Þjóðviljinn - 21.03.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1953, Blaðsíða 1
Laugardagur 21. marz 1953 — 18. árgangur — 67. tölublað FoEseti Tékkóslóvakíu kosinn í dag Tilkynnt vár í Praha í gær að þing Tékkóslóvakíu muni í dag koma saman til ,að kjósa landinu nýjan forseta í stað Klement Gottwalds, sem jarð- aður var í fyrradag. . Aldrei verður fallið frá kröfunni til handritanna Fjölmennur fundur Stúdentafélags Reykjavíkur sam- þykkti í gær einróma eftirfarandi tillögu: „Almennur fundur í Stúdentá félagi Reykjavíkur haldinn í í Tjarnarbíó föstudaginn 20. marz 1953, skorar á ríkisstjórn ina að beita sér af alefli fyrir þ\i að Danir skili sem allra fyrst íslenzkum handritum og skjölum, sem geymd eru í Dan- mörku og leita hinna heppileg- ustu ráða til þess að tryggja þessa lausn málsins. Enn- fremur skorar fundurinn á alja þá aðila, sem til þess hafa að- stöðu að beita sér fyrir því að þess'u fáist framgengt. Jafnframt því að fundurinn áréttar fyrri kröfur íslenzkra stúdenta og íslenzku þjóðarinn- ar í heild til allra íslenzkra handrita og skjala í Danmörku, lýsir hann yfir þ\í að íslenzkir stúdentar munu aldrei falla frá kröfu sinni til þeirra og er þess fullviss, að þjóðin öll sé sam- mála um það.“ Fundur stúdentanna var fjöl- mennur. Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra, var frummælandi og hélt fram lagalegum rétti ís- lendinga til handritanna og rakti gang baráttunnar fyrir endurheimt þeirra. Alexander Jóhannesson háskólarektor kvað framkomu Dana í handritamál inu vera einn þáttinn í þeirri lítilsvirðingu, sem þeir. ævinlega Kærðir fyrir verkfall Norsk yfirvöld hafa höfðað mál gegn 95 langferðabílstjór- um í Stafangri. Er þeim gefið að sök að hafa gert ólöglegt verkfall. Verkfall langleiðabíl- stjóra er víða algert.. hefðu sýnt íslendingum. Einar Ól. Sveinsson prófessor ræddi afstöðu Kaupmannahafnarhá- skóla, sem var á móti afhendingu handritanna — með litlum at- kvæðamun þó. Sagði próf. Einar að baráttan fyrir endurheimt handritanna myndi e. t. v. taka áratugi, en frá henni yrði aldrei hvikað fyrr en fuliur sigur væri unninn. ¥fír 1000 férusft í jarískjálfta Tjón af Völdum jarð- skjálftanna í Tyrldandi á miðvikudaginn hefur reynzt Iangtum meira en ætlað var í fyrstu. Fundizt hafa þeg- ar 280 lík og búizt er við að tala þeirra, sem biðu bana undir húsarústum fari yfir 1000 þegar öll kurl koma til grafar. Hvert ein- asta hús hefur hrunið í sum um bæjum á austurströnd Hellusunds og Marmarahafs. V urma Bandaríkjamenn hafa æft og vopnaS her Sjang Kai- séks, sem nú herjar í Burma nálægt landmærum Kína. Ba Sve, landvamaráðherra Burma, hefur skýrt frá því að stjórn hans hafi „óhrekjandi sannanir" fyrir því að Banda ríkjamenn hafi tekið virkan þátt í að þjálfa og þirgja að vopn- um þann 12.000 manna her, sem nú hefst við í landamærahéruð- •um Burma og Kína. Liðið flúði inn í Burma fyrir þrem árum undan kínverska alþýðuhernum. Upp á síðkastið hefur þessi liðsafli gerzt ærið umsvifamikill, herjað ium æ stærri svæði og gert Burmabúum þungar búsifj- ar. Er talið að herinn hafi feng- ið fyrirmæli um það frá Sjang Kaisék að vera viðbúinn að reyna að ráðast inn í Júnnan, suðvesturhérað Kína. Vopn hafa sveitunum borizt með flugvélum beint frá Taivan og landveg yf- ir Tailand. Ekki vildi Ba Sve fullyrða að Giæsileg frammistaða íslenzku sfúd- eutanna í Briisse! íslenzku stúdentarnir 4 sem keppa á alþjóðlegu skákmóti stúd- enta í Brússel þessa dagana hafa staðið sig glæsilega í þrem fyrstu umferðun'um: unnið Frakka og Finna og gert jafn- tefli við Svía. f fyrstu umferðinni (gegn Svíum) vann Guðmundur Pálma son Ljungkvist, Þórir Ólafsson vann Gumelius, en Alenius vann Jón Einarsson og Staff vann Guðjón Sigurkarlsson. f annarri umferð tefldu íslendingarnir við Frakka og unnu á öllum borð- •um. f þriðju umferð tefldu þeir við Finna og unnu með tveimur og hálfum gegn einum og hálf- um. Þórir og Jóri unnu and- stæðinga sína og Guðmundur gerði jafntefli. Framleiðsluaukxiing- in jskvggileg' í Sovét segir Ismay lávarður, framkvæmda" stjóri Atlanzhafsbandalagsins , Ismay lávarður, hinn brezki framkvæmdastjóri A- bandalagsins, hefur komizt svo að orði að aukning fram- leiðslugetu iðnaðar Sovétríkjanna sé „ískyggilegur“. Ba Sve. Bandaríkjamennirnir, sem þarna væru að verki, störfuðu með vit- und og vilja Bandaríkjastjórnar. Burmastjórn leggúr allt kapp á að halda sér utan við milliríkja- deilur, en þó hefur U Nú for- sætisráðherra boðað að atferli hers Sjang Kaiséks verði kært fyrir SÞ. 1 klúbb blaðamanna í Was- hington sagði Ismay í ræðu, að með sama áframhaldi og síð- ustu ár myndi framleiðslugeta iðnaðar Sovétríkj- anna verða komin fram úr fram- leiðslugetu 7 helztu iðnað- arlanda Vest ur-Evrópu samanlagðri fyrir 1960. Framleiðslu- aukningin í Sovétríkjunum væri stöðug og langtum örari en í Vestur-Evrópu. Kvaðst Ismay álíta það skyldu sína að vara menn við að hverju stefndi og benda þeim á, hver hætta hér væri á ferðum. Ismay svaraði spurningum blaðamanna eftir að hann hafði lokið ræðu sinni. Hann kvað það „mjög æskilegt“ að skipað- ur yrði einn yfirmaður yfir sál- ISMAY rænan hernað A-bandalagsríkj- anna en kvaðst efast mjög um að fáanlegt væri samkomulag um slíkan áróðursstjóra og því síður um áróðurinn sjálfan. Ekki sagðist Ismay álíta að það myndi verða A-bandalaginu banabiti þótt fyrirætlunin um stofnun Vestur-Evrópuhers færi út um þúfur. Osearverð- laun veltt Úthlutað hefur verið banda- rísku Oscarverðlaununum fyrir beztu kvikmyndaafrek á liðna árinu. Gary Cooper var kjör- inn bezti leiitarinn fyrir leik sinn í High Noon, John Ford bezti leikstjórinn fyrir sömu mynd og brezka myndin The Lavender Hill Mob fékk verð- laun fyrir bezta kvikmynda- handrit. Guðjón. Guðmundur. Jón Ein. Þórir. Englendingar reyna að steypa Mossadegh Iransstjórn kreíst að Irakstjórn taki íyr- ir slíkt atferli Ríkisstjórn Iran segir að Bretar reki undiróður og njómir gegn sér frá stöðvum í Irak. Hussein Fatemi, utanríkisráð- herra stjórnar Mossadegh í ír- an, hefur skýrt frá því að stjórn írak hafi verið send orðsending og þess krafizt að tekið verði fyrir njósnir og undirróður Breta frá írak. Sagði Fatemi munn- legar umkvartanir hafa reynzt árangurslausar. Fatemi sakaði Bretann R. Jackson majór, annan ritara sendiráðs Breta í írak, um að hann stjórni njósnum og undir- róðri í íran frá Bagdad. Hefði hann samband við stöðvar á landamærum ríkjanna og frá þeim væri síðan undirróðurs- mönnum og njósnurum stjórnað. í útvarpsræðu í gær lýsti Mossadegh forsætisráðherra yfir að í.ransstjóm hafnaði mánaðar- gömlum tillögum Breta um lausn olíudeilunnar, sem bornar voru fram fyrir milligöngu B.anda- ríkjamanna. uppseldur Það gengur betur og betur með Landnemann eftir breyt- inguna sem gerð var á útkomu hans. Kom þriðja tbl. hans út í gær, og var blaðið uppselt hjá forlaginu um fimmleytið. Var þá enn ógengið frá blöð- um til kaujpenda á Akureyri og Siglufirði, og var því blaðið aftur sett í pressuna í gær- kvöldi. Er þetta raunar engin furða, því undir ritstjórn Jón- asar Árnasonar er Landneminn langsnjallasta áeskulýðsblað er nokkurn tíma hefur komið út hér á landi, og kemur þar eng- inn samanburður til greina. i þessu tbl. var annars sagt frá hernámsstöðinni í Keflavík meðal annars, grein um kvik- myndir, og ótal margt annað sem æskufólk lætur sig varða. ViMur lil að varna árástrum Sjúíkoff, hernámsstjóri Sov- étríkjanna í Þýzkalandi, hefur boðið Kirkpatric, hernáms- stjóra Breta, að senda fulltrúa; til viðræðna um ráðstafanir til að hindra að atburðir eins og viðureign sovétorustuflugvéla og • brezkrar sprengjuflugvélar á dögunum endurtaki sig. Einn- ig lætur Sjúíkoff í Ijós hryggð sína yfir dauða áhafnar brezku. vélarinnar, sem skotin var nið- ur. Malenkoff lætur af embætti aðalritara Útvarpið í Moskva skýrði f rá því í gær að Georgi Mal- énkoff forsætisráðherra hefði að eigin ósk verið Iej’stur frá starfi aðalritara miðstjórnar Kommúnista- flokks Sovétríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.