Þjóðviljinn - 10.03.1953, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 10. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Ríkisþinghöllin brennur
Framhald af 7. síðu.
orð í grein er nefndist: Sigui'
Hitlers: „Hitler hefur ekki ein-
göngu komizt til valda á iög-
legan hátt. Honum hefur líka
tekizt að skapa stjórn sinni
þingræðislegan grundvöll með
almennum kosningum.“
Þótt „P“ virðist haida, að
valdataka ÍHitlers hafi farið:
fram með stranglöglegum hætti;:
þá er hann samt svo heiðarleg-
ur að leyna því ekki fyrir les-
endum Morgunblaðsins, að ým-
is erlend blöð efist um að frá-
sögn nazista um þinghússbrun-
ann sé rétt. „En hvers vegna
efast menn um frásögn naz-
ista?“ spyr „P“, saklaus eins
og barn. Síðan bætir hann við:
„Hvers vegna kveiktu kommún-
istar í þinghúsinu fáeinum dög-
um fyrir kosningar? Hvers
vegna biðu þeir að minnsta
kosti ekki þangað til kosning-
amar voru um garð gengnar?
Þetta og. margt fleira er mönn-
um óráðin gáta. Þess ber þó að
gæta, .að kommúnistar eru of-
beldis- og byltingamenn og svíf-
ast einskis í þessum efnum
©f þeir sjá sér hag í því.“
■Það .er sem sagt auðséð, að
farnar eru að renna tvær grím-
ur á sérfræðing Morgunblaðs-
ins í utaníkismálum. Heilbrigð
skynsemi hans var farin að
rumska, einhvern veginn fannst
honum staðhæfingar nazista um
þinghússbrunann „óráðin gáta“.
En þetta samvizkubit heil-
brigðrar skynsemi ónáðaði ekki
. hina 'Vinnuf'úsu blaðamenn í
Austurstræti 8. Þó má geta
þess, að þegar leið fram á ár-
ið varð Morgunblaðið alltaf dá-
litið hundslegt þegar það neydd-
ist til að minnast á brennumál-
ið, einkum eftir að réttarhöldin
hófust. Auðvitað gat það ekki
að sér 'gert að senda tónin.n al-
þjóðlegri refnd lögfræðinga,
sem tókst á hendur^gð rgnn-
saka þinghússbrennuna á strang
lögfræðilegum grundveil! og
fékk afstýrt því, að ríkisdóm-
" stóílmnLí Leiþzig fremdi réttar-
morð á saklausum mönnum. En
að öðru leyli kaus Moígúíi-
blaðið nú þann kostitin
þegja um brennumálið, ,ræða
sem minnst um það. Aldrei er
þetta gleiðmynnta blað eins
fróðlegt og þegar það þegir.
Þögn Morgunblaðsins eru þess
skriftamál.
Morgunblaðið
og Gyðingar.
í ógnum ársins 1933 urðu
'Gyðingar -enn; á ný að þola
píslarvætti, nazistaskríllinn
•fékk aj svala frumstæðri heift
sihni á þessu Varnarlaiusa fólki.
Flestir siðaðir menn, hvar í
heimi s'em þeit voru og hvar í
flokki sem þeir stóðu, fylltust
'skelfing'u og viðbjóði yfir þeim
tíðindum, sem bárust frá Þýzka
landi um Gyðingaofsóknir. Nú
mætti ætla, :að Morgunblaðið
hefði enga sérstaka ástæðu til
að mæla ofséknum þessum bót.
Manni hefði jafnvel getað dott-
ið í hug, að einhver blaðamað-
iur ‘þess hefði mannað sig upp
í að skrifa- hógvær- mótmæli
'gegn Gyðingaofsóknunum í
Þýzkalandi. Þéir hefðú kannski
'getað hvesst ofurlítið röddina
í fýrifsögnum erlendr.a sím-
skejta.
Þegar Morgunblaðið birtir
frétt frá AP, sunnudaginn 9.
■apríl og segir frá því, að allir
starfsmenn þýzka ríkisins af
Gyðingaættum er tilkall eigi
til eft'irlauna verði reknir frá
embættum, þá setur það þessa
litlu ög litlausu fyrirsögn yfir
skeytið: Kostir Gyðinga í Þýzka
lanili. Ekki, var nú höfuðburð-
-í iurjnn tneiCji hjá málgagni lýð-
ræðisins!
En sunnudaginn 23. ápríl
skrifar ritstjóri Morgunblaðsins
eitt af sínum 'sögufrægu Reykj a
vikurbréfum. Einn kaflinn
heitir: Frá Þýzkaiandi. Þar
segir svo: „Mikil tíðindi þóttu
það ium daginn, er þær fregnir
komu frá Þýzkalandi, að hinir
nýju valdhafar þar hefðu efnt
til harðvítugra og miskunnar-
lausra Gyðingaofsókna, eins og
dæmi voru til fyrr á öldum
og meðal miður siðaðra þjóða
en Þjóðverjar eru nú. En síðar
hafa mönnum hér í Reykjavík
borizt bréf um þetta og skil-
ríki frá 'viðskiptasamböndum í
Þýzkalandi, þar sem fullyrt er
,að hinar fyrstu fregnir um
Gyðingaofsóknir hafi verið á
misskilningi þyggðar.
Þ. e. a. s. rétt var, að verzl-
unum Gyðinga var sama sem
lokað ,með valdi einn dag og
Gyðingum á ýmsan hátt sýnt
með harkalegum hætti, að þeir
.væru valdhöfum landsins mið-
ur hugþekkir.
En nýrri fregnir herma, að
þessar ráðstafanir hafi verið
■gerðar til þess að stemma stigu
fyrir’því, (þágufallið er Morg-
unblaðsins. Sv. Kr.) að Gyð-
ingár í Þýzkalandi sendu ýktar
og afbakaðar fiéttir wn óeirð-
ir og stjórnmálaóreiðu í land-
inu.“
Morgunblaðið .taldi sér skylt
að .nota Reykjavíkurbréfið til
þess að mæla Gyðingaofsókn-
um naz.ista bót, breiða yfir
þær, gera sannleikann að „mis-
skilningi11. í f'jóíufclómsvéiíg
Morgunblaðsins er varnarræða
þess fyrir glæpalýð þýzkra naz-
ista ein af þeim perlum, sem
verður að geyma á minjasafni
íslenz.krar tlaðamennsku: Þ. e.
a. s. rétt vvar að verzlunum
Gyðinga var sama sem lokað
með valdi ... — hvílík list í
orði og hugsun!
Ritstjóri Morgunblaðsins lét
sér nægja að bera fram nazist-
um til varnaf- heimskulegustu
rök útbreiðslumálaráðuneytis-
ins þýzka, ©g sambandLð milli
blaðs og ráðuneytis virðist haf-a
verið æði náið á þessum miss-
erum. En ritstjórn Morgun-
blaðsins 'klígjaði ekki heldur
við að birta róginn um Gyð-
inga. hráan og óþveginn, beint
frá Berlín. Sunnudaginn 22.
okt. 1933 skrif.ar einhver ís- '
lenzleur fréttaritarí ‘'MáðsittfeS.V
Bréf frá Berlín, og kallast það:
Gyðingar í Þýzkalandi. Þar
segir 'svo: „Það er því skiljan-
legt, að þjóðernisjafnaðarmenn.
hafi hafizt handa.gegn Gyðing-
um og hn-ekkt áhrifum þeirra,
því að það er skylda hverrar
þjóðar að vernda eigin menn-
ingu eftir því sem föng eru á.
Fram til ársins 1918 gætti
Gyðinga mjö^ lítið í Þýzká-
landi. En þá risu þeir uppj'o-g
náðu völdum og þáð 'er eifi- •
göngu jafnaðarmönnum að
kenna. Þeir opnuðu landið fyr-
ir hinu versta hyski Gyðinga,
■austrænu Gyðingunum Og þeir
hleyptu ekki aðeins inn skriðu
af þessum lýð, heldur sáu þeir
svo úm, að Gyðingar fengu
áhrif í stjórnmálum og gátu á
þann hátt rutt sér til sætis í
valdastólinn.“
Fréttaritari Morgunblaðsins
í Berlín er ekki feiminn, hann
talar ekki undir rós þegar
hann er að skrifa blaði 'sínu
frá ástæðunum fyrir Gyðinga-
ofsóknunum. Þannig skrifaði
Völkischer Beobachter, blað
Hitlers. Þannig skrifaði Der
St/Vrmer, blað Streichers, hins
Klepptæka Gyðingahatara naz-
ista. O.g hvers vegna skyldi
Morgunblaðið, blað Sjálfstæðis-
flokksins, útbreiddasta blað ís-
lands, ekki skrifa í sama anda
og höfðingjarnir í Þýzkalandi?
Það var 'einnig í framhaldi þess
■arar stefnu, að Morgunblaðið
tók að birta lofleg ævisögu-
ágrpi af nazistaleiðtogunum og
byrpaði á Walther Darré 25.
janúar 1934. Morgunblaðið var
orðíð ánauðugt málgagn hins
þýzka nazisma, og það þurfti
heila heimsstyrjöld til þess að
það leitaði sér vistar hjá öðr-
um húsbændum.
Iðrun
Morgunblaðsins.
Því var lýst hér að framan,
að margir hinna þýzku stuðn-
ingsmanna nazismans héfðu
„iðrast“ gerða sinna, þótzt illa
sviknir 'af nazistum og skrifað
játningar sínar og endurminn-
ingar. Er Morgunblaðið að
finna í hópi þessara iðrandi
syndara, sem trúðu fyrrum á
názismáhn?' Surri fyrifbrigði á
síðum þéss gætu'bént í þá átt.
Umhý'ggja blaðsins fyrif Gýð-
ingum þessa dágana , ?tihgur
mjög í stúf við skrif þess-1933,
þegar það andaði að sér rporg-
unloftl nazismans. En það sanri-
■ast á Morg'Uniblaðinu, að lengi
býr að fyrstu gerð. f sörriu
andránni og það vérndár Gýð-
inga. fyrir „ofsóknum“ komm-
únista, bfýzt hirin' antisemízki
stíll nazismans fram úr penna
Morgunblaðspiltanna. Föstu-
daginn 6. marz síðasl. má lesa
þessi orð í blaðinu: „En það
eru fleiri mérkiskommúnistar
en 'sjálfur höfuðpaurinn Karl
Marx, sem átt héfur íbjúgt nef
og júðablóð í æðum.“ Mér
komu þessi orð svo teunnug-
lega fyrir sjónif þegar ég las
þau. Þau minntu rriig á rithátt
.og orðbragð rithöíundanna,
sem skrifuðu í Schwarze Corps,
málgagn SS-mannanna þýzku,
hinna illræmdu böðla Himm-
lers, sem áttu milljónir morða
á samvizkunni. Slíkur var tónn
•inn í blaði þeirra. Æskulýðs-
síða Mofgunblaðsins helgar sér
þennan tón. Jafnvel þegar
Morgunblaðið er að viðra sig
utan í 'Gyðinga getur það ekki
gleymt fortíð sinni, er það var
advocatus diabóli, skaut skildi
fyrir nazist.a og birti pólitískan
iróg þeirra um Gyðingdóminn.
Það verður því að teljast
vafasamt, hvort iðrun Morgun-
blaðsins risti djúpt að því er
Gyðinga varðar. En hvað' þá
um ríkisþinghússbrunann? Hef-
ur Morgunblaðið játað að þáð
hafi log-ið til um það mál? Hef-
•ur Morgunblaðið' afsakað sig
með því, að það hafi verið
blekkt, eins og svo margir aðf-
ir, árið 1933? Nei, öðru ns^r.
Það bregður höfundi þessa
■greinaflokks um það, að hann
hafi það að tómstundadundi að
falsa söguna, m. a. er hann
„sannar á hverjum sunnudegi
í Þjóðviljanum, að nazistar hafi
kveikt ■ í sínu tæi'gki; ríkisþjpg-
húsi!“' '■>
. jFyrir .20 árum og einum dcgi,
betuf. ">. marz . 1.933, staðhoéfði
Morgmibjaðið, að kommúnistar
hafí kveikl í ríkisþinghöllinni
í Bévlín. Hinn (G. fnarz 1953'
stendur . Mórgunblaði sem fast-
■ast á þessari staðhséfinguv og
segir eíns og Lúther: Það sem
ég hef skrifað, það hef ég skrif-
að! Fyrir 20 árum var ef til
vill hægt- að rökræða brennu-.
mál'ið við Morgunblaðið. Nú er
það ekki hægt. Það er ekki
unnt að þreyta rökræður við
hálfbjána.
Ungur foriiigi
Framh. af 6. síðu.
sveitabæjar. Þegar hann loks
kom til bæjar hélt fólkið að
hann væri vofa, hann var einn
ísböggull frá hvirfli til ilja.
Heimafólkið þýddi hann, en
hann féll í fastan svefn og svaf
í átján klukkustund’r sam-
fleytt. Eftir þessa svaðilför
hvarf honum berklaveikin og
lét aldrei á sér bera eftir það.
Þannig er Síbería. Hún vinnur
ekki á berklaveikum heldur
læknar þá að fullu. Þar er eng-
inn nieðalvegur, kuldinn drepur
annaðhvort manninn eða sjúk-
dóminn ,en nokkuð virðist til-
viljunar kennt, hvort fer.
SXimTCCRS
RtKISKNS.:
Hekla
austur um land í hringferð hinn
16. þ.m. Tekið á móti flutningi
til áætlunarhafna milli Djúpa-
vogs og Bakkaf jarðar á morgun
og fimmfudag. Farseðlar seldir
árdegis á laugardag.
til Vestmannaeyja í kvöld.
Vörumóttaka daglega.
Hiáskapur með...
Framh. af 5. síðu
a.r spurningar eins og þessi:
„Hafið þér haft nokkurt sam-
band við félög kommúnista ?“
og fleiri í sama dúr. Það tek-
ur um ár að fá úr því skorið,
hvort talið er á það hættandi
að sleppa mönnum inn um hið
baridáríska nálarauga
IBÚÐ
Ung hjón með eitt baxn
vantar 1-3 herbergi og eld-
hús strax eða sem fyrst. Ör-
uggri greiðslu og góðri um-
gegni heitið. — Tilböð merkt
;>,Regla“ leggist- inn á af-
greiðslu Þjóðviljans. .
BÍLL
Er kaupandi að bíl (helzt
Fórd ’39). Tilboð sendist á
afgreiðslu Þjóðviljans fyrir
fimmtudag merkt
„Peningar“
veröur opnaður í dag kl. 3 í Góötemplarahúsinu
Margt eigulegra — og ódýrra muna
á boðstólum.
Nefndin
KaupfélagsstJérastaSan
viö Kaupfélag' Flateyjar er laus til umsóknar. Um-
sóknir ásamt meömælum og upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist fyrir 10. apríl n. k.
til Kristleifs Jónssonar, Sambandi ísl. samvinnu-
félaga, sem gefur allar nánari upplýsingar.
Stjórn Kaupíélags Flateyjar
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu
viö fráfall
Guðznmidas: Gestssonar
fyfrv. dyravaröar
Vandamenn