Þjóðviljinn - 19.04.1953, Blaðsíða 10
10; — ÞJÓÐVIL.ilNN — Sunnudagur 19. apríl 1953
Samfestsngur ! staS kápu
Þeir sem eiga lítil böm
vita að samfestingur er ómiss-
andi. Kápur og frakkar fara
litlum börnum vel en til dag-
legrar notkunar er samfest-
ingurinn miklu hentugri. Ef
einhver hefur peninga aflögu
fyrir samfestingi og frakka,
þá er skynsamlegra að eyða
iþeim í tvo samfestinga svo
að barnið eigi til skiptana.
Samfestinga má kaupa við
vöxt, og ef bamið á tvo sam-
festinga má gjarnan vera
stærðarmunur á þeim. svo að
annar búningurinn endist
lengur en hinn.
Sniðið á sam-
festingnum er
þýðingarmikið
og það er ým-
islegt er taka
þarf til athug-
unar, hvort
sem samfest-
ingurinn er
keyptur tilbú-
inn eða saum-
aður heima. Sænska sniðd'ð
sem sýnt er á myndinni og er
opið á öxlunum, er mjög fal-
legt, en margar mæður hafa
rekið sig á það að rennilásinn
rennur niður i tíma og ótíma.
Ea það er ekki heldur hægt
að hafa trefii undir þrönga
og liáa kraganum. Samfest-
Takið til í
handtöskunni
Það er góðt hugmynd að taka
stundum til í handtöskunni
sinni og fleygja miskunnarlaust
öllu því, sem er ekki bráðnauð-
synlegt. Þegar um töskur er að
ræða, erum við konurnar ekki
miklu betri en börnin, sem
troða pllu í vasa sína. Við
troðum alltof mörgu niður í
töskurnar okkar. Ótrú'egustu
h’utir geta legið í töskunum
og gera ekki annaö en fylla
hana. Taktu til í töskunni, því
að bæði er þægiiegt að vel
fari í henni og'auk þess endistj
taskan miklu betur, þegar hún
er ekld fyilt um of.
Á kvllldbord
50 g þurrkaðar gulrætur, 100 g
makkaronihné, 1 laukur, 50 g
smjörlíki eða k.iötílot, 50 g hveiti,
gulrótasoð, mjólk, sa’t, pipar, 1-2
tsk kjötkraftur eða HP-sósa, leif-
ar af soðnu kjöti smátt brytjaðar
eða % boili rifinn ostur.
Leggið gulrætuinar í bleyti. Sjóð-
ið makkaroni í mik’u saltvatni,
hellið á sigti og skoiið. Sjóðið gui-
ræturnar í saltvatni, hellið einnig
á sigtið, en hirðið löginn. Bræðið
feitina, skerið laukinn í sneiðar,
hitið i feitinni, látið hveitið út í
og þynnið með gulrótasoðinu og
mjólk, þangað til jafningurinn er
hæfilega þykkur. Kryddið. Sjóðið
í 3-5 mínútur. Látið gulrætur og
makkaroni út í, kjötleifar eða ost
og hitið vel. Ef ostur er notaður
má jafningurinn ekki sjóða eftir
að hann er iátinn í.
Jafninginn má skammta á glóðað-
ar heilhveitibrauðsneiðar, eða bera
brauð með.
ingarnir með rennilás að
framan eru einna heppileg-
astir og hægt er að skreyta
vasana á einhvem hátt þeg-
ar flíkin er saumuð heima.
Samfestingur er heppilegasti
búningurinn handa minnstu
börnunum, en þegar börnin
fara að stækka er fullt eins
heppilegt að hafa búninginn
í tvennu lagi. Ef buxurnar eru
hafðar með smekk að framan
og ax’.aböndum eru Þær ágæt-
ur búningur utanyfir peysu
þegar fer að vora. Á mynd-
inni eru slíkar buxur og örv-
arnar sýna hvar flíkin þarf
að vera rúmust. Buxurnar
þurfa ekki að vera sérlega
síðar, en það er gott að
þær séu víðar einkum um
hnén, og þær þurfa eitikum
að vera háar á rassinn, helzt
svo háar að þær líti hjákát-
lega út í henni. Það reynir
nefnilega geysilega á bak-
hlutann á þessum buxum. —-
Allir vita hvað böm bogra
mikið og sitja á hækjum. Og
umfram allt verður að gæta
þess áð buxurnar séu ekki of
þröngar, enda kvarta börnin
fljótlega ef buxur eru of
þröngar á rassinn.
Þykkt vindþétt efni er bezt
í svona búninga. Verstu ó-
hreiningin má bursta úr því
og það kemur sér vel Þeg-
ar um börn er áð ræða. Sum
vindþétt efni eru svo hlý að
óþarfi er að fóðra búninginn
og því fagna þær konur sem
eru óvanar saumaskap.
Raímagnstakmöikun
Kl. 10.45-12.30
Sunnudagur 19. apríl.
Vesturbærinn frá Aðalsí.r., Tjarn-
argötu og Bjarkargötu. Melarnir,
Grimsstaðaholtið með flugvallar-
svæðinu, Vesturhöfnin með örfir-
isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes
fram eftir.
Mánudagur 20. apríl.
Hafnarfj. og nágrenni, Reykjanes.
3
A . J . CRONIN :
Á aisnssrl@gf*i sÉPond
k. ■ ...... . ■ - V
„Reyna hvað? Eg er búinn að segja þér að
ég er hættur að reyna. Látum aðra rejma sig.
Ég er hættur því“.
,,Ea hlustaðu nú á, engum dettur í hug — æ,
ég er orðinn þreyttur á að segja þér þetta —
hver einasti viti borinn maður veit'—“
„Hvað vita þeir?“ hrópaði Harvey. „Ekki
neitt. Allir upp til hópa“. Taugin í kinn hans
fór aftur að kippast tii; hann hélt áfram með
illskulegum grettum:
„Takið litað vatn, þrisvar á dag. Komið
afur á þriðjudaginn. Já, frú mín góð, tvö pund,
ef þér viljið gera svo vel. Svín — allt heila
pakkið — fáfróð, gráðug, eigimgjöm svín“.
,,En heyrðu — “
„Róta í sorphaugnum sínum. Gramsa 1 sora
fáfræðinnar. HjaMía í sama farinu ár eftir ár.
Blind fyrir sanneikanum. Áfram, og áfram.
Steinblind".
Það var bænarhreimur í rödd Ismays.
,E í fari það kolað, maður, þú verður að
vera skynsamur. Það ert þú sjálfur —- framtíð
’pín. Þú verður að hugsa um hana. Þú mátt til“.
„Fiamtíð?“
„Björt framtíð".
„Hver segir það?“
,,Ég segi það. Og þú veizt það. 1 guðs bænum,
eyðilögð. Brotia í þúsund mola. Og molana á
ég sjálfur. Ég geri við þá það sem mér sýnist“.
„Geturðu þá ekki hugsað um mannkynið?"
hrópaði Ismay. „Hlæðu ef þér sýnist. Ég tek
svona til orða. Ég veit að þú átt mikið verk
óunnið, ég finn það á mér. Þú hefur það í þér
— alveg eins og Pasteur. Ég’ er sannfærður
um það. Þú mátt ekki fara í hundana á þennan
hátt. Það væri alltof skelfilegt“.
Sjálfur hreifst hann af orðum sínum, hann
laut áfram og sagði biðjandi: „Geturðu ekki
hugsað um mannkynið?“
„Mannkyniði" Harvey rak upp hæðnislegan'
hrossahiátur. „Ég hata hvert einast mannkvik-
indi sem nokkum tíma hefur fengið magapínu".
Þögnina rauf aðeins hljóðlegt fótatak á dekk-
inu; allt í einu var eins og Ismay uppgötvaði
geðshræringu sína .Hann varp öndipjii, reyndi
að reka áhyggjusvipinn af andliti sér.
„Ég læt þá útrætt um þetta“, sagði hann
venjulegri röddu. „Nú fer ég. En ég þekki þig
nógu vel til þess að vita að það er ekkert að
óttast. Þú þarft ekki annað en dálítið svigrúm
til að átta þig. Þrjár vikur — það er ekki lang-
ur tími. En hann er nógu langur. Ég trúi á
þig, skilurðu það. Ef til vill þekki ég þig betur
en þú þekkir þig sjálfur".
„Einmitt það?“ urraði Harvey. „Hamingjan
goða“.
Aftur varð þögn: Ismay rétti út hcndina.
„Vertu sæll“.
„Vertu sæll“, sagði Harvey stuttur í spuna;
hann hikaði, leit undan og bætti við hljómlausri
röddu: „Og þakka þér fyrir“.
„Það verður gaman að hitta þig aftur“,
sagði Ismay. „Nýjan og betri mann“. Hann
brosti þurrlegu, uppörvandi brosi; svo lokuðust
dymar á eftir honum og hann var horfinn.
Aftur — nýrog betri maður? Sem hann sat
þarna aleinn' var hann þess fullviss að hann
byrjaði aldrei aftur. En hvaða máli skipti það?
Það var allt liðið, búið, að baki; og nú langaði
hann i drykk, þráði hann svo ákaft að það kom
vatn í munninn á honum við tilhugsunina. Það
var undarlegt hvað áfengið hafði hjálpað hon-
um. Það var deyfilyf og hann leit á það sem
slíkt; nytsamt deyfilyf, sem hann hafði notað
handa sjálfum sér til að draga úr þjáningunni,
sem hina óbærilegu hugarkvöl. Hann íhugaði
þetta. Hann var enginn drykkjumaður. Hann
var vísindamaður óbundinn af öllum siðfræði-
grillum, viðurkenndi enga dygð nema sannleik-
ann — sannleikann ,sem hann hafði alltaf leitað
að — krafðist frelsis til að ráða örlögum sínum
að eigin geðþótta. Þetta var skýr hugsun og
honum til sársaukablandinnar huggunar.
Hann beið grafkyrr og þráði ekkert annað en
drykk, fann skjálftann í fingrunum renna eins
og straum gegnum handleggina. En einbeittur
og þijózkur dró hann stundina á langinn. Hann
ætlaði að fá sér að drekka, þegar skipið var
farið af stað en ekki fyrr. Og hann beið; beið
brottfarar skipsins.
II.
Skipið virtist líka vera að biða. Allt var til-
búið til brottfarar. Aftur á stóð bátsmaðurinn
og fitlaði við flautuna og við borðstokkinn beið
Hambíe, gjaldkerinn, dustaði jakkann sinn,
slrauk svarta yfirskeggsnefnuna, fitlaði við
svart hálsbkidið iðandi og eftirvæntingarfullur.
Báturinn var löngu farinn. Á brúnni stóð
kubbslegur, einkennisbúinn maður og einblíndi í
áttina til lands. Án þess að hreyfa höfuðið gaf
han« hendingu. Og þá var flautað — langdreg-
iö, dapurlegt hljóð endurtekið hvað eftir annað.
Og utan af vatninu kom dökkleit þúst og nálg-
aðist skipið óðfluga. Það var opinn vélbátur sem-
jók ferðina þegar flautuvælið hófst og lineig.
Þrem mínútum síðar var hann lagztur upp að
skipinu.
Auk hins mikla farangurs sem hann liafði að
geyma og stýrimannsins, sem var áhyggjufullur
yfir því að hafa orðið til að tefja brottför
skips — voru farþegarnir þrír.
Og nú komu þeir um borð.
Dainets-Dipdin, hár, krangalegur, roskinn
með einglyrni, kom fyrstur. Hann var rauð-
birkinn og skorpinn, en lýtalaus í framkomu og
vel siðaður. Hann kom fyrir sjónir sem ímynd
hms óaðfinnanlega og hann virtist óháður tíma
og rúmi og ekkert virtist eðlilegra en hann
spökaði sig um Bond Street einn daginn og
væri staddur 5 miðri Sahara eyðimörkinni næsta
dag, nýrakaður, hátíðlegur á svip.
Móður og másandi kom hann upp á dekkið
og sneri sér því næst við til að hjálpa hinum
farþegunum — konu og ungri stúlku — sem
voru að klifrast upp stigann. í sömu svifum
opnaði Harvey, sem var farinn að þreytast á
biðinni, dyrnar hjá sér. Móttaka þessi vakti at-1
hygli hans: lotning Hambles, stjanið kringum
fólkið, fumið á þjónustustúlkunni. Með ró-
legri íhygli tók hann eftir þessum ytri táknum
vdgengni í þjóðfélaginu og andartaki síðar er
konurnar tvær gengu í átina til hans, virti hann
þær fyrir sér með steinrunnum svip.
Eldri konan var hávaxin, þéttholda og tígu-
leg. seinlát í hreyfingum og svo fullkomlega
örugg í fasi að það hlaut að vekja einhvers
konar gremju. Ef til vill var það framkoma
( Svo hún ísyndist þér ótrú.
( Já, hún fór aftur heim til mannsins.
( Hástemmdur biðlari: Ég elska það fagra, það
) góða og það sanna.
) Alísa: Þrita kemur svo óvænt — en ég er viss
) um að pubbi gefur samþykki sitt.
) Anita: Og ef ég neita þér, þá ætiarðu að. fyrir-
) fa-a þér1'
/ Alfreð: Já, ég hef verið vanur því.
f Ég vild’ ekki vera annar maður ekkju
( Jæja, ég vildi nú samt fremur vera annar mað-
( ur ekkju en fyrsti maður hennar.
( Ég reifst við Magnús. Ég hefði barið hann blá-
( an og reuðan ef ég hefði ekki verið hindr-
( aður.
( Hver gerði það?
i Magnús. ^