Þjóðviljinn - 21.02.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.02.1953, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. febrúar 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (7 HéR kemur ný verð- ) launagrein, en að þessu sinni ) fylgir ekki neitt um höf- ) undinn, hann vill ekki heit.a ) annað en Tolli. Þjóðviljinn i þakkar honum þessa bráð- ) skemmtiiegu vinnustöðvar- \ lýsingu, og lesendurnir gera ( það áreiðanlega líka. \ Sendið greinar úr lífi alþýð- \ unnar til Ritstjórnar Þjóð- ( viljans, Skólavörðustíg 19, ( og merkið umslagið verð- ( launagrein. Ein grein fær ( 100 kr. verðlaun hverja ( viku. .-— Látið engan telja ( ykkur trú um að þið getið ( ekki skrifað fróðlega og ( skemmtilega grein um dag- / legt lif. Og verið umfram ) allt ekki hrædd við staf- ) villur eða kommur! Efnið ) er aðalatriðið, og af þvi ) eigið þið nóg. ) HEFUR þú, lesandi góður, sem ferðast daglega með strætó, nokkumtíma hugleitt hvemig strætisvagn muni líta út að neðan þegar krap og for er á götunni? Hefur þú hugsað út í hvað það starf er margþætt sem unnið er inni á Kirkjusandi bæði dag og nótt varðandi daglegan rekstur strætisvagn- anna ? Eg býst ekki við að menn séu almennt nokkuð að hugsa um slíkt, flestir hafa nóg annað að hugsa, þó ekki væri nema að missa ekki af strætó. Þó hafa margir lent í því miður skemmtilega ævintýri að vera í strætisvagni sem bil- ar. Þá hafa þeir kannski séð mann í óhreinum fötum koma með vagn fyrir þann bilaða og síðan kemur annar vagn, sá vagn er grár á lit og í honum er annar óhreinn mað- ur, og bilaði vagninn er bund- inn í þann gráa og dreginn af stað. Þessir óhreinu menn eru frá viðgerðarverkstæði SVR og grái bíllinn er verkstæðis- bíllinn, sannkallað þarfaþing, kallaður heima hjá sér „sjötíu og sjö“, en heitir fullu nafni R-977. Þetta er einn þeirra bíla sem gæddur er andlegum hæfileikum og öllum þykir vænt um. „Sjötíu og sjö“ dregur bil- aða vagninn með gírkassahvin og hreyfilsstunum að verk- stæðinu á Kirkjusandi. Þaö er fyrrverandi fiskhús og kann- ast margir rosknir Reykvík- ingar við húsiö og starfið þar í gamla daga. Kannski hefur einhver þeirra séð konuna sína þar fyrst. Það hefur verið salt tilhugalíf. En nú eru þar engar stúlk- ur, saltur fiskur né saltir kossar. Búið er að setja stór- ar dyr á vesturstafn hússins og inn í það er hægt aö troða sjö strætisvögnum í einu. Hér vinna óhreinu mennimir alla daga af engu minni dugnaði en stúlkumar við saltfiskinn í gamla daga. 1 þessu gamla fiskhúsi er viðgerðaverkstæði SVR, í því er einnig lager, gúmmívinnustofa ofl., en í skemmunni þar ofan við er vélaverkstæði og málningar. Viðgerðamennirnir eru tíu til ellefu og skiptast þeir í flpkka stjómmálalega og svo aúðvitað eftir störfum. Fyrst skal telja bifvélavirkja, síð- an hina 'svokölluðu „fúskara". Verkstjórinn er einn af þess- um gömlu góðu sem tekur í nefið og skiptir aldrei skapi. Út af þessum stofni eru svo angar svo sem rafsuðu- og logsuðumenn og rafgeyma- kóngur sem jafnframt er ald- ursforseti á verkstæðinu, og tekur hann daglega skýrslur af yngri mönnunum um kvöld- lifnað og lystitúra, og veitir hann verðlaun fyrir góða frammistöðu í slíku. Svo er maðurinn í gúmmí- unum, sterkur vel, sá veit mikið um burðarmagn og þensluþol, enda kvennamaður með afbrigðum. Á varahluta- lager eru fjórir menn, þeir safna myndum og fleiru. Véla- viðgerðarmennirnir eru fjór- ir, í öllum þyngdarflokkum. Málarinn er skozkur, hann kaupir sér stundum með kaff- inu „tvö vínarbraúð og tvö bollur“. Yfirbyggingarmenn- irnir eru fimm að tölu, há- vaðamenn miklir og fornir í ÚR LÍFI ALÞÝÐUNNAR Bilaður bOl úti í bæ Eftir T O L L A skapi. Kvöld- og næturvakt skipa fjórir eða fimm menn, það eru væntanlegir bílstjórar sem eru að vinna sig inn í starfið og þvo þeir vagnana utan og innan, smyrja ofl. Allir þessir menn eru með æði ólíkan hugsunarhátt og framkomu, sumir syngja í tíma og ótíma, aðrir syngja ekki nema á árshátíð starfs- mannafélagsins. — Sumir dá Chevrolet, aðrir Ford júníór, og er hér átt við einkabíla starfsmanna, sumir lesa upp kvæði, tveir fást við ■ að yrkja — á ensku! Hér þekkist ekki hin marg- umtalaða „bæjarvinna", þvi oft er unnið í kapp við klukkuna, vinnuhraði yfirleitt mikill, því æfingin skapar meistarann, mikið unnið við sömu störfin eins og gefur að skilja. Nærri undantekninga- laust hafa allir áhuga á að klára sem fyrst það verk, sem þeim er falið; þegar ver- ið er vel að verki líður tím- inn fljótt. Á veturna er oft óþrifalegt að vinna við vagnana og þó einkum undir þeim. Hitinn í húsinu bræðir snjóinn néðan úr þeim svo mennirnir sem undir eru vilja vökna, en þá ■hafa menn það í huga að hollt er að vera í baði sem oftast og lengst. Annars er þessi „hiti í hús- inu“ sem ég minntist á áðan af alltof skomum skammti. Hann stafar af fjórum raf- magnsblásurum, en rafmagn- ið er tekið af fjóra tíma á dag, svo menn geta gert sér í liugarlund áð ekki muni hlýtt inni þegar alltaf er ver- ið að opna stórar dyr öðru hverju. Gólfið er oft á vet- urna blautt og forugt. Erfitt mun að gera við því en þó mætti gera betur en gert er. . Okkur finnst mörgu ábóta- vant á verkstæðinu, en hugg- um okkur við að bráðlega verði byggt hús sem fullnæg- ir kröfum tímans og fyrirtæk- isins. En þrátt fyrir slíkar draumsýnir skjálfum við oft holdvotir í gamla fiskhúsinu og þá finnst okkur að ekki setti það fyriríækið á haus- inn þó settir væru upp einn til tveir olíuofnar. Bremsulaus, kopling slítur illa, gangtruflun, brotin fjöð- ur, ljóslaus! Þetta klingir í eyrum okkar allan daginn. Við erum vanir því öllu, vitum ná- kvæmlega hvaða verkfæri þarf við hvert tilfelli. Við skriðum undan aftur, fáum okkur síg- arettu tilbúnir að taka næsta tilfelli, og kallið kemur. „6069, ójafnar bremsur!“ Skipta um bílstjóra, tautum við í barm- inn, skiptum með okkur störf- um. náum í verkfæri og tök- um til við þessa meinsemd. Síminn hringir. , Bilaður úti í bæ!“ Einhver er sendur meö viðgerðarvagn og „sjötíu og sjö“ fer á eftir, frísandi eins og heimanfús hestur. En í bilaða vagninum er ungur maður að fara á stefni’- mót .við elskuna sína og orð- inn seinn. Mér finnst SVlt ætti að hafa mann til að hafa ofan af fyrir elskunni hans á stefnumótinu meðan ungi máðurinn bíður. Komum í veg fyrir hervæðingu sona „Eftir að kosningum lýkur á næsta sumri, mun þjóðin skjótt verða fróðari um það hversu þessu ,smáatriði‘, sem Morgunblaðið kallar svo, er í raun og veru háttað. Hún mun vakna upp við nýstárlega frétt einhvem daginn. En hún mun vakna bara þann daginn og sofna strax aftur, því að þjóðin sefur fast“. Orð þessi stóðu í einu af blöðum bæjarins nú fyrir skemmstu, og enginn mun geta með sanngimi sakað það blað um sósialisma, en þau eru, eins og sjá má, skrifuð út frá hugleiðingum um ára- mótaboðskap ráðherranna. — Þau sýna glögglega hvílíkan ugg og ótta þessi ummæli hafa vakið mefial alls þorra fólks, og hversu langt er frá að kjósendur treysti ríkis- stjórninni til að skýra rétt og heiðarlega frá því sem ér að gerast bak við tjöldin hjá henni um þessar mundir. Enn fremur eru þau táknræn fyrir það vonleysi sem máöur verð- ur víða var við núna, og ekki að ástæðulausu, um að engu verði breytt, fólkið muni sofa fram yfir kosningar og þá vitaskuld kjósa sömu herrana yfir sig aftur. Þessi ótti er sannarlega ekki ástæðulaus, við höfum verið vitni að því kjörtímabil eftir kjörtímabil að allt sem lofað hefur verið fyrir kosn- ingar hefur verið svikið eftir þær; og einmitt framkvæmt á kjörtímabilinu, það sem --------------------------\ Raddir kvenna mest hefur verið svarið fyrir að gert yrði, samanber þegar herinn var kallaður hingað á friðartimum. Við höfum ver- ið vitni að því að allt efna- hagslíf okkar hefur í æ rík- ara mæli verið ofurselt er- lendu stórveldi þannig að nú vantar mikið á að við getum lengur talizt sjálfstæð þjóð, a.m.k. í þeim skilningi sem lagður hefur verið í það orð. En einhvernveginn á ég bágt með að sætta mig við það, að við sem viljum teljast menntúð og upplýst þjóð stingum höfðinu i sandinn ár og síð og alla tið. Miklu að- gengilegra fyndist mér að tnia þvi að nú færi þjóðin að vakna, meir en til eins dags, nú færi hún að segja: hingað og ekki lengra — nú þegar á að fara að reka smiðshöggið á allan þennan undirlægjuhátt við Ameríku og stofna her, sem ameriskir auðjöfrar geta svo sent hvert sem vera skal til að berjast fyrir sig, en þeir eru orðnir okkar aðal hús- bændur, sem kunnugt er. Og ef einhverjir idlja kynna sér nöfn þeirra og feril nánar, þá er í Þjóðviljanum fimmtudag- inn 19. þ.m. fróðleg grein eft- ir Jóhannes úr Kötlum um þá, og gefur þar auga leið, þegar séð er hver störf þeir stunda, hverra liagsmmia þeir muni gæta, okkar hér við yztu höf eða auðhringa þeirra sem þeir eiga, og er ekki víst að þeir hagsmunir fari alltaf saman. En okkur mun verða sagt að herinn eigi að hafa eitthvert allt annað hlutverk með hönd- um, en takið eftir, það verð- ur aðeins sagt til að blekkja. Bandaríki Norður-Ameríku eru að undirbúa árásarstyrjöld, og það er her Evrópuþjóðanna sem fyrst og fremst á að blæða á vigvöllum þeirrar styrjaldar og þar eigum við að leggja til okkar skerf svika- laust. Þetta er sannleikurinn hversku mikið sem farið verð- ur í kringum hann fram yfir kosningar og á meðan verið okkar er að venja þjóðina við hugs- unina um það. Þess vegna er okkur öllum lífsspursmál að vakna nú og vera á verði. Það er sannarlega tímabært að hver móðir í landinu beri upp fyrir sér þessa spurn- ingu: Vil ég láta s.yni mína í her? Og ef ekki, hvað get ég j 'i gert til að hindra her- væðingu ? Þessar spurningar hljóta í hugum okkar allra að vera ofar öllu dægu'mála- þrasi og öllu sem okkur hvers- dagslega greinir á um. Getið þið, mæöur, séð í anda þegar synir okkar kveðja okkur til þess að fara til annarra landa til að myrða þar saklaust fólk? Getið þið séð þá í anda lim'esta á vígvöllum þriðju heimsstyrialdarinnar? Nei, ég veit að þið verðið mér allar sammála að hverri manneskju cem gefið hefur verið fullt vit beri að verja til þess öllu sinu viti og allri sinni orku að slikt hendi ekki. Nú standa fyrir dyrum kosningar, og held ég að ekki sé ofmælt að segja að þær séu þær þýðingarmestu og ör- iagaríkustu, sem hér hafa ver- ið háðar. Senn fara fram- bjóðendumir að koms fram Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.