Þjóðviljinn - 08.03.1953, Blaðsíða 12
Almemii fimdtirinn um
Befst í StjörnnMói kinkkan 2 í dag
Almenni fundurinn sem Menningar- og friðarsamtök kvenna
Iialda um kirkjuna og friðinn, hefst kl. 2 e.h. í dag í Stjörnu-
bíói.
Auk tveggja þjóðkunnra
kvenna, þeirra Aðalbjargar Sig-
urðardóttur og Sigríðar Eiríks-
dóttur, tala þar þrír starfandi
prestar um þetta mál, þeir sr.
Árelius Níelsson, sr. Björn
Jónsson og sr. Jakob Jónsson.
Flestir kristnir menn munu
telja friðarhugsjónina eina af
Drengur é fjórða árí, Karl
Sjang Karlsson, féll út iaf
bryggju á Eskifirði og drukkn-
aði.
Drengurinn var að leika sér á
bryggjunni þegar slysið varð,
ásamt félaga sínum á líku reki.
Enginn fullorðinn v.ar á bryggj-
unni þegar drengurinn féll í sjó-
inn og þegar hann náðist var
hann drukknaður.
Vélbátur laskast
Keflaví'k.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
í fyrradag laskaðist vélbátur-
inn Nonni, „sló úr sér“ og kom
mikill leki að honum. Steinunn
'gamla fylgdi bátnum til Reykja-
víkur til viðgerðar. Vélstjórinn
á Nonna meiddist lítilsháttar, en
vont var í sjó.
Aðeins helmingur bátanna var
á sjó í fyrradag, enda va'r veður
mjög vont. Helmingur þeirra
mun sarna og ekkert 'hafa fisk-
að. Jón Guðmundsson aflaði
bezt, fékk tæp 20 skipþurtd.
221 millj. í umferð
sl
. ár
Á síðasta ári var seðlaveltan
mest í desember og voru þá í
umferð rúimar 221 millj. krónur.
Minnst var seðlaveltan á árinu
í febrúar eða nálega 40 millj.
kr. mtnni en þegar hún var
mest. Til samanburðar má geta
þess að 'árið 1951 var seðlavelt-
an mest í september, 202 millj.
og 435 þús. kr., en minnst í
márz, 30 rnillj. kr. minni en í
september.
grundvallaratriðum kristin-
dómsins og mun því gjarnan
margur vilja fræðast um þátt
kirkjunnar í 'baráttunni fyrir
því að varðveita frið í heimin-
um.
Sjómaður
drukknar
Aðfaranótt s. 1. föstudags varð
það slys á vélbótnum Vísi frá
Keflavík .að einn hásetinn féll
fyrir borð og dru'kknaði.
Hásetinn, Guðmundur Hólm
Guðmundsson, var 23 ára gam-
all, frá Þórshöfn. Slysið vildi til
um þrjúleytið um nóttina, þegar
verið var að leggja línuna. Var
Sigurður Hólm og annar maður
þá á þilfari og sá félagi hans
ekki þegar Sigurður féll út. Þeg-
ar hann sá að Sigurður var horf-
inn var hafin leit og leitað á
'sjónum með kastljósum, en Sig-
urður sást hvergi.
Útvarpstíðindi skipta um eigendor
Útvarpstíðindi hafa ekki komið út á þessu ári, en eru nú að
hefja göngu sína á ný. Jón úr Vör, sem hefur gefið út blaðið
undanfarið hefur nú selt þeim Guðmundi Sigurðssyni bókara og
Jóhannesi Guðfinnssyni lögfræðingi blaðið, og munu þeir fram-
vegis annast útgáfu þess og ritstjórn.
ftiest innflutt
frá U8A.
1 janúar sl. voru fluttar inn
vörur frá 26 löndum a.m.k. en
íslenzkar afurðir á hinn bóginn
seldar til 22 landa. Mest var
flutt inn frá Bandaríkjunum, fyrir
rúmlega 23 millj. ísl króna og
einnig var mest flutt út þangað
eða fyrlr hálfa elleftu milljón
króna.
Næst mestur var útflutningur-
inn til Austur-Þýzkalands hátt á
tíundu mi'ljón kr. en á sama
tíma var ekkert flutt þaðan inn.
Önnur helztu viðskiptalöndin voru
Bretland (innfl. nær 9 millj. og
útfl. liátt á áttundu mirtj.), Vest-
ur-Þýzkaland (innfl. 3,8 mfllj. og
útfl. 5 miflj.), Frakk'and (innfl.
874 þús. og útfl. 4 millj.) og Isra-
el (innfl. 30 þús. og útfl. 3,7
millj.)
Samkvæmt skýrslu Hagtíðinda
um verzlunina í jan. 1953 við ein-
stök lönd hefur minnst verið
flutt út til Portóríkó eða fyrir
3 þús. króna og til Italíu fyrir
5 þús. króna en ekki er þess getið
hvaða vörur hér hefur verið um
að ræða.
Blaðið hefur breytt nokkuð
um form, en fyrsta tölublað
þess í höndum hinna nýju út-
gefendajiemur út nú um helg-
ina. 1 þessu fyrsta blaði er efnt
til skoðumarkönnunar um það
hverjir voru fjórir vinsælustu
útvarpsmenn ársins 1952. Er
ekki vafi á, að mikil þátttaka
verður í þessari atkvæða-
greiðslu meðal hlustenda, en at-
kvæðaseðill með léiðbeiningum
fýlgir þessu fyrsta blaði. Efni
þessa blaðs er m.a. Lesendum
heilsað. Viðtal við Viihjálm Þ.
Gíslason útvarpsstjóra. Jónas
Þorbergsson lætur af embætti.
Hvað er í útvarpinu? (dag-
skrárkynning). Ljóð og létt
hjal. Fréttaauki. Til móður
minnar, kvæði eftir Heine.
Tvær konur ræðast við, saga.
Hverjir voru vinsælustu út-
varpsmenn ársins 1952? o.m.fl.
Hinir nýju útgefendur hyggj-
ast að gera Útvarpstíðindi að
góðu útvarpsblaði og skemmti-
legu heimilisblaði í senn
Hin nýju Útvarpstíðindi eru
20 síður að stærð í smekklegri
kápu og vönduð að ytri og
innri frágangi.
Lét Guðni heiðar-
leikann fyrir bílinn
bandaríska
Fyrir nokkrum árum bauð
stjórn Bandaríkjanna Tíman-
um að senda einn blaðamanna
sinna vestur til guðs eigin
lands. Sendur var Guðni
Þórðarson, þá saklaus og góð-
viljaður „sveitapiltur" ofan
af Akranesi, útskrifaður úr
Samvinnuskólanum.
Þegar hann kom að westan
hafði liann bíl meðferðis og
ók í lioniun nær eins árs
skeið hér lieima skrásettum
westur í guðseiginlandi, áður
en hann lét skrásetja hann í
Reykjavík. Um það leyti er
Guðni kom heim með banda-
iíska bílinn hóf Tíminn fyrir
alvöru þann sið bandarískra
sorpblaða að hirða ekki um
staðreyndir og heiðarleika í
frásögnum sínum en leggja
mest upp úr æsifregnum og
fölsunum.
í fyrradag mætti Guðni,
Þórðarson hjá Menningar- og
friðarsamtökum kvenna og
daginn eftir birtir Tíminn eft-
ir konum þessum þveröfug
ummæli við þau er þær
sögðu.
Það er sagt að áður fyrri
hafi menn stundum í gjald-
eyrisvandræðum selt skratt-
anum sál sína. Skyldi Guðni
hafa greitt fyrir bílinn banda-
ríska með heiðarleikanum?
Sunnudagur 8. marz 1953 — 18. árgangur
56. tplublað
a
Það var manninargt í heimsókn hjá Ágúst Matthíassyni í
gær á 18 ára afmælinu. Vinir og vandameun konni og þrýstu
hendi hans og árnuðu honum heilla. i
Þá komu og í heimsókn til
háns forseti fSl Ben. G. Waage
V!
r • rt
Hú savík.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Leikfélag Húsavíkur er þessa
dagana að sýna Skuggasvein, eft-
ir Matthiías Jochumsson. Er
leikurinn mjög vel 'sóttur og
prýðilega tekið.
Útlán baiikaima
sioast lioio ar
Útlán bankanna árið 1952 voru
svipuð alla mánuði ársins, minnst
í janúar ein millj. 244 þús. 'kr.
og mest í ágúst ein millj. 459
iþús. kr. Árið 1951 voru útlán
bankanna einnig minnst í jan.
ein milli. 82 þús., en mest í
■október ein millj. 306 þús. kr.
Grindavík.
tFrá fréttaritara Þjóðviljans.
Allir Grindavíkurbátarnir eru
nú hættir við netin og ætla að
'byrj.a aftur að fiska á línu, því
ekker.t hefur veiðzt í netin und-
anfarið.
Sjórinn er fullur af loðnu.
Sundmét KR fer fram aunað kvöld
Hið árlega suiidmót KR verður háð í Sundhöll Reykjavíkur
annað kvöld og hefst kl. 20.30. Margir keppendur eru skráðir
til leiks frá 9 félögum og félagasamböndum, þar af 5 utan
Reykjavíkur.
Keppt verður í 10 greinum
og má búast við mjög harðri og
skemmtilegri keppni í sumum
þeirra.
I 50 m skriðsundi karla eru
keppendur 13 og verður keppn-
in hörðust milli Pcturs Krist-
jánssonar og bræðranna Ölafs
og Theódórs Diðrikssona, sem
allir keppa fyrir Ármann.
Þær Helga Haraldsdóttir KR
og Inga Árnadóttir af Suður-
nesjum keppa ásamt Ásgerði
Haraldsdóttur KR í 100 metra
skriðsundi um flugfreyjubikar-
inn svonefnda, en hann var gef
inn til árlegrar keppni í þessu
sundi af -Rögnvaldi Gunnlaugs-
syni til minningar um systur-
sína, íBáru Sigríði, sem fórst
í flugslysinu mikla í Héðins-
firði 1947.
Af öðrum greinum má geta
um 100 metra bringusund
karla, iþar sem m.a. keppir
drengjamethafinn Sverrir Þor-
steinsson úr Ölfusi og Þor-
steinn Löve af Suðurnesjum, 50
m baksund karla, en þar er
Ólafur Guðmundsson á meðal
keppenda, og 100 m skriðsund
drengja þar sem líklegast er
að keppnin um fyrsta sætið
verði milli Amar Ingólfssonar
IR óg Steinþórs Júlíussonar IS.
Síðasta keppnisgreinin á
kvöldinu er boðsundskeppni,
4 X 50 m flugsund karla. Keppa
þar þrjár sveitir, frá Ægi, Ár-
manni og KR, og er ómögulegt
að spá neinu um úrslitin.
Pétur Kristjánsson
og framkvæmdastjóri Hermann
Guðmundsson og afhenti for-
setinn hcnum fyrir hönd í-
þróttamanna og annara velunn-
ara 17 þús. krónur, sem þegar
höfðu safnazt til styrktar af-
mælisbarninu á vegum fram-
kvæmdastjórnar ISl.
Er upphæðin frá eftirtöldum
aðilum:
Gefið á skrifstofu Iþróttasam-
bands Islands kr. 1716,93.
Frá nemendum Reyklioltsskóla
í iBorgarfirði kr. 1000,00.
Frá Knattspyrnufélagi Reykja-
víkur, ágóði af skyndihapp-
drætti kr. 6000,00.
Frá Knattspyrnufélaginu Val-
ur, ágóði af iþróttamóti kr.
3634,07.
Frá Skíðadeild Knattspyrnufél.
Víkingur kr. 671,00.
Frá Iþróttafélagi Reykjavíkur
kr. 310,00.
Safnað af Morgunblaðinu kr.
3638,00.
Safnað af Þjóðviljanum kr.
200,00.
Safnað af Tímanum kr. 180,00.
Samtals kr. 17.350,00.
Söfnuninni er ekki lokið.
Sá sem þessar línur ritar leit
inn til Ágústar rétt sem
snöggvast. Af fölu andliti hans
Framhald á 8. síðu.
Hvað gerir stjórn
ríkisspítalanna
Fyrir skömmu upplýsti. Þjóð-
viljinn að stjórn ríkisspítalanna
hefði að starfsfólki fornspurðu
hækkað fæðisverð um 100 krón-
iur 'á mánuði á sama tim.a og
neyzluvörur lækkuðu samkvæmt
nýgerðum kjarasamningi við
verkalýðssamtökin. Þetta hefur
að vonum vakið almenna at-
hygli og mælzt illa fyrir, því
mönnum þykir yfirleitt ekki við-
eigandi að opinberar stofnanir
'gangi á undan i því að fj.and-
skapast við rétt verkafólks svö
ekki sé talað um þau fyrirtæki,
sem notið hafa sérstakrar til-
litssemi af hálfu verkalýðssam-
takanna í kaupdeilum eins og
'spitalarnir. — Sú spurning er
nú mjög í ihuga almennings,
hvort stjórn ríkisspitalanna ætl-
ar að láta sér sæma að tregðast
öllu lengur en orðið er við að
uppfylla þær sjálfsögðu sann-
'girniskröfur starfsfólksins að
umrædd verðhækkun verði aft-
urkölluð.
Adenauei* fær
afsvar
Stjórnlagadómstóll Vestur-
Þýzkalands kvað upp þann úr-
skurð í gæir að hann hefði ekki
vald til að verða við beiðni
Adenauers forsætisráðherra urrt
að kveða á um það fyrirfram,
'hvort samnin'garnir um Vestur-
Evrópuher, sem nú liggja fyrir
vesturþýzka þinginu, iséu sam-
rýmanlegir stjOTnarskránni. —