Þjóðviljinn - 27.03.1953, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.03.1953, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 27. marz 1953 ^ 1 dag er föstudagurinn 27. marz. — 86. dagiir ársins. LANDSKJÁLFTAB Islands er eitt frægasta eldfjalla- land heims. Eldfjöllum fylgja gjarnan landskjálftar, og hafa þeir margir geisað í sögu landsins. Ef frá er talið Heklugosið 1947 er engin stórtíðindi að segja af ísl. eldfjöilum og verkunum þeirra síðustu áratugina, og landskjálfta sem hægt sé að kalia því nafni hafa fæst okkar fundið. Þó er ým- islegt á kreiki í jarðdjúpunum ekki síður en fyrri daginn. 1 plöggum sem oss hafa borizt frá Veöurstofunni er frá því greint að landskjálftamælar í Reykja- vílc hafi sýnt „alts 63 jarðskjálfta á árinu“ 1947. ,,Af þeim voru 10 langt að komnir, en hinir 53 áttu upptök sín á Islandi eða ná- lægt landinu". Einn þessara lánd- skjálfta átti upptök í Iran. „Mest- ur þeirra jarðskjálfta, sem upp- tök áttu á ísiandi, mun vera jarðskjá'ftinn, er hófst samtímis Hekíugosinu. .. . Jarðskjálfti þessi var hvergi snarpur en fannst víða. um land. Einnig sást hann á jarðskjálftamælum víða um Evrópu og N-Ameríku“. Land- skjálftar hafa oft gert mikinn usla hér á landi. AJlmargir munu til dæmis minnast landskjálftanna sem riðu yfir Suðurland árið 1896 og lagði nokkra bæi í rúst, en skemmdi aðra. Sumarið 1934 reið einnig mikill landskjálfti yf- ir S'varfaðardal, sprungu víða veggir í steinhúsum, og fleiri skaðar urðu. Svo kann einhver að spyrja í framhjáhlaupi: Hvers- vegna er al'.staðar jarðskjálfti innan gæsalappa, en landskjálfti utan þeirra? Því er til að svara að Veðurstofan notar orðið jarð- skjálfti, en þeim er þetta ritar var kennt í slcóla að nota hitt orðið, og heldur hann sig við það. Systrabrúðkaup Á laugardaginn voru gefin sam- an. í hjónaban,d 1 á Akureyri. brúðhjónin Gyða Heiða Þorsteinsdóttir og Friðgeir Valdi- marsson verkamaður. —- Heimili þeirra er að Felli i Glerárþorpi. Einnig brúðhjónin Sigríður Þor- steinsdóttir og Kristbjörn Björns- son bifreiðastjóri. Heimili þeirra er að Ránargötu 24 Akur.eyri. — Gyða og, Sigríður eru systur. Málverkásýning frú Grétu Björnsson ,í Lista- mannaskálanum er opin daglega kl. 13-23 fram yfir helgi. Læknavarðstofan Austurbæjar- skólanum. — Sími 5030. Næturvarzla í Reykjavikúrapó- teki. Sími 1760,,, . líeyrðu, Jón, ég finn það alveg á mér að það er ljón hér í nágrenninu. Háskóhimyndir Það er í kvöld kl. 6:15 sem franski sendikennarinn við Há- skólann sýnir og skýrir tvær kvikniyndir í I. kennslustofunni. Fjállar önnur myndin um land- könnúðiTm Charcot, sem flestir Islendingar kannast við; en hin myndin er frá borginni Dakar í frönsku Afríku. Fyrlr skömmu var stofnað hér í bænum Býræktarfélag Islands, og hefur það nú ákveðið að efna tii námskeiðs í býrækt fyrir aila meðila félagsins og aðra er kunna að liafa áhnga á rælctuu hun- angsbýflugna hér á landi. Hefur féiagið á að skipa vönum býrækt- armaimi er leiðbeina mun á námskeiðimi. Það hefst miðviku- daginn 1. apríl. Allar upplýstngar um námskeiðið eru gefnar í sím- um 80560 og 81404. Bólusetning gegn barnavelki Pöntunum veitt móttaka þriðju- daginn 31. marz kk 10-12 fyrir hádeg'i í • síma 2781. Hvöt; biaS, Sam- bands bindindisfé- laga, i skólum, hef- ur borizt Þjóðyilj- anum. Þar er fyrst birt Útvarpsávarp Helga Seljan forseta SBS, 1. febrúar í vetur. Þvínæst eru birt' svör Rannveigar Þorsteinsdótlur, Emils Björnsson- kr og Gunnars M. Magnúss við þ.essum þremur spurningum; Hver teljið þér. einkenni nútíma íslenzks skáldskopar?, Teljið þér, að taka beri upp aukna bindindisfræðslu í skólum?, Álítið þér, að seta herliðsins muni hafa áhrif á ís- lenzka tungu? Ber hinum spurðu nokkurnveginn saman í svörum sínum, nema alþingiskonan viil gera sem minnst úr áhrifum her- setunnar. — Birt eru tvö kvæði eftir Guðberg Bergsson. Hjörtur Guðmundsson ritar söguna Skugg- inn þinn. Þá er greinin Frá sjón- arhóli kvennaskólanema, eftir Helgu Erlu Hjartardóttur. Þórunn Örnólfsdóttir sk,rifar Kvikmynda- þátt. . Þá . er brot úp ferðasögu, eftir Þórarin Árnason. Lausavís- ur, eftir Björn G. Eiríksson. Árni Óla: Ferðamenn og vínveitingar. Að lokum eru fréttir frá 21. þingi SBS — og er þó elcki allt talið. 1 aprílhefti líeimilisritsins er smá- sagan Vorilmur, eftir Magnús Jó' hannsson frá Hafranesi. Síðan koma margai' þýddar smásögur, Grein er um Illa anda, lyf og lækna. Frásögnin Þriggja mánaða hrakningar í opnum bátUm. Þá eru getraunir af ýmsu tagi, verð- launakrossgáta, bridgeþáttur, Haustljóð eftir Sverri Haraldsson, og sitthvað fleira. Landshókasaf nlð: lclukkan 10— 12, 13—19, 20—22 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13—19. Þjóðminjasafnlð: klukkan 13—16 á sunnudögum; kl. 13—15 þriðju- daga og fimmtudaga. Listasafn Einars Jónssonar: klukkan 13.30—15.30 á sunnudög- um. Náttúrugripasafnið: klukkan 13.30—15 á sunnudögum; kl. 14—- 15 þriðjudaga og fimmtudaga. Leiðrétting. í inngangimim að fréttinni um afleiðingamar .af árás Banda- ríkjamanns og íslendings á Ólaf hetinn Ottesen, í blaðinu í gær, féll niður eitt orð svo meining raskast. Bétt er setningin þann- ig: íslendingar gleyma því elcki að meðan Bretar héldu landinu hernumdu drápu þeir engan. Is- lending, en Bandarikjamönnum tókst að drepa þrjá fslendinga á hernámsár.ulium, —- og var einn þeirra 12 eða 13 ára gamall drengur. Landnemhm enn uppseldur Önnur prentun af síðasta hefti Landnemans er nú uppseíd hjá út- gefanda. Einnig gengur nú óðum á blaðið í bókaverzlunum og á veiiingastöðum, svo að nú er hver síðastur að eignas.t þetta ágæta blað. Eina bótin er sú að mörg fara á eftir. Vísir og Tíminn deila nú ákaft um formanninn í í- þróttanefnd ríkis- ins, en sá gamli var Framsóknar- maður þar sem hinn nýi er 1- haldsmaður. Virðist sem þarna sé um bitling að ræða, og bíðum vér. nú þess eins að AB-blaðið láti einnig' til sín taka í þessu máli. Fi'ú mín góð, þér ættuð að sópa undir rúminu svona öðru livoru. dþjóðviljhm ..tekur á móti gjöfum til Hnífs- dælinga vegna tjónsins er barna- • skájinn fauk á dögunum. . Kl. 8:00 Morgunút- varp. 9:10 Veður- fregnir. 12:10 Há- degisútvarp. 15:30 Miðdegisútvarp. — 16:30 Veðurfregnir. 17:30 Islenzku- kennsla Ií. fl. 18:00 Þýzkukennsla X. fl. 18:25 Veðurfregnir. 18:30 L'önskukonnsla. 19:00 Tónleikar. 9:20 Daglegt má!.. 19:25 Tónleik- ir. 19:45 Auglýsingar. 20:00 Frétt- r. 20:30 Kvöldvaka: a) Ólafur borvaldsson þingvörður flytur frá- löguþátt: Á StakkhAmarsfjöru. b) Frá liðinni tíð: Sögur, kvæði ig samtalsþættir í samfelldri lágskrá, er Sigurður Guttorms- 5on telcur saman. 22:00 Fréttir og /eðurfregmr. 22:10 Passíusálmur (45.) 22:20 .Lestur fornrita. 22:45 Kynning á kvartettuni eftir Beet- hoven; V. Strengjakvartett op, 18 nr. 5 (Strengjakvartetti útvarps- ins leikur). JENGíSSKBANING (Sölngengi): t bandarískur dollar kr. 16,32 L kanadiskur dollar kr. 16,79 L enskt pund kr. 45,70 L00 danskar kr. kr. 236,30 100 norskar kr. kr. 228,50 100 sænskar kr. kr. 315,50 100 finsk mörk kr. 7,09 100 belgískir frankar kr. 32,67 T0000 franskir frankar kr. 46,63 100 svissn. frankar kr. 373,70 100 tékkn. kcs. kr... ,32,64 100 gyllini kr. 429,90 TOOO . líru'r kr. 26,12 4Sg ' ' ’ ~ "... ' Eimskip: Brúarfoss er á leið til Hafnar, Hull og Leith frá Reykjavik. Dettifoss er á leið til Reylcjavíkur frá New York. Goðafoss kom til Antverpen í gær; fer þaðan til Rotterdam og Hull. Lagarfoss er- á leið til New York. Reykjafoss fer frá Reykjavík á morgun vest- ur og norður um land. Selfoss er á leið til Hafnai^jarðar frá Gautaborg. Tröllafoss fór frá New Yorlr íyrir viku áleiðis til Rvík- ur. Straumey er á.leið til Reykja- víkur ■ frá Odda í Noregi, Ríklsskip: Hekla fór frá Reykjavík kl. 20 i gærkvöld austur um lancl til Sigliifja’-ðar. Esja er á Austfjörð- um á í.uðurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Helgi Helg'json er á Breiðafirði. SkipadeUd SIS. Hvassafell I<om við í Azoreyjum 21. bui. á ieið til Rio de Janeiro. Arna.rfell kcrnur væntanlega til New York á morgun. Jökulfell lestar freCíísk a Eyjafjarðarhöfm um. Kvöldbænir í ílallgrímskirkju kl. 8 á hverjum virkum degi (nema messudaga). Lesin píslar- saga, sungið úr passíusálmum. — Allir velkomnir. Sr. Jakob Jónsson. Bltstjóri Landnemans er Jónas Árnason. Áskriftarsími 7510 og 1373. Krossgáta nr. 43. Lárétt: 1 talning 7 saihtenging 8 bylta 9 egg 11 hlé 12 sérhljóðar 14 frumefni 15 fylgja eftir 17 frumefni 18 niður 20 bækur Lóðrétt: 1 hroki 2 ættingi 3 sk,st. 4 áhald 5 óhreinkar 6 bætir 10 blekking 13 haf 15 tré 16 tóm 17 tveir eins 19 ending Lausn á lcrossgátu nr. 42 Lárétt: 1 blávatn 7 rý 8 fróa 9 ósk 11 inn 12 en 14 an 15 stef 17 KK 18 SOS 20 þorskur Lóðrétt: 1 bróm 2 lýs 3 vf 4 Ari 5 tóna 6 Nanna 10 ket 13 ness 15 sko 16 fok 17 KÞ 19 SU Er Klér lauk veióiskapnum gekk hann. eftir,- stíflHga.rði‘,'' yfir tli : drengsins; Þú heitir,, Lamani. og-g kaliast . FulIsBk-kur cðá . hinn snoirii . IIvað- veldUri þyi. :að )þú> hefst á víðavangi ? Ó, háttvirti. lcolagerðarmaður, andvarpaði Lammi;. ég-,var, að.'deyja úr sulti í gær og. várð'þá á: aðbnarta. í nautakjöt og lepja nokkrar. - baunaskeiðar, og, fyrir þetta réðst systir min á mig og; lamdi mig eins og hund,- svo ég varð að flýja. K'ér spurði hann , hvað foreldrar hans hefi/u gert í öllum þessum ósköpum. Lauimi FuIlsekkUr svaraði: Pabbi barðj mig . í . aðra .öxlina,- mamma barði mig í hina, og þau sögðu: Sláðu á móti bann- settUr auminginn, þinn. Skyndilega fölnaði • Lammi Fullsekkur upp og fór að skjálfa og titra, Klér . sá há- vaxna kOnu koma í áttina til þeirra, en við hlið' hennar gekk' lítil grannvaxin stú'ka. með . stórum, tilburðum. ■Ml.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.