Þjóðviljinn - 25.03.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.03.1953, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Trésmiðafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sunnudaginn 15. iþ.m. Anton Sigurðsson formaður flutti skýrslu félagsstjórnar. I upphafi minntist hann þeirra félaga, sem látizt höfðu á ár- inu. Fundarmenn risu úr sæt- um og vottuðu hinum látnu virðingu sína. Nýir félagar sem gengið höfðu í félagið á síðastliðnu ári voru 38. Atvinnuástand hjá húsasmið- um var með lakasta móti fyrri- part árs, og var þar aðallega um að kenna lánsfjárskorti þeirra er byggingamar áttu svo og slæmu tíðarfari, þegar ikom fram í apríl mánuð fór að ræt- ast úr um atvinnu hjá trésmið- um og má heita að atvinna hafi lialdizt sæmilega góð síðan. Þegar aðgerð á húseigninni Laufásveg 8, sem Trésmiðafé- lagið á að hálfu leyti á móti Landssambandi iðnaðarmanna, var lokið, var skrifstofa fé- lagsins flutt í hin nýju húsa- kynni, við það bættust starfs- skilyrði félagsins að miklum mun. Félagð gekkst fyrir gróður- setningarferð upp í Heiðmörk á síðastliðnu sumri, eins og und- anfarin sumur. I þeirri ferð voru gróðursettar tvö þúsund nýjar trjáplcntur í gróðurreit félagsins. Formaður hvatti félagsmenn til að taka þátt í þeim ferðum í framtíðinni og leggja hönd á plóginn við að gera þann blett sem frjósamast- an. Málfundadeild var stofnuð innan félagsr'us á síðastliðnu ári, leiðbeinandi er á hverjum fundi deilda.rinnar, er leiðbeinir mönn- um með fundarstjórn og ræðu- mennsku. Deildin hefur haldið fundi reglulega á hálfsmánaðar fresti. Að lokum skýrði formaður frá uppsögn samninga við Vinnu veitendasamband Lsianjs, vinnu deilunni og hinum nýju samn- ingum. Að lokinni skýrslu formanns lýzti Ragnar Þórarinsson form. kjörnefndar, kjöri stjómar, endurskoðenda og trúnaðar- mannaráðs fyrir yfirstandandi ár. Fram höfðu komið tvær til- lögur um menn í trúnaðarstöð- ur. Tillaga A-, sem borin var fram af uppstillingarnefnd fé- lagsins og tillaga B-, sem borin var fram af sex öðrum félags- mönnum. Allsherjaratkvæða- greiðsla fór fram um tillögum- ar í skrifstofu félagsins dagana 7. og 8. marz og urðu úrslit þau, að A-tillaga féikk 134 atkv. B-tillaga fékk 109 atkv. 4 seðl- ar voru auðir og 4 seðlar ógild- ir. Samkvæmt þeim úrslitum voru eftirtaldir menn rétt- kjömir í stjóm félagsins fyrir yfirstandandi ár: Pétur Jóhannesson, formaður, Jóhann Krstjánsson, varafor- maður, Bergsteinn Sigurðsson, ritari, Sigurður Pétursson, vara- ritari, Benedikt Daviðsson, gjaldkeri. Varastjórn: Benedikt Einars- son, Kristinn Sæmundsson, Teit. ur Júlíus Jónsson. Endurskoðendur: Torfi Her- mansisson, Jón Guðjónsson. Auk þess voru kjörnir tveir varaendurskoðendur og tólf manna trúnaðarráð. Ragnar Þórarinsson, skrif- stofustjóri félagsins las rekst- urs- og efnahagsreikning félags. ins og vom þeir samþ. sam- hljóða. Reksturs-hagnaður árs- ins reyndist vera kr. 99.771,35, sem skiptist á hina ýmsu sjóði félagsins. Brynjólfur H. Jónsson, las upp reikning Ekkna- og elli- styrktarsjóðs og var hann sam- þykktur. Sjóðir félagsins eru nú: Fé- lagssjóður, Sjúkrastyrktarsjóð- ur, Ekkna- og ellistyrktarsjóð- ur, Skógræktarsjóður, Náms- sjóður og Verðlaunasjóður. Eftir að skrifstofustjóri hafði lesið reikninga félagsins gat hann þess að skrifstofa fclags- ins hefði átt 15 ára afmæli á árinu. I því sambandi gat hann þess að þegar skrifstofan var stofnuð, en þá var félagið búið að starfa í 37' ár, hefðu eignir félagsins verið samtals kr. 37.700,00, en væru nú rúm- lega 1 milljón og að á þessu 15 ára tímabili hefði verið greitt í styrki úr Ekkna- og eliistyrktarsjóði rúmlega 195 þús. krónur, og úr sjúkrastyrkt. Framhald á 9. síðu Hugmyndin um æskulýðshöSI er ekki daul, heldur seíur hún í§Éswrf Félngs aiastfirzkra kveima i Ileykjavák Aðalfundur Póstmannafélags íslands 1953 va-r haldinn sunnu- daginn 22. marz. Ólafur Björnsson formaður BSRB flutti erindi á fundinum um launamál. Á fundinum var kosin stjórn o.g endurskoðendur félagsins fyr- ir næsta ár. Sigurðuir Ingason sem viar formaður félagsins s. I. ár baðst undan endurkosningu. Stjóim félagsins skipa nú þess- ir menn: Formaður Matthías Guðmunds^on, varaformaður j Hannes Björnsson, meðstjórn- endur Haraldur Björnsson, Tryggvi Haraldsson, Skarphéð- inn Pétursson og Gunnar Ein- arssön. Varastiórn: Gunnar Jó- hannesson, K.ristinn Árnason, Sigurður Ingason og Þói-arinn Bjarnason. — Endurskoðendúr: Krist.ián Sigurðsson og Einar Hróbjartsson; til vara Guðjón Eiríksson. Sigurður Ingason minntist fé- laga, sem látizt hafði á árinu, Ámlaugs Ámasonar, og fundar- menn vottuðu honum virðingu sína með því að rísa úr sætum sinum. Aðalfund sinn hélt F.A.K. þriðjudaginn 10. þ.m. Formaður félagsins, frú Guð- ný Vilhjálmsdóttir, gaf yfirlit jsfir störf félagsins á starfsár- inu. Félagsfundir höfðu verið 8. Tvær elztu konur innan fé- lagsins, frú Steinunn Step- hensen fi’á Bjamamesi og frk. Þorbjörg Björnsdóttir fyrrv. ráðskona á Hvanneyri, höfðu verið kjörnir héiðúrsfélagar. Félagskonum liafði fjölgað á árinu og eru nú 140. Tíu ára afmælisfagnað hélt félagið í Breiðfirðingabúð 23. maí sl. og sátu hann á annað hundrað fclagskonur og gestir. Markmið félagsins er að ^úð- halda kynningu og átthagabönd um meðal austfirzkra kvenna, sem búsettar eru í Reykjavík og að sameinast um að gleðja og greiða fyrir Austfirðingum sem koma til bæjarins til að leita sér lækninga eða dvelja hér á sjúkrahælum. í því skvni hefur félagið árlega útbýtt jóla gjöfum til Austfirðinga, sem dvalið liafa á sjúkrahælum hér í bænum og á Vífilsstöðum. Einnig hefur félagið árlega skemmtisamkomu fyrir aldrað- ar austfirzkar konur, sem bú- settar eru í bænum. Þá hefur það og trvggt austfirzkum konum eitt herbergi í hinu væntanlega. heimili kvenna, Hallveigarstöðum. Minningabók heldur það um látnar félags- konur, og færir í hana helztu æviatriði þeirra. Stjórn félagsins skipa nú þessar konur: frú Guðný Vil- hjálmdóttir, formaður, frú Anna Jóhannessen, varaforma.ð- ur, frú Anna Wathne, gjald- keri, frú Halldóra Sigfúsdóttir ritari, frú Sigríður Guðmunds- dóttir, frú Sigríður Lúðvíks- dóttir og frk. Snorra Bene- diktsdóttir. Hinn 5. f. m. var sú samþykkt gerð í bæjarstjórn Reykjavíkur, er margir misskildu svo, að nú yrði horfið með öllu frá bygg- ingu fyrirhugaðrar æskulýðshall- ar. Fyrir því sneri stjóm Banda- lags æskulýðsfélaga Reykjavík- ur sér til borgarstjóra og beidd- ist þess iað fá markaða skýrt af- stöðu bæjaristjórnar til þessa máls. Hefur nú borizt svar á þessa leið: „Borgarstjórinn í Reykjavík, Reykjavík, 11. marz 1953. Út af fyrirspurnum stjómar B. Æ. R., vegn.a samþykktar bæjairstjórnar 5. febr. s. 1. um félagsheimili og íþróttahús, þyk- ir rétt að taka frarn: Á síðustu árum hafa ýmis fé- lög unnið að því lað koma upp félagsheimilum viðs vegar í bæn- um og hlotið til þess styrk úr bæjarsjóði. Reynslan virðist sýna, að þetta sé eðlileg þróun og æsk'ileg til þess að greiða fyrir hollu félags- og skemmtanalífi æskulýðsins. Þessi félagsheimili leysa að meira eða mínma leyti þá þörf, sem upphaflegum tillögum um æskulýðshöll var ætlað að leysa. Síðastliðin fjögur ár hefur bæjarstjóm Reykjavíkur haft nána samvinnu við B. Æ. R. um æskulýðshallarmálið með því að fulltrúi bæjarstjómarinnar hefur unnið að málinu með húsnefnd B. -Æ. R. Á siðastl'iðnu ári samþykkti B. Æ. R. að fyrsti áfangi æsku- lýðshallárinnar skyldi vera í- þróttasalur o.g hefur bæj.arstjórn samþykkt það og heitið til þess fjárstyrk. Forgaisgsréttur slökkviSiðsins í um- ferðinni á næga stoS í Eögnnt Hæstiréttur dæmdi nýlega í skaöabótamáli, þar sem deilt var m.a. um rétt slökkviiiösbifreiða í umferöinni hér í bænurn. Var 1 dómi þessum skoriö úr því, aö skylda veg- farenda tii að víkja samstundis úr vegi fyrir bifreiöum slökkviliösins, sjúkra- og lögTeglubifreiÖum tæki jafnt til aðalbrauta sem annarra gatna. Mál þetta reis út af árekstri, sem varð xnilli slökkviliðsbifreið ar og fólksflutningabifreiðar á mótum Hverfisgötu og Rauðar- árstígs í okt. 1949. Þegar á- rekstur þessi varð, var fólks- flutningabifreiðin á leið aust- ur Hverfisgötu, sem er aðal- braut, en slökkviliðsbifreiðin kom suður Rauðarárstíginn. I árekstrinum skemmdust báðar bifreiðarnar nokkuð og höfðaði eigandi fólksflutninga- bifreiðarionar mál á hendur bæj arsjóði, sem er eigandi slökkvi- liðsbifreiðarinnar, til greiðslu skaðabóta vegna tjóns síns. Hélt hann því m.a. fram máli sínu til stuðnings, að ökumaður slökkviliðsbifreiðarinnar hefði átt alla sök á árekstrinum, þar sem hann hirti ekki um for- gangsrétt aðalbrautarinnar. Taldi hann í því sambandi, að áúv. 3. mgr. 28. gr. lögreglu- samþylcktar Reykjavíkur um að allir vegfarendur skuli sam stundis vikja úr vegi fyrir bif- reiðum slökkviliðs, sjúkrabLf- reiðum og bifreiðiun lögreglunn- ar enda gefi þau auðþekkt hl jóð- Bæjarstjórn telur þama stefnt í rétta, átt og heitir sem fyrr fullum stuðningi við ’byggingu sameiginlegs íþróttahúss, þar sem verði íþróttasalur, skauta- salur og húsakynni til nauðsyn- legra veitinga. Gunnar Thoroddsen". Stjórn B. Æ. R. telur svar þetta vel viðunandi, enda sam- rýmast stefnu Bandalagsins á næstu árum og þeim upixlrátt- um sem skipulagsnefnd bæjarins hefur þegar samþykkt. Æsku- heimili í Reykjavík verður því fyrst og fremst íþróttaheimili með nokkurri aðstöðu til félags- lífs og má geta því nærri, hvers virði það má vera fyrir heil- brigt æskulíf, ef vel er á haldið. Orðin „þessi félagsheimili leys,a að rneira eða minna levti þá þörf, sem upphaflegum til- lögum um æskulýðshöll er aetlað að leysa“ skilíir stjóm B. Æ. R. engan veginn svo, að bæjar- stjómin sé horf'in frá hugmyr.d- inni um æskulýðshöll eða æsku- heimili í Reykjavík, heldur að- eins frá upphaflegu tillögunum um æskulýðshöll, sem bornar voru fram áður en B. Æ. R. tók til starfa. Þegar íþróttasalur er reistur, skautaskáli og húsakynni til veit'ingia, þá verður það væntanlega hlutverk ríkisins, Reykjavíkurbæjar og B. Æ. R. að ákveða hvað næst skuli byggja á hinni miklu og góðu lóð B. Æ. R. Sameinum því hugi vora og átök, góðir Reykvíkóngar, og hrindum í framkvæmd þessu mikla nauðsynjamáli reykviskr- ar æsku, og hættum öllum barna legum deilum um það, hvort húsin skuli heita æskulýðshöll, æskuheimili eða eitthvað annað. Nafnið er algert aukaatriði. Verkið varðar öllu. Það mun verða með atbeina góðra manna til heillia og bless- unar öldnum og óboynum. Stjórn Bandalags æsfculýðs- félaga Reykjavíkur. Stjóra neytenda- merki, haggi ekki skyldu slökkv.iliðsbifreiða til að virða reglur umferðalaganna, um for- rétt umferðar á aðalbrautum. Héraðsdómarinn féllst eklíi á þessa málsástæðu bifrciðareig- andans þar sem liann taldi að fyrrnefnt ákvæði lögreg’.usam- þykktarinnar væri gilt og ætti næga stoð í 15. gr. umferðaiag- anna, þar sem svo er kveðið á, að í kaupstöðum og kauptúnum megi í lögregiusamþ. setja sér- reglur um umíerð. Taki ákvæði lögreglusamþ. jafnt til aðal- brauta sem annarra gatna, og sannað sé að slökkviliðsbif- reiðin hafi gefið stöðifgt sér- stakt auðþekkt hljóðmerki. Samkvæmt þessu var öku- maður slökkviliðsbifreiðarinnar eigi talinn eiga neina sök á á- rekstrinum eins og á stóð og bæjarsjóður því sýknaður af skaðabótakröfunni. Eigandi fólksbifreiðarinnar vildi ekki una úrslitum héraðs- dómsins og áfrýjaði til Hæsta- réttar, en þar var dómurinn al- gjörlega staðfestur. 25 Framhald af 12. síðu. Stjórn samtakanna skipa menn: Formaður var kosinn Sveinn Ásgeixsson, hagfræðingur, og auk hans skipa st.iórnin'a: Elsa Guðjónsdóttir, húsfxú, Gunnar Friðxiksson, framkstj. Dr. Gunn- laugur Þórðarson, lögfræðingur, Habdóra Eggetsdótt'ir námsstjóri, Halldóra Einarsdóttix, húsmæðra- kennari, Svava Sigfúsdóttix, hús- frú, Gunnar Bjömsson, efna- verkfr., Ingólfur Guðmundsson, verðgæzlustjóri, Jónína Guð- mundsdóttir, húsfrú, dr. Jóhann Sæmundsson, próf., Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, Lár- us Jónatansson, verkamaður, Pétur Pétursson, skrifstofustjóri, Sveinn Ólafsson, fulltrúi, Torfi Þorsteinsson, verkstjóri, V'il- hjálmur Ámason, lögfræðing- ur, Snorri P. Snorrason, læknir, Valdimar Jónsson, efnafræðing- ur, Þó.rhallur Halldórsson, mjólk- urfræðingur, Margrét Jónsdóttir, húsfrú, Helga Sigurðardóttir, skólastjóri, Anna Gisladóttir, húsfrú, Binar Jóhan-nsson, Dag- björt Jónsdóttir, húsfrú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.