Þjóðviljinn - 08.02.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN----Sunnudagur 8. febrúar 1953
Leiðir mikilla skra
Nú þegar gengið er til kosn-
inga í Dagsbrún er rétt og
skylt að hugleiða Iwer hefur
vérið meginþátturinn í stefnu
og starfi Dagsbrúnar undir
stjórn sameiningarmanna á
undanförnum árum til þess að
undirbyggja og tryggja gildi
baráttunnar fyrir lífskjörum
okkar og atvinnu.
Þeir sem fylgzt hafa með á
göngu verkalýðssamtakanna
á undanförnum árum, á þeim
leiðum sem troðnar hafa verið
og marka dýpri og skýrari
spor en fyrr í skilning manna
á gildi breiðra samtalia, sjá
hvernig stefna sameiningar-
manna hefur meir og meir
beinzt að því að sameina allt
vinnandi fólk til samstilltrar
baráttu fyrir samræmdum
kröfum og kjörum. Undir for-
ustu Dagsbrúnar og fyrir at-
beina Dagsbrúnarstjórnarinn-
ar hefur hvað eftir annað tek-
izt að sameina að einu miklu
markmiði flest öll verkalýðs-
félög í Reykjavík og víðsveg-
ar um allt land, því mikla
markmiði að bæta Iífskjör
allra vinnandi manna í land-
inu, sameiginlega og ótvístr-
að.
Engum dylst nú lengur að
Tryggvi Emilsson,
þessi stefna sameiningar-
manna er rétt.
Við höfum unnið stóra sigra
og þeir lærdómar sem sam-
staða verkalýðsfélaganna
hefur fært okkur eru ekki síð-
ur mikilsverðir. Við vitum nú,
að atvinnurekendum mun
ekki framar takast að ein-
angra eitt og eitt félag í bar-
áttunni.
Við vitum að við getum með
ári hverju stigið stærri og
stærri spor til betri lífsaf-
komu og fyllri menningar því
lengra sem stefna sameining-
armanna nær út í raðir verka-
fólksins.
- Mikil verkefni bíða úrlausn-
ar svo ávinningur samtaka
okkar verði meir og meir gild-
andi í þjóðlífinu.
Við verðum í krafti samtak-
anna að vinna þann rétt hverj-
um manni til handa að vinna
án ótta við komu atvinnu-
lausra daga. Okkur ber að
vinna þann rétt, svo hann
verði aldrei tekinn frá okkur
framar. Dagsbrún, undir
stjórn sameiningarmanna,
mun aldrei missa sjónar á
þeim samtaka árangri, sem
unnizt hefur með samstöðu
verkalýðsfélaganna sem rétt-
Framhald á 11. síðu
SKÁK
Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson
Guðmundui: Pálmason sigrar á skákmóii stúdenta
Fregnin um sigur Guðmundar
Pálmasonar á skákmóti stúdenta
í Uppsölum vakti talsverða athygli
hér heima, enda er hvorttveggja
að Guðmundur var einhver hinn
efnilegasti í hópi ungra skák-
manna og orðinn einn bezti skák-
maður okkar þegar hann sigldi ut-
an til frekara náms, og að lítið
hefur af taflmennsku hans frétzt
síðan.
Að. sögn Guðmundar sjálfs var
mótið eklci nema í meðallagi' öfl-
ugteOg vfLC-sPjörn. Jiaggqvisb kunn-
astur þátttakenda, en hann er
fyrsti drengjaheimsmeistarinn. —
Hann vann sigur á drengjamót-
inu í Birmingham 1950, en þar
hlaut Friðrik Ólafsson fjórðu verð-
laun.
Þeir Björn og Guðmundur tóku
forustuna þegar i upphafi og fór
svo fyrstu fimm umferðirnar, að
báðir unntt hverja skák, en þá
varð Björn að hætta. Eftir það
var keppnin aldrei tvísýn, því að
Guðmundur var alltaf 1-2 vinn.
fyrir ofan næsta mann,
Þetta var fyrsta skákmót sinn-
ar tegundar í Svíþjóð. Uppsaia-
stúdentar áttu frumkvæðið að því,
enda munu þeir vera einna mestir
áhugamenn um skák meðal
sænskra stúdenta. Folke Rogard
kom í heimsókn á lokahátíð móts-
ins og afhenti verðlaun.
Híýtur rétt til þátttöku í heims-
meistarakeppni stúdenta en
getur sennilega ekki neytt hans
Mót þetta var eíns konar und-
irbúningur undir annað meira:
heimsmeistarakeppni stúdenta, er
fram á að fara í Briissel dagana
5.-15. marz n.k. Rússinn Spasskij
-óg Hollendingurinn Donner hafa
*verið neýndir meðal væntaniegra
þátttakenda. Frá Svíþjóð hefur
Lungqvist tilkynnt þátttöku sína,
en hann hlaut önnur verðlaun á
mótinu í Uppsölum, tveimur vinn-
ingum neðar en Guðmundur. Einn-
ig er búizt við að Björn Hággqvist
taki þátt. Hins vegar eru litlar
hkur á að Guðmundur geti farið,
bæði vegna þess að hann er all-
bundinn við nám- sitt, en einnig
sökum kostnaðar, því að Belgir
bjóða að Vísu ókeypis dvöl með-
an á mótinu stendur, en ferðirnar
verða þátttakendur að kosta sjálf-
ir.
Skák og tafllok
frá mótinu.
Þótt Guðmundur láti ekki mikið
af skákstyrkleik manna á þessu
móti býst ég við að ýmsum leiki
hugur á að sjá þaðan skák og
hér kemur þá ein heil og lok ann-
arrar. Skýringarnar eru að mestu
eftir Guðmund sjálfan.
Drötthiiigáfbfagð ........ J
"G! P.1 — M.'' Piscatöu ■
1 d2—d4 d7—d5
2 c2—c4 e7—e6
3 Rbl—c3 c7—c5
4 c4xd5 e6xd5
5 Rgl—f3 Rb8—^c6
6 g2—gS c5—-c4
Þetta er kalláð sænska afbrigð-
ið í vörn Tarrascliar gegn drottn-
ingarbragði, því að frægustu meist-
aran- Svianna hafa beitt því á al-
þjóðamótum, með allgóðum ár-
angri á stundum.
7 Bfl—g2
Ef trúa má skákfræðinni er e2—e4
bezti leikur hvits hér, en staðan
sem þá kemur upp er ekki við
hvers manns hæfi.
7 ---- Bf8—b4
8 0—0 Rg8—e7
9 Rf3—e5 Rc6xe5
Betra var sennilega að hróka.
10 d4xe5 Bc8—e6?
Nauðsynlegt var að leika Bxc3, 11
bxc3, þó að biskupapar hvíts verði
sterkt og hann þrýsti óþægilega
á d-peðið.
11 Ddl—a.4t Re7—c6
12 Rc3xd5! Dd8—a5
Ef Bxd5, þá Hdl osfi-v.
13 Da4xa5 Bb4xa5
14 Rd5—f4 Rc6xe5
15 Rf4xe6 f7xe6
16 Bg2xb7 Ha8—b8
17 Bb7—e4 0—0
18 Bcl—f4 Ba5—c7
19 Hal—bl Hf8—Í7
20 Be4—g2 h7—h6
21 Bg2—h3 Hf7—f6
22 Hfl-cl
Svartur fær ekki varið öll sín
tvístruðu peð.
22 ----- Hb8—f8
23 Bf4—e3! v
Hótar f4 og Hxc4.
23 ----- g7—g5
24 Be3xa7 Hf8—a8 : v
25 Ba7—d4 Ha8xa2
26 Hclxc4 Re5xc4
27 Bd4xf6 Kg8—f7
28 Bf6—d4 e6—e5
29 Bd4—c3 Bc7—b6
39 Bh3—g2 Kf7—e6
31 Bg2—e4 Bb6—d4
32 Bb4—h7! Bd4xc3
Eða Kf7 33 Bxd4 exd4 34 Bd3
Rxb2? 35 Bc2 og hótar Bb3.
33 Bh7—g8t Ke6—d6
34 b2xc3 Kd6—c5
35 Bg8xc4 Kc5xc4
36 Hbl—b4t!
Guðinund.ur velur snotrustu vinn-
ingsleiðina, kóngur svarts og
hrókur lokast úti og hann á sér
enga von um björgun.
36 -—-v — Kc4xc3
37 Hb4—e4 Ha2—a5
38 h'2—h4 g5xh4
39 He4xh4 Kc3—d2
40 Hh4—e4 Ha5—c5
41 Kgl—g2 Hc5—a5
42 f2—f3 Ha5—c5
43 g3—g4 og svartyr gafst upp
þegar hvítur var búinn að sækja
h-peðið með kóngi sínum.
Guðm. Pálmason.
ABCDEFGH
Ljungqvist.
TAFLLOKIN eru frá skák Guð-
mundar við Ljungqvist. Guðmund-
ur teflír svörtu. Þótt hvítur eigi
peði minna en svartur virðist
hann eiga góða von um jafntefli,
þvi að svarti kóngurinn þarf að
hafa gætur á hvita frípeðinu.
Hvítur á leik, hann á um 7
kónlgsleiki að velja, 4 leiða til
jafnteflis en 3 til taps! Ljungqvist
vaidi einn hinna síðari og fram-
haldið varð svo: 1. Ka3? c3 2.
Ka2 Kb5 3. Ka3 Kc4! 4. e6 c2 5.
Kb2 Kd3 6. e7 a3f 7. Kb3 (Kcl, a2)
clD 8. e8D Db2f 9. Iía4 a2 og
vinnur.
Æskulýðshöll — eða hvað?
I GÆR og fyrradag mátti sjá
fólk reka upp stór augu af
nokkuð óvenjulegri ástæðu.
Það var semsé orðið stað-
reynd, að" Þjóðviljinn hafði
stækkað upp í tólf síður.
Reyndar vissu fjölmargir, að
þetta stóð til, og að gert var
mikið átak og markið sett
hátt. Fáir hafa þó líklega bú-
izt við því,' að árangur söfn-
unarinnar yrði jafn giæsi-
legur og hann varð — að upp-
hæðin yrði 41 þús. krónum
hærri en markið var uppbaf-
lega. Svipuðu máli gegnir um
það, að menn trúðu því varla,
að Þjóðviljinn myndi auka
síðufjölda sinn, -— fyrr en
þeir fengu blaðið í hendurnar
í sínum nýja búningi, og stað-
reyndirnar töluðu sínu máli.
Enda má með sanni segja, að
hér hafi almenningur sýnt
betur en oft áður, hvers sam-
tök hans eru megnug, ef
einn vilji og margar hendur
lyfta steininum.
★
E. segir: „Ég var nýlega að
lesa í einhverju blaði, að viss
gatnamót í bænum væru
hættuleg varðandi umferða-
slys, einkum fyrir börn og
unglinga að leik. Gott er til
þess að vita, að hið opinbera
skuli hafa vilja til að koma
í veg fyrir slíkt og bæta úr
þeim ágöllum skipulags og
mannvirkja, sem beinlínis eru
hættuleg. En víða er pottur
brotinn, og vildi ég mega
benda á, að einnig innanhúss
geta verið hættulegir staoir
fvrir óvita.
Ég sá ljóta sjón um daginn. í
húsi því við Austurstræti, sem
m.a. er Verzlunin Ragnar H.
Blöndal (númerið man ég
ekki), liggur stiginn allt upp
á efstu hæð þannig, að auð-
sjáanlega hefúr verið svo ráð
fyrir gert upphaflega að setja'
lyftu í húsið. Þáð er opið gap
ofan frá efsta stigapalli hiður
á neðstu hæð. Nýlega átti ég
erindi upp á skrifstofu, sem
er á efstu hæð hússins. Og
er ekki að orðlengja það,.
að þegar ég kem upp úr efsta
stiganum sé ég hvar tvær'
litlar telpur eru að príla uppi
á handriðinu, önnur liggjandi
klofvega að renna sér niður.
Hvað hefði þarna getað gerzt?
• Hefði mikið þurft til þess að
-stúlkan missti jafnvægið og
félli niður á steingólfið fyrir
neðan? Ég spyr: Hvar er
komið ábyrgð þeirra manna,
sem láta annað eins viðgang-
ast á almannafæri ? Er til of
mikils mælzt, að eigendur eða
umsjónarmenn viðkomandi
húss láti strengja vírnet með-
fram stiganum til þess áð
koma í veg fyrir hugsanlegt
slys?“
Þannig fórust E. orð, og hef-
ur vissulega lög að mæla.
★
PILTUR utan af landi, semi
slælega fylgist með í skipu-
lagsmálum Reykjavíkurbæjar
staðnæmdist eitt kvöldið fyr-
ir framan hús eitt í smíðum
við Aðalstræti og mælti hug-
fanginn:
„Þetta hlýtur að vera æsku-
lýðshöllin, sem nú kvað eiga.
áð fara að reisa?“
„Því heldurðu það?“ spurðí
einhver.
„Nú, þetta er í þeim bæjar-
hluta, sem æskan sækir mest..
Og svo er hér hin foma vagga.
Reykjavíkur, þar sem Skúli
fógeti grundvallaði höfuðborg-
ina með stofnun innrétting-
anna“.
„Mikið rétt. En það vill nú
svo til, að þetta er ekki æsku-
lýðshöll, vinur minn, heldur
væntanleg skrifstofubygging:
Moggans", hljóðaði svarið.
★
MUNIÐ, að Bæjarpósturinn er
véttvangur ýkkar: 'tiT þess að .
láta gkoðanif‘J,í “Ijós' um um-
ræðuefni dagsjns. Hafið sam-
band við liann gegnum símann.
eða sendið honum línu. Utaná-
skriftin er: Skólavörðustíg 19,
Rvík.
Kstra-siégit oit...
I rógsherferð sinni á Verka-
mannafélagið Dagsbrún og
stjórn þess hafa sem kunnugt
er þeir AB-menn flaggáð með
nöfnum nokkurra verkamanna
ásamt ljósmynd. Er þetta s.iá-
anlega til þess gert að óhróð-
urinn líti sennilegar út, því
það vita þeir AB-menn sjálfir
að langt er síðan að blað þeirra
hætti að verp góð og gild heim-
ild í augum verkamanna.
Það sem þetta ómerkilega
blað hefur einkum viljað telja
verkamönnum trú um og end-
urtekið í sii'ellu fyrir munn
Péturs og Páls er sú staðhæf-
ing að Dagsbrúnarstjórn haldi
á aukaskrá með takmörkuðum.
réttindum fjölda verkamanna,
sem að félagslögum eigi rétt á
að vera fullgildir félagsmenn
með kosningarétti og kjör-
gengi.
Manni verður á að spyrja:
Hverju sætir það að verka-
menn, sem beittir eru slíkum
órétti ár eftir ár, hafa ekki
gert kröfu til þessa réttar síns?
Hvað kemur til að Alþýðu-
blaðið, sem haft hefur uppi á
verkamönnum, til að segja
þessa raunasögu hver á eftir
öðrum af fjölda manns, skuli
ekki birta viðtal við verka-
menn, er sjálfir hafa orðið
fyrir barðinu á Dagsbrúnar-
stjórninni á þennan hátt eða
birta eftir þá gr'einar með
mynd af höfundi? — Þetta
virðist vera miklu beinni og
áuðveldari leið til að ná sér
niðri á Dagsbrúnarstjórninni í
almenningsálitinu.
En hvers vegna er þetta þá
ekki gert?
Vegna þess, að Dagsbrúnar-
stjórnin befur aldrei synjað
neinum manni um rétt þann
er hann hefur átt að félagslög-
um. Sagan um þetta er upp-
spuni frá rótum til að blekkja
verkamenn til fylgis við óvini
sína og fá þá til að svíkja
sjálfa sig. Alþýðublaðið fylgir
nefnilega trúlega boðorði
þeirra Hitlers og Göbbels:
Bara að endurtaka sömu lyg-
ina nógu oft svo menn fari að
trúa henni!! Friður þeirra
lærifeðra sé með því. XX.