Þjóðviljinn - 08.02.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 08.02.1953, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. febrúar 1953 Sumardragt eSa vetrarkfólí? Búningur, sem er saumaður,, úr ullarefni og með sniði eins og sýnt er á myndinni, er svo þægilegur allt árið, að varla verður úr því skorið hvort hann eigi að kallast sumardragt eða vetrarkjóll. Pilsið er vítt og í mörgum stykkjum og breitt, áfast belti í mittið. Bólerójakkinn er með mjúkum bogalínum og bonum má hafa alls konar blússur eftir veðri og hent- ugleikum. Er þetta ekki snotur sparibúningur á veturna og indæll göngubúningur á sumr- iei? Kjóllinn á myndinni er saumaður úr gulbrúnu efni, en hægt er að velja hvaða lit sem er, að ekki sé minnzt á svart, sem væri sérlega fallegt í þennan búning. Ef leifar eru effir af hangikjöf- inu eru hér uppskriffir !Ef einhverjar leifar verða eftir af hangikjÖtinu í dag, þá geta þessar uppskriftir kannski komið að gagni. 1) I jafningi: 1 kg af hráum kartöflum eru burstaðar vel og skafnar eða flysjaðar. Skorn- ar í sneiðar og raðað í eld- traust mót í lögum til skiptis við smátt skorið hangikjöt. Mjólk- urjafningi hellt á, svo að fljóti h. u.b. yfir. Bakað í 30-45 mía, í um 200 stiga heitum ofni, eða þangað til kartöflurnar sem upp úr standa og mjólkur- skánin byrja að brúnast. 1 stað- inn fyrir hráar kartöflur ihá nota soðnar - og þarf búðingur- inn þá,^kei»rnri,,bakstur,-Sam- an við jafninginn má láta leif- ar af soðnu grænmeti, s.s. ert- um eða gulrótum. 2) I eggjaköku. Hangikjöts- leifar og grænar ertur er einnig mjög gott í eggjaköku. Eggja- rauður eru þeyttar með örlitlu salti og 1 msk. af vatni í rauð- una. Smjörlíki brætt á pönnu. Hvítumar stífþejdtar. Rauðu- jafningnum blandað varlega í hvíturnar og hellt á pönnuna. Stungið með gaffli og þegar kakan byrjar að hlaupa sam- an vi'ð botninn er smátt brytj- uðu hangikjöti stráð út á. Haft við mjög hægan hita og stung- ið með gaffli öðru hverju. Gott er að hafa hlemm yfir, þ\n að þá er ekkj nauðsynlegt að snúa kökunni við og baka báðum megin. 3) 1 supuí Smátt brytjað hangikjöt má einnig nýta í ertusúpur og kartöflusúpur. Maturinn morgun Græn ertusúpa. Soðinn nýr fiskur, hrogn, lifur og kartöfiur. [Súpan: Munið i dag að leggja 1 bolla af grænum þurrkuðum , ertum í bleyti i % 1 af volgu I vatni. Út í það er svo óhætt i að láta 1 1 af hangikjötssoði, ef I það er gott, annars verður að fara eftir bragðinu. Einn lauk- i ur er skorinn í þunnar sneið- i ar og soðið með þangað til ert- 1 urnar eru meyrar. Marið gegn-, 1 um vírsigti. Guirófuteningar eða, 1 gulrótasneiðar er látið út í ogi 1 soðið í 5-10 mín. Ef súpan þyk- 1 ir of þunn, má jafna hana með hveitijafningi. Gott er að1 ; borða glóðað hveitibrauð með . súpunni. i Á mánudaginn eru keypt hrogn I til briðjudagsins Iíka og öll l sóðin fyrri daginn. Þau heil- ( llegustu eru tekin frá til að 1 steikja á þriðjudag. Ef köld * géymsla er á heimilinu, má * geyma sporð af stórum glas-1 nýjum fiski frá mánudegi r.il miðvikudags/ en þá eiga að [ vera þorskrúliur. . 4) í brauðsamlokur: Hveiti- brauðssneiðar eru smurðar og yfir smjörið látið þunnt lag af mayonnais, þunnum hangikjöts- sneiðum eða söxuðu hangikjöti ra'ðað á og annarri smiaðri sneið hvolft yfir. Skorið á ská í tvennt eða fernt. Ágætt í nesti. Saman við mayonnrús má einnig hafa hangikjöt í salat með grænmeti, s.s. gr. ertum, hráum eða soðnum gulrótum, súru, (asíum, agúrkum) og makkaroni til drýginda. Baímagnstakmörknnin Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel- arnir, Grímsstaðaholtið með flug- vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með örfirisey, Kaplaskjól og Seitjarn- Á morgun (mánud.) kl. 10,45-12,30 Hafnarfjörður og nágrenni. — Reykjanes. Og, ef þörf krefur: Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðar- árholtið, Túnin, Teigarnlr. íbúðar- hverfi vlð Laugarncsveg aðKIepþs- vegi og svæðið þar norðaustur al. Eför hádegl (kl. 18,15-19,15) Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabrautar og Aðalsfrætis, Tjarnargötu og Bjarkargötu að vestan og -Hringbraut að sunnan. ir.J Nevil Shute: Hljóðpípusmiðurinn 33. menningsvélar með bognum vængjum, dökk- grænar að lit. Vélarnar til hægri og vinstri létu skothríðina ganga á strætisvagninum. Nokkr- ar kúlur þutu yfi'r Howard og bömin og komu niður í grasið skammt frá þeim. Andartak sá Howard manninn sem skaut. Það var ungur maður, rétt um tvítugt, greind- arlegur og sólbrenndhr. Hann var með gula húfu og hann hló um leið og hann hleypti af. ' Og tvær fremri vélarnar voru nú komnar fram- hjá þeim og aftasta vélin var komin að þeim. Þegar gamli maðurinn leit upp, sá hann sprengjurnar hanga undir vængjunum. Hann bjóst við, að þær féllu þá og þegar. Þær féllu ekki. Vélin fór framhjá þeim. Hann horfði á hana fjarlægjast gagntekinn feginleik. Hann sá sprengjurnar falla á veginn þrjúhundruð metrum ofar. Hann sá vagnhjól þeytast upp í loftið og falla niður á akur. Og sami dansinn hófst á ný, aftasta vclin og vélin til vinstri skiptu um stað. Þær hurfuri fjarska; skömmu siðar heyrði Howard nýjar sprengjudrunur. Hann sleppti tökum á börnunum og settist upp. Ronni var rjóður og æstur. „Voru þær ekki nálægt“, sagði hann. ,,Ég sá þær vel. Sástu þær ekki vel, Sheila? Heyrðurðu þegar þeir skutu úr byssunum ?“ Hann var ailur í uppnámi. Sheila lét sig þetta engu skipta. Hún sagði: ,,Má ég fá app- elsínu ?“ Howard sagði hægt og næstum, yélrænt: ,,Nei, þú ert búin að borða svo mikið. Ljúktu við mjólkina þina“. Hann sneri sér að Rósu og sá að hún var gráti nær. Hami reis á fætur og gekk til hennar. „Meiddirðu þig nokkuð?“ spurði hann á frönsku. Hún hristi höfuðið. „Vertu þá ekki að gráta“, sagði hann vin- gjarnlega. „Komdu og drekktu mjólkina þína. Þú hefur gott af því“. Hún leit á hann. „Koma þær aftur? Eg er hrædd við hávaðann í þeim“. Hann klappaði henni á öxlina. „Vertu ró- leg“, sagði hann dálítið skjálfraddaður. „Há- vaðinn gerir þér ekkert mein. Ég býst ekki við að þær komi aftur“. Hann hellti mjólk í bolla og rétti henni hann. „Fáðu þér að drekka". ' Ronni sagði: „Ég var ekkert hræddur, var það ?“ Sheila bergmálaði: „Ég var ekkert hrædd, var það?“ Gamli maðurina sagði þolinmóðlega: „Eng- inn var hræddur. Rósu geðjast illa að þessum hávaða, en það er allt annað að vera hræddur". Hann leit yfir að fólkinu við strætisvagninn. Eitthvað hafði gerzt þar; hann varð að athuga það nánar. „Þið megið fá appelsínu", sagði hann. „Hvert ykkar ná fá þriðjung._ Viltu skræla hana, Rósa?“ „Já, monsieur". . Börnin voru himinlifandi yfir væntanlegum bita. Hann skildi við þau og gekk að vagn- inum. Þar var hávaði og fyrirgangur; flestar konumar voru grá.tandi af ótta og gremju. En honum til undrunar var enginn særður nema gömul kona sem misst hafði tvo fingur vinstri handar. Þrjár konur, sem vanar voru hjálþ í viðlögum, voru að gera að sárum henn- ar. Enginn hafði beðið bana. Hægra megin höfðu otal kúlur hitt vagninn að aftanverðu; visistra megin höfðu kúlurnar lent í fram- hjólunum og vélarhúsinu. Og farþegamir sem leitað höfðu skjóls inni í vagninum og við dymar höfðu sloppið ómeiddir. Jafnvel fólkið í litla bílnum hafði sloppið við meiðsli, en ein kona, sem verið hafði í hestvagninum hafði fengið skot í mjöðmina. Hesturinn lá í dauða-. teygjunum á veginum. Howapd gat ekki gert neitt særðu konunum til hjálpar. Hann tók eftir hóp þungbúinna manna sem stóðu kringum ökumanninn; þeir horfðu á vélina daprir á svip. Gamli maðurinn gekk til þeirra; hanm hafði lítið vit á vélum, en jafnvel honum var ljóst, að eitthvað var í ólagi. Stór vatnspollur hafði safmazt undir vélinni; vatn rann enn út um göt á geym- inum. Einn mannanna sneri sór undan og spýtti. „Hann fer ekki lengra“, sagði hann stuttara- lega. Howard var studarkorn að átta sig á þess- um orðum^ „Hvað er hægt að gera?“ spurði hann ekumanninn. „Kemur annar strætis- vaga?“ „Ekki nema þeir finni einhvern brjálæðing til að aka honum“. Það var örlítil þögn. Síðan sagði ekillinn: „Allir verða að halda áfram fótgangandi". Brátt rann það upp fyrir Howard að mað- urinn hafði ekki sagt annað en sannleikann. Klukkan var fjögur að degi til og það voru tuttugu og fimm kílómetrar til Montargis, styttri leið en til Joigny. Þau höfðu ekið fram- hjá tveim þorpum á leiðinni frá Joigny; ef- laust áttu þau eftir að fara framhjá einu eða tveimur í viðbót, áður en þau kæmu til Mont- argis. En það voru litlar líkur til þess að stræt- isvagnar færu þaðan og enn minni likur til að hægt yrði að fá gistingu. Þetta leit ekki vel út, eci ekki var á öðru völ. Hann og börnin yrðu að ganga, sennilega alla leið til Montargis. Hann fór inn í illa leikinn vagninn og sótti dótið þeirra, tvær skjalatöskur, litla ferðatösku og nestispinklana sem eftir voru. Hann gat ekki borið þetta allt langa leið nema börnin gætu hiálpað honum; hann vissi að lítið gagn yrði í þeirri hjálp til lengdar. Sheila gæti ekk- ert bori.ð; það þyrfti jafnvel að bera hana mik- inn hluta leiðarimiar. Ronni og Rósa yrðu að vera létt á sér ef þau ættu að ganga tuttugu og fimm kílómetra. — Hann bar farangurinn til barnanna og lagði ■hanii fra sér -á grasið.- Það var- nauðsynlegt að skilja ferðatöskutia eftir; hann setti í hana allt það sem þau áttu hægast að vera án og skildi hana eftir í strætisvagninum í þeirri veiku von, að einhvern tíma.yrði hægt að ná í hana aftur. Þá voru eftir tvær úttroðnar skjalatöskur og nestispakkarnir. Þetta gat hann borið sjálfur. „Við þurfum að ganga til Montargis", sagði hann við bömin. „Strætisvagninn fer ekki lengra" „Af liverju ekki?“ spurði Ronni. / „Vélin er eitthvað biluð“. „Má ég fara og sjá?“ Howard sagði einbeittur: „Ekki núna. Við verðum að koma okkur af stað. Hann snerí sér að Rósu. „Ég veit að þér finnst betra að ganga en sitja í strætisvagninum“. Hún sa.gði: „Mér var svo illt“. „Það var svo heitt. Líður þér ekki betur núna?“ Hún brosti. „Jú, monsiettr". . Þau gengu af stað í áttina til Montargis. Það var farið að kólna í veðri, það var ekki orðið kalt, en það var bærilegt- gönguveður. Þau fóm ihægt og létu Sheilu ráða ferðinni. Gamli maðurinn rölti þolinmóður áfram. Það var til- gangslaust að reka á eftir börnunum; þau áttu eftir að gangaJanga leið og hann varð að taka tillit til getu þeirra. Brátt komu þau að staðnum þar sem sprengj- umar höfðu fallið. Tveir stórir gígar vo'ru á veginum og þrír enn á milli trjánna. Þaraa hafði verið ein- hvers konar yagn. Hópur af fólki yar að bjástra öðrum megin á veginum; of seint.datt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.