum 3. gr. einnig greiddir þeim, er hafa yfir 50 þús. kr. hreinar tekjur, enda greiði ríkissj. Trygg- ingastofnun ríkisins upphæð þá, er t:I þess þarf.“ Stjórnarliðið felldi allar þess- ar tillögur eins og áður er frá sagt. Fundur urn síldarrann- séfonir í sumar Ární Friðriksson fiskifræðing- ur er farinn utan til að sitja fund norrænu síldarnefndarinn- ar, sem hófst í Stokkhólmi í gær. Verða þar teknar ákvarð- aisir um síldarrannsóknir í sum- ar. Á fundinum í Kaupmanna- höfn s. 1. haust var, eins og frii var sagt á sínum tíma, á- kveðið að auka síldarrannsókn- imar á Nor'ður-Atlanzhafi og taka Bretar og Svíar einnig þátt í þeim rannsóknum í sum- ar, Bretar í Barentshafi, en Svía.r sunnan Færeyja. Rafmagnstruflun í gærkvöld. Kl. 11.07 í gærkvöld kom eitt- hvað það fyrir rafmagnið í Rvík, sem olli því að bærinn lá allur í kolamyrkri ofurlitla stund. Blað- ið spurði Rafveituna um orsökina, en hún vissi ekki hvað olli. Ný stjérn kosin í Sveinasambandi Aðalfundur Sveinasambands byggingamanna í Reykjavík var haldinn sunnudaginn 1. febrúar sl. Fráfarandi forseti, Þórður Þórð- arson, múrari flutti fundarmönn- um. skýrslu stjórnarinnar af starfi sambandsins á liðnu ári. Var skýrslan allýtarlegt yfirlit yfir starf, sambandsins, og sýndi að starfsemi sambandsins hafði verið með miklum blóma á árinu. Fráfarandi gjaldkeri, Sigfús Sigfússon, málari las upp reikn- inga sambandsins yfir síðastliðið Tryggvi Gíslason forseti Sveinasamb. byggingam.. Vilja fá veginn gerðan Fela þingmaimi sínum að fylgja vilja Hellissandi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Ungmennafélagið Reynir ræddi vegamálin á fundi 25. f.m. og samþykkti þar eftirfarandi: „Fundur haldinn í U.M.F. Reyni á Hellissandi-þ. 2. 1. 1953 samþykkir að skora. á hið háa Alþingi, fjárveitinganefnd Al- þingis og ríkisstjórn að leggja á yfirstandandi fjárhagsári fé til þcss, að lagður verði akfær vegur, á komandi sumri, þann þann hluta ieíðariunar fyrir Snæfelísjökul, sem enn er ekki fær bifreiðum.“ i sumar Samþykktina rökstyður fund- urinn með eftirfarandi grein- argerð: ,,Fyrir nokkrum árum voru hafnar framkvæmdir við yegar- lagningu suður fyrir Snæfells- jökul frá Hellissandi. í dag nær þessi vegur frá Hellissandi að eyðibýlinu Görðum í Beruvík. Frá Görpum er síðan ruddur veg- ur að Purkhólum upp af Lón- bjargi. Að sunnanverðu er akfær vegur að Drangahrauni. Kafli sá, sem ekki er akfær, mun vera 5—- 6 km. Vegarstæði á allri þessari leið er mjög gott, bæði auðunnið og mjög snjóiétt. Vegur þessa leið yrði því jafnan fær á vetrum. í þessu sambandi má benda á, að samgönguleið sú, sem bæði Hell- issandur og'Ólafsvík hafa á landi, yfir Fróðárheiði, hefur jafnan lokazt i fyrstu snjóum. Svo var eins í vetui-, þrátt fyrir mikla ný- lagningu þar á s. 1. sumri. Fróðár- heiði tepptist 18. janúar. s. 1. en þá gerði fyrstu snjóa vetrarins, sem nokkuð kvað að. Allar líkur benda því til þess, að leiðin yfir Fróðárheiði verði ■aldrei örugg að vetrarlagi, nema miklu verði kostað þar til snjó- moksturs. Hægt er að losna við þann kostnað og jafnframt tryggja örugga samgönguleið með því að leggja veg vestur fyiv ir Snæfellsjökul. Á Rifi, skammt frá Hellissandi, er ríkið að byggja landshöfn. Tal- ið er öruggt, að framkvæmdir verði þar niiklar á næsta sumri, svo og næstu árum. Að loknum áætluðum k íramkvæmdum ó sumri komandi er talið, að hafn- argerðin verði komin það langt, að útgerð geti hafizt þaðan á stærri bátum. Það liggur í augum uppi, að nauðsyn þess, að slíkur staður sem landshöfnin í Rifi komist í vegasamband við önnur héruð, er mikil, bæði vegna fram- kvæmda þar viðvíkjandi hafnar- gerðinni, flutningi ýmissa tækja, efnis o. s. frv., svo og vegna vænt- anlegrar útgerðar þaðan. Á Hellissandi komast engir stærri bátar né strandí'erðaskip að bryggju og er vegarleysið því tilfinnanlegra en ella og nauðsyn þess, að úr verði bætt, knýr enn fastar á. Leið sú, sem farin er milli Ólafs víkur og Hellissands er fyrir svo- kallað Ólafsvíkurenni. Jeppar og bifreiðar með tvöföldu drifi kom- ast’ þessa leið. Jafnan verður að sæta sjávarföllum, og er ekki hægt að komast fyrir Ennið fyrr en sjór er hálffallinn út. Þessi leið verður oft ófær á vetrum. Ef hægt er að segja að vegur yf- ir Fróðarárheiði sé samgöngubót fyrir Hellissand, þá er vegur fyrir Snæfellsjökul jafnframt sam- göngubót fyrir Ólafsvík. Svo sem áður er getið er rudd ur vegur frá Görðum í Beruvík að Purkhólum upp af Lónbjargi. Þessi vegur er allur ruddur af sjálfböðaliðum. Hér á Hellissandi liggja nú peningar að upphæð allt að kr. 10.000.00, sem einstaklingar hafa gefið til þessarar vegarlagn ingar. Os's finnst því, burt séð frá þeim rökum, sem áður ei'u talin, að þ,essi síðast nefndu atriði, sjálf- boðaliðavinnan og peningafram- lögin, geri kröfu okkar réttmæta og ríkissjóð siðferðilega skyldan að verða við henni. Þess má geta, að vegur sá að Görðum, sem áður er nefndur, er ao riokkru leyti unninn af sjálf- boðaliðum, og Slysavarnafélag ís- lands Jagði fram fjárhæð að upp- hæð 10 000.00 í þennan veg og með því skilyrði, að komið yrði á akfærum vegi fyrir Snæfellsjökul á því ári. Vegamálastjórnin gekk að því skilyrði, en hefur ein- hverra orsaka vegna ekki séð sér fært að uppfylla þetta skilyrði. Það atriði, að vér ekki óskum eftir fullgerðum akvegi, heldur aðeins að kafli sá, sem enn er ó- ruddur verði gerður akfær, veld- ur ef til vill gagnrýni. Vér viljum því benda á, að lagning fullkom- ins vegar þá leið, sem enn er eftir, mun taka nokkur ár, en aftur á móti mun ruðningur á fyrr nefnd- um kafla ekki taka nema nokkra daga með fullkomnum verkfær- um. Og með því að ryðja þennan kafla er brýnasta nauðsynin leyst. Og í trausti þess, að á komandi árum verði haldið áfram lagningu fullkomins akvegar á þessari leið, teljum vér þetta beztu lausnina, sem nú er framkvæmanleg.“ Þingmaðurirm komi vilja kjóseiidanna á framfæri. Fundur Reynis samþykkti ennfremur: „Fundur haldinn í U.M.F. Reyni á Hellissatidi þ. 25 jan. 1953 samþykkir að skora á þingrnann kjördæmisins að beita sér fyrir því, að lagður verði akfær vegur, á komandi sumri, þann hluta leiðarinnar fyrir Snæfellsjökul, sem enn er ekki fær bifreiðum. Jafnframí óskar fundurinn .þess, að þing maðurinn komi á framfæri við Alþingi, ríkisstjórn og fjárveit- inganefnd Alþingig áskorun þeirri, sem fundurinn hefur samþykkt til þeirra aðila.“, ár. Sýndu reikningarnir að fjár- hagurinn var góður og hafði batn- að töluvert á árinu. í stjórn Sveinasambandsins voru kösnir: Forseti: Tryggvi Gíslason, pípulagningamaður. Varaforseti: Svanþór Jónsson, múrari. Ritari: Lárus Bjarnfreðs- son, málari. Gjaldkeri: Einar Jóns son, múrari. Vararitari: Guðbjörn Ingvarsson, málari. Meðstjórn- andi: Guðmundur Gíslason, pípu- lagningamaður. Ennfremur eiga sæti í stjórn- inni: Matthías Jónsson, múrari, Stefán Einarsson, múrari, Oddur Geirsson, pípulagningam,. Sigurð- ur Einarsson, pípulagningamaður, Björn S. T. Olsen, málari, og Öl- afur Jónsson, málari. Á fundinum voru ennfi'emur rædd ýmis hagsmunamál iðnað- armanna og sýndu fundarmenn að þeír voru einhuga um að efla iðnaðinn í landinu og gera veg sambandsins sem mestan. Að lokum þakkaði Tryggvi Gíslason, forseti sambandsins, þeim Þórði Þórðarsyni, fráfar- andi forseta, og Sigfúsi Sigfússyni, fráfarandi gjáldkera, gott og ó- eigingjarnt starf í þágu samtak- anna á liðnum árum. En þeir ósk- uðu báðir eindregið eftir því að verða ekki í kjöri til sambahds- stjórnar, frá sínum félögum. Að fundi loknum sátu fráfar- andi og núverandi stjórnarmeð- limir sambandsins kaffiboð á Hó- tel Skjaldbreið, á vegum sam- bandsins. (Frá Sveinasambandinu). Fjölbreytt MlR- hefti Nýlega er komið út nýtt hefti af tímaritinu MÍR og er það 6. tölublað, 3. árgangs. Að vanda flytur ritið hina fjölbreytilegustu fræðslu um Ráðstjórnarríkin og auk þess kvæði og sögur eftir rússneska höfunda. Af efni þessa tölublaðs má nefna m. a. þýtt kvæði eftir Alexander Blok, eitthvert ágætasta ljóðskáld Rússa eftir daga þeirra Púskins og Lermöntovs, og grein um skáld ið. Þá er birt ræða Stalins á 19. flokksþingiftu: Hagsmunir Sovét- ríkja^na eru óaðskiljanlegir mál- efni friðarins. Grein er um nýju fimm árá áætlunina. Þá er í heft- inu grein um uppruna lífsins, eftir Alex Oparín. Á leið til komraún- ismans, nefnist ræða, sem Sverrir Kristjánsson flutti á 7. nóv. skemmtun MÍR. Auk þess er í heftinu grein eftir skákmeistar- ann Salo Flor um skákmenn í Sovétríkjunum, fréttir af félags- starfinu, framhaldssagan Kápan eftir Gogol o. m. fl. Margar mynd- ir prýða ritið, sem er hið vandað- asta að öllum frágangi. ar til atbugHiar Hannibal Valdimarsson spurð- ist fyrir um það einn síðasta dag þingskis hvað liði brezku tillögunum í landhelgismálin. Steingrímur Steinþórsson ,for- sætisráðherra svaraði, sagði til- lögurnar nú komnar og^-væru þær í athugun hjá ríjcisstjórn- inni.i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.