Þjóðviljinn - 25.03.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.03.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 25. marz 1953 HárgreiSsla smáfelpnanna Þegar ég var lítil var ég með vatnskembt hár og tíkar- spena, sem voru fléttaðir svo fast, að þeir stóðu beint ú^ í loftið, og skelfing fannst mér það andstyggilegt’! Hafið þið ekki oft heyrt fullorðið fólk tala á þennan hátt? Margar fullorðnar kon- ur eiga daprar minningar um hárgreiðslu sína í æsku. Ótal börn hafa orðið að fara eftir smekk foreldranna í þessum efnum, og ekkert tillit hefur verið tekið til skoðana þeirra sjálfra. Og þó er undurauðvelt að verða við óskum barna i sambandi við hárgreiðslu. Smá- telpur eru oft hégómlegar, en yfirleitt eru þær hógværar í kröfum sínum. Að vísu þrá sumar telpur langa tappatog- aralokka og stórar slaufur, en þá ósk er ekki alltaf auð- velt að uppfylla, enda er hár- greiðslan alltof óþægileg. En börn eru skynsöm og það er oftast hægt að tala um fyrir þeim; en auðvitað er nauðsyn- legt að hafa einhverja aðra og freistandi tillögu á boðstólum í staðinn. Ef þú átt litla dóttur, þá skaltu ráðfæra þig dálítið við hana, þegar þarf að klippa hana. Stundum er það mjög mikilsvert atriði í augum telpunnar, hvort hárið er sentí- metra styttra eða síðara. Smá- atriði, sem við fullorðna fólkið teljum engu máli skipta, getur verið barninu aðalatriði. Telp- an hefur ef til vill fengið þá hugmynd, að fallegast væri að hárið hyldi eyrað eða væri styttra í hliðunum. Hlæðu ekki Rafmagnstakmörkun Miðvikudajrur 25. marz. KI. 10.45-12.30; Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- arsrötu og; Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugrvallar- svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir- isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. MATURINN A MORGUN 1 Tómatsúpa — Stciktar fisk- bollur, grænkálsjafnlngrur, — i kartöflur. ATH. að tómatkraftur úr' [ dósum er bragðmeiri og ö- i I dýrari í soðna rétti en tómat- 1 > þykkni (Ketehup) úr flöskum. að þessum hugmyndum, og ef auðvelt er að framkvæma þær, •þá skaltu verða við óskum hennar. Margir foreldrar kvarca yfir því að börn hugsi ekkert um útlit sitt og kvarta yfir þvi að Sigga eða Gunna muni aldrei eftir að greiða sér eða gæta að fötunum sínum, en oft geta þeir sjálfum sér um kennt. Oft hefur það mikil áhrif a snyrtimennskuna að telpunm finnst hún vera í fallegum föt- um og hár hennar er greitt eins og hún vill helzt. Á teikningunum eru sýndar nokkrar hárgreiðslur, sem henta börnum vel. Ef þér lízt vel á einhverja þeirra, þá hafðu myndina með þér í næsta skipti, sem telpan er klippt. Klipping- in sjálf er aðalatriðið, og oí't er erfitt að útskýra, hvernig maður vill að hárið sé klippt. Teikning kemur í veg fyrir allan misskilning. Að lokum nokkur orð um fléttur: þær geta verið mjög skemmtilegar, en ef telpunni geðjast ekki að þeim, þá er mesti misskilningur að neyða hana til að háfa þær. Barmð Framhald á 9. gíðu Hcntugur pksSpoki með vösum Lízt þér ekki vel á þennan plastpoka, sem getur rúmað ó- tal margt af því, sem annars er alltaf á hrakhólum? Hann er ætlaður til eldhúsnota, und- ir afþurrkunarklúta, fægidót og alls konar dlilur. í honum geta einnig verið burstar og ýmsir aðrir smáhlutir. Hann er ætlaður til eldhúsnota, undir alls konar dulur. I honum geta einnig verið burstar og ýmsir aðrir smáhlutir. Hann er ætl- aður til eldhúsnota, eins og fyrr er sagt, en væri hann ekki prýðilegur í baðherbergi líká? Hann þolir vel rakann í bað- herberginu, af því að hann er úr plasti, og margir eru i vandræðum með hirzlur í litl- um baðherbergjum. Nevil Shute: Hljóðpípusmiðurinn Hann lét fallast niður í stól skammt frá þeim. Howard hellti rauðvíni í glas handa hon- um; ungi maðurirm bætti í það vatni og drakk. Hann sagði lágt: „iBáturinn minn liggur í höfn- inni, en ég get ekiki farið með ykkur um borð þar vegna Þjóðverjanna. Þið verðið að bíða þangað til dimmt er orðið og ganga síðan út að vitamum. Eg kem þangað með bátinn.“ Howard sagði: ,,Eg skil það. Hvernig finn- um við veginn út að vitanum?" Focquet skýrði það fyrir homum. Howard sat á móti Nicole og sneri baki að dyrunum. Með- an hann hlustaði á skýringar mannsins varð honum litið framan í stúlkuna, og sá að hún var föl og skelfd á svip. „Monsieur . . ..“ sagði hún og þagnaði. Fyrir aftan hann heyrðist þungt fótatak og nokkur orð á þýzku. Hann sneri sér við í stóln- um; Frakkinn við hlið hans gerði slíkt hið sama. Þama stóð þýzkur hermaður með byssu. Við hlið hans var vélamaður af herskipinu í óhreinum, bláum samfestingi. Þessi stund leið gamla mannimum aldrei úr minni. I balcsýn voru sjómennimir steinhljóðir og hreyf ingarlausir; afgreiðslustúlkan hætti við að iþurrka glas og stóð kyrr með þurrkuna í hendinni. Maðurinn í samfestingnum ávarpaði þau. Hann talaði ensku með þýzk-amerískum hreim. „Hvað eru mörg af ykkur ensk?“ Ekkert svar. Hann sagði: „Jæja, við skulum þá öll koma á varðstofuna og tala dálítið við varðstjórann. Og þið skuluð öll hafa ykkur hæg, annars hlýzt verra af.“ Hann endurtók orð sín á lélegri frönsku. TlUNDI KAFLI Focquet lét móðan mása og gerði sér lista- vel upp fas hálfdrukkins manns. Hann sagðist ekkert þekkja þetta fólk; hefði aðeins fengið sér vínglas með þeim — ekki væri það glæp- samlegt. Hann væri að fara út á sjó með flóð- inu. Ef hann færi með þeim á varðstofuna, fengju þeir engan fisk á morgun og hvernig litist þeim á það? Landkrabbar vissu aldrei neitt í sinn haus. Og hvað um bátinn hans, sem bundinn var við bryggju? Hver gætti hans? Vörðurinn rak byssustinginn ónotalega í bak- ið á honum og Focquet þagnaði skyndilega. Tveir Þjóðverjar í viðbót komu inn; fólkið var rekið á fætur og út um dyrnar. Mótþrói var gagnslaus. Maðurinn í samfestingnum gekk út á undan þeim, en hann kom inn eftir örstutta stund með Ronna og Sheilu. Bæði voru þau dauðskelkuð og Sheila grátandi. Hann sneri sér að Howard. „Þessir krakkar eru víst á ykkar vegum. Þau tala betur ensku en hægt er að læra í skólum.“ Howard tók í hendur þeirra en sagði ekkert. Maðurinn í samfestingnum horfði á hann und- arlegu augnaráði og hélt áfram að horfa á þau eftir að þau fóru af stað í áttina til varðstof- unnar. Ronni sagði .óttasleginn: „Hvert erum við að fara núna? Eru Þjóðverjarnir búnir að taka okkur?“ Howard sagði: „Við þurfum að tala dálítið við þá. Vertu ekki hræddur; þeir gera okkur ekki neitt.“ Drengurinn sagði: ,,Eg sagði Sheilu að þú yrðir reiður -ef hún talaði ensku, en hún vildi það endilega.“ Nicole sagði: „Talaði hún ensku við manninn í samfestingnum ?“ Ronni kinkaði kolli. Svo leit hann sikömm- 71. ustulega á gamla manninn. „Ertu reiður Ho- ward?“ stamaði hann. Það var gagnslaust að sakast um orðinn hlut. „Nei,“ sagði hann. „Það hefði verið betra, ef hún hefði hlýtt mér, en við skulum ekki tala meira um það.“ Sheila hágrét enn. „Mér finnst gaman að tala ensku,“ vældi hún. Howard beygði sig og þurrkaði henni um augun; verðimir hægðu ferðina á meðan. „Svona, svona,“ sagði hann. „Nú máttu tala alla þá ensku sem þú vilt.“ Hún gekk áfram við hlið hans, snöktandi og hikstandi. Eftir nokkra stund vom þau látin beygja til hægri og inn í húsið sem varðstofan var í. Varðstjórinn var að hneppa að sér jakkanum þegar þau komu inn. Hann settist við óvand- að skrifborð; verðimir ýttu þeim til hans. Hann virti þau háðslega fyrir sér. Loks sagði hann á þýzku: „Fáið mér skilríki ykkar.“ Howard skildi aðeins nokkur orð i’ þýzku, ekkert hinna skildi það mál. „Skilriki ykkar,“ endurtók hann á frönsku. Focquet og Nicole réttu fram frönsku vega- bréfin; maðurinn athugaði þau þegjandi. Svo leit hann upp. Howard lagði enska vegabréfið sitt á borðið eins og maður sem misst hefur alla von. Varðstjórinn brosti við, tók vegabréfið og virti það fyrir sér með áhuga. „Einmitt,“ sagði hann. „Englendingur. Winston Churchill“. Hann leit upp og horfði á börnin. Á lélegri frönsku spurði hann hvort þau hefðu nokkur skilríki og virtist ánægður þegar honum var sagt að svo væri ekki. Svo gaf hann nokkrar skipanir á þýzku. Leitað var að vopnum á þeim öllum, allt sem þau höfðu á sér var tekið og lagt á borðið —> bréf, peningar, úr og alls konar smáhlutir, jafnvel vasaklútamir þeirra. Svo var farið með þau inn í annað herbergi, þar sem mokkrar dýnur lágu á gólfinu og þeim fengin teppi. Þar voru þau skilin eftir. Fyrir glugganum vom trélilerar og úti á götunni var hermaður á verði. Howard sneri sér að Focquet. „Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hann. Honum fannst Frakkina hafa verið óheppinn. Ungi maðurinn yppti öxlunum rólegur á svip. „Eg hefði ef til vill getað séð mig um í heiminum," sagði hann. „Eg fæ seinna tæki- færi til þess.“ Hann fleygði sér niður á eina dýnuna, breiddi teppið yfir sig og bjóst til að sofa. . Howard og Nicole fóru að búa um börnin og leggja þau út af. Ein dýsia var afgangs. Hvað er að sjá á þér ennið — hefur einhver bitið þig? Eg beit mig sjálf í ógáti. Ha, hvað? Já, ég var að skoða mig i spegli. I Hann ka'laði mig asna. Liggðu ekki undir sliku ámæli. Hvað á ég að gera? Láttu hann sanna það. • Það kom nokkuð fyrir mig i nótt sem olli þvi að ég var meðvitundarlaus marga klukkutíma. Hvað er að heyra þetta — hvað kom fyrir? Eg sofnaði. ■ Bróðir minn var rekinn úr vinnunni af því hann sá ekki fótum sinum forráð? Nú, hvað gerði hann? Hann var dansmeistari. J.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.