Þjóðviljinn - 13.02.1953, Side 10

Þjóðviljinn - 13.02.1953, Side 10
'ÍO) — ÞJÓÖVIL'JINN — Föstuíiagur ÍS. íebrúar 1953 IhaldiS kom / veg fyrir mj&lk■ urgiafir í bárcimkotmUm ^ Aðfaranótt sl. föstudagsins felldi meirhluti Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjóra tillögu sósíalista um að taka aftur upp mjólkurgjafir í barnaskólum bæjarins. Sósíalistar fluttu til- lögu um, að veittar yrðu 1.300. 000 kr. í þessu skyni á yfir- standandi fjárhagsári og báru fram þær röksemdir, að hagur alþýðuheimilanna væri nú með þeim hætti, að víða væri til- finnanlegur skortur, og sann- að væri, að mjólkurneyzlan hefði minnkað í Reykjavík á undanförnum árum, þrátt fyrir að íbúum bæjarins hefur fjölg- að. Af því mætti draga þá á- lyktun að börn á alþýðuheimil- um fengju ekki nándar nærri þann skammt af mjólk, sem er þeim nauðsynlegur til vaxtar og viðgangs. Þessa röksemd viður- ■kenndu fulltrúar meirihlutans, en samt felldu þeir þessa sjálf- sögðu tillögu, og báru við, að það jafngilti að henda peaing- um í sjóinn að gefa einnig þeim toörnum mjólk, sem fengju hana næga heima hjá sér, en sósíal- istar töldu ekki koma til mála að gera mun á börnum eftir tekjum foreldra þeirra. Það mun nú sannast sagna, að fæst böra fái of miikla mjólk, og því fjarstæða að tala um að fénu yrði veitt til einskis, þó börn frá heimilum sem betur eru stödd fengju líka mjólkursopa í skólanum. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hefur hafið mikla áróðurs- herferð með auglýsingum í út- varpi um ágæti mjólkur, og er í þeim haldið fram að mjólkin sé ódýr fæðutegund. Það er ó- trúleg óskammfeilni að hálda þejssu. a.ð .fólki, sem„.engin ,tÖ4. hefur_ á að kaupa nægilega mjólk handa börnum sínum. Það er ástæðulaust að hrópa upp um ágæti mjólkurinnar, þeir munu fæstir sem ekki vita hvílíkur lífgjafi hún er og ó- missandi, jafnt ungum sem gömlum. Við höfum áður rætt þetta mál hér í þættinum og sýnt fram á að barnafjölskylda sem hefur verkamannalaun sér til framdráttar getúr alls ekki keypt alla þá mjólk, sem hún þarfnast — og er þá ekki minnzt á þá sem hafa stopula vinnu eða eaga og heldur ekki mæður sem standa einar uppi með barnahóp og geta aldrei gert sér von um slíkar tekjur þó þær vinni myrkranna á milli. En slíkar röksemdir bitna ekki á íhaldinu í bæjarstjórninai. 1,3 millj. króna virðist þeim ógur- leg upphæð, ef verja á henni til að bæta heilsufar uppvaxandi kynslóðar. Við sögðum húsmæðrum á sínum tíma að fylgjast vel með afdrifum þessa máls í bæjar- stjórninni. Nú þegar þeirn eru þau kunn viljum við biðja þær að hafa þau hugföst að ári, þeg- ar ný bæjarstjóm verður kos- in í Reykjavík. Nevil Sbute: Hifóðpípusmsðisrinn 37 Rafmagnstakmörkun Föstudaginn 13. febr. kl. 10.45-12.30 Vesturbærinn ‘ frá Aðalstrætl. Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel- arnir, Grímsstaðaholtið með flug vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarn- Og, ef þörf krefur: Nágrenni Keykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur Eftlr hádegl (kl. 18,15-19,15) HJíðarnar, Norðurmýri, Rauðar árholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar hverfi við Laugarnesveg að Klepps- vegl og svæðið þar norðaustur al. Er teyg|an stríðiii? Stundum getur verið þre.yt- andi að draga nýja teygju í gegnum fald, en þetta er senni- legasta hægasta aðferðin. Nýja teygjan er fest við gömiu teygj- una með lásnælu, síð.tn togar maður í hinn endann á gömlu teygjunni og dregur hana út og um leið dregur maður nýju teyg.juna inn. Þecta er ofur auðvelt, svo framarlega sem faldurinn er opinn og teygjan ekki saumuð fösr í allá sauma. Því miður er það alltof al- gengt þegar um tiibúinn fatnað er að ræða.. Hvenær skyldu framleiðendurnir læra, aö hús- mæðurnar þurfa fyrr eða síða.r að setja nýja teygju i fötin og því er nauðsyniegt að fal-d- urinn sé ekki 1 ikaður á fjórnm eða fimm stöðum með sauraum þvert yfir faldinn. MATURINN Á MORGUN i Lifraðir kútmagar, kartöflur — Kakósúpa, tvíbökur. ★ 1 Kútmagarnir eru látnir liggja \ með grófu salti dálitla stund losnar slímið þá betur. i Skafnir að utan og innan á tréfjöl og þvegnir vel úr köldu l vatni. Lifrin er lögð í kalt I vatn, hxeinsuð, rúgmjöl eða i heilhveiti, salt og pipar ki-eist i saman við hana, svo að úr 1 verði þykkur grautur. Látið í 1 kútmagana liðlega hálfa og 1 saumað fyrir. Látið i heitt salt- vatn og soðið í 20—30 mín. 1 Borðað með heitum kaitöf’um, - íófum og rúgbiauði, einkum ef eingöngu er höfð lifur í kút- magana. Fyrir aftan hann kallaði gamla konan hvassri röddu. . ,,Þér getið fengið súpu hjá okkur, ef þér viljið." Hann gekk inn i eldhúsið fullur þakklætis. Á eldstónni sauð í stórum potti; gamla kon- an fékk honum stóra skál af sjóðheitri súpu og rétti honum skeið. Hann settist feginsam- lega við dúklaust, hvítskúrað borðið og bvrj- aði á súpunni og brauðinu. Allt í eiau sagði konan: ,,Eruð þér frá Elsass? Þér talið eins og Þjóðverji." Hann hristi höfuðið. ,,Ég er Englendingur." „Ó — Englendingur." Þær liorfðu á hann með nýjum áhuga. ,,En börnin — þau eru ekki ensk.“ Unga konan sagði: „Stærri drengurinn og litla telpan eru ensk. Þau töluðu ekki frönsku“. Hann reyndi að skýra fyrir þeim, hvernig í öllu lá. Þær hlustuðu þegjandi á hann og trúðu ekki nema helmingnum af því sem hann sagði. Gamla konaa hafði aldrei tekið sér frí alla sína ævi. Þau skipti voru teljandi, sem hún hafði komizt út fyrir næsta þorp. Þær áttu bágt með að skilja að fólk ferðaðist til ann- arra landa, langt að heiman, til þess eins að veiða fisk. Og það var fjarstæðukennt að gamall maður tæki að sér börn vandalauss fólks. Brátt hættu þær að spyrja hann og hann lauk við súpuna sína. Honum leið miklu betur á eftir. Hann þakk- aði þeim kurteislega og gekk út fyrir. Það var orðið dimmt. Á veginum skröltu bílarnir enn, en engin skothríð heyrðist. Gamla konan fylgdi honum til dyra. „Þeir koma ekki hiagað í kvöld,“ sagði hún og benti út á götuna. ,,1 fyrrinótt var hlaðan full. Tuttugu og tveir frankar fyrir sofandi her- menn — á einni einustu nóttu.“ Hún sneri sér við og fór inn í húsið. Hann fór upp á hlöðuloftið. Börnin voru öll í fastasvefni og lágu í hinum furðulegustu stellingum; Pétur litli bylti sér óyólega ,í, .s.yeýiir inum. Hann hélt enn um hljóðplpmia. fjpjyarcþ, tók hana úr lófa hans og lagði hana afsíðis, svo breiddi hann teppia betur yfir sofandi börnin. Loks útbjó hann sór beð. úr heyi og lagðist sjálfur fyrir og breiddi jakkann sinn yfir sig. Áður en hann sofnaði átti hann í nokkru hugarstríði. Þetta var ljóta ástandið. Það hafði verið mesti misskilningur að fara nokkurn tima frá Joigny, en það hafði þó virzt heppi- legast í svipinn. Hann hefði átt að fara beint aftur til Dijon, þegar hann komst ekki til Parísar eða til Svnss. Tilraun hans til að kom- ast með strætisvagni til Chartres, hafði mis- heppnazt hrapalega, og nú var hann hér! Svaf á hlöðulofti með fjögur börn algerlega á sín- um vegum og þýzkur innrásarher á næstu grös- um! Hann bylti sér í heyinu. Ef til vill var þetta ekki eins slæmt og hann hugði. Þjóðverjarnir kæmust tæplega framhjá París, sem var fyrir norðan hana og hann yrði iþví óhultari sem vestar dragi. Á morgun kæmist hann til Mont- argis, þótt hann þyrfti að ganga allan dag- in; börnin gátu komizf tíu mílur á einum degi, ef hægt væri farið og yngri börnin sætu í baraavagninum öðru hverju. 1 Montargis gæti hann afhent nunnunum gráklædda drenginn og skýrt lögreglunni frá láti foreldra hans. 1 Montargis hlaut að vera hægt að finna stræt- isv'agn, sem æki til Pithiviers, ef til vill alla leið til Chartres. Alla nóttina leituðu þessar hugsanir á hann milli þess sem hann mókti órólega. Hann svaf ekki vel. Það fór að birta klukkan fjögur, föl- grá skíma læddist inn á hlöðuloftíð og sýndi köngurlóarvefina milli bitanna. Hann sofnaði aftur; klukkan sex fór liann á fætur, fór niður stigann og þvoði sér undir v'atnsdælunni. Skeggbroddarnir á vöngunum gerðu honum gramt í geði en hann treysti sér ekki til að raka sig við þessar aðstæður. 1 Montargis hlyti að vera gistiliús; hann gæti beðið þatngað til. Konurnar voru þegar önnum kafnar við bú- störfin. Hann ávarpaði eldri konuna og spurði hvort hún gæti hitað kaffi lianda börnunum. Hún sagði að það kostaði þrjá franka fyrir þau fjögur. Hann kvaðst fús til að greiða það og fór upp til að klæða börnin. Þau voru á harðahlaupum; þau höfðu séð hann fara. Hann sendi þau niður til að þvo sór í framan undir dælunni. Litli gráklæddi drengurinn hikaði við. .Rósa kallaði til hans, en hann vildi ekki fara. Howard var að brjóta saman teppin. „Farðu og þvoðu þér í framan,“ sagði hann á frönsku. „Rósa er að kalla á þig.“ Litli drengurinn lagði hægri höndina á mag- ann og hneigði sig. „Monsieur,“ hvúslaði hann. Gamli maðurinn horfði vandræðalega á hann. Þetta var í fyrsta sina sem hann heyrði hann. tala. Barnið horfði enn bænaraugum á hann. „Hvað amar að þér vinur minn?“ sagði Ho- ward á frcas'ku. Þögn. Hann kraup á kné og höfuð þeirra voru í sömu hæð. „Hvað er að?“ Hann hvíslaði: ,,Eg er búinn að týna flaut- unni.“ Gamli maðurin reis á fætur og náði í flaut- una. „Hérna er hún1*, sagði hann". „Á vísum stað. Nú skaltu fara niður og láta Rósu þvo þér í framan.“ Hann horfði á eftir honum niður stigann. „Rósa, viltu þvo honum í frarnan." Hann gaf börnunum að drekka í eldhúsinu og þau borðuðu það sem eftir var af brauðinu. Hann borgaði gömlu konunni tuttugu franka fyrir fæði og húsnæði. Klukkan var kortér yfir sjö, þegar hann leiddi þau framhjá hundinum bundna og aftur út á götuna og ýtti barna- y^g'pþium á .ppdan sér. . . ,,, „Hóti^yfirJiQÍðum. þýjrra^syifu nokkrar flug- vélar á bláum, skýlausum himni; hann vissi ekki hvort þær voru franskar eða þýzkar. Þetta var dýrlegur sumarmorgun. Það voru fleiri herbílar á vegunum en nokkru sinni fyrr. En flóttamennimir virtust ekki eins margir. Að visu voru ótal hjólreiðamenn og gangandi fólk, hlaðnir léttavagnar, en einkabílar voru færri en daginn áður. .1 fyrstu var Hovvard alltaf að líta við á göngunni í von um að sjá strætis- vagn, en eaginn vagn kom. Börnin voru mjög kát. Þau hlupu imi og skröfuðu sin á milli og við Howard, fóru í ýmsa lífshættulega leiki fyrir framan rykuga bílana. í Á veitingaliúsimi. Gesturinn: Gjöra svo vel og láta mig hafa fisk með kartöflum. Þjónninn: Soðinn eða steiktan? Gesturinn: Það kemur yður ekki við. ★ Presturinn: Segið mér maður, vitið þér hver ég er? Sá drukkni: Ekki fyrir víst, en ef þér segií!' mér hvrar þér eigið heima skal ég lijálpa yður lieim, guðvel'komið. ★ Engleadingur: Það er skrýtið að hér í Skotlandi borða menn hafra eins og ekk- ert sé, en heima í Englandi gefum við hestunum hafrana. Skotinn: Og það er einmitt ástæðan til þess að enskir hestar og skozkir menn eru þeir fremstu í heimi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.