Þjóðviljinn - 01.05.1953, Síða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1953, Síða 6
ö) — ÞJÓÐVILJINN’ — Föstudagur 1, mai 1953 þlÓOVIUINN Otgefandl: Samelnlngarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurtnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sígurður Guðmundsson. Fróttastjóri: .7ón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. Ifl. — Sími 7600 ( 3 línur). Áskrlftarverð kr. 20 á mánufii í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 nnnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviijane h.f. Uppreisn alþýðnnnar í»að var fyrir þrjátíu árum. Verkalýðurinn, sem lagt liafði götumar, byggt borgina, dreg- ið fiskinn úr sjónum, unnið úr aflanum í landi, fylkti í fyrsta skipti iiði um stræti Reykjavíkur undir rauðum fánum sínum, til baráttu fyrir heilögum rétti hins fátæka manns til lífsham- ingjunnar, sem reynt er að ræna hann fyrir valdi hins vinnandi lýðs til að stjórna þjóðfélaginu með hag alþýðunnar fyrir augum- Það var ekki stór hópur, sem brautina ruddi, og háðgiósiur auðvaldsins dundu á honum. En hann hefur stækkað síðan svo auðvaldið skelfist hann og smjaðrar fyrir honúm í dag. Því nú veit atþýðan að hún getur ráðið, hvenær sem hún vill það öll, — ög auðvaldið veit það líka og óttast þann dag. •Þetta var 1. maí 1923. Þökk sé þeim er brautina ruddu þá og þeir þeirra sem enn lifa, geta með stolti liorft á þær þúsundir sem í dag fylkja liði um götur Reykjavíkur, þar sem hundruðin gengu þá, — geta með fögnuði hiustað á fótatak alþýðunnar kveða við um allt ísland af slíkum krafti að bergmálar í sál hvers vinnandi manns. Þá, 1. maí 1923, voru næstum þrír áratugir frá því verklýðs- hreyfing Islands varð til, frá því brautryðjendumir Ottó, Þor- varður og aðrir ágætir forvígismenn hófu það merki á loft, sem síðan hefur sett svip sinn á þessa öld. Um það sama leyti var verkalýður Evrópu og Ameríku að gera 1. maí að allsherjar öaráttudegi alþýðunnar. Hinn aldni brautryðjandi sósíalismans, Friedrích Engels, naut þeirrar gæfu að fá að sjá fyrstu 1. maí-kröfugöngur verkalýðsins og ritar þá í London 1. maí 1890, í formála að nýrri útgáfu Kommún- istaávarpsins: „Væri nú aðeins Marx hér til þess að geta notið þéssarar sjónar með mér!“ Beztu skáld íslands fljtja þá lioðskapinn um uppreisn alþýð- unnar, — fagnaðarboðskap sósíalismans til verklý.ðshreyfing- arinnar hingað heim, þangað, sem Einar Benediksson þá lýsti þannig: „einnig hér undir eyðingu, áþján og neyð blunda áranna kröfur við heiði og strönd“. 1 ,,Brautmni“ Þorsteins (1895) kvað við „sú kröftuga raust, sem kallar sitt föðurland viðstöðulaust af harðstjórum himins og jarðar“. I „Grótta- söng“ Stephans G. (1891) ögrar bóndinn vestan frá Kletta- fjöllum íslenzkri alþýðu: „Oss hefur brostið vit og vilja verka- laun að heimta djarft“ og hvetur þá til að rísa „Upp mót kúgun, eymd og spilling öld þó byltást líkt og haf“. Og í „íslandsljóð- um“ Einars Benediktssonar (1891) rís hún upp „hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk“. Þao, sem hin kúgaða stétt gerði í draumsjón verkamannanna og sjómannanna 1894, {>að, sem hún gerði í ljóðum skáldanna á tíunda áratug síðustu aldar, — það gerir hún í reyndinni í dag. Voldug og sterk sýnir alþýða Islands mátt sinn í dag, 1. maí 1953. Síðan verklýöshreyfingin hófst hefur alþýðan sigrað í þriðja hluta heimsins Lofum auðhringum heimsins að skjálfa í dag við fótatak sigrandi aiþýðu um allan heim. Dagar auðkónga og keisara eru brátt taldir. Dagur alþýðunnar, 1. maí, boðar öld alþýðunnar um víða veröld. Sameinuð fylkir alþýða íslands liði á götunum 1. maí. Sam- einuð segir hún ríkisstjórn kúgunarinnar og hernám.sins stríð á hendur. Sameinuð heitir hún því að fylgja hugsjónum braut- ryðjendanna fram til sigurs. — Þökk sé þeim er þessa samein- ingu skópu. Hún er tákn þess að eigi sé þess langt að bíða að sú alþýða, sem stóð sameinuð í vetrarverkfallinu mikia, 20.000 manna, 1952, — sú alþýða, sem stendur sameinuð 1. maí — að sú alþýða muni og standa sameinuð í einni pólitískri fylk- ingu, sameinuð í kosningum, sarneinuð í forustunni fyrir þjóð- inni í frelsisbaráttu hennar. Og þá er ísland alþýðuimar frjálst af auðvaldi og áþján, frjálst af erlendum her: „Þá skal losna um vor bönd, þá er líf fyrir hönd, , þá skal ljós skína’ um eyjuna, komandi menn! Milljónarciriiir í Reykjavík BróSurhlufmn af eignum Reykvikinga er i höndum fámennrar peningakliku Ýtarlegasta könnun sem gerð hefur verið á tekju- og eignaskiptingu í Reykjavík var gerð í sambandi viö eigna- könnunina, og var hún þó að sjálfsögöu engan veginn tæmandi. En samkvæmt henni var skiptingin i megin- atriöum á þessa leiö: Tekjuskatísgreiðendur voru 26.500 og nettótekj- ur þeirra 574 milljónir. 2650 þessara manna, eða 10%. þeir sem tekju- hæstir voru, gáíu upp 155 milljónir sem nettótekj- ur, en það eru 27% aí heildartekjunum. Meðaltekj- urnar á hvern þessara íramteljanda voru 60 þúsund- ir nettó. 200 þeir tekjuhæstu gáíu upp 29 milljónir sem árstekjur, eða kr. 145.000 á hvem nettó. 100 þeir tekjuhæstu gáíu upp 20 miiljónir. eða 2QG.GGQ kr. meðaltekjur á hvern nettó. Allar eru þessar tölur samkvsömt framtölum, en stór-' gTÓÖamenn kunna vel að fela tekjur sínar, og ailar eru tölumar frá því fyrir gengislækkanir, en síöan hefur mis- ræmiö í tekjuskipting'u aukist stórlega. Sama ár voru nettóeignir framteljenda í Reykja- vík taldar 595 milljónir. Er sú tala miðuð við fast- eignamat og nafnverð verðbréfa, en nýlega seldu Thorsararnir í Kveldúlfi Thorsurunum í Eimskip slíkar eignir á átjánföldu fasteignamati. Það mun því sízt ofgert að fimmtánfaida þessi framtöl, og yrði þá heildarupphæðin 8925 milljónzr. 10% framteljendanna- eða 2650 þeirra. eigna- hæstu, gáfu hins vegar upp sem hreina skuldlausa eign 350 milljómr. eða a.m.k. 5250 milijénir mið- að við núgildandi verðlag. Nemur það 59% af heild- areign Reykvíkinga. 2650 menn eiga. þannig mun meira en heiming af eignum allra Reykvíkinga, eða um 2 milljónir króna á hvern. 280 þeir eignahæstu gáfu hins vegar upp 102 miiljónir, eða sem svarar 1530 milljózmm nú, eða hátt í 8 milijónir á hvern nettó. 100 þeir eignahæstu gáfu upp sem hreina eign 74 znilljómr eða sem svarar IHÖ milljózmm, ellefu milljónir og eitt hundrað þúsund á hvern íramteljanda að meðaltaii. Tveir þriðju framteijendanna áttu hins vegar ekki svo miklar eignir að þeir kæmust í eignaskatt. í þessum tölum eru ekki taiin með ýms mesiu gróðafyriríæki bæjarins, svo sem Eimskipafélagið og Landsbankinn. Þannig skiptust tekjur og eignir ReykvLkinga árið 1848 samkvæmt framtölum og .upp- lýsingum skattstofunnar, en síð- an hefur þróunin gengið í þá átt að þeir ríku hafa orðið rikari og þelr fáLcfcku fátækaxi. Aðr,a athyglisverða vísber.d- ingu um tekjuskiptinguna má fá af þjóðartekjunum. S. L vet- ur reiknaði Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra með því í þingræðu að þjóðartekjurnar væru 2080 milliónir króna. Mið- ar við 150 þúsund íbúa eru þetta um 14 þúsunda króna meðaltekjur á livert maims- bam í Iandinu, eða um 70 þúsunda króna tekjur á hverja fimm manna fjölskyldu, — ef jafn.t væri skipt. Hina geysi- legu misskiptingu munu hins vegar flestir geta fundið á sín- •um eigin tekjum. SiIIi og Valdi Árið 19-19 tók Þjóðviljinn nokkur dæmi -um. eignir ein- stakra manna í Reykjavík. Meðal þelrra voru fcaupmenn- imir Silli og Valdi. Þeir áttu (þá 16 eignalóðir á mjög dýr- mætum stöðum, og voru þær 5,651 fermetri að stærð. Auk •þess réðu þeir yfir sex leigu- lóðum. Á lóðum þessum áttu iþeir 20 hús, sum mjög stór og dýr. Miðað við þá’giidandi verð- la.g vax Ióðaeignin metin á oa. 6 milljónir og húseignirniár á ca. 11 mLUjónir, þannig að sam- tals námu fiasfeiignir þeirra fé- laga þá ca. 17 miUjónum. Þeir jhafia hins vegar bætt við . sig stórlega siðan, og verðmæti eigna þeirra hefur aukizt mjög fyrir tUverknað st jórnarvald- anna. Auk þess. eru I>e:r eflaubt hluthafar í ýmsum .arðbærum fy.rirtækjum fyrir utan þessar fasteignir, verzlanir sínar og sjoppur. Þess má geta að aUt fram ti.l þessa hofia þeir Silli og Valdi ekki borgað cyri í eignaskatt; — þeir hafia verið eigna’ausir menn! Fasteignamat hefur nefnilega verið svo lágt að liægt er að fela stóreignir bak við smáskuldir. Eignir þær sem hér vom taldar hafa því ekkx verið innifaldur í yfirliti því sem birt var í upphafi. Thorsararnir Árið 1949 voru Thorsaramh’ og bein fyrirtæki þeirra skráð- ir eigendur 21 lóðar í Reykja- vík, margra nrjög vcrðmætra, og var flatarmál þeirxa 50.236.1 fermetri. Verðmæti lóða þess- ara var þá áætlað a. m. k. 25 milljónir. Jafnframt voru þessir -sömu menn skráðir éig- endúr 17 húsa, sem þá voru metin á a. m. k. 9 miUjónir. Þetta tvénnt nemur þvi sam- talsi. 34 milljónum, og að ekki hafi verið um ofm.at að ræða . sést á sölu Kveldulfséignanna til. Eimskipafélagsiná . fyrir ■skemmstu. En Thorsaxamir eru sem kunnugt er ekki fýrst og fremst fasteignaei'gendur, héld- ur leggja þeir áherzlu á að ráða ýfir \oldugum og ábáta- sömum fyrirtækjum. Sýndi, Þjóðviljinn fram á það 1949 að samkvæmt skattgreiðslumi þeirra ættu eignimar hér í Reykjavík að nem.a að þeirra eigin sögn ekki minnu en 50—- 60 milljónum. Þar við bætast svo stóreignir úti um . land, Hjalteyri, glæsilegir sumarbú- staðir, stórjarðir, ár o. fl. ÞaS mun því sizt ofmælt að árið 1949 hafi eignir þessarar vo!d- ugu fjölskyidu hér á landi num- ið um 100 milljónum króna. ÓtjaMár eru þá stóreignir þæ,r sem fjölskyldan hefur kom ið fyrir erlendis með yflrráð- um sínum yfir afurðasölunni, og hefur sú sag.a oft verið rak- in hér í blaðinu. Völundur Völundur og þau fyrirlæki sem honum eru tengd eru en;i eitt dæmi <um stóreignir auð- manniastéttarinn.ar í Re.vkjavík. Árið 1949 .gaf aðaleigandinh upp eignir sínar sem 2 milljcn- ir króna. En laule bess voiu aðrar eignir faldar á nöfnum fjögurra fyrirtækja, þessara: By.ggingavöruverzlún Sveins M. Sveinssonar var íalm eiga ca. 2 milljónir. Klappareignin h. f. var- iál- in eiga ca. 6 milljónir, þar afi 7962 fermetra lóðir og sjö hús. Timburverziunin Völundur var talin eiga c.a, 9 miUjónir. Trésmiðja Sveins M. Svems- sonar var talin éiga ca. 2.5 milljónir. AIls námu þessar hreinu, skuld’iausu eignir þarrnig 21 — 22 milljónum króna, og ev þá enn margt ótalið, m. a. eign- irn.ar í Morgunblaðinu, sem nú er að byggja eitt mesta stórhýsi bæjarins. Hættulegri klíkur Þe:ssi þrjú dæmi gefa hug- mynd um að auðmannastéttin í Reykjavík er ekki á: flæði- skeri stödd fjárhagslega. í>ó er.u þetta eng.an veginn verstu dæmin; þau cm tiigreind hér Framhald ú 0. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.