Þjóðviljinn - 21.03.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.03.1953, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. marz 1953 Engin saumavél Stúlkan á myndinni er svoHún er nefnilega kvikmynda- lánsöm að eiga saumavél, enda hefur hún sjálfsagt efni á því. Heilhvejtikökur 2 bollar heilhveiti, 4 tsk Jyftiduft, 2 msk sykur, 1 tsk salt, 1 egg, 1 bolli mjólk (tæpl. 2^2 dl), 3 msk matarolía eða 'bráðið smjörlíki, % bolli smátt brytjaðar döðlur eða rúsínur. Kökumar eru bakaðar í brauðkollumótum og er upp- Skriftin í tólf meðalstór mót. Brytjið döðlurnar eða rúsín- urnar og smyrjið mótin. Hitið ofninn og stillið á 209-225 stig C, ef hitastillir er. Blandið saman í skál hveiti, lyftid., sykri, salti og döðlum, og gerið holu í miðjuna. Brjótið eggið í aðra skál, þeytið sam- an, hellið mjólk og feiti þar út í. Vætið í hveitiblöndunni, hrærið rösklega í, svo að allt hveitið vökni og deigið verði Ikekkjalaust, en varizt að hræra of mikið. Látið strax í mót- in, fyllið þau að % og bak- ið í 15-20 mín. í um 200 stiga faeitum ofni. Borðaður með kaffi nýbak- aður. Rafmagnstakmörkun Laugardagur 21. marz. Kl. 10.45-12.30: Hafnarfjörður o g nágrenni. — Reykja.nes. MATURXNN Á MORGUN Steikt nýru, kartöflur, ertur. Eplabúðingur. 1 Nýrun: %-% kg nýru, Kveitj ( ) 1 tsk salt, hnífsoddur pipar, ) 50 g feiti, vatn, sósulitur, 1 lár-, ) viðarlauf, 3 piparkorn, 1 lauk- ( ) ur, 1 msk þ. gulrætur, % 1 heit ( ) mjólk, hveitijafningur, krydd. , ) Hreinsið nýrun og leggið i ) kait ediksvatn í 1-2 klst. Takið ( v upp úr vatninu, þerrið og sker- ( I ið 1-2 em þykkar sneiðar ^ 1 (hvert nýra í um 3 sn.) Hitið feitina i potti, sem hægt er j að steikja í, eða djúpri pönnu. Veltið sneiðunum upp úr hveiti blönduðu salti og pipar og < brúnið vel. Hellið vatni á, ( svo að tæpl. fljóti yfir sneið- 1 arnar, látið krydd, grænmeti { og sósulit út í og sjóðið við i hægan hita í 20-30 min. % 1 , af heitri mjólk er soðinn með ( síðustu 10 mín. og sósan jöfn- ( uð með hveitijafningi, ef hún ( er of þunn. Gott er að sjóða ( nokkrar sveskjur með. Borðað með hrærðum kartöflum og ( grænum ertum. 1 Eplabúðingur: 3-4 epli, 50 g 1 sykur, 1-2 msk sítrónusafi, 40 I g smjörlíki, 40 g hveiti, 2 dl (vatn, 2 egg. l Smjörl. brætt, hveitið hrært ( út i, þynnt út með vatni. Lát- . ið í skál, sykri stráð á og kælt dálitið. Eplin eru þveg- ’ in og flysjuð, ef vill, skorin í 8 1 báta og raðað i smurt eld- 1 traust mót; sítrónusafi og syk- 1 ur látinn yfir. Eggjarauðunum er hrært út í jafninginn, hvít- j urnar stifþeyttar og blandað gætilega í. Hellt yfir eplin og bakað i 30-40 min. við hægan hita, þangað tii búðing- urinn hefur lyft sér og hnífs- oddur, sem stungið er niður i miðjuna kemur hreinn út. Einnig má sjóða búðingsmótið i öfan í vatni eða yfir gufu í hæfilega stórum potti. dís og heitir Virginia Mayor og það er ekki víst að hún noti sanmavélina til annars en láta taka myndir af sér við hana. Aftur á móti eru fjöl- margar konur, sem þurfa mjög á saumavél að halda, en hafa ekki efni á að kaupa hana. Því miður eru saumavélar dýrar. Nevil Shute: En þótt saumavél sé mikill kostagripur, þá er engin á- stæða til að örvænta, þótt mað- ur eigi ekki saumavél. Það er hægt að sauma ýmislegt fallegt í höndunum, og það sem ér handsaumað er engu siðra en það sem saumáð er í vél. Saumavélin er, eingöngu not- uð til að gera vinnunna auð- veldari; ýmislegt er miklu. fal- legra handsaumað. Franskir módelkjólar eru í flestum til- fellum saumaðir í höndunum og sama er að segja um stáss- blússur og létta barnakjó'a. Og þær sem saumavél eiga, ættu stundum að minnast þess, að sums staðar er betra að sauma í höndum en í vél. Til dæmis má aldrei sauma innaf pilsi í vél, og pi!s sem á að vera þröngt og slétt, þarf helzt að sauma saman í höndunum í hliðunum. Allt öðru máli gegnir i'.m lök, sængiirver og þurrkur, — allt þetta er ‘á- stæðulaust að sauma í hönd- unum, enda væri það eilífðár- vinna. Kona sem ekki á saumavél, þarf að skipta saumavinnu jrramhald á 11. síðu. Börn með beizli Þegar barnið stígur fyrstu reikulu sporin er oft gott að hafa beizli lá barninu, og þegar hnokkinn er orðinn styrkari á fótunum og fær að fara með niður í bæ, er beizlið næstum ómissandi sVo að barnið stingi ekki af og þrammi út á fjöl- farna götu. ÍÞvi miður eru margir gallar á þeim beizlum sem fáanleg eru. Hægt er að fá ágæt beizli, en þess ber umfram allt að gæta að þau séu nógu sterk tii að bera þunga barnsins. Plastbeizli eru varhugaverð, þau eru ekki allt- af jafnsterk sem skyldi. Það gétur valdið slysi ef béizlið slitnar þegar móðir er á leið með barnið upp í strætisvagn. 68* fátæklegri fötum. Ég get útvegað þau“. . Nieole sagði: „Hvemig eigum við að ná sambandi við Foeqúet annað kvöld?“ Bóndinn sagði: ,,Annað kvöld um níuleytið kemur. Focquet inn í krána við höfnina. Hann virðist lítið eitt drukkinn, og hann biður um Anga-Pernod. Sá drykkur er ekki til. Á því getið þér þekkt hann. Svo verðið þér að sjá um hitt". Howard kinkaði kolli. „Hvernig komumst við að búgarði Quintins ?“ ,,Ég get ekið ykkur þangað í bílniun mínum. Það ætti að vera óhætt, því að hann er liéma megin við Lennilis og enginn skiptir sér af því ferðalagi. En lengra get ég ekki farið“. Hann hugsaði sig um andartak. „Það er bezt að þið farið ekki af stað frá Quintin fyrr en klukkan er orðin fimm“, sagði hainn. ,,Þá er eðlilegt að iþið séuð stödd í 1‘Abervrach að kvöldinu til“. Nicole sagði: „Hvað um Loudeac og Quint- in, monsieur? Vita þeir að monsieur Howard og börnin eru að reyna að ikomast úr lasidi?“ Maðurinn sagði: „Verið óhrædd, ungfrú. Þetta er ekki óalgengt á þessum tímum. Þeir vita allt sem þeir vilja vita og þeim hefur verið greitt. Þetta eru góðvinir mínir". Howard sagði: „ívlu er komið að mér að borga yður, monsieur". . Þeir settust við borðið Skömmu seinna fóru allir að hátta; Howard svaf vel eftir þesman rólega dag. Við morgun- kaffið daginn eftir leið honum betur en honum hafði liðið dögum saman. Aristide sagði: „Við förum af stað eftir liá- degisverð. Það er hæfilega snemmt. Ég lief fengið lánuð föt handa yður monsieur. Yður lízt sjálfságt ekki á þau, en hjá því verður ekki komizt“. Gamla manninum leizt alls ekki á fötki. Þau voru mjög óhrein, grófgerð og blettótt lérefts- skyrta, rifnar nankinsbuxur, óhrein bómullar- peysa, sem hafði einu sinni verið ryðrauð að lit, og svört, ikollstór derhúfa Fótabúnaðurinn átti að vera tréklossar, en þá var gamla mann- inum öllum lokið, svo að Arvers fann handa honum rifin og þvæld stígvél. Hann hafði ekki rakað sig í nokkra daga. Þegar hann kom niður í eldhúsið, brosti Nicole út undir eyru. „Þetta er afbragð", sagði hún. „Ef þér gamgið álútur og hafið munninn hálf- opinn — svona. Og gangið hægt eins og þér væruð fjörgamall. Auk þess þurfið-þér að vera heyrnarsljór og heimskur. Ég skal hafa orðið.“ Arvers gekk kringum hann og virti hann rannsakandi fyrir sér. „Ég býst ekki við að Þjóðverjartnir sjái neitt tortryggilegt við hann“, sagði hann. Það sem eftir var morgunsins bættu þau um útlit sitt. Nicole var áfram í svarta kjólnum, en Arvers lét hana óhreinka hann lítið eitt og lét hana fara í eldgamla, flatbotnaða skó af , ikonu sinni. Svo fékk hún lánað sjal yfir höfuð- ið, og þá varð hann loks ánægður. Útlit barnanna var ágætt. Þau höfðu verið að leika sór við andatjörnina um morguninn og þau voru hæfilega óhrein fyrir ferðalagið. Ronni og Villem höfðu klórað hvor annan og ekki sakaði það. Þau lögðu af stað að loknum hádegisverði. Howard og Nicole þökkuðu frú Arvers fyrir góðvild hennar; hún tók við þakklæti þeirra með rólegu, móðurlegu brosi. Síðan fóru þau öll inn í gamlan flutningsbíl og óku af stað. Ronni sagði: „Eigum við nú að fara í lest- ina sem við sofum í?“ „Ekki strax“, sagði hann. „Við förum bráð- um út úr bílnum og kveðjum monsieur Arvers, og svo eigum við að aka í hestvagni. Og þið verðið að gæta þess að tala eintóma frönsku". Sheila sagði: „Af hverju eigum við að tala frönsku? Ég vil tala ensku eins og við gerðum einu sinmi“. Nicole sagði blíðlega: „Við verðum Innan um Þjóðverja. Þeim líkar ekki við fólk sem talar ensku. Þið verðið að gæta þess að tala frönsku". Allt í einu sagði Rósa: „Marjan segir að Þjóðverjarnir haffskorið hendurnar af mömmu hans“, Howard sagði vingjarnlega: „Við skulum ekki tala meira um Þjóðverjana. Bráðum förum við út úr bílnum og ökum í hestvagni". Hann sneri sér að Pétri. „Hvað segir hesturinn?" spurði hann. Pétur sagði feimnislega: „Ég veit það ekiki. Rósa litla hallaði sér að honum. „Víst veiztu það Pétur. ,,Hanna frænka á heima í' Tours, í húsi með eplatré, með lítilli mús (tíst, tíst) og stóru ljóni (urr, urr) og skógardúfu (kú, kú) .... “ Þetta entist þeim alla leiðina gegnum Land- erneau og hálfa leiðina til Linnilis. Loks hægði bíllinn ferðina, beýgði út af þjóð- veginum og nam staðar. Arvers sneri sér að þeim. „Nú erum við komin á leiðarenda", sagði hann, „Flýtið ykkur út; það er hættulegt að tefja hér of lengi“.. Þau klifruðu út úr bílnum. Þau voru stödd í litlum húsagarði, húsið sjálft var úr gráum steini og mjög lítið. Loftið var tært og hress- andi, blandað sjávarseltu. Þarna var hestur og vagn, í vagninum var hrúga af húsdýraáburði, gamli grái hesturinn var bundinn við hliðið. Enginn maður sást á ferli, Arvers sagði: „Flýtið yður nú, monsieur, áður en einhver Þjóðverji kemur eftir veginum. Þaraia er vagninn. Þér munið þetta allt, er það ekki ? Þér farið með hlassið til Loudeac, sem á faeima í hlíðinni fyrir ofan l’Abervrach. Þar mokið þér af vagninum; ungfrú Rougeron verð- ur að skila vagninum hingað á morgun. Focquet ikemur inn í krácia í kvöld klukkan níu og hann á von á yður. Hann biður um Anga-Pernod. Er þetta ekki augljóst?" „Aðeins ein spurning", sagði gamli maður- inn. „Liggur þessi vegur beint til Linnilis?" „Já“. Bóndinn horfði á glóðum í kringum sig. „Hvemig komumst við gegnum Linnilis? Hvernig finnum við veginn sem liggur til l’Ab- ervrach?" Sólin hellti brennandi geislum yfir þau af ský- lausum himni; í loftinu var rósailmur blandinn mykjuþef. Arvers sagði: „Þessi vegur liggur UW OC CAMM Sívaliturn í Kaupmannahöfn er einn mestur turn á Norðurlöndum, og danski teiknarinn Storm Pedersen var frægur fyrir gamansemi sina. Eitt sinn var hann beðinn að flytja er- indi í einhverjum klúbbi, , en hann sagði þvert nei við beiðninni. ,,Ég mundi heldur kasta mér niður úr Sívalaturni en haida þetta erindi“, sagði hann. Nokkrum dögum síðar hringdi hann til klúbbsins, og kvaðst hafa breytt um skoðun. Maðurinn í klúbbnum varð heldur en ekki glaður. „Ég mundi ekki kasta mér niður úr Síva’aturni heldur en flytja þetta erindi", sagði Storm, „ég mundi kasta mér niður úr Effelturninum". Það er allt í einu komin ný stúlka í bekkinn,' og kennslukonan segir: Þarna er komið nýtt andlit í bekkinn. Þá gellur stúlkan við: það er ekki nýtt, það er bara nýþvegið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.