Þjóðviljinn - 13.02.1953, Qupperneq 11
Föstudagur 13. febrúar 1953 — ÞJÓÐVILJINK — (11
Verio á verði
Framhalff af 7. síðu.
Dagsbrúnar, verður hún
voldug og sterk og leiðandi
félag verkalýðsins á íslandi
í framtíðinni, eins og . hún
er í dag og hefur verið
lengi.
Þetta er staðreynd sem
við Dagsbrúnarmenn verð-
um alltaf að hafa í huga,
því þá verður öllum Jjóst
af hverju allt þetta bram-
ibolt afturhaldsins er, til að
vinna þetta máttuga vígi.
Þeir vita að þeir hafa engin
frambærileg vopn í þeirri
baráttu; þeir grípa því það
vopnið sem þeim er næst
og þeim er tamast að nota,
en það eru tilbúnar lyga-
sögur, sem dreift er út með
launuðum slefberum, og öll
blöð þeirra, allt frá Alþýðu-
blaðinu til Vísis, látin
smfjatta á þessu góðgæti og
spinna lygavefinn svo út
frá því í allar áttir. Sem
betur fer er reykvískur
verkalýður orðinn það
þroskaður, að hann lætur
ekki blekkja sig, hann veit
hverjum er að treysta.
‘,Nú hefur þótt óráðlegt að
bjóða Dagsbrúna.rmönnum
við þessar stjórnarkosning-
ar upp á menn í nafni Sjálf-
stæðisflokksins. Bólið þeirra
er ekki svo vel þrifið eiín-
þá, eftir fjandskapihn til
vferkalýðsins í síðasta verk-
falli, þeir búast jafnvel við
að verkamenn muni eitt-
hvað af orðum þeirra og at-
höfnum þá, svo og skrif
þeirra í Morgunblaðinu og
Vísi.
Þessvegna eru á þessum
trúðlista, B-listanum, að-
eins menn sem tilheyra
hækj’uliði íhaldsins — AB-
flokknum, ef ske mætti að
þeir gætu plægt akur verka
mannanna í Dagsbrún og
uppskorið nokkur atkvæði,
þótt þeir hafi ekki sáð öðru-
en illgresi.
Formannsefni á lista
þeirra, Albert Imsland, hei-
ur það eitt áhugaefni í mál-
efnum Dagsbrúnar að búta
hana niður í smádeildir og
gera hana áhrifalitla som
heild. Víðsýni hans virðist
ekki meiri en það í félags-
málum, að hann vill láta
smáhópa dreifða út -um
borgina fara með málefni
sín í verkalýðsmálum, en
slík tilhögun mundi verða
harla áhrifalítil við atvinnu
rekendur, en eflaust mundi
koma á stað óánægju með-
al verkamanna og ríg milli
hópa, en þá væri ef til vill
tilganginum náð.
Varaformannsefnið á lista
þeirra, Magnús Bjarnason,
er flestum Dagsbrúnar-
mönnum ókunnur, bví, mál-
efni félass síns hefur hann
látið sig litlu skipta fraín
að þessu; hver skyldi hafa
vakið áhuga hnns?
Sá, sem skipnr ritarasæt-
ið, er maður ekki eins ó-
þekktur íslfehzfcum verka-
lýð. Það er Jón nokkur
Hjálmarsson frá Fjósúm,
sem verið hefur erindreki
stjórnar Alþýðusambandsms
fram að síðasta sambands-
þingi; en þegar starf hans
var þar til umræðu, stóð
upp hver fulltrúinn oftir
annan frá félögunum utan
af landi, og átaldi harðlega
sambandstjórn fyrir að
eyða fé verkalýðsfélaganna
í það að l'auna slíkan af-
glapa í verkalýðsmálum,
því hann væri ekki til við-
tals :um málefni verkalýðs-
ins, ef pólitískir jábræður
hans væru ekki í stjórnum
félaganna, aftur á móti
hefði hann unnið ötullega
að því að reyna að tryggja
afturhaldi og atvinnurek-
endum sem mest völd 1
verkalýðsfélögunum. Svo
var þessi gagnrýni þung. að
hin nýja sambandsstjórn
-treysti sér ekki til að hafa
Jón þennan lengur sem er-
indreka sambandsins. Fyrir
nokkrum dögum gekk hunn
í Dagsbrún og þykir nú all-
gott amlboð þríflokkanna í
stjórn Dagsbrúnar.
Það er ekki ástæða til að
rekja nöfn fleiri manna á
B-listanum, mannvalið er
allt eftir þessu, samtíning-
ur, sprek saman tínd á fjör-
um auðvaldsflokkanna. —
Spor sumra þeirra eru svo
glögg, að við verkamenn í
Dagsbrún sjáum hvert þeir
mundu leiða félag ' okkar,
ef þeir næðu þar völdum,
en það .má aldrei verða. —
Gæfa og velferð Dagsbrún-
ar er einnig gæfa og velferð
verkamannanna, og þeir
munu nú sem fyrr sjá svo
um, að lítt þekktir ævin-
týramenn fái ekki tækifæri
til að kasta þessu fjöreggi
þeirra á milli sín.
Stjórnir þær sem Siguvð-
ur Guðnason hefur veitt
forstöðu síð'astliðin ellefu
ár hafa stýrt félaginu gegn-
um brim og boða þessara
ára af slikum drengskap.
framsýni og ötulleik, að
aðrir-hefðu- -áreiðanlega ekk i
gert- -ein% - -hvað • þá betur-
Þeir hafa skapað féiaginu
tiltrú og virðingu alls verka
lýðs um land allt, t. d. sagði
einn fulltrúi, sem sat á sam-
bandsþingi í vetur, frá einu
smáfélagi norður í landi,
sem tilheyrir þrífylking-
unni, að smáfélögunum ’ úti
á landi væri orðinn meiri
styrkur að Dagsbrún einni
en Alþýðusambandinu eins
og því væri nú stjórnað.
Vegna alls þessa verðum
við að vinna allt sem við
getum til að sigur A-listans
verði meiri nú en nokkru
sinni fyrr. Sigur A-listans
er fyrst og fremst sigur
Dagsbrúnarmanna, svo og
alls verkalýðs á íslandi.
VINNUM FYRIR
A-LISTANN!
KJÖSUM A-LISTANN!
Árni Guðmundsson.
Vill nokkur vinnandi maður?
Framhald af 4. síðu.
vélarinnar vinni sitt hlutverk.
Þetta vill oft gleymast og mín
reynsla er sú, að þeir gali hæst
um þetta ,,meira“, sem aldrei
vilja neitt á sí'g leggja í félags-
málum. Það væri æskilegt að
þessir ,,meira“-hrópsmen!n
vildu gera pínulítið og afla sér
meira trausts áður en þeir
heimta stjórnartaumana í sín-
ar hendur.
Og stjórnartaumarnir færu
ekki einu sinni í þeirra hendur,
heldur hinna, sem á bak við
standa, dusilmennanna.
Nú vil ég leggja fyrir ýkkur
eina spurningu. Hafið þið orðið
þess varir innan okkar þjóðfé-
lags, að rifizt væri um að koma
þeim mönnum í háar stöður,
nefndir og ráð, utan lands og
innan, sem skeleggastir eru í
verkalýðsbaráttunni og harð-
ast berjast fyrir bættum kjör-
um alþýðunnar? Ef einhver
ýkkur yrði seinni til svars vil ég
lýsa því yfir, að fáir munu
þekkja dæmi slíks.
Enda hlýtur flestum að
skiljast og vita það, að ráðandi
þjóðfélag gerir allt til að
þagga niður í slíkum mönnum.
I Bandaríkjunum eru þeir
dæmdir í nauðungarvinnu í
krafti ljúgvitna, annarsstaðar
settir í fangelsi og á öðrum
stöðum útilokaðir frá allri
vinnu.
Þó er ein aðferð enn og hún
er sú að freista þess að kaupa
þá upp gegn því að þeir verði
svo lýðræðissinnaðir, að þeir
hjálpi matarpabba og mömmu
til að halda skrílnum í skefjum.
Kannske er það tilviljun, en
finnst ykkur hún ékki skrýtin,
að hver smákarti,. sem kreppir
hnefann í vasanum og ég tala
ekki um hina, sem þýkjast ætlfi
að reiða til höggs, eru óðar
komnir í há embætti og vaða í
bitlingum hjá ráðandi stjórnar-
völdum.
Það er rifizt um það á Al-
þieigi að koma þéltn í nefndir
og ráð utan lands og innan án
þess að iþeir sjálfir geti þar
nokkru um ráðið. Þetta er saga
kaupmannanna. Getið þið
fengið gleggri skýringu á hlut-
verki þessara .manna, í..yerka-
lýðshreyfingunni ?
Það er einn liðurinn í núver-
andi þjónustu stjómarvaldanna
við Bandaríkin, að halda kröt-
Á trollvakt
Framhald af 7. síðu.
liðna árið um leið og þeir
ganga hjá. Þeir eru állir
hressir og kátir. Þetta eru
-allt sjómenn sem eru vanir
að taka því með jafnaðar-
geði að fara til vinnu sinn-
ar þegar aðrir eru að
skemmtunum eða gengnir
til náða.
Tíminn líður fljótt. Rétt
fyrir vaktaskiptin koma
þeir vaktfélagar mínir aft-
ur eftir í kaffið. En þeirra
bíður kojan á eftir til' kl.
6 árdegis á nýársdag. Við
óskum hver öðrum gleði-
legs ár's og þökkum það
liðna um leið og þeir fara
lijá. Og enn fer hugur minn
á kreik. Hversu mar.gir okk-
ar sem nú erum hér, getá
um næstu áramót óskað
hver öðrum gleðilegs nýárs
og þakkað fýrir liðið ár?
Hvert ár hverfa margir úr
hópnum.
Svo vérður klukkan hálf-
eitt. Guðjón, aldursforset-
inn um borð, leysir mig af
vakt, og ég flýti mér í kaff-
ið.
unum á floti, því ekki má það
spyrjast að sósíalistar ráði
verkalýðshreyfingunni á Is-
landi.
Þríflokkakerfið í ASl átti að
tryggja það að verkalýðshreyf-
ingin yrði lögð í rústir, en kross
er undir og ofan á. Meðan Dags-
brún heldur velli er klofnings-
starfið unnið fyrir gýg.
Heggur sá er hlífa skyldi,
má segja um livera vinnandi
mann, sem ætlar að auðvelda
syikurunum aðgang í þetta vígi.
Og hverjum ætla þessir
menn að gera til bölvunar?
Sjálfum sér fyrst og fremst.
Þeir eru að reiða upp svip-
una, sem ríður um þeirra bak,
ef starf þeirra bæri árangur.
„Og sárast brennur eldur er
sjálfan hittir mann“.
Hafa B-listamenn ekkert lært
af síðustu vinnudeilu, hafa þeir
gleymt því hveraig félögin sem
þrífylkingin réði stóðu sig:
Sjómannafélagið, Þróttur,
Hreyfill og mörg önnur. Fyrir
utan að neita um samúðarverk-
fall, gerðust þau verkfallsbrjót-
ar.
Og þau sem gerðu samúðar-
verkfall, gerðu það með þeim
endemum, að það mun lýsa sem
leiftur um nótt, langt fram á
horfinni öld. Eg held að sum
félögin í Hannibalsvirki hafi
lofað stöðvun þegar verkfallinú
lyki. .
Hvernig haldið þið nú B-lista-
menn að þessi deila hefði far-
ið, ef Dagsbrún, Iðja, Félag
járniðnaðarmanna o. fl. heiðar-
leg félög hefðu ekki barizt um
hvern þumlung meðan stætt
var.
Þið getið séð úrslitin i hugan-
um, ef verkfallsbrjóturinn af
ísafirði og litli og stóri klofn-
ingur hefðu þá ráðið í Dags-
brún. ' ' -
Þeir höfðu annars nóg að
gera, að spila á fiðlu Alþýðu-
blaðsins meðan Rómaborg
verkalýðsins var að brenna..
Þetta ættu allir Dagsbrúnar-
menn og aðrir að muna og
fylikja sér fast um þá menn
sem björguðu því sem bjargað
varð og munu halda björgunar-
starfinu áfram þar til verka-
lýðuritan hefur sitt,,g)gið. land
undir fótum.
Gleymum aldrei því hlutverki
að flýta okkar eigin för til far-
sældar og dáða.
Halldór Pétursson.
Þríflokkqrnir j
og lýðrœðið
Framh. af 6. síðu.
isins notað meirihluta sinn á Al-
þingi til að beita Sósíalistaflokk—
inn ólýðræðislegum brögðum,
og er þess skemmst að minnast
að lögum dm utanríkismála—
nefnd var breytt til að útiloka
þar fulltrúa sem Sósíalistaflokk—
urinn á í nefndinni, og baxið
við að útiloka sósíalista frá því
að 'eiga fulltrúa í Norðurlanda-
ráði. Margir þingmenn stjórnar—
flokkanna skammast sín fyrir-
þessa framkomu, vita að hún er
smánarblettur á floltkum þcirra,.
sem vekur fyrirlitningU frjáls-
huga manna á hræsnistali þess-
ara sömu flokka um lýðræðisásK
* Efnföld sannindi
Það er von að þessir flokkair
grípi til ráða Göbbels gegn Sós-
íalistaflokknum. Þeir eiga ekks
önnur ráð. Þeir vita að það er~
satt sem stendur fremst í stefnu-
skrá Sósíalistaflokksins: „Sam-
einingarflokkur alþýðu — Sós-
íalistaflokkurinn er stjórmnáia-
flokkur ísienzkrar alþýðustéttar
sósíaliskur lýðræðisflokkur, ó-
háður öllum öðrum en meðlim-
um sínmn íslenzkri alþýðu.“ En
þeir vita líka, forsprakkár þrí-
flokkanna, hvað það þýðir þeg-
ar alþýða landsins öll skilur
þessi einföldu sannindi.
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
MÁLVÖNDUNARMAÐUR hef-
ur beðið Bæjarpóstinn fyfir
eftirfarandi spurningu;
„Hvernig stendur á því, að
hvorki dagblöðin í Reykjavík
né Ríkisútvarpið virðast kunna.
að beygja íslenzka fuglsheitið
tjaldur? — I fregnum blaða
og útvarps undanfarna daga
hefur verið sagt frá því að
Færeyiiigár hafi keypt nýtt
og myndarlegt skip, sem þeir
hafi skírt „Tjaldur". Hér er
í báðum málunúm, færeysku
Og íslenzku, um sama fugls-
heitið að ræða og ástæðulaust
að nota ekki rétta beygingu
nafnsins í fréttum. Að minnsta
kosti þótti mér hálf andkanna-
legt að heyra frá því sagt í.
fréttum, að þennan dag væri
fagnað komu Tjaídnrs(!) til
Færeyja— Máivöndun-
arma'ður.
^SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS^SSSSSSSSSSSSSSSSSSgSSSSSSSSSSSSÍ^SSSSgSSí?^
. i« 1' - * 25
S.G.T. S.G.T.
88
ss
I
1
Félagsvlsf og dans
í G.T.-húsiim í kvöSd klukkan S stimdvísiega
Ný fimm-kvölda spilakeppni hefst. Veriö meö frá
byi'jun. Sex þátttakendur fá kvöldverðlaun, 300-
400 kr. viröi. — Auk þess aðalverðlaun eftir 5 kvöld:
500 KRÓNIJR.
Dansinn hefst kl. 10.30. Gömlu og nýju dansarriir.
Aögöngumiöar seldir frá klukkan 8. — Sími 3355
|
83'
SS"
o«»-
§
•S’
k
38-
88.
-I
to
— pioeviy i m—
Undirrit. . . . óska að gerast áskrifaridi að Þjóóviljanutn
Nafn ..
Heimili
Skólavörðustíg 19 — Sími 75ÖO