Þjóðviljinn - 26.02.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.02.1953, Blaðsíða 1
MÍE — HaínarfÍEði Munið kvikmyndasýninguna í kvöld kl. 9 í Góðtemplarahús- inu. — Fjölmennið. Fimmtudagur 26. febrúar 1953 — 18. árgangur — 47. tölublað Islendingar þurfa g8 skipa sér í eina fyikingu um sgáffsfœSi landsins" Gmmar M. F?!agnúss« rithöfundur í f-ramhoði fyrir Sðszalistaflokksins í ^esSur-IsafjarðaEsýsIu Gunnar M. Magnúss., rlthöfundur verður í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Vestur-ísafjarðarsýsiu. Þjóðviljinn. náði snöggvast tali af Gunnari í gær í tilefni af þessari ákvörðun hans og fer viðtalið hér á eftir: Þú ert ekki flokksbundinn ? Nei, það er ég ekki. Hver er þá ástæðan fyrir frarfiboði þínu. Þeir felja sig eiga lif sitt að þakka ‘30*8 ®! og emaæma Telja brýna nauðsyn að Jiaída námskeið til að kenna sjómönnum meðferS björgunarbáta úr gúmmíi Gunnar M. Magnúss Ég hefi að vísu lengi aðhyllzt sósíalismann sem stefnu og hug- sjón, og var á sínum tíma í framboði fyrir Alþýðuflokkinn, meðan hann var og hét, en það er samt ekki aðalástæðan fyrir framboði mínu. Aðalástæðan er sú, að ég tel það mál málanna, að allir þjóð- hollir íslendingar skipi sér í eitia fylkingu um sjálfstæði larids og þjóðar — og að þessu ætla ég fyrst og fremst að vinna. Ég tel, að reynslan hati sýnt, að Sósíalistaflokkurinn sé eini flokkurinn í landinu, sem hefur afdráttarlaust barizt gegn af- sali landsréttinda og gegr her- námi lar.dsins. Allir hinir flokkarnir þrír hafa staðið að því að fá er- lendan her í landið og aliir bafa þeir blekikt fólkið Hg álít, að án samvinnu við Sósíalistaflokkinn sé allsliej jar samstarf íslendinga í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu óhugsandi. Hv^ða mál hefurðu hugsað þér að leggja áherzlú á í k'isri- ingabaráttunni ? Framhald á 3. siðu. Sjómennirnir 4 sem björguðust af v.b. Guðrúnu komu til bæjarins í gær. Þéir telja sig eiga lífið fyrst og fremst að þakka. snarræði vélstjórans, Sveinbjöms Hjálmarssonar og gúmmíbátnum, því þeir telja vonlítið að þeir hefðu getað haldizt á floti á trébáti í þeim stórsjó er á var og al- gerlega vonlaust að komast á trébáti gegnum brimgarðinn til lands. Þeir telja það' mjög brýna nauðsyn að haldin verði nám- skeið fyrir sjómenn í meðferð gúmmíbáta, þvi ýmlislegt var í bátnum sem þeir ekki kunnu skil á, og svo að leið- beinmgar á íslenzku verðli gefnar út með bátimum og einnig létraðar á þá. Þjóðviljinn hafði í gær tal af sjómönnunum, og varð Jón Björnsson fyrst og fremst fyr- ir svörum, svo og Sveinbjörn Hjálmarsson. Skarst á handlegg við að brjótast út úr stýrisliúsinu Sveinbjörn Hjálmarsson var sá eini þeirra félaga er meidd- ist, en það gerðist þegar hann brauzt út um glugga á stýr- ishúsinu, þegar báturinn var kominn á hliðina. Skarzt hann Raðherrar sescveldcmncx gófust upp á að jafna ágreinlnginn De Gaulle segir Evrópuher ranghermi, 'öH stjórn hans verÓi i höndum Bandarik]anna Ráðstefnu utanríkisráðherra ríkjanna sex, sem standa að samningunum um „vamarbandalag Ev- rópu“, lauk án þess að ráðherramir jöfnuðu ágrein- inginn um fyrirkomulag „Evrópuhersins“. Þeir urðu hins vegar sammála um að fresta endanlegri ákvörðun um viðbótarákvæði Frakklands við samningana. De Gaulle sagði í viðtali við blaðamenn í gær, að rangnefni væri að kenna þennan fyrirhugaða her við Evrópu, því öll stjórn hans mundi verða í höndum Bandaríkjamanna. Þegar síðast fréttist hafði eklci verið gefin út opinber skýrsla um niðurstöður ráðstefn- unnar, en fréttamenn söigðu, að ráðherramir hefðu komið sér saman um iað vísa tillögum Frakka um viðbótarákvæði til sérfiræðinganefndar sexveldanna tíl frekari iatbugunar og um leið samþykkt að samniingamir um „Ev.rópuherLnn“ yrðu lagðir fyrir þing ríkjanna til fullgild- ingar í hinni upphaflegu mynd þeirra. Þessi nefnd á síðan að gera nýtt uppkast iað þessum ákvæðum og leggja það fyrir næsta fund ráðherranna, sem haldinn verður í París* 10. marz. ÍÞetta þýðir í rauninni, að ráð- herramir hafa igefizt upp, a. m. k. að svo stöddu, á að jafna á- .greininginn um þessa viðauka. Adenauer hefur lýst yfir, að verði þessum ákvæðum bætt við samningana muni það hæg- •lega geta orðið til þess, að ekk- ert verði úr stofnun „Evrópu- hersins". Stjóm René Mayers í Frakklandi lét semja þessa viðaúka til þess að auðveldara yrði að fá samningana fullgilta í franska þinginu, og verði samningamir lagðir fyrir þing- ið í upphaflegri mynd, eins og sagt er að utanríkisráðherrarn- ir 'hafi komið sér saman um, er fullvíst að það tmun synja um fulligildingu þeirra. De Gaulle átti tal við blaða- menn í gær. Hann komst svo að orði, að „Evrópuherinn“ yrði í rauninni ekki evrópskur her. Eins og í pottinn vseri búið mundi herinn verða undir beinni yfirstjórn Bandaríkjanna, yfir- hershöfðinginn yrði bandarískur og herinn mundi aðeins verða liður í hernaðarkerfi Bandaríkj- anna sem spennir um allan hnöttinn. Hann hafnaði þeirri fullyrðingu, að hægt yrði að koma í veg fyrir éndurhervæð- ingu Þýzkalands með því að vopna Þjóðverja til þátttöku í „varnarbandalaginu“. Evrópu- herinn mundi hvorki tryggja varnir Frakklands, né koma í veg fyrir endurhervæðingu Þýzkalands. ofan á handleggnum, ennfrem- ur á eyra og mun hafa snúizt og tognað. Hann mun hafa misst töluvert af blóði í hrakn- Við eigum Sveinbirni líf okk- ar að þakka, sagði Jón, hve fljótur hann var að losa gúmmí bátinn, sem var bundinn á stýrishúsþakið, en gúmmibát- urinn var þá hálfgert í kafi1 vegna þess að vélbáturinn var lagstur á hliðina. Flaut á stakknum Við Sveinbjörn vomm í stýr- ishúsinu ásamt þrem öðrum þegar báturinn kastaðist á hliðina og urðum að brjóta okkur út um glugga bakborðs- megin til að komast út. Svein- birni tókst að losa gúmmibát- inn og kippa í strenginn sem Sjómennirnir sem björguðust. Talið frá vinstri: Sveinbjöru Hjálmarsson vélstj., Jbn Björnsson og Bergþór Reynir Böðvars- son — Hafsteinn Júlíusson var farinn til skyldfólks síns þegar myndin var tekin. — Þetta eru allt ungir menn. Sveinbjöm er 21 árs og hefur verið sjómaður frá því liann var 15 ára, Jón er 28 ára, byrjaði sjómennsku einnig 15 ára, og Reynir er 18 ára. Hefur verið sjómaður síðan hann var 16 ára. Þýzk yfirdrottnun Ef samnmgamir um „Evrópu- herinn“ yrðu fullgiltir mundi það aðeins leiða til þýzkrar yf- irdrottnunar í Evrópu, fyrst á sviði hemaðar og síðan á stjóm- málasviði. Þó De Gaulle hafi oft áður gagnrýnt hugmyndina um „Evrópuher", þá hefur hann Framhald á 3. síðu. ingunum á leiðinni til lands, en til bráðabirgða bundu þeir vasaklút um sárin. Það átti að fara að snúa við Sjómennirnir risu úr rekkju um 5 leytið á máuudagsmorg- uninn, en á Guðrúnu lögðu þeir ekki af stað fyrr en um hálf sex til sex. Netin áttu þeir skammt úti af Landeyjarsandi. Það byrjaði að hræla um leið og við fórum að draga netin um sjöleytið, sagði Jón Bjömsson. Okkur gekk vel að draga og náðum öllum netun- um en það hvessti jafnt og þétt. Við vorum úti af svo- kölluðum tanga inni af Elliða- ey og átti áð fara að snúa við þegar kom sjór á hátinn og lagði hann á bakborðssíð- una. Rétt á eftir kom annar sjór og lagði bátimi alveg flatan á möstrin. hleypir í hann lofti úr flösk- unni sem það er geymt í. Mun. það taka tæpa mínútu að bát- urinn verði fullblásinn. Þeir Hafsteinn og Reynir stukku út á gúmmíbátinn, eni Sveinbjörn var á sundi hjá honum. Ég fleygði mér út upp á von og óvon, er ekki! syndur, og flaut á stakknum, en ég einn var í stakk, af okk- ur sem björguðumst. Hálftíma í sjónum Gúmmíbáturinn var á hvolfi og vorum við þannig ofan á honum í sjónum í um hálftíma. Gekk sjórinn yfir okkur. Kom- um við okkur þá saman um að reyna að snúa honum við og tókst það eftir um 10 mínútur. Hermóður skammt frá Hermóður fór fram hjá þeim félögum í um 500 metra fjar- Jægð, að þeir halda, án þess Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.