Þjóðviljinn - 10.03.1953, Page 5
Þriðjudagur 10. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (-5
OSt Kættcx á gulusmit-
un við blóðgjjafir
Vísindamenn eru þeirrar skoðunar að aukinnar aðgæzlu
þurfi við blóðfærslu vegna hættu á gulusmitun.
Sex vísindamenn, frá Svíþjóð,
Hollandi, Englandi og Banda-
ríkjunum, sem nýlega sátu
ráðstefnu í Liége á vegum heil-
brigðisstofnunar SÞ (WHO),
komust að þessari niðurstöðu.
Gula er, einsog kunnugt ér,
lifrarbólga, sem ,orsakast af
vírus. Aðeins örsjaldan leiði.r
liún. tii dauða, en menn geta
átt lengi í henni, orðið rúm-
fastir allt að tveim mánuðum.
Tvær gerídr vírusa orsaka
gulu, og eru þeir kallaðir A
og B til aðgreiningar. B-vír-
usinn orsakar það sem kallað
er blóðvatnsgulu, sem fengið
hefur það nafn, af því að hún
gerir vart við sig í sambandi
við blóffVatnsgjafir eða blóð-
færslur. A-vírusimi getur einn-
ig borizt manna á milli með
þessum hætti, en það er þó
sjaldnar, oftast berst hann
eftir venjulegum smitlciðum.
ífl
Erfitt að finna B-vírusinn.
Gallinn er sá, að mjög erf-
itt er að komast að raun um,
hvort B-vírusinn er í blóðvatn-
inu eða blóðinu. Hann getur
verið í bló'ði fullhrausts manns
fimm árum eftir að hann tók
sjúkdóminn, ag enginn aðferð
hefur enn verið fundin til að
ganga úr skugga um, hvort
hann er í blóði hans, önnur en
sú, að reyna þáð á liraustum
manni. En auk þess tekur það
langan tíma, frá því smitun á
sér stáð þar til sjúkdómsein-
kenni koma í ljós, eða milli 60
og 160 daga, og af þeirri ástæðu
hafa menn oft ekki gert sér
grein fyrir sambandinu milli
blóðgjafarinnar og sjúkdóms-
ins.
Helzta ráðlegging þessara
vísindamanna er því, að forð-
ast eftir megni að nota blóð úr
fólki, sem haft hefur gulu, við
blóðgjafir.
1 af 200 hefur B-vírus.
Tali'ð er að einn af hverjum
tvö hundruð mönnum gangi
með B-vírus í blóðinu. Þó er
rétt að~ taka þessa tölu með
varúff. Einsog' áður er sagt, er
enginn aðferð fundin til að
hafa uppá vírusnum, nema
með því að gera tilraun á
hraustu fólki, og slíkar tilraun-
ir hafa eðlilega ekki verið gerð-
ar. En áðurnefndir vísinda-
menn hafa gizkað á þetta.
Ráðstafauir til að draga
úr smithættu.
Ef sjúklingurinn fengi blóðið
beint úr blóðgjafanum. væri
hætta á smitun samkvæmt
þessu áðeins í einu tilfeili af
200. En þar sem það verður
æ algengara að sjúkrahúsin
haldi blóðbanka og blandi
saman blóði margra blóðgjafa,
oftast um 300, og allt það blóð
inniheldur B-vírus, ef einn
Wóðgjafinn hefur haft liann,
þá vex smithættan náttúrlega
mikið. Því leggja vísindamenn-
irnir til, áð aldrei sé blandað
saman blóði fleiri blóðgjafa en
10—20. Á þann hátt ætti að
vera hægt að minnka smithætt-
nna mikið. Og ef sú regla væri
tekin, að nota aldrei til bló5-
gjafa blóð úr mönnum, sem
haft hafa gulu, mundi alveg
komið í veg fyrir þessa liættu.
Brezki blóðbankinn National
Blood Transfusions Service,
hefur þegar fært sér í nyt
rannsóknarniðurstöður þessara
vísindamanna.
Ilrfngmg olli
sprengfngtt
Það kom fyrir í Kaupmanna-
höfn uim síðustu helgi, að
mikil sprenging varð í íbúð,
þegar gestkomandi maður
hringdi á dyrabjölluna.
Ástæðan var sú, að íbúand-
inn liafði ætlað að1 stytta sér
aldur með því að skrúfa frá
gasinu, íbúðin var þegar orðin
full af gasi, þegar hringt var á
dyrabjölluna og sprengingin
varð þegar rafmagnsneistinn í
dyrabjöllunni kveikti í gasinu.
Öll húsgögnin eyðilögðust að
mestu, rúðurnar mölvúðust og
glerbrotin þeyttust útá götuna
Maðurinn sem hafði ætlað að
fyrirfara sér, var enn á lífi
og var fluttur í sjúkrahús.
Baráttan gegn infSáensunni
** «/
í T7iraTriyr?!'íT w v-w.
I síðustu viku var kveffinn
upp dómur yfir morðingja í
Vestur-Þýzkalandi. Morðinginn
fékk II/2 árs fangelsi og var
tekið fram í dómsforsendum
áð ástæðá hefði þótt til að
hafa dóminn vægan vegna þess
að morðinginn hefffí verið naz-
isti!
Morðinginn, Kurt Tesch, 43
ára, var ákærður fyrir að hafa
myrt bandarískan fiugmann í
október 1944 með því að skjóta
liann í hnakkann.
í Reutersskeyti segir að
,,rétturinn hafi á'itið það hafa
dregiffi úr sök Tesch, að hann
hafi hlotið strangt nazistískt
uppeldi". Tesch var 24 ára að
aldri, þegar Hitler kom til
valda.
Mikil deila stendur yfir í
Ðanmörku milli efnavörukaup-
manna og Iyfsala. Þeir fyrr-
nefndu Iiafa um langa hríð
selt c-vítamínpillur mun lægra
verði en lyfsalarnir, eða á d.
kr. 2,00 fyrir 100 töflur i stað
3,40.
Lyfsalarnir halda því fram,
að þeir einir hafi rétt á að
selja þessar töflur, þar sem
Kennarar á
Sex kennarar, tveir þeirra
rosknar konur, settust á stétt-
ina fvrir framan þinghúsið í
New Delhi um síðustu helgi.
Þeir tilkynntu að þeir mundu
hafast þar við án þess að
neyta nokkurrar fæðu, þar til
þingið hefði gengiff* 1 inn á kröf-
ur þeirra nm kauphækkun.
Átta jiiggja manna hópar
munu bætast við, hver á 3
daga millibili, þar til kröfum
þeirra hefur verið sinnt. Kenn-
aramir halda því fram, að
mn 85000 kennarar í einu
fylki Indlands hafi ekki fengið
la.un sín greidd í hálft ár.
Laun þeirra eru nú um 100
til 250 íslenzkar krónur á mán-
uði.
um sé að ræða lyf, sem sé
háð lögum um lyfsölu. Kaup-
mennirnir segja hins vegar, að
þetta sé ekki lyf, heldur upp-
bót á fæðu. Töflurnar voru
framleiddar af stórum efna-
verksmiðjum, en þær gengu í
lið með lyfsölunum og hættu
að • selja kaupmönnum. Þeir
tóku sig þá til, fengu sér töflu-
vél og réðu lyfjafræðing í þjón
ustu sína og gátu þannig full-
nægt eftirspuniinni. Þá fengu
þeir strax aftur tilboð frá verk
smiðjunum. Nú hefur innan-
ríkisráðherrann skorizt í leik-
inn og enn bannað verksmiðj-
unum áð selja kaupmönnum.
Það má ekki skerða einokun
lyfsalanna.
ini.-ng.d8iaj.ia.... "* vmiaiam
Innflúensufaraldurinn í Evrópu að undanförnu hefur valdið mikl-
um önnmn í alþjóðiegu innflúensustofnuninni í London. Þangað
eru send blóðsýnishorn til að fá úr því skorið, livaða vírusgerð
á sök á sjúkdóminum á hverjum stað, svo að betur sé hægt að
gcra yarnarráðstafanir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunia (WHO) læt-
ur þau boð út ganga, að rannsóknir vísindamanna geíi góðar
vonir 'um, að hægt verði að koma í veg fyrir mar.nskæffa faraldra
í nánustu framtíð.
Heyrnarlaust fólk getur tal-
að saman á fingramáli, en ef
það er Hka blint, vandast mál-
ið. Þá getur það einungis
kcrmizt í samband við annað
fólk með hjálp.b'.indraletursins,
en fáir. aðrir en , þeir sem eru
blindir sjálfir kunna að rita
blindraletur.
Nú hefur starfsmaður við
dönsku sendisveitina í London
búið til tæki, sem gerir mönn-
um kleift að rita blindralet-
ur, þótt þeir kunni það ekki.
Tældð er svipað og ritvél, meff1
venjulegu leturborði, en í stað-
inn fyrir bókstafi, slær þa'ö
blindraletur. Danska blindra-
vinafélagið hefur látið gera
þrjú slík tæki og haffa þau
reynzt vel.
OJ
Knæpueigandi í bandaríska
bænum Pottsville, Pennsylvan-
ia kafnaði á mánudaginn í síð-
ustu viku af því að egg sat
fast í barka hans. Hann hafffi
gortað af því, að hann gæti
haft fjögur hrá égg milli tann-
anna án þess að skumimar
brotnúðu, en svo illa vildi til
að eitt þeirra rann niður í bark
ann og varð honum að bana.
e r
heimtaði vantraust
Japanski forsætisráðherrann,
Shigoru Yoshida, notáðí oröið
„bakayaro“ um einn af þing-
mönnum sósíaldcmókrata í þing
ræðu nýlega og varð af mikið
i-ppistand.
Orðið þýðir nefnilega á ís-
lenzku eitthvað í líkingu við
nautheimski fábjáni". Sósíal-
demókratinn, Eiichi Nish'imura,
hafði á'ður sagt, að forsætis-
ráðherranum væri nær að láta
í ljós eigin skoðun á stöðu Jap-
áns í alþjóðamálum ,,í staðinn
fvrir aðí,Ve1rá má'pípá Eiscn-
howerg ,og Chúrchills.“
Þegar og Yoshida hafði látið
þessi fúkyrði fjúka, krafðist
Nishimura að lýst yrði van-
trausti á stjórnina. Þingið
samþykkti með 191 atkv. gegn
162 að lýsa yfir vanþóknun á
framkomu forsætisráðherrans,
en 113 sátu hjá. þ. á. m. land-
búnáíhrráðherrann í stjórn
Yoshidas og var honum vikið
úr émbætti fyrir bragðið. Þing-
menn eins af stjórnarflokkun-
um, Frjá'slyndra, sátu hjá og
þyldr það benda til að stjórn-
In sé völt í sessi.
í NorÖur-Kóreu hefur veriö gefin út skýrsla um
sprengjuárásir Bandankjanlanna. Skýrslan er í þrem
llöum.
1) Um sprengjuárásir á bæi
og þorp, sem enga hernaðar-
þýð’ngu hafa og gereyðilegg-
ing þeirra. Á höfuðborgina
Hjáskapnr me8
skilyrStim
I flugsveitum Bandaríkja-
manna í Bretlandi eru einnig
hjálparsveitir kvenna. Nýiega
komu 150 bandarískar va.ikyrj-
ur til flugstöðvariima r í Bov-
ingdon. Brezkir karlmenn voru
í því tilefni varaðjr við, aff ,ef
þeir efndu til ráðaha.gs meö
þeim, mundu þeir verða að túta
sömu skilyrðum og brezkar
konur, sem gifzt hafa banda-
rískum hermönnum. Ef þeir
mundu vilja fylgja konum
súuun ti] Bandaríkjanna, yrðu
þeir fyrst að fyl'a út hin marg
umtöluðu bandarísku lögreglu-
eyffublöð, þar sem á eru skráð-
Framhaid á 11. síðu.
11 r hluti bæja í Norour-Kóreu
er nú algerlega í rús'tum.
2) Um notkun múgmorðs-
tækja, sýklasprengna og kem-
Pyongyang var á tímabilinu frá iskra vopna. Á tímabilinu frá
11. júlí til 20. ágúst 1950 gerð-
ar 250 loftárásir. 4000 manns
fórust en 2500 særðust í þess-
um árásum.
Frá því styrjöldin hófs't hef-
ur samtals verið varpað um
52.000 sprengjum á Pyongyang,
eða 1000 sprengjum á hvern
7. febrúar til S. apríl 1952 var
varpað eiturgassprengjum 33
sinnum og 400 sinnum var
sýklasprengjum varpaff á tíma-
bilinu frá 26. janúar til 25.
marz 1952.
3) Um eyðileggingu menning-
arstofnana, spítala og sögu-
ferkilómetra borgarinnar. Mest- merkra bygginga. .
I Danmörku -hefur vcrið
stofnað sérstakt byggingarfé-
lag lamaðra og fatlaðra. Ætlun
in er að koma upp íbúffúm sem
fúllnægja þeim sérstöku þörf-
um, sc-m örkumla fólk hefur,
og veita öðrum byggingarfé-
lögum í’áð vi’ð smíði slíkra. í-
búða.