Þjóðviljinn - 08.03.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. marz 1953
lllÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarfoklcur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb ), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. —- Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviijanc h.f.
Öngþveiti í skélentálum
5>að' er óbrigðult sinkenni á íhaldinu sem stjórnar
Reykjavíkurbæ að það þvælist fyrir framfaramálum og
tefur framgang þeirra svo lengi sem það sér sér nokkra
möguleika á. Þstta á ekki við 1 einu tilfelli heldur öllum.
Það er sama hvar gripið er niðui’, hvort það er í hita-
veitumálum, rafmagmmálum, byggingamálum, skólamál-
um, hafnarmálum, forgöngu af bæjarins hálfu í at-
vinnumálunum o. s. frv. Allstaðar og alltaf hefur íhaldið
örepið eða svæft rökstuddar og tímabærar kröfur al-
rnennings, fluttar af íulltrúum Sósíalistaflokksins í bæj-
arstjóm, og þannig tekizt að tefja árum saman fyrir að-
kallandi framkvæmdum með þeim afleiðingum að þegar
bað hefur loks látið undan síga hefur allt verið komið
í fvllsta ósfni.
Hér verður ekki rætt nema ei.tt atriði sem sannar þetta
ábreifanlega. Fyrir löngu var fyrirsjáanlegt aö í fullkom-
ió öngþveiti stefndi í skólamálum bæjarins. Fjölgun
íbúanna og útþennsla byggðarinnar á undanförnum ár-
vm hefur skapað stóraukna þörf fyrir nýjar skólabygg-
jngar. Öll skynsemi mælir meö því að slíkar byggingar
séu Játnar haldast í hendur við byggingu nýrra íbúða-
hverfa og þörfinni fyrir nýja skóla þannig fullnægt
jafnhliða útþenslu bæjarins. Á þetta hafa sósíalistar
}?.gt þunga áherzlu í bæjarstjórn árum saman. En íhaldið
hefur hundsað kröfur og tillögur sósíalista svo lengi sem
það hefur þorað. Síðast í febrúar 1 vetur drap bæjar-
íbaldið tillögu Inga R. Helgasonar um að ráðizt yrði
í byggingu barnaskóla fyrir Hliðarhverfi og annars fyrir
Bústaðahverfi þegar á þessu ári, og það jafnt þótt færð
væru óyggjandi rök fyrir brýnni nauðsyn þessara skóla-
fcygginga.
En svo lcemur að því að íhaldið veröur aö vakna þótt
svefn þess ;sé þungur. Nefnd sem skipuð var 1950 til að
rannsaka Iþörfina á nýjum skólabyggingum skilaöi áliti
íyrir sjcömmil. Hún komst að nákvæmlega sömu niður-
stöðu og sósíalistar hafa byggt tillögur sínar og baráttu
íyrir nýjum skólabyggingum á. Nefndin staðfesti að
skólamál bæjarins væru að komast í fullkomið og ill-
ievsanlegt öngþveití. Þetta roru engin ný sannindi fyrir
þv sem onin hafa augu fyrir þróuninni. En það tók nefnd
borgarstjórans þrjú ár að komast áð þeirri niðurstöðu
að bvegja þyrfti nýja barnaskóla í hinni vaxandi borg
og að í íullkomið óefni stefndi væri ekki hafizt handa
án frelcari tafar.
Við þessa eðlilegu og óhjákvæmilegu niðurstöðu „rann-
sóknarnefndarinnar" brá* bæjarstjórnaríhaldinu svo ó-
notaleaa að það lét corgarstjóra sinn bregöa jkjótt við
o& sækja um fiárfestingarleyfi fyrir þeim tveimur barna-
skólum, sem þetta sama bæjarstjórnaríhald taldi með
ö3Ju þarflaust að reisa fyrir aðeins mánuði síðan. Þessi
óveniulegi. viöbragðsflýtir borgarstjórans varð kunnur á
siðasta bæjar'-tjórnarfundi, þsgar Guömundur Vigfússon
tók skólabyggingarmálið upp aö nýju á grundvellj. álits-
gr-rða.r nefndarinnar. Flutti Guðmundur tillögu um að
bygging tveggia skóla skyldi hafin í ár og var það ein-
rcma samþykkt af bæjarstjórninni. -
Þannig eru nú horfur á aö hafin verði bygging tveggja
barnaskóla á næstunni — verði framkvæmdin :tá ekki
iátin stranda á neitun íhaldsins í Fjárhagsráði! En hér
er aðeins um upphaf að ræða á því stóra og óleysta
verkefni scm framundan er í skólabyggingamálum
Reykjavíkur. íhaldið hefur tafið nauösynlegar fram-
kvæmdir árum saman og svikið þá skyldu bæjarstjórnar-
innar að láta byggingu nýrra barnaskóla haldast í hend-
ur við fjölgnn skólaskyldra barna og hina miklu út-
jx-nslu höfuðborgarinnar. Þess vegna er nú að skapast
aJgjört öngþveiti í skóiamálum Reykjavíkur. sem ekki
verður loyst nema tekin verði, upp önnur og framsýnni
stc-fna en íhaldsmeirinlutinn hefur markað á undanförn-
urn árum.
Drápa um bandarískan
ráðherra
Hingað er kominn til lands
bandarískur ráðherra, Valdi-
mar Björnsson að nafni, af
íslenzku bergi bnotinn. Ástæð-
an til hingaðkomunnar er ekki
ræktarsemi við ættjörð þá sem
forfeður hans flýðu, heldur
hin að annar bandarískur ráða-
maður, Stassen, þarf að vita
hvernig varið hefur verið fé
þvi sem Bandaríkin hafa sent
hingað til lands. Hefur Vísir
það eftir mr. Valdimari að
það „bæri vitni um áhuga
Stassens fyrir Islandi og vin-
arhug" að hann sendi sig
hingað til lands, og ér alltaf
ánægjulegt til þess að vita þeg-
ar menn.kunna að meta sjálfa
sig að verðleikum. Þessi per-
sónugerði vináttuvottur kallaði
síðan ábyi-ga blaðamenn á sinn
fund eftir hingaðkomuna til
þess að koma vináttunni á
framfæri, og hefði rnábt ætla
að sízt yrðu spöruð stór orð
og fagrar fyrirsagnir er þjóð-
inni voru tilkynnt þessi ágætu
tíðindi. En sú von brást raun-
ar. Blaðamennirnir voru furðu
yfiriætislausir í frásögnum sín-
um og sparneytnir á rúm blaða
sinna. Það var engu líkara en
vináttan mikia (hafði ekki
snortið hjörtu þeirra og þeir
lieföu skynjað á óþægilegan
hátt einhverja aðra eiginleika
undir mjúklátu fasi hins
bandaríska ráðherra.
En ef til vill eru þetta ómak-
lcgar getsakir í garð manna
sem aldrei mega hugsa þvílík-
ar hugsanir. Má vera að þeim
hafi vaxið svo mjög í augum
vináttan á ásjónu ráðherrans
að þá hafi skort orð sem
hæfðu þvílíkum stórmerkjum.
Og hugsanlegt er að þeir hafi
minnzt þess að mr. Valdimari
Björnssyni hefur þegar verið
reistur sá minnisvarði í þjóð-
iegum íslenzkum stíl að um
verður ekki bætt með skrifum
i blöð. Það hefur sem sé verið
ort um hann drápa ekki síður
en þá garpa fornaldar sem
frægastir voru fyrir sérkenni-
lega vináttu til annarra þjóða.
Valdimarsdrápa þessi birtist í
Lögbergi 1951 og ’Lesbók Morg-
unblaðsins tók hana upp 3.
apríl sama ár til þess að þeir
íslendingar sem enn búa hér-
lendis misstu ekki af svo ein-
stæðum menningarviðburði. Fer
vel á því að minnt sé á þenn-
an ágæta skáldskap hér til
þess að bæta upp furðu fáorð-
ar frásagnir annarra blaða og
þá gleymsku mr. Valdimars
að láta engan blaðamann Þjóð-
viljans fá hlutdeild í hinni
vestrænu vináttu.
„L'ngur nam af ömmu sinni
ævintýr og markaskrár.
Setti snemma met í mælsku,
munnhjóst jafnt við hvern sem
var,
átti af rökum ærnar birgðir,
aidrei fábt um snillisvar".
Mr. Valdimari nægi semsé
ekki að krukka með kynngi-
pennanum, heldut- munnheggst
hann einnig við hvern sem
fyrir vfei-ður og setur met í því
ekki síður en krukkinu. Enda
hefur það ekki verið ónýtt að
geta gripið til markaskránna
þegar annað þraut.
I
Þessar hátignarlegu lýsingar
eru þó aðeins inngangur að
afrekunum. Nú svrtir að;
heimsstyrjöld er hafin:
„Yfir heiminn helregn dundi, -
hér var nauðsyn spekiráðs".
Lesandinn stendur á öndinni;
hvað taka nú hinir spöku
ráðamenn Bandaríkjanna til
bragðs? Og sem betur fer
stendur ekki á svarinu;
„Titlaður hátt, i hermanns-
skrúða,
hans varð för tii Isaláðs".
Siðan er hinn hátitlaði,
skrýddi herniaður kominn til
landsins með kynngipenna sinn
og markaskrár, og segir áfram
frá högum hans:
„Offurstinn úr Ameríku
uppi um nætur hljóður sat“.
Lesandinn ímyndar sér að
spekiráðið hvili þungt á hin-
um unga manni og haldi fyrir
honum vöku meðan helregnið
dynur á heiminum. En snilld
skáldsins bregzt ekki fremur
en fyrr. Það kemur i ljós að
andvökunætut- hins hátitlaða
offursta stafa af öðrum og
mannlegri ástæðum. Það er
sem sé ekki gott að maðurinn
lifi einn saman:
„Kvonfang utan Islandsstranda
ei til mála komið gat“.
Drápan líefst á þvi að lýst
er sérstæðri vopnfimi hins
vestræna garps:
„Tvö á iofti sýnast sverðin,
sókn er þvílík Valdimars,
krukkar í með kynngipenna
kaunin tvísýn aldarfars".
Minnast menn ekki að hafa
séð þvilika bardagalýsingu fyn-
i íslenzkum kveðskap. Mr.
Valdimar krukkar með kynngi-
penna i tvísýn kaun aldai-fajrs-
ins þannig að engu er iíkara
en tvö sverð séu á lofti. Það
er eitt mesta krukk sern sög-
ur fara af, og mætti ætia að
sverðin yrðu mörg, þegar
krukkinu sleppir. — Og ekki
situr þar við um eiginleika
hinnai- ágætu hetju:
Og er nú komið að hápunkti
frásagnarinnar. Hinn væntan-
legi ráðherra sá að gi-ípa þurfti
til röggsamiegra athafna til
að hindra eirðarleysi á nætur-
þeli:
„Morgun einn, er eldar brenndu
álagaham af vorri jörð,
goðorðsmaður gullhnappaður
gekk á land við Isafjörð.
Fagurt bjó þar frúarefni —
fleiri vissu um það en hann. —
Engin keppni kom til greina,
kappinn ævisigur vann.
Heilög voru heitin unnin,
hringingar um iand og sjá,
Ekki máttu böndin bresta,
biskup rak þvi hnútinn á".
Er þess að vænta að herra
biskupinn hafi rekið á tryggi-
legan rembihnút meðan hringt
var um land og sjá, svo að litt
stoði að krukka í þau bönd,'
jafnvei þótt menn séu snilling-
ar í þeirri grein.
Er nú kvæðinu að mestu
lokið, enda hefur mikið verið
afrekað. Aðeins er eftir að geta
þess að hinn gullhnappaði goð-
oi-ðsmaður flutti herfang sitt
vestur að unnu striði og situr
þar „heill við frægð og völd":
„Lyftist'.brún, er hrúgan
hækkar,
heimtast stærri ríkisgjöld.
Árum fáum eftir þetta
Austurlands og Dalason
hyggjuhvass og bringubreiður
brýnir raust í Washington".
Mun þar eflaust átt við að
mr. Valdimar verði senn for-
seti Bandaríkjanna, enda óvíst
að aðrir menn vestur þar
kunni betri skil á marka-
skrám eða geti beitt penna
sínum með jafn .sérkennilegu
móti.
í ritgerð sem ívar Guð-
mundsson, sem nú er að eigin
sögn orðinn einn helzti for-
ustumaður sameinuðu þjóð-
anna, skrifaði í Lesbók Morg-
unblaðsins 3. apríl 1951 tiL
skýringar á Valdimarsdrápu
gat hann þess að föðuramma
mr. Valdimai-s hefði dvalizt í
Bandankj unum 40 ár og neit-
að að tala enskt orð allan
þann tíma. Hún hefur verið ís-
lenzk kona, flutt ættjörð sína
með sér og neitað að yfirgefa
hana. Mr. Valdimar hefur val-
ið annan hátt, sett met í
mælsku á enska tungu, auk
þess sem hann taiar íslenzku
með sínu móti. Munu ýmsir
mæla að þá minntist hann
bezt íslenzkrar ömmu sinnar ef
hann neitaði að tala móðurmál
hennar, en sízt myndi ráðherr-
ann fallast á þá skoðun. Þvert
á móti mun hann telja þróun
sína eðlilega, og álíta að hinir
sem enn byggja þennan hólma
hafi dregizt hrapallega aftur-
úr. En nú standa til þess von-
ir að úr þvi verði bætt með
aðstoð mr. Valdimars og ann-
arra góðra vina að vestan.
Hinn bandaríski ráðherra
hefur aðeins tóm til þess að
staldra hér við fimm daga áð-
ur en hann hverfur aftur heim
til sín að hrúgu þeirrí sem
sífellt hækkar. En það er ekki
nema sjálfsögð vinsemd að
benda honum á að yfir honum
vofir alvarleg hætta. Aiþýðu-
blaðið hafði það eftir honum
að í haust yrði „haldið hátíð-
legt hundrað ára afmæli Step-
hans G. Stephanssonar. 1 þvi
sambandi mun verða reynt að
vekja sem mesta athygli á
því, hvílíkur afburðamaður
hann var á sínu sviði, — það
er hol.lt heilbrigðum metnaði
lítilla þjóðarbrota að minnast
slílcra manna". Ráðherrann
hefur eflaust aldrei haft fóm
til að lesa kvæði og ritgerðir
Stephans G., annars myndi
hann vita að hann var hættu-
iegur f jandmaður vestrænnar
menningar, uppreisnarmaður
og byltingarseggur. Það lá
meira að segja nærri að hon-
um væri varpað í fangeisi fyr-
ir landráð eftir að Vígslóði
kom út. Ef hann væri enn á
lífi og byggi í Minnesota myndi
hann hvergi eiga sess nema
innan fangelsisveggja þeirrar
stjórnar .sem nu*. Valdimar á
sæti í. Er þess mjög að vænta
að þessi vanhugsuðu ummæli
berist ekki flokksbróður hans
mr. McCarthy til eyrna því þá
kynni svo að fara að hinn gull-
hnappaði goðorðsmaður ienti
fyrir óamerískri nefnd og
fengi þar vist sem sizt skyldi.
Og myndi þá
fækka drápum A
þeim sem um _ - -
hann yrðu (1n
kveðnar. *