Þjóðviljinn - 26.02.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.02.1953, Blaðsíða 8
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. febrúar 1953 h sessam dagsiF — 4. ísl« met sett Sófasett Borðstofusett Sófaborð Smáborð Svefnsófar Armstólar Ritvélaborð Dívanar Fjöíbreytt úrval af áklæði — Hagkvæmir greiðsluskilmálar — Sendum gegn póstkröfu um land allt. Húsgagnaverzlun Axels Eyjélfssonar Grettisgötu 6 — Sími 80117. NÝTT HEFTI KOMIÐ Tímarit Máls og merniingar 3LJÓÐ eftir Jóhannes úr Kötlum, Þórberg, Kjarval, Hermann Pálsson. RITGERÐIR eftir Þórberg, Kiljan, Sverri, Sigurð Þórarinsson, Björn Þorsteinsson, Sigfús Daða- son ofl. MITDÓMUR eftir Jakob Benediktsson um Gerplu, um rit Gunnars Gunnarssonar eftir Árna Böðvarsson, og margir ritdómar aörir og fleira efni. Hvert Tímaritshefti samsvarar heilli bók; þetta hefti er átta aíkir að stærð. Kaupið og lesiS Tímarit Máls og meimingar! Félagsmenn Máls og menningar eru beðnir að vitja heftisins í BékabúðMáls o% meuningar Laugaveg 19 — Sími 5055 •♦—e- I ■- > -1 Skautamótið hélt áfram næsta dag kl. 8,30. Var býrjað með keppni í 1000 m hlaupi kvenna. Er það í fyrst skipti, sem keppt er í þeirri vegalengd. Keppendur voru iaðeins tveir eins og fyrri da.ginn. Bar Edda sigur úr být- um sem áður og setti nýtt ísl. met, þar sem ekki var met fyrir. 1000 m hlaup kvenna. íslandsmeistari Edda Indriða- dóttir '2.08,3 ísl. met. 2. Hólmfr. Ólafsdóttir 2.20.5. 1500 m hlaup karla. £>á var keppt í 1500 m hlaupi karla. Var þetta með skemmti- legustu keppnum mótsins. — j fyrsta riðli hljóp Björn Baldurs- son og náði ágætum tíma, 2.45.2. Og var sýnt ,að erfitt mundi vera iað ná betri tíma. En strax í næsta riðli náði Hjalti einum tíunda betri tima og þar með sigrinum. Enn kom Óskar á óvart ■ með því að ná árgætum tíma. Urslit. íslandsmeistari Hjalti steinsson SA 2L45.1 mín. Þor- 2. Björn Baldursson'2.45:2 min. 3. Óskar Ingimarsson 2.49.3 mín. 4. Jón D. Ármannsson 2.49.8 mín. 3000 m hlaup kvenna. Næsta keppni var 3000 m hlaup kvenna. Fór allt á sömu leið og áður. Edda vann og setti fjórða íslenzka metið, bætti sitt eigið um 22 sek. Úrslit. íslandsmeistari Edda Indriða- dóttir SA 7.12.4 ísl. met. 2. Hólmfríður Ólafsdóttir SA 7,.56.9 mín. 5000 m hlaup karla. Síðasta greinin var 5000 m hlaup karla. Vitað var að mikil harka myndi verða í þessari 'grein. í fyrsta riðli setti Jón D. Ármannsson nýtt ísl. met 10.05.4, fyrra metið var 10.27.9. Þetta met stóð ekki lengi, því að í næsta riðli var það aftur slegið. Var þar ,að verki Björn B., og færði hann það niður í 9.58.3. í riðli með honum hljóp Hjalti Þ., JazzblaSiS Hljómleikar í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11.15. Aðgöngumiðar seldir i Hljóðfærahúsinu og hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur. Atriði: Einleikur á harmoniku: Gwenn Wilkin, harmoniku- meistari Bretlands. Alfreð Clausen, hinn vinsæli dægurlaga- söngvari, Kvartett Gunnars Ormslev, Kvintett Gunnars Svelnssonar. Ný jazzhljómsveit, skipuð ungum jazzleikurum, sem ekki hafa komið frarn á hljómleikum áður. K.K.-sextett- lnn eins og hann var skipaður fyrir 6 árum og vinsælustu lög hans frá þeim tíma. Kynnir er Guðm. Guðmundsson gam- anleikari frá Vestmannaeyjum. Ath: Hljómleikarnir verða ekki endurteknir. Hér getur að líta handknattleikslið Kleppshyltinga, sem vann hverfakeppnina um daginn. Það verður meðal þeirra mörgu og ágætu íþróttamanna, sem ikeppa að Hálogalandi á sunnudaginn til ágóða fyrir söfnunina handa lamaða íþróttamanninum. Ekki hefur enn verið skýrt frá við hverja Kleppshyltingarnir keppa. Frá vinstri (fremri röð); Sigurhans Hjartarson, Helgi Hallgrímsson, Magnús Snæ- björnsson. Aftari röð: Þorleifur Einarsson, Hilmar Magn- ússon, Halldór Lárusson, Tómas Lárusson og Hafsteinn Guðmundsson (bóndi). Stúdenfalélag Beykjavíkisj ©g Sfúdenfaráð Háskólans halda sameiginlega kvöldvöku í S.iálfstæðishúsinu föstudaginn 27. febrúar kl. 8.30. — Meðal skemmtiatriða er: Söngur Smárakvartettsins, gam- anvísur, leikþáttur (Leikfélag stúdenta), píanóleikur (Elísabet Haraldsdóttir), spurningaþáttur. — Aðgöngu- miðar seldir í Sjálfstæðishúsimu frá kl. 4 á morgun. Nokkrir aðgöngumiðar seldir háskólastúdentum í fyrra- málið kl. 11-12 í skrifstofu Stúdentaráðs. og ■ mun hvorugur ha£a ætlað ,að láta í mtnni jiokann, og var byrjunarhraðinn fullmikill. — Komst Liaklev svo að orði, að eftir byrjunar.hraðanum hefði út- koman átt að ver,a oa. 8.10. Var þetta langharðasta og skemmti- legasta ,grein.in. Úrslit. 1. Björn Baldursson 9.58.3 amiín., ísl. met. 2. Jón D. Ármannsson 10.05.4 món. 3. Hjalti Þorsteinsson 10.06.5 mín. 4. Qskar Ingimarsson 10.32.9 mín. íslandsmeistari samanlagt varð Björn Baldursson, annar Hjalti. Úrslit samanlagt. íslandsmeistari 1. Björn Bald- ursson 223,280 stig. 2. Hjalti Þorsteinsson 226.450 stig. 3. Jón D. Ármannsson 230.957 stig. 4. Óslcar Ingimarsson 232,307 sti,g. Veður var sæmilegt til keppni, milt, en hríðarmugga háði kepp- end'Um dálítið, og þurfti að sópa svellið nokkrum sinnum. Mótið var ,allt skemmtilegt og keppni hörð, þó að vantað hafi 1. og 2. mann frá á fyrra. Reidar Lia- klev hljóp 3000 m sýningarhlaup, og gerði hann það svo ,að unun var á að hórfa. Mótinu var svo slitið með hófi, er kepþni var lokið. Komu þar saman kepp- endur og starfsmenn. Voru nkkrar .ræður fluttar, m. a. tal- ,aði skautakennarinn R. Liaklev og þakkaði góðar viðtökur og gjafir, sem honum höfðu borizt. Harmaði hann að ís hefði ekki verið meiri þennan stutta tíma sem hann hafði dvalið hérna. Sagði hann m. a. að vöntun væri á réttri ,,,taktík“ og meiri undir- búningi að þjálfun á haustin; að lokum óskaði hann skautaíþrótt- •inni á íslandi o,g þessum ungu skautamönnum alis góðs í fram- tíðinni; loks sagði hann að sig langaði. til að koma. til Akureyr- ar ,aftur — að sumarlagi! Síðan var hófinu slitið og þar ’með mótinu. Mótstjóri v.ar Ármann D.alman.nsson. k i£ala n d smétið háð I Reykjaví Ákveðið hefur verið aff skíða- randsmótið fari fram 26.-29. marz n. k. og vcrði það haklið í Reykjavík og nágrenni, Ilefur það aldrei verið gert fyrr. Nokkrir Svíar taka þátt í mótinu sem gestir, sumir heims- kunnir, en ekki er enn vitað um nöfn þeirra. Sú nýbreytni er að 15 km. gangan verður háð í Reykjavík og nágrenni — ef guð gefur snjóinn til þess, annars fer mót- ið fram í Vífilsfelli og við Kol- viðarhól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.