Þjóðviljinn - 26.02.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1953, Blaðsíða 6
6)'— ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. febrúar 1953 þiófiiyiuiNN Útgefandi: Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. .. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraidsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljanc h.f. V_______________________ '_________________________✓ í fótspor „kækjnliðslns" Þaö alþýðufólk sem kann að hafa gert sér vonir um að formennska Hannibals Valdimarssonar í AB-flokknum boðaði einhverja ,.lífsyenjubreytingu“ í starfsháttum hans hefur hlotiö dýrkeypta reynslu 1 sambandi við yfir- standandi stjórnarkjör í verkalýösfélögunum. Þeir sem bjuggust við því að þrífylkingartímabilinu og afturhalds- þjónustu AB-flokksins yrði lokið hafa nú fengið ótvírætt og eftirminnilegt svar frá formanninum og meðstjórnend- um hans. AB-flokkurinn er ráöinn í að halda áfram því þjónustuhlutverki viö auöstéttaröflin og sundrungar- starfsemi þeirra í verkalýðshreyfingunni, sem Stefán Jó- hann og klíka hans varö verst þokkuð fyrir hjá öllum þroskuöum verkalýð og heiðarlegum verkalýðssinnum. Um það bera kosningarnar sem nú standa yfir í verka- ’ lýösfélögunum glöggt vitni. Skýrasta dæmiö um þetta er kosningin í Félagi járn- iönaðarmanna. Sameiningarmenn unnu kosninguna sl. ár með eins atkvæöis mun. Þaö var vitað að enn hlaut aö veita á örfáum átkvæðum hvort þetta þýðingarmikla stéttarfélag lyti, heiöarlegri einingarstjórn áfram eöa yröi afturhaldinu og atvinnurekendaþjónum aö bráð. Þetta var AB-mönnum jafn kunnugt og öllum öörum. Eigi aö síöur hikuðu þeir ekki við að skipa sér viö hliö atvinnu- rekendaagentanna og Sjálfstæðisflokksins í stjórnarkjör- inu. Liðsmenn AB-flokksins eru fáir í Félagi járniðnaðar- manna, en þeir eru án efa nógu margir til þess aö á þeirra afstöðu valt það að félagið hefur nú verið svift dugmik- illi og heiðarlegri einingarstjórn en fengiö í staðinn auð- mjúka þjóna íhalds og atvinnurekenda. Þannig hefur AB-flokkurinn beinlínis afhent íhaldinu á ný stéttarsamtök reykvískra jámsmiða. Á þennan hátt birtist 1 framkvæmd alvaran og einlægnin í geipi Hanni- bals Valdimarssonar og fylgismanna hans um nauðsyn á einhuga baráttu gegn íhaldinu. Hann fetar nú trúlega í fótspor þess „værukæra og hugsjónasnauöa hækjuliös" sem hann talaði um með dýpstri fyrirlitning-u fyrir örfáum árum. Hin nýja stjórn AB-flokksins er í engu frábrugðin þeirri sem lá eftir í valnum á flokksþinginu í haust, nema hvað hræsni hennar og yfirdrepsskapur kemur í stað opin- skárra og innfjálgra yfirlýsinga Stefáns Jóhanns um nauð- S3’n sameigirílegrar baráttu AB-flokksins, íhaldsins og Framsóknar gegn „kommúnismanum", þ.e. einingaröfl- unum í íslenzkri verkalýðshreyfingu. Framsókn í kosningahug Þess má sjá greinilega merki á Tímanum síöustu daga að kosningar eru í nánd. Og það er eins og Framsóknaraft- urhaldið geri sér það ljóst að nú sé þörf að halda ma- ddömimni svolítið til áður en hún gengur fram fyrir kjós- endm'. Dag eftir dag er hamrað á því, að það hafi svo sem ekki verið neinn sældar kostur fyrir jafn umbótasinnaðan flokk og Framsókn að ganga til stjómarsamstarfs meö Sjálf- stæðisflokknum! Þetta hafi Framsókn aðeins gert til þess r,ð forða landinu frá stjómleysi. Og svo koma langar bollaleggingar um ágreining íhaldanna og upptalning mála sem þessi fíni „umbótaflokkur“ geti ekki leyst með núverandi samstarfsflokki sínum. Mikil er trú Framsóknarafturhaldsjns á gleymsku eða langlundargeö kjósenda haldi Tíminn að þessi málflutn- ingur skili tilætluðum árangri. íslenzk alþýða er þess vel minnug, að gengislækkunin og allt sem henni fylgdi var beinlínis stefnumál Framsóknar í síðustu kosningum. Hún hefur fengið tækifæri til að framkvæma þessa stefnu sína á kjörtímabilinu með fullum stuðningi hins íhaldsins. Afleiðingarnar blasa nú viö allri þjóöinni og undan dómi fólksins fær Framsóknarafturhaldiö ekki ilúið að þessu sinni, hversu hræsnisfulla tilburði sem Tíminn hefur í frammi til kosninganna í vor. Óseljanlegar kartöflur eyðiiagðar í toneatali í kai-töfluræktarríkinu Maine í Bandaríkjunum. Kreppuhætta í landbúnaði USA StöSugi verSfall og sölutregSa setja stjórn Eisenhowers i klipu T^REPPUR í Bandaríkj- unum byrja alltaf í landbúnaðinum. Þetta hefur reynzt óbrigðul regla ára- tugum saman. Þegar sala á matvælum og baðmull fer að tregðast þrátt fyrir lækkandi verð og jafnvel verðhrun er ekki von á góðu fyrir bandariskt atvinnulif í heild. Hagfræðingar og kaupsýslumenn, verkalýðs- leiðtogar og bændaforingjar spá nú samdrætti í atvinnu- lífi Bandaríkjanna og jafm vel kreppu á næsta ári. Spá- dóma sína styðja þeir ekki sízt við þá staðreynd, að síðan 1950 hafa tekjur bandarískra bænda lækkað jafnt og þétt þrátt fyrir hækkaðar þjóðartekjur. Ár- ið 1947 voru tekjur bænda í Bandaríkjunum samtals 16,7 milljarðar dollara en á síðasta ári voru þær komn- ar niður í 13,5 milljarða. Árið 1952 nam lækkun á verði bandarfskra landbún- aðarafurða 11%. "■jEGAR þannig er í pott- inn búið er að vonum beðið með mikilli eftirvænt- ingu eftir því hvaða stefnu nýja stjórnin í Washington muni taka upp í málum bænda. Fyrsta raunverulega •bending um það kom í fyrri viku. Þá flutti hinn nýskip- aði landbúnaSarráðherra Eisenhowers, Ezra Taft Benson, ræðu á fundi bænda í St. Paul í Minnesota. Þar lét hann á sér skilja, að nýja stjómin yrði fastheldn- ari á lán og styrki til bænda en stjómir demókrata hafa verið. Áheyrendur ráðherr- ans tóku þessum orðum hans illa og í Washington urðu þingmenn frá landbún- aðarríkjunum ókvæða við. Milton Yong, öldungadeild- armaður frá North Dakota og flokksbróðir Eisenhowers og Bensons, sagði að ef for- setinn hefði látið sér annað eins um munn fara í kosn- ingabaráttunni og ráðherr- ann gerði í ræðu sinni, hefði hann ekki þurft að vonast eftir mörgiun atkvæðum bænda. ■ kreppunni miklu eftir •*• 1930 var hagur banda-' rískra bænda skelfilegur. Víða lá við uppreisnará- standi, vopnaðir bændur Eriend tíðindi hindruðu með valdi nauðung aruppbóð á jörðum sveit- unga sinna. Annarsstaðar flosnuðu bændur upp tug- þúsundum saman. Eitt af fyrstu verkum Franklin Roosevelts er hann tók við völdum var að verja opin- beru fé til að reyna að tryggja tekjur bænda. Sá háttur var tekinn upp að ríkið tryggði ákveðið verð á ýmsum landbúnaðarvörum með því að kaupa framleiðsl- una til að halda uppi verð- inu ef meira en 10% vant- aði á að bændur fengju jafn mikið af nauð'SjTijum sin- vm fyrír ákveðið magn land- búnaðarafui'ða og þeir gátu fengið á tHteknu árabili. Þetta er nefnt jafnáðarverð. Leitt hefur verið í lög að ríkissjóður Bandaríkjanna láni bændum 75—90% af jafnaðarværði út á uppskeru, sem þolir geymsiu, svo sem korn, baðmull og tóbak. jpYRIRKOMULAG þetta hefur reynzt dýrt og þungt í vöfum auk þess sem ekki er hægt að beita því til að haldj^ uppi verði varn- ings, sem skemmist fljótt, svo sem kjöts, mjólkuraf- urða, grænmetis og ávaxta. Því bar Charles Brannan, landbúnaðarráðherra í stjóm Trumans, fram tillögur um nýtt fyrirkomulag tekju- tryggíngar bændum til handa. Hann vildi að verðið á landbúnaðarvörum yrði látið lækka á frjálsum mark- aði án jjess a'ð ríkissjóður gerði neitt til að halda því uppi en hinsvegar yrðu bændum greiddar uppbætur út á ákveðið framleiðslu- magn. Við þetta hefði þáð unnizt að matvælaverð liefði lækka'ð, fé til niðurgreiðsl- anna hefði fýrst og fremst verið tekið með sköttum af þeim sem hafa ríflegar tekjur og stórbændum hefðu ekki verið greiddar uppbæt- ur, sem þeir hafa enga þörf fyrir. Kjör lágtekjufólks, bæði verkamanna og smá- bænda, hefðu batnað, en auð menn í bygg'ð og borg misst spón úr aski sínum, Brann- an var strax úthrópaður fyrir að stefna að því að þjóðnýta landbúnaðinn, stór- bændur og auðmenn hófu hatrama áróðursherferð gegn tijlögum hans og þær náðu aldrei fram að ganga. T'KTÚ er það að sýna sig að ■^ •• varnaðarorð Brannans hafa haft við rök að styðj- ast. Tugmiiljónum dollara hefur verið varið til að halda uppi verði á smjöri, sem fyll- ir allar birgðaskemmur og engar líkur þykja til að hægt verði að koma nokkru sinni í verð vegna aukinnar smjörlíkisneyzlu. Nautakjöt hefur lækkað í verði síían í fyrra sem sva"ar 1600 krónum á hvert fa'l. Verð- lækkunin á baðmull á sama tíma nemur 800 krónum á baila. Maís hefur lækkað í verði um 15% síðan í fyrra og hveitiverðið Iækkar jafnt .Framhald á 11. ' siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.