Þjóðviljinn - 27.03.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.03.1953, Blaðsíða 6
€) . ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 27. marz 1953 þlÓ OVILIINN tJtgrefftndl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósiallataflokkurinn. Ritatjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón ‘Bjarnason. Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vlgfússon. Augiýsingastjórj: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Sími 7S00 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. —- Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja ÞjóðviJjane h.f. Hræsni Framsóknarflokksins Flokksþing Framsóknarflokksins hefur undanfarna daga setiö á rökstólum og í igær birtir Tínvinn kosningaávarp þingsins ásamt ályktun þess um atvinnurrál. Kemur þar fátt nýtt eða merkilegt fram, þótt það leyni sér ekki að enn hyggst Frarrsókn gamla að taka upp svipaðar blekk- ingaaðferðir og hún beitti fyrir síðustu kosningar, þegar Rannveig var látin segja allri fjárplógsstarfsemi stríð á hendur og Tíminn var yfirprentaður með rauðu til að leggja áherzlu á róttæknina og baráttuviljann gegn fjárplógsöflum þjóðfélagsins. í kosningaávarpi Framsóknarþingsins, seim Tíminn birtir í gær segir að skorað sé á trúnaðarmenn flokksins „að gæta á komandi tímum fyrst og fremst þeirrar skyldu að vinna að alþjóðarheill“ og virðist því sem flokksþinginu hafi þótt þar nokkuð á skorta og þykir engum furða. Síðan er komizt þannig að orði: „Jafnfrairit lýsir flokksþingið yfir þeirri skoðun sinni, að það telur affarasælast að stjórn ríkisins geti verið þannig skipuð að hún njóti trausts og stuðnings hinna fjölmennu vinnustétta þjóðarinnar, en sé óháð sjónarmiðum sérhags- munamanna. Með þeim hætti verður bezt tryggt, að á milli stjórnarstefnunnar og starfs hins vinnandi fólks sé sarrræmi það, sem er undirstaða þess, að stjórnarstefnan beri 'þann árangur, sem tií er ætlazt.“ Næst á eftir þessari klausu kemur svo yfirlýsing um að samstarf við flokk verkalýðsins, Sameiningarflökk alþýðu — Sós.'alistaflokkinn — sé útilokað með öllu. Slíkt er sarr.r ræmið í kosningaávarpi Framsóknarflokksins. í>að þaiif vissulega þá tegund heilinda sem foringjar Framsóknar eru frægastir fyrir til þess að gefa nú í skyn að þessi þröngsýni afturhalds- og landráðaflökkur óski eftir samvinnu vinnústétta þjóðfélagsins. Og það ber vott um viðbjóðslega hræsni, sem, slær flest eða öll fyrri met Fram- sóknar í þeim efnum, þegar sú ósk er látin í ljós að stjóm- arstefnan sé ekki háð sjónarmiðum sérhagsmunamanna. Foringjar Framsóknar hafa í rrörg ár verið og eru enn í innilegu samstarfi við flokk sérhagsmunamannanna og meir en það: Helztu forkólfar Framsóknar eins og Vilhjáknur Þór eru orðnir innstu koppar í búri þess arðráns og þeirrar fjárplógsstarfsend • auðstéttarinnar sem nú tröllríður ís- lenzika alþýðu og íslenzka atvinnuvegi og safnar óhóf- legum gróða af striti hins vinnandi fólks. Engum sem þekkir hug Framsóknarforkólfanna og. þróun Framsóknarflokksins kerrur til hugar að núverandi forusta hans hyggi í alvöru á vinstri samstarf í nokkurri mynd. Til þess er hún of tengd orðin arðráns- og f járplógsöflum þjóð- félagsins. Það eru fámennar klíkur stærstu heildsalanna, Kveldúlfs og Vilhjálms Þór sem raimverulega ráða stefnu beggja núverandi stjórnarflokka. Þessar auðstéttarklíkur hyggja efcki aðeins á áframhaldandi samstarf og skipulagn- ingu nýrrar ránsherferðar á hendur íslenzkri alþýðu að kosningum loknum hafi þær til þess bolmagn, þær hafa þegar ákveðið áframhald þeirrar samvinnu. En það er hinsvegar á valdi þess rnikla f jölda, sem fram að þessu hefur fylgt Framsókn og Sjálfstæðisflokknum, að koma í veg fyrir framkvæmd þessara ákvarðana. Það verð- ur aðeins gert með því að nota tækifæri (kosninganna í sumar til þess að snúa 'baki við stjórnarflokkunum en efla Sósíalistaflokkinn. Það er eina svarið sem forkólfar aftur- haldsflokkanna skilja. Og alveg sérstaklega þyrfti Fram- sóknarflofckurinn á slíkri ráðningu að halda nú eftir land- ráðastarf og auðstéttarþjónustu undanfarinna ára. Það vænu vissulega verðug viðbrögð fólksins gegn þeirri hræsni og yfirdrepssfcap sem Framsókn hyggst enn að hafa í framrni í því skyni að blekkja heiðarlegt alþýðufólk til fylgis við gróðastéttina og fjárplógsöflin. Hvar stóð flokkur þinn í landvörn Hvað heldur þú, lesandi, aö búið sé að segja þáð oft á prenti og segja það oft í ræðum að íslenzkir sósíalist- ar séu landráðamenn, boðn- ir og búnir að láta land sitt af hendi ef Rússar vildu svo vera láta? Svariö getur sjálfsagt ekki orðið annað en ágizk- un, en oft hefur þetta verið skrifað, oft hefur það verið sagt. Og þaö er ekki svo að ummæli þessi hafi eingöngu hrotið úr penna blaöa- manna í orustuhita virkra daga. Virðulegir ráðhen*ar og þingmenn úr Sjálfstæðis- flokknum, Framsókn og Al- þýöuflokknum hafa viðhaft svipuð ummæli á viröuleg- um stöðum og virðulegum stundum. ★ En manstu þá eftir því að nokkurn tíma hafi verið haft fyrir því að færa sönn- ur á þessa mergjuðu full- yrðingn? Sjálfsagt rámar þig í áð Bjarni Ben. hafi talið málið sannað með ein- hverri setningu sem Lenín hafi átt að segja einlivern- tíma, eða Brynjólfur eða Einar; en ef betur er að gáö, þá em þetta .sannanir' sem hvergi í heimi þættu frambærilegar fyrir nokkr- um dómstól, nema í fasista- ríkjúrn og Bandai'íkjunum, þar sem það varðar við lög og kostar margra ára tukt- hús að hafa skoðanir í ætt við skoöanir Kai’ls Marx og Friðriks Engels, og þáð varö ar meii-a að segja margra ára tukthúsi aö gefa út verk þsirra féiaganna! Þaö er ekkert launungarmál aö hér á landi eru sósíalistar, enda skoöanafrelsi tiyggt 1 stjórn arskránni. Stjómmálastai’f sitt byggja íslenzkir sósial- istar á lögum landsins og réttindum íslenzkra þegna. „Sameiningarflokkur al- þýðu — Sásíalistaflokkurinn er stj órnmálaflokkur ís- lenzkrar alþýöustéttar sósíalistískur lýöræðisflokk- ur, óháður öllum öðrum en meölimum sínum, íslenzkri alþýðu“. Þannig hefst stefnuskrá Sósíalistaflokks- ins, og við þetta stefnu- skráratriði hefur allt hari starf miðazt. Enginn' staf- krókur er fyrir því í íslenzk- um lögum að láta sósíalist? eða neina aðra gjalda skoð- ana sinna. Hitt er sennileg4 a.ð menn sem ki'efjast þes"- áð Menzkir sósíalistar séu útilokaðir frá störfum og fyllstu þegnréttindum í ís- lenzku þjóðfélagi gerist með því sekir við lög. a'ð minnsta kosti við anda stjórnarskrár og löggjafar íslendinga. Og valdsmmn á íslandi sem láta viðgangast að Bandaríkjamenn rek' menn úr vinnu á íslandi með tilvitnun í bandarísk skoöanakúgunarlög, standa höllum fæt-i gagnvart ís- lenzkri réttarvitund. Hvað veröur eftir þegar reykský áxóðursins um „landráð“ sósíalistá er horf- ið? Hverjar em staöreyhd- imar um athafnir flokksins gagnvart erlendri ásælni, alla þá tíð sem flokkurinn hefur starfað? Og hverjar eru staöreyndimar um aðra flokka á íslandi? Hvaö segja verk iþeirra um afstöðuna til erlendra ríkja sem revna að ná tökum á ísiandi? Hvað segja þær staðreyndir, sem skjalfestar em í Alþingis- tíðindum og milliríkjásamn- ingum, um það, hvaða flokk ar hafi bognaö og látió undan erlendu kröfunum og hvaöa flokkur haíi alltaf staðið fast á veröi um ís- lenzkan málstaö, ' barizt af alsfli gegn erlendu ásæln- inni? Aö því yeröur spurt þeyar saga þessa þrlagaríka kafla ísiandssöguimar verður skráö. Það verður ekki tekið mark á froöufellandi áróöri Bjarna Ben. og Evsteins. Stefáns Jóhanns og Ólafs Thors, Hermanns og Haoni- bals um upplogin „landráð“ Sósíalistaflokksins. Þau ó- magaorð verða lögð að jöfnu viö samskonar ásak- anir er dundu á Jóni Sig- ui’ðssyni og samherjum hans á fyna skeiði sjálf- stæðisbaráttu íslendinga, baráttunnar við Dani. En það verður fl&tt upp í Alþingistíðindunum, þaff verffa grannskoðaðir milli- ríkjasamningaxnir frá þess- um áruím t’l aö sjá hver var afstaða þingmanna. ráð- herra og stjórmnálaflokka til erlenclrar ásælni, hvar þeir stóðu er síðara skeið sjálfstæðisbaráttn íslend- inga hófst, baráttan gegn á- sælnii og yfirgansri Banda- ríkjanna. Það veröur leitað öruggra heímilda um afleið- ingu þeirra i’áðstafana er Sjálfstæðisflokkurixm, Fram sókn og AlþýöUflokkurinn hafa, gert í titanríkismálum og sjálfstæöismálum þjóöar- Innar, afleiðingar þeirra fyrir þjóölíf íslendinga, þjóð éi*ni, tungn, ménningu. Horfizt í augu við þann dóm, flokksmenn Sjálfstæð- isflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokkríris. Kvar stóð flokkur þinn í landvöm þjóðarinnar gegn ásælni Bandaríkjanna, gegn þeirri óskaplegu ósvífni að heimta íslenzkt land undir her- stöövar sínar, íslenzka jörð til að ummvnda hana. í spillingarhreiður? Hvar stóð Sjálfstæðisflokkurinn í þeirri landvarnarfylkingu? Hvar stóð Framsóknarflokk- urinn? Hvar stóð Alþýðu- flokkurimi? Og hvar stóð Sósíalista- flokkurmn? Svarið er að verða fleiri og fleiri íslendingum ljóst. Meðan froðufellanái áróour um íinynduð „landráð“ sósí- alistaflokks'ns var öskr- aöur yiii’ þjóðina, af mál- gögnum þriggja í'lokka og misnotuðu ríkisútvarpi, vom þessh* þrír sömu flokk- ar að fremjá geipilegustu landi'áðin í sögu þjóðarir.n- ar, ofurselja ísland og ís- lendinga yfirgangsamasta auðvaldsstórvelcti hcimsins, kalla inn í landið erlendan stórveldisher. Gsgn þessum óhæfuverk- um hefm* einn og aöeins einn stjórnmálaflokkur stað ið heill og óskiptur. Sósíal- istaflokkurinn. Það er stað- reynd sem ekki er hægt að dylja þjóðina, stáöreynd sem hlýtur að verða eitt merkasta, atriðiö í íslands- sögu þessava ára. í sögu hinnar nýju sjálfstæðisbar- áttu íslendinga. í nokkrum greinum skal þetta rakið nánar. „Sameiningarflokkur alþýðu — Sós- íalistaflokkurinn er stjórnmálaflokkur íslenzkrar alþýðustéttar, sósíalistískur lýðræðisflokkur, óháður öllum öðrum en meðlimum sínum, íslenzkri alþýðu“. I. gr. stefnuskrár Sósíalfstaflokksins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.