Þjóðviljinn - 10.03.1953, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur '10. mrz 1953
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson táb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. '20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljant h.f.
Baráttan fyrir friði
Enn einu sinni hafa gerzt atburðir sem varpa skýru ljósi inn
í hugskot ráðamanna þjóðarinnar. Hér á Islandi er starfandi fé-
lagsskapur sem nefnist Menningar- og friðarsamtök íslenzkra
kvenna. Félág þetta hefur m.a. á stefnuskrá sinni að berjast fyrir
friði, fyrir öryggi og framtíð barnanna, fyrir vináttu og sam-
vinnu kvenna í öllum löndum, fyrir hlutleysi Islands í hernaði
og gegn hverskonar hernámi og þeim hættulegu áhrifum sem
seta erlends hers í landinu hefur á æskulýð landsins, menningu
og tungu þjóðarinnar. ,
Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna hafa þegar haf-
ið röskleg störf, haldið vandaða fundi, sent út til þjóðarinnar
■ályktanir.um baráttumál sín og gefið út Kóreuskýrsluna, en hún
er ægilegt heimildarrit um djöfulæði styrjaldar og svo örugglega
vottfest að ekki verður véfeogt.
Um síðustu Jielgi boðaði félagið síðan til myndarlegs fundar
■1 Stjörnubíói á hinum alþjóðlega baráttudegi kvenna. Félagið
leitaði samstarfs við presta, því víst ætti það að vera þeim hjart-
fólgið baráttumál að innræta Islendingum friðarhugsjónina og
taka þátt í sókninni gegn styrjöldum og styrjaldarundirbún'ngi,
sem þjaka nú einnig íslenzku þjóðina á æ áþreifanlegri hátt. Og
árangurinn af þessum tilraunum félagsins varð sá að þrír prest-
ar hétu því að taka, til máls á fundinum og gera grein fyrir af-
stöðu kirkjunnar til friðarbaráttunnar. .
En þegar svo var komið trylltust blöð ríkisstjórnarinnar. Sl.
laugardag birti Tíminn ómengaða slúðurfregn um fundinn, sagði
að prestarnir þrír væru ,,táldregnir af Rússum“, „misnotaðir af
pólitískum spekúlöntum“ o.s.frv. Og á sunnudag birti Morgun-
blaðið safn hrakyrða um Menningar- og friðarsamtök íslenzkra
kvenna og hélt áfram með þessum orðum:
„I dag hafa þau boðað til fundar og fengið þrjá af þjónum ís-
lenzku þjóðkirkjunnar til þess að tala þar. Hafa nú önnur eins
endemi' nokkurn tíma heyrzt! Kommúnísk áróðurssamtök taka
sig til og gefa út sorann úr áróðri alþjóðlegra hræsnissamtaka
kommúnista. Síðan segja hinar frómu konud, sem fyrir þessu
stánda hér, að samtök þeirra séu ,,ópólitísk“. Loks fá þær þrjá
presta til þess að mætá á „ópólitiskum friðarfundi" er þær efna til.
Eru nú til öllu ,,hytsámári sákleysingjar“ en þeir menn sem láta.
ginna sig til þátttöku í slíkum félagsskap eða einhverskonar sam-
starfs við liann ? Áreiðanlega ekki.“
Slík verða viðbrögð stjórnarblaðanna þegar þrír prestar þjóð-
kirkjunnar leyfa sér að tala um kristindóm og frið á almennum
borgarafundi, •— aðeins vegna þess að einhverjir ,,kommúnistar“
kuhna að vera í hópi þeirra sem standa að fundarboðinu. Og
þetta er raunar engin nýlunda. Þannig er ævinlega reynt að of-
sækja hvern þann sem ekki vill sitja og standa að geðþótta her-
námsflokkamia og blaða þeirra. Menn minnast þess t.d. hvernig
Sigurbjöm prófessor Einarsson var nefndur „smurður Moskvu-
agent" hér' um árið og öðrum áþekkum nöfnum; og sízt er því
að neíta áð þessí ofsalegi tryllingur hefur áhrif á ístöðulítið fólk.
Þess varð einnig greinilega vart á fundinum í Stjörnubíói í fyrra-
dag að prestarnir kveinkuðu sér undan árásum hernámsblaðanna,
en væntanlega hefur það aðeins verið stundarviðkvæmni; að
minnsta kosti færi það ekki vel monnum sem fylgja vilja í fót-
spor Krists að geta ekki staðizt smávægilegar ofsóknir í blöðum.
Annars er það ekkert óvenjulegt fyrirbæri né bundið við Is-
land að reynt sé að gera friðarbaráttuna tortryggilega með því
tð kommúnistar taki þát.t í henni og þannig reynt að hrinda and-
stæðingum kommúnista burt. þótt þeir kunni að hafa góðan vilja
til þess að berjast fyrir friði. En þetta er augljós rökvilla. For-
senda friðar er sú að stórveldin, lönd kapítalisma og lönd sósíal-
•isma. komi sér saman um að leysa deilumábVi með friðsamlegu
móti og samningum.'Það er auðvitað ekki hægt ári þeás að setj-
ast á bekk með kommúnistum. Þetta ætti að vera augljóst mál
öllum sem hafa góðan vilja.
Hitt er svo lærdómsrík staðreynd að það skuli einmitt vera
kommúnistar sem af heilurn hug beita sér fyrir slíku samstarfi
og rétta hverjum þeim liönd sem að friði vill vinna, hvað sem
öllum skoðanaágreiningj líður um önnur mál. Sú staðreynd sýn-
ir glöggt hverjir það eru sem vilja stríð og hverjir vilja tr\rggja
þann frið sem er flestu öðru dýrmætari.
Ungur Sorlngi gegn ægivaldi
rússnesku keisar ast| ór narinnar
Barbusse Sýsir atvikum frá baráftu-
árum Stalíns í Kákasus
í bókinni ,,Staline“ segir
franski rithöf. Barbusse svo frá
kafla úr baráttu Stalíns á unga
aldri heima í Kákasus:
„.. .. Hann fór ekki alltaf með
leynd. Þær stundir komu, vand-
lega valdar, er hann kom opin-
berlega fram. Þannig var, er 1.
maí var fyrst minnzt í Kákasus,
1901, fyrir hans tilstilli. Öðru
sinni gekk hann i fararbroddi
járnbrautarverkfallsmanna. Lög
regluforingi hótaði að skotið
yrði á hópinn ef hann dreifðist
ekki. Stalín svaraði fyrir þá:
„Þig hræðumst við ekki. Við
dreifum okkur þegar kröfur
okkar hafa verið uppfylltar."
Lögregluhópurinn sem sendur
var gegn verkfallsmönnum fann
þá ekki.
Hann fór til Batum, Adzarist-
an, í Suður-Grúsíu, og kom upp
flokksnefnd þar. Þar með hefst
„nýr þáttur í mikilfenglegum
æviferli“. Frá aðalstöðvum í
fenjaútborginni Kaoba, stjórn-
aði Sosso (en svo var Stalín
nefndur) baráttu verkamanna í
Mantascheff- og Rotschildverk-
smiðjunum.
Hann var hrakinn þaðan af
lögreglunni og flýði til Gorodok.
Hann átti örðugra um hreyfing-
ar vegna þess að hann flutti með
sér leyniprentsmiðju, sem hann
hafði til að prenta málgögn sín.
Eftir eina kröfugönguna með
hann í fararbroddi, er 14 féllu,
40 særðust og 450 voru hand-
teknir, varð prentsmiðjan og
stjórnandi hennar að flytja enn
á ný.
í grenndinni var kirkjugai'ður,
er nefndist Sú-Úk-Sú, og var
grafarinn vinur Stalíns. Margir
leynifundir vox'u haldnir í þeim
kirkjugarði, en að fundunum
loknum urðu fundarmenn að
fela vandlega alla sígarettu-
stubba til að hneyksla ekki
sanntrúaða múhameðsmenn!
Dag nokkui'n var prentsmiðj-
an flutt þangað í hasti. Grafar-
inn tók hana til geymslu og
stói-a krukku með letri. Hann
var að rogast með þessa byrði
í áttina til maísakurs í grennd-
inni skammt fi'á er hann varð að
fleygja sér flötum til jarðar
vegna þess að flokkur lögreglu-
manna þeysti framhjá og á eftir
þeim kósakkahópur, og voru
raunar að leita að þrentsmiðj-
unni.
Enn varð að finna nýjan stað
handa prentverkinu og stjórn-
anda þess. Þeir komu því
fyi'ir í húsi manns að nafni
ICasim.
Kasím var roskinn maður en
hafði í elli sinni og einfeldni
síns múhameðska hjarta öðlazt
skilhing á 'boðskap Stalíns og
orðið mikill aðdáandi hans. Dag
einn sagði gamli maðurinn: „Eg
er ónýtastur og ofsóttastur allra
manna og ég hef aldrei talað við
foringjann, en þig þekki ég.“
Síðar þegar Kasím hafði kynnzt
Sosso betur, varð honum að
orði: „Eg sé nú hvað þú ert.
Þú ert afirkatza (abkasísk
sagnahetja). Þú gætir verið son-
ur þrumu og eldingar, þú ert
hraustur og hugprúður og mik-
illar sálar.“
Þessi aldurhnigni bórxdi og
sönur hans fluttu prentsmiðjuna
heim til sín, og Sosso fékk þar
aðsetui'sstað. Konur með lang-
ar múhameðsslæður, er virtust
ef betur var að gáð, furðu þrek-
vaxnar, fóru að vera á ferli í
þorpinu. Það voru prehtarai'nir
sem þurftu að fara varlega til
vinnu sinnar og frá.
Morgun hvern sást Kasím
gamli fara að heiman, virðuleg-
ur gráskeggur með vefjai'hött á
höfði, berandi fulla körfu af
grænmetr og ávöxtum. En undir
ávöxtunum var stafli af flug-
blöðum og ávörpum. Hann hélt
að verksmiðjuhliðunum og seldi
þar ávextina og grænmetið. Ef
hann kannaðist við kaupend-
urna eða leizt sæmilega á þá
vafði hann vörurnar í flugblöð-
in.
Vegna stöðugs Umgangs og
hávaða í prentvélinni kom upp
sá kvittur nxeðal bændanna í
nági’enninu að Sosso, gestur
Kasírns, ynni að því að px'enta
falska seðla.
Þeir voru ekki alveg ráðnir í
því hvaða álit ætti að hafa á
þeirri iðn, til hennar þurfti sýni-
„Sosso“
lega rnikla tæknikunnáttu, en
hún var dálítið varasöm. Kvöld
eitt komu þeir að máli við Sosso
og sögðu við hann: „Þú ert að
prenta falska peningaseðla og
kannski gerir það -okkur ekkert
til, við erum svo fátækir að okk-
ur er engin.liætta búin af því.
Hvenær ætlarðu að setja pen-
ingana þína i úrnferð?'1 .
,,Eg er ekki að pi'enta falska
peningaseðla,“ svaraði Sosso.
„Eg er að prenta blöð til að lýsa
eymd ykkar.“ . x
„Það er enn betra,“ sögðu
bændurnir. „Við heíðum ekki
getað hjálpað þér til að falsa
rúblui', því á það berum við
ekkert skynbragð. En hitt
þekkjum við. Það skiljum við
og erum þér þakklátir. Við skul-
um hjálpa þér.“
Við skulum snöggvast láta
tímaröðina eiga sig. Við erum
enn stödd á sama stað, í garð-
inum hans Kasíms — en ái*ið er
1917. Eftir byltinguna sneri
ganili maðui'inn heim og tók að
yfirlíta garðinn sinn. Þar hafði
hann gruLð leyniprentsmiðjuna
fyrir niorgum mánuðum er
hann hafði orðið að flýja fyrir-
varlítið að heiman. Herménn
höfðu setzt að í húsinu og þeir
höfðu einhvern veginn komið
niður á prentsmiðjuna og dreift
hlutum úr henni um allan garð-
inn. Kasím gamli hætti ekki fyrr
en hann hafði fundið alla hlut-
ina og sett þá saman á ný. Þá
benti hann syni sínum á handa-
verkin og sagði stoltur: „Sjáðu
til, það Var með þessari vél að
byltingin vár gei'ð.“
Hverfum svo aftur til apríls
1902. Dag nokkurn var Sosso
að tala við Kandelaki, reykjandi
sígarettu, dökkur yfirlitum var
hann í þá daga, grannvaxinn,
með rauðtíglóttan trefil uin
hálsinn. Hann hafði svart
skégg, likt og rómantískur
listamaðui', „svo virtist sem
hvassviðri hefði feykt kolsvörtu
hárinu frá enninu.“ „lítið yfir-
, skegg; langleitt andlitið yljað af
hugprýði og ká1ínu.“ Nú var
okranan.leynilögregla keisarans,
enn'á hælum honum. og einmitt
þessa stund var lögreglulið að
fylla húsið og umkringja það.
Sosso var fallin í gildru. Haim
sagði aðeins: „Það er ekkert,“
og hélt áfram að reykja. Lög'-
reglan kom inn og þessu vai'ð
ekki við bjai'gað, Sosso var
handtekinn, settur í fangelsi í
Batúm og síðar fluttur til Kúta-
is, en þar skipulagði hann vel-
heppnað verkfall fanganna.
Eftir þetta var hann sendur
til Síberíu, til Irkútskhéraðsins.
Keisarastjói'nin hafði ekki
reynzt fær um að virkja auð-
lindir Síberíu, en hún hafði
dreift um allt landið fangabúð-
um og fangadvalarstöðvum, þar
sem fangar voi'u ýmist hafðir í
haldi eða látnir týnast í víðáttur
landsins.
En dag nokkur birt.ist maður
í Batúm, klæddur hermanna-
búningi. Það var Stalín, sem
hafði foi-málalaust hafnað for-
sjá lögreglunnar og snúið heim
frá Mið-Asíu á eigin kostnað.
Margt tafðist við þetta en þó
var ekki hægt að segja að tím-
inn glataðist með öllu, því bylt-
ingarmenn flytja starf sitt með
sér, einnig í fangelsin.
Símon Verestsak. þjóðbylt-
ingarmaður og heitur stjprn-
málaandstæðingur Stalíns
(„Allt fór í taugarnar á honum
sem Stalín viðkom,“ segir
Demjan Bjedni, „nef hans, hára-
litur, rödd hans, allt.“) skýrir
svo frá að 1903 hafi hann verið
í sama fangelsi og Stalín. Það
var í Bakú, og fangelsið var
ætlað fjögur hundruð mönnum,
en fimmtán hundruðum hafði
verið troðið inn í það. Dag einn
kom nýr maður í klefann. sem
bolsévíkar voru hafðir í. Ein-
hver sagði. Það er Koba. (Stal-
ín). Og hvað aðhafðist Koba í
fangelsinu?. Hann kenndi fólki.
Leshringir voru myndaðir og
marxistinn Koba var meðal
helztu kennendanna. Marxisma
kenndi hann og enginn hafði roð
við honum í því efni. Verestsak
lýsir þessum unga manni: „hann
var í blárri, óhnepptri satín-
blússu, beltislaus og hattlaus,
skikkju varpað um herðar og
alltaf með bðk í hendi og skipu-
leggjandi mikla kappræðufundi.
(Koba viidi það alltaf fremúr
en tveggj.a manna tal). í einni
þessari kappræðu, um bænda-
ríiál, skiptist Serge Ordsonik-
idse fyrst á rökum og síðar
pústrum við annan ræðumann,
sósíalistann Kartsevadze og
voi'u flokksbræður hans síðar
vel á veg komnir að gera út af
við Oi'dsoníkidse. Seinna er
Verestsak hitti Stalín í fangelsi
vai'ð honum minnisstæðast. hve
óbifanlega trú þessi boísévika-
fangi hafði á lokasigri Bolsé-
vismans.
Nokki-u síðar er Stalín var
hafður í klefa nr. 3 í Baíloff-
fangelsinu, skipulagði hann.
einnig leshringi. -Fangavistin
megnaði ekki að hindra starf
hans.
Stöðug ofþreyta og illur að-
búnaður tók að mæða á heilsu
floksmannanna, sem alltaf voi'u
í fi-emstu víglínu. Stalín tók að
finna til fyi'stu einkenna berkla-
veiki. Það var leynilögi-egla
keisarans, okranan, sem lækn-
að hann, enda þótt ' það
væri ekki hennar dyggð
að þakka. Hann var í Síberíu,
úti á gresjunum, er yfir skall
ofsabylur sem þar unx slóðir
er nefndur púrga eða búran.
Eina vöi'n fólks gegn þeim af-
takaveði'um er að leggiast fyrir
og grafa sig í fönn. En Stalín
hélt áfram ferð sinni, eftir ísi
lögðu fljóti. Hann var marga
klukkutíma að brjótast þá fáu
kílómeti'a sem voru til næsta
Framhald á 11. síðu.