Þjóðviljinn - 23.04.1953, Síða 5

Þjóðviljinn - 23.04.1953, Síða 5
Fimratudagur 23. apríl 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 swmurl Sjóklæði og fatnaður h. f. sumarl Matstofa Austurbæjar GleðUegt swnmr! Samband ísl. samvinnufélaga Gieðiiegt simmrl Verksmiðjan Vera Simillon sumarl I Gieðilegt smmmrl Slippfélagið Gieðilegt sumar! G. Skúlason & Hlíðberg Þóroddsstöðum Gieðiiegt sumar! Marteinn Einarsson & Co. GleðUegt sumar! Þvottahúsið Drífa Gieðiiegt sumarl Belgjagerðin h. f. Skjólfa.tagerðin h. f. Gieðilegt sumarl Verzlunin Unnur Grettisgötu 64 Gieðiiegt sumarl Efnalaugin Lindin Brezka nýleadustjórnin í Ken- ya hefur lagt dauðarefsingu við því að hafa imdir höndum án heimildar frá yfirvöldunum sprengiefni, skotvopn eða skotfæri. Hinga'ð til hefur leg- ið ævilangt fangelsi við því ef Afríkumcan hafa átt þessa hluti án leyfis brezku yfirvald- anna. Landnemar af evrópskum ættum ganga allir vopnaðir í Kenya. I Uagverjalandi hefur verið telcin upp leiguflugvélastarf- semi hliðstæð leigubifreiða- rekstri. Hvar sem er í Ung- verjalandi er hægt að tryggja sér einkaflugvél með því að láta næsta flugvöll vita með ákveðnum fyrirvara. Tveggja hreyfla vél með sætum fyrir þrjá farþega er þá til reiðu og fiýgur hvert sem er í landinu. Flugvélarleigan nemur rúmum tveim krónum á flugkílómetra. Auíiafundir ekhi frœðaudl Synir Rðsenberghjónanna, Michel og Robbie, á leið til að heimsækja foreldra sína í klefum liinna (lauðadæmdu í Sing Sing. Lögfræðingur hjcnanna fylgir þeim. Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í síðustu viku aö fresta því til 27. apríl, sem er á mánudaginn, aö kveöa upp úrskurð um síöasta málskot Rosenberghjónanna. Lögfræðingur hjónanna Eth- el og Julius, sem dæmd voru til lífláts í rafmagnsstólnum, hefur beðið Hæstarétt að fyrir- skipa endurupptöku málsins vegna ýmissa galla á því, hvemig það var rekið. Hjónin voru ákærð fyrir kjamorkunjósnir og sakfelld eftir framburði sakborninga, sem sluppu me'ð létta dóma fyr- ir að vitna gegn hjónunum. Kjarnorkufræðingar' og aðrir dómibærir menn hafa lýst yfir að vitnisburðurinn gegn hjón- unum sé fullur af fjarstæðum. Dauðadómufinn yfir hjónun- um á sér ekkert fordæmi. Eng- inn Bandaríkjamaður hefur nokkru sinni vérið tekin af lífi fyrir njósnir á friðartím um og af þeim Bandarlkja mönnum, sem dæmdir voru fyr- ir landráð í heimsstyrjöldinni síðari fékk ekki einn einasti dauðadóm. Náðunarbeiðnum Rósenberg- hjcnanna hefur verið liafnað en jafnframt hafa stjónarvöld- in látið það síast út að lífi þeirra verði þyrmt ef þau játi sakargiftunum, sem á þau eru bornar. Öflug hreyfing til áð vinna að endurupptöku málsins eða náðun starfar í Bandaríkjun- um og hefur breiðzt út um allan heim. Hefur ekkert slíkt átt sér stað síðan baráttan var háð fyrir að bjarga lífi Sacco og Vanzetti fyrir aldar- fjórðungi, en á þeim frömdu bandarísk yfirvöld eitt illræmd- asta réttaiTnorð síðari tíma. Hæstiréttur Austurríkis hef- ur úrskurðað að það sé ekki fræðslustarfsemi að leita sam- bands við anda. Rétturinn stað festi bann austurríska innan- ríkisráðuneytising við starfsemi félagsins Christoforus, samtaka austurrískra spíritista. Ráðu- neytið bannaði félagið á þeirri forsendu að andafundir væru heilsuspillandi bæði fyrir miðil- inn og aðra fundarmenn. Spíritistar töldu bannið stjórnarskrárbrot, því að ekki sé hægt að banna frjálsum mönnum að spilla heilsu sinni ef þeim sýnist svo. Dómstóllinn staðfesti bannið á þeirri for- sendu að félagið héldi ekki á- kvæði sinna eigin laga, þar sem segir áð það haldi fræðslu- fundi. ,,Það er ekki fræðandi að fást við anda og afturgöng- ur“, segja dómararnir. beint úr sjén- í vinnslustöðvarnar Nýstárleq löndunaraðíerð á Kamtsjatka- skaga Á strönd Kamtsjatkaskaga er fariö aö dæla fiski beint upp úr sjónum í geymsluþrær fiskverksmiöja og söltun- arstöðva. ' Skaginn Kamtsjatka gengur dælt í þriggja metra hæð. Þar út úr Síberíu út í Kyrrahafið norfanvert og þar koma upp að ströndum á ári hverju einhverj ar þær þéttustu fiskigöngur, sem menn hafa spurnir af. Sjór er morandi af fiski sem mn veður en gangan stendur ekki að jafnaði nema hálfan mánuð. Fiskiveiðar hafa verið stund- áðar þarna með herpinót en nú hefur verið tekin í notkun lönd- unaraðferð, sem gerir það að verkum að fiskurinn kemur aldrei upp í fiskiskipin heldur er dælt beint úr sjónum og fluttur eftir leiðslum til vinnslu stöðvanna. Aðferðin er sú að nótin með fiskinum í er dregin upp að ströndinni. Þar er fiski og sjó tekur við önnur dæla, sem knýr fiskinn altt að kílómeters leið til niðursuðuverícsmiðja, flokk- unarstöðva og söltunarstöðva og upp í tíu metra háar geymsluþrær. Við seinni dæluna er það mikill sjór látinn renna burt að á álcvörðunarstaðinn kemur einn liluti af fiski á móti hverj- um tveimur af sjó.. Þetta lönd- unartæki fyllir þró, ,sem rúmar fimm og hálft tonn af fiski, á fimm mínútum. Verkfræðingarnir, sem smíð- uðu dælukerfið, segja að það muni ekki vera nothæft nein- staðar annarsstaðar, því að fiskmergð sé meiri við Kamt- sjatka en á nokkrum öðrum miðum í heimi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.