Þjóðviljinn - 21.03.1953, Blaðsíða 4
4) —• ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. marz 1953
Þjóðareining gegn her í landi VII.
$íl(4Ís(föðan í Mlnum
Mfór er mikils vísir
Síðastliðið sunnudagskvöld,
þ. 15. marz, átti ég leið í bæ-
inn og renndi bílnum mínum
að benzínstöð í Austurbænum.
Þar voru tveir bílar fyrir, þeim
þriðja hafði yel’ið ekið um
tvær faðmslengdir frá dælun-
um cg beið þar meðan einhver
ráðamaður borgaði benzínið.
Það var hermannabíll. Hann
var auri drifinn líkt' og honum
hefði verið þrælekið um mold-
arbrautir og ekki linnt á
hverju sem valt. Þetta vakti
sérstaka athygli mína, því að
veðri var þannig háttað, að út-
sunnan éljum hafði kastað hér
sunnanlands, svo að föl var á
jörðu og mjallhreint umhverfi
Reykjavíkur.
Á meðan ég beið afgreiðslu
í 3—4 mínútur, horfði ég á það
sem gerðist í herbílnum. í aft-
ursætunum var hermaður og
íslenzkt stúlkubarn, sem ég
ályktaði að væri 15 til 16 ára,
en get þó ekki sannað aldur-
inn. Þetta ivar fríð stúlka,
dökkhærð, hýr á svip og iðaði
höfðinu .Hún var með rauða
silkislæðu um háls og lá hyrn-
an aftur á herðarnar. Hermað-
urinn var svarthærður, nokk-
uð þeldökkur í andliti. Ég sá
aðeins á vanga hans: kinnin
var rjóð, nefið beint, brúnin
svört. Hann fitlaði við silki-
slæcluna og losaði hana af
hálsi stúlkunnar, svo sveipaði
hann slæðunni á loft og brá
henni yfir kolla þeirra og bjó
til tjald yfir þau. Ég sá svo vel
á móti birtu ljóskersins, hvern-
ig telpan hló um leið og hún
hvarf undir skjól silkislæð-
unnar. Rétt í þeirri andrá kom
hermaður sá, er greiddi ben-
zínið, og við hlið hans gekk
unglingsstúlka, sem ég kanh-
aðist við af götusýn. Ég veit
ekki nafn hennar, en hún vek-
ur athygli sökum þess hve hún
hefur ákaflega bjartleitt hár
og ákaflega hrokkið. Ég sá
hana stundum síðastliðið sum-
-ar í bláum nankinsbuxum,
brettum upp að hnjám. Þau
brugðu sér inn í bílinn og
síðan var’ekið af stáð.og sveigt
til suðurs. Og mér flaug í hug:.
— ef til vill er ekki eins mjall-
hreint um suðurnes sem hér,
— ef til vill er þessi bíll í hrað-
ferðum milli Keflavíkur og
Reykjavíkur til þess að sækja
stúlkur, sem Bjarni ráðherra
hefur ekki sett á svartan lista
fordæmingarinnar, — eitthvað
þarf að koma í skarðið fyrir
hundraðið hans.
Það má undarlegt virðast, að
fyrir nálega ári var ég áhorf-
andi að samskonar atburði ein-
mitt við þessa benzínstöð. En
sa var þó munur, að þá var þar
íslenzkur bíll með íslenzkan
bílstjóra. Meðan benzínið rann
á bílinn hans horfði ég á í áft-
ursætunum hengu tveir
drukknir hermenn yfir 14-—15
ára gömlum telpum. Þeir
höfðu dömur sínar út við
gluggana og lágu yfir þeim. Sá
ég engum bregða, þó að áhorf-
qndi kæmi að. Skömmu síðar
renndi bíllinn út í myrkrið.
Þegait, ég. kom heim sunhu- .
dagskvijldið ffýrrgtéinda, fleítt
ég úpp' í reglúm, sem Bretar
veifuðu sér til varnar hér á
hernámsárunum, þegar þeir
voru ákærðir fyrir mök við
telpur, allt niður í 12 ára a!d-
ur. Þar segir m.a.:
1. Það er brot á brezkum
lögum að eiga mök við stúlkur
innan 16 ára aldurs, jafnvel
þótt athæfi þetta sé framið ó-
afvitandi.
2. Konum er bannaður að-
gangur að hermannabúðum.
Hermaður, sem fer með konu
inn í herbúðir, er sekur um
afbrot.
3. Hermönnum er bannað að
bjóða stúlkum innan 16 ára
aldurs á hermannadansleiki ög
fyndust þær þar, myndu þær
látnar fara.
Mætti nú spyrja heiðraðan
lögreglustjóra Keflavíkurvall-
ar, háttvirtan sýslumann Gull-
bringusýslu, velvirtan lög-
reglustjóra Reykjavíkur og
hæstvirtan dómsmála- og ut-
anríkismálaráðherra landsins
tveggja spurninga: — Hefur
varnarliðið á Keflavíkurvelli
engin fyrirmæli í samræmi við
fyrrgreindar reglur Breta? Eru
slik ákvæði ekki í bandarísk-
um lögum? Sé varnarliðið
undir slíkum reglum, hvernig
má það þá ske, að fyrrgreindir
embættismenn og allir þjónar
þeirra loki augunum fyrir
þeirri sannanlegu siðspillingu,
sem á sér stað í samneyti her-
manna við stúlkubörn íslenzk.
— En sé það hinsvegar svo, að
Bandaríkin hafi engin slík lög
og hermenn megi leika sinn
leik átölulaust, frjálsir og í
fullum rétti, mætti þá ekki
benda hernum á reglur Breta.
Og hverjum er skyldara að
bera fram sþ'ka ábendingu
heldur en fyrrgreindum
embættismönnum. Fyrir öðru
hvoru þessara atriða, auk
margs annars, verða þeir áð
standa ábyrgir, þegar þjóðin
kallar þá í sinn dómssal. Og
þess er skammt að bíða.
Bifreiðastjóri frá Hreyfli
sagði mér frá eftirgreindu at-
viki: — Ég var sendur að húsi
í Vesturbænum. Þar komu í
bílinn hermaður og íslenzk
stúlka. Þau báðu mig að aka
út úr bænum. Hvert? Bara
eitthvað í rólegheitum. Ég ók
suður á Hafnarfjarðarveg og
lét lulla suðurundir Vífils-
staðabraut, þá sneri ég til bæj-
arins.aftur. Nú fór mér að líða
heldur iíila, sökum þess er
gerðist fyrir' aftan mig, — ég
jók hraðann og þegar ég var
kominn á Öskjuhlíðina hleypti
ég á .rjúkandi-ferð, þar til-ég
kom piður. á Hringbraut. Þá.
stöðv'áði ég, bílinn skyndilega,
brá úpp ljósum, sneri mér við
í sætinu og sagði: —- Út með
ykkur og borgið tafarlaust eða
ég ek ykkur niður á stöð og af-
hendi ykkur lögreglunni. Ég
leigi mig ekki til slíks athæfis.
— Þau borguðu og sneyptust
út.
Sennilega eru fáar stéttir
settar í jafnmikinn vanda í
samskiptum við herinn sem
bifreiðastjórar. Þeir gegna á-
byrgðarmeira starfi en þjóðin
gerir sér almennt Ijöst. Þeir
þurfa því á fyllsta stuðningi
að halda í þjóðernislegum og
siðlegum anda. Vafalaust vilja
þeir flestir hrinda af sér því á-
byrgðaroki, er fylgir þjónust-
unni við herinn. En sá grunur
leikur þó á, að sumir bílstjórar
veiti út í æsar þá þjónustu,
sem sögumaður minn svipti
slæðunni af. En mundi sá, er
slíkt gerir, vilja láta drukkið
aðskotadýr njóta systur sinn-
ar í sætinu fyrir aftan sig? Eða
mætti tæpa á þeirri spurningu,
hvort hann vildi aka dóttur
sinni í þeim tilgangi að láta
ókenndan mann í herklæðum
spjalla hana að sér sem áhorf-
anda í spegli? Það stappar
nærri móðgun að slá glíkri
spurningu fram. Og ég þarf
ekki að efast um hið neitandi
svar. En hvers vegna þá að aka
út í foraðið með litla dóttur
vinar þíns eða frænda, ferm-
ingarbróður, nágrannans, hins
daglega viðskiptavinar eða
nokkurs annars íslendings?
Vafalaust vilja margir bíl-
stjórar hrinda af sér okinu.
Við stöndum með þeim, hinn
mikli fjöldi, sem er andvígur
hernum.
/ Við erum að vísu fædd í
veikleika, en styrkur okkar
vex í sameinuðu átaki gegn
siðSpillingu hersins.
Þar til markinu er náð verð-
ur að vera okkar fyrsta orð að
morgni og síðasta að kvöldi:
Þjóðareining gegn her á.ís-
landi. Uppsögn herverndar-
samningsins.
t
G. M. M.
Búnaðarþing hefur setið á
rökstólum.
Útvarpið flvtur nálega dag
hvern- fréttir af fundum þess.
Af.fregnum þessum má marlja,
að flésf það sem á góma ber
hjá samkundu þessari er næsta
lítilfjörlegt. Má þó ætla, að í
útvarpsfréttum komi þó hið
markverðásta, en hitt sem
minna máli skiptir, sé frek-
ar lát-ið sitja á hakanum. En
þeg'ar maður hlustar á þessar
fréttir,- er val-la. hægt að verj-
- ast þejrri hftígáUiiV að þeir
menn er þfrfg þetta sitja hafi
hlotið frekar litla hugkvæmni
frá skaparanum í vöggugjöf,
eða þá að þeir fari ótrúlega
vel með hana og láti lítið á
henni bera.
En það ■ er ekki nóg, að út-
varpið flytji okkur fréttir af
gjörðum þessara manna, við
fáum líka ákaflega oft að vita,
hvar þeir eta eða drekka kaffi
þennan daginn eða hinn og
ýmislegt annað fáum við að
vita um hátterni þeirra, utan
þess tima er þeir sitja og ræða
hin vandasömu mól landbúnað-
arins.
Þótt mál þau sem Búnaðar-
þing tekur til meðferðar séu
flest nokkuð rislítil, má þó
segja að þau snerti flest .land-
búnaðinn á einhvern hátt og
hefur svo jafnan verið.
En á þingi því sem staðið
hefur yfir að undanförnu fy-rir-
finnst ein merkileg undantekn-
ing frá þessari reglu.
Búaðarþingið biður sem sé
dómsmálaráðuneytið um heim-
ild til þess að þau syeitarfélög
sem þess kynnu að óska, fái
að koma upp hjá sér stofnun
sem á að heita héraðalögregla.
Enn fremur er téð ráðuneyti
beðið ,að setja á stofn skóla
til þess að kenna áðurgreindu
lögregluliði rétt vinnubrögð og
í þriðja'lagi er beðið um að
þetta ráðuneyti búi liðið öllum
nauðsynlegum tækjum án þess
þó að greint sé hver þau tæki
eigi að vera.
Nú mætti kannski spyrja:
Hvað snertir þetta íslenzkan
landbúnað? Hefði kannski ekki
verið frekari ástæða fyrir þessa
blessaða bændafulltrúa að
samþykkja beiðni til viðkom-
andi stjórnarvalda um aðstoð
til þess að koma upp einhverj-
um brunavörnum í sveitum
landsins, svo eitthvað sé nefnt
af því sem þessi samkunda
hefur ekki getað látið sér detta
í hug af aðkallandi vandamál-
um sveitanna.
Nú getur hver trúað því sem
trúa vill að þessir menn hafi
átt þá hugkvæmni til brunns
að bera, að þeir hafi ótilkvadd-
ir komið á framfæri hugmynd-
inni um héraðalögreglu. Hitt
er .sýo; anpað .’mál, ;að þéir
A'Írunha"’að iiafá verið fljótir til.
áð gína yfir flqgunni, hafi ein-
hverjir þólitiskir sa;mher.iar í
Reykjavík veifað hénni fram- ^
an við ásjónur þeirra.
Öllum mun í fersku minni
áramótaboðskapur þeirra Her-
manns Jónassonar og Bjarna
Benediktssonar um stofnun
innlends he’rs. Þá er hitt ekki
síður minnisstætt, hvernig þeir
átu þennan boðskap ofan í sig
aftur, þegar þeir urðu þess
varir, hversu landsfólkinu var
lítið um þessar fyrirætlanir
gefið.
Enginn skyldi þó ætla, að
þessum herrum hafi snúizt
hugur eða þeir séu af baki
dottnir með að koma þessum
fyrirætlunum sínum í fram-
kvæmd eftir einhverjum króka-
leiðum. Af langri reynslu mun
þeim vera ljóst, að því sem er
svo óvinsælt að ekki er nokk-
urt viðlit að koma í fram-
kvæmd með einu átaki og um-
búðalaust, má oft pranga inn
á fólkið eftir krókaleiðum.
Þannig hafa mörg af þeim
pólitísku óþurftarverkum sem
unnin hafa verið hér hin síð-
ustu ár hafizt í svo smáum
og meinlausum stíl að almenn-
ingur hefur ekki áttað sig á
því hvað í uppsiglingu var,
fyrr en eftir dúk og disk.
Það þarf því ekki mikið í-
myndunarafl til þess að láta
sér detta í hug, að hemaðar-
postular áramótanna hafi plat-
að vesalings kárlana á Búnað-
■arþinginu, kannski eftir ein-
hverjum krókaleiðum til þess
að biðja dómsmálaráðherrann
um það sem nefnt er héraða-
lögregla.
'Sjálft nafnið er svo andkanna
legt að það getur ekki hafa
verið skapað af nokkrum heið-
Framhald á 11. síðu:
R. HEFUR sent Bæjarpóstinum
eftirfarandi fyrirspurn í grein-
arformi með fyrirsögninni:
„Sprengihættan í höfninni og
•umhyggja kanans“.
„Flestír vita, hVer geysihætta
Stafar af benzíni þar Sem skil-
yrði eru fyrir uppgufun þess,
vegna sprengiloftsins sem það
myndar. Sérstakar varúðar-
reglur eru því settar um með-
ferð þess og flutning í olíu-
skipum, til þess að koma í veg
fyrir hugsanlegt tjón, sem orðið
gæti í sambahdi við dvöl þeirra
í höfnum. Mér er tjáð, að
olíuskipíð Þyrill megi .aldrei
leggjast hér í höfn þegar hann
flytur benzín, nemia áður sé
búið að hreinsa úr honum allt
sprengiloft, sem myndazt hef-
ur iáf bénzíninu.
Nú hefur mér eínnig verið tjáð,
að annað skip, sem „verndarar“
Um benzínhættu við höínina — Er ,,íslands-
klukkan" táknræn?
vorir hafa til olíuflutninga og
kallað er uppnefninu „ameríski
Þyrill“ eða bara Kanaþyrill,
þurfi ekki að hlíta þefm regi-
um, sem íslenzka Þyrli eru
sett-ar, og liggi sá ameríski ein-
att hálffullur eða hálftómur
utan á prýði höfuðborgar vorr-
ar, hinum aldna Hæringi, í
miðri höfninni, án þess að
nokkur tilraun sé gerð til að
koma 1 veg fyrir háettuna, sem
af sprengiloftínu sStafar- Er
mér og sagt, að farmur þessa.
skips sé að jafnaði flugvéla-
benzín, sem kvað að þessu leyti
vera stórum hættusamara en
venjulegt benzín.
Nú vildi ég biðja Bæjarpóst-
inn að grenslast eftir, hverjir
málavextir eru hér bak við
umtal fólks. Og þá þetta: Gilda
aðrar reglur fyrir framferði
„verndaranna“ en íslenzkra
manna?
Að þetta sé rétt, — að þetta
ameríska skip dvelji oft við
hlið Hærings, — hef ég sjálfur
séð, án þess að vera kunnugt
um hættuna, sem af því staf-
ar. Orð var og haft á því, að
sérstakar „verndafaðferðir“
væru og stundaðár um borð í
skipi þessu landslýðnum til
huggunar. Mætti það og upp-
lýsast, ef vill. Engar sönnur
vcit ég um þessi mál, en því
spyr ég, áð ég vil vinna bug
á fáfrEéði minni og vita það,
sem rétíafa er. Stundum er
sagt, að almannarómurinn ljúgi
ekki. — R.“.
•Á
BÆJARPÓSTURINN sneri sér
þegar til hafnarstjóra og spurð-
ist fyrir um þetta. Var svar
hans á þá leið, að engum benz-
ínflutningaskipum væri leyft
að leggjast hér -að bryggju,
hinsvegar olíuflutningaskipum.
Ameríska skipið við Hæring
sagði hann að væri ólíuflutn-
ingaskip, sem aldrei væri not-
að til benzinflutninga. Hefði
hann sjálfur fylgzt- persónulega
með notkun þess, og gæti því
fullyrt, að engin benzínhætta
stafaði aí skipinu.
BÆJARBÚI, sem oft á dag
leggur leið sína framhjá Sjó-
mannaskólanum, kvartar und-
an því, að klukkan í turni skól-
áns Sé .alltaf vitlaus, ýmist of
fljót eða of sein, og stundum
líði tímar án þess hún sé í
gangi. Mælist hann til, að gert
verði almennilega við klukku
þessa, ef hún á annað borð sé
höfð í svo áberandi og virðu-
legum turni. — Geta .má þess
í þessu sambandi, að þegar
klukkan var sett í tum Sjó-
mannaskólans hér á árunum,
var hennl þégar í stað gefi'ð
Framhald á 11. síðu.