Þjóðviljinn - 09.05.1953, Side 10

Þjóðviljinn - 09.05.1953, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 9. maí 1953 Kiædd upp á irönsku kalt upp á frónsku Sennilega yröi frónsku döm- unum hrollkalt ef þær ættu að klæða sig á franska vísu að etaðaldri. Frönsk tízka er ekki miðuð við okkar loftslag og við verðum að taka tillit til þess þegar við skoðum m>mdir af síðustu tízkunýjungum frá Par- ís. En ef það er haft i huga er hægt að fá margar prýðileg- ar hugmyndir úr frönsku tí'zk- unni. Hér er mynd af vetrar- frakka, sem hægt er að nota því nær allt árið. Þegar kald- ast er er hægt að vera í dragt eða þj'kkri peysu undir káp- unni, sem er vel víð. Kápa sem nota á megnið af árinu, þarf umfram allt að vera rúmgóð, hún má ekki vera aðskorin í mittið og má alls ekki vera þröag um handveginn. IJvort tveggja þarf að hafa í huga, þegar ný kápa er- keypt. Ef fiSynstíaðir fc&nzkðz og iöskuz Mynstraðar töskur;,og hanzk- ar fara nú sigurför víða um ]önd. Rendur, kaflar og doppur eru jafnmikið í tízku, og það liggur við að doppumar séu fallegastar. Þegar hanzkar og töskur eru með sama mynstri verour það svo glæsileg sam- stæða, að fólk gleymir alveg að líta á kápuna. sem er ef til vill slitin og úrelt í sniði. Hægt er að sauma þessar samstæður sjálfur og það er einfaldara en margur hyggur. Aðalaíriðið er að fá góð snið til að fara eft- ir, ea því miour hefur oft ver- ið erfiðleikum bundið að fá slík snið. Listin að fara á fætur Læknir einn hefur komizt að þeirri niðurstöðu að ef maður þýtur fram úr rúnrrnu um leið og maður vaknar, hækkar blóð- þrýstingurinn úr 15 og upp í 30 af hundraði. Læknirinn segir að þægileg- asta fótaferðaracferðin sé sú að liggja kyrr í rúminu í f'mm mínútur eftir að maður vakn- ar, geispa hraustlega, teygja sig, fetta og bretta. Þá á mað- ur þægilega morgunstuud í vændum. Rafmagnsidfcmörkun Kl. 10.45-12.30 tausartlasfur 9. mai. Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu ógr Bjarkargötu. Melarnir, Giimsstaðaheltið með flugvailar- svæðinu, Vesturhöfnin með örfir- isey, Kaplaskjól og Seitjarnames íram eftir. við eigum að gagnrýna þessa kiápu, þá höfum við helzt eitt- hvað að pokasniðinu á ermun- um að finna. Svona ermar fara ekki öllum vel; aftur á móti eru vasarnir mjög skemmtileg- ir. APPELSÍNUR gefa nieiri safa frá sér þegar þær hafa staðið inni í hita nokkra stund. LÁTTU dálítið edik í vatnið þegar þú sýður pylsur; við það verður húðin á þeim sterkari. Það var Garbo sem byíjaði Það var Greta. Garbo sem geröi þessa hárgreiðslu fræga á sínum tíma og sænsku stúlk- urnar hafa aldrei iagt hana á hilluna síðan. Þegar stutta hár- i5 var mest í tízku, héldu marg- ar sænskar stúlkur fast við sléttu Garbo-greiðsluna, enda fer hún sænskum stúlkum vel. Nú er þessi greiðsla farin að ná útbreiðslu utan Sviþjóðar. Á myndinni sést Anita Björk með slíka greiðslu. Þáð var einmitt Anita Björk sem mátti ekki leika í kvikmynd í hinum siðavöeidu Bandarikjum, af þvi að hún hafði leyft sér að eign- ast barn ógift. Hún sneri aft- ur heim til Svíþjóðar án þess að beygjá sig fyrir kröfum Amerikananna um að’ breyta einkalífi sínu. A. J. CHONIN: Á asAMarlegri strömd ■>g' ' ••••■"• ■- ' ' — - f' i glampaðj á mjúkar bylgjurnar á sjónum. Skip- ið sigldi í suðurátt. Og kringum möstrin sveim- uðu tvær svölur, sem eygt höfðu skipið á flugi sínu til lands. Allt í einu cpnaði Harvey augun, þvi að hann fann að einhver v.ar að horfa á hann. Og Sús- anna Tranter flýtti sér að líta undan og óvænt- ur roði flögraði um kinnar hennar og hvarf síðan. Hún sat í stólnum við hlið hans og stag- aði gráan ullarsokk; við hlið hennar var sauma karfa og á hné hennar var vasabók og blýant- ur. Hún sneri sér svo snögglega undan að vasa- bókin datt á þilfarið og lá opin hjá sterklegum skó hennar. Hann tók bókina upp og um leið datt hon- um í hug að þetta væri dagbókin hennar: að hún færði dagbók með mestu nákvæmni meðan hún gerði við nærfötin af bróður sínum. — þannig fannst honum hún vera, En meðan hann hélt á bókinni i hendinni fletti golan við blaði og hann kom augá á nafn sitt og nckkur orð skrifuð á eftir því með snyrtilegri rithönd. ,,Ég trúi því ekkj ao sagan sé sönn. Hann hefur svo göfugmannlegt andlit.“ Þetta var allt og sumt; nú var bókin lokuð í kjöltu hennar; svipur hans var óbreyttur. En hún var vacidræðaleg; henni fannst hún verða að segja eitthvaö, en hún vissi ekki hvað það ætti að vera. Loks sagði hún: ,,Ég vona — ég vona að yður líði betur.“ Hann sneri sér undan. Uppgötvunin gerði honum gramt í geði, einkum vegna þeirrar til- finniagasemi sem orð hennar gáfu til kynna; þó var fas hennar svo feimnislegt að honum fannst hann verða að svara: ,,Já, mér liður betur.“ ,,Það er gott,“ hélt hún áfram. „Þegar við komum til Las Palmas á laugardaginn verðið þér sjálfsagt orðinn svo hress að þér klífið fjöll “ Hann starði beint framfyrir sig. • ,,Ég fer sennilega í land og helli mig fullan. Ekki eins og hetja heldur eins og venjulegur, ruglaður ræfíll. Heimska og gleymska.“ Það kom sársaukasvipur í augu hennar; húri var að því kominn að andmæla honum en hún áttaði sig í tíma. „Okkur systkinin langaði til að hjálpa yður — þegar jié.’ voruð — voruð veikur. Hann vildi fara ina í klefann til yðar. En ég hélt að þér vilduð vera í friði.“ „Það var líka rétt.“ Þessi staðhæfing hans var svo endanleg að henni hlaut að fylgja þögn. En eftir andartak rauf hún þá þögn. „Þetta. hljómaði eitthvað svo frekjulega hjá mér,“ sagði hún feimnislega. „Ég verð að bæta því við, að ég hef lært hjúkrun. Ég var í þrjú ár á John Stirling sjúkrahúsinu. Og ég hef kynnzt alls konar sjúkdómum — allt frá malaríu og upp í tannverk. Það kemur sér vel í trúboðsstarfi Róberts eins og þér skiljið.“ Hún þagnaði meðan hún var að slíta sundur ullarspotta. „En sennilega er heilsufarið gott í Laguna.“ En hann hlustaði ekki á hana. Meðan hún var að tala hafði hann verið að horfa í kring- um sig og hann var farinn að horfa á stúlkuna sem sat í stólnum á móti honum. Hún svaf, nettur barmur hennar hófst og hneig, hendurnar máttlausar, löng augnahár- in vörpuðu Lláleitum skuggum á sólvermdar kinnamar. Sérhvert aughár var langt og skín- andi og fagurlega sveigt, Jakkinn hennar var opinn í hálsinn og fyrir innan hann sást perlu- festi úr stórum, daufbleikum, skínándi perium. Hún svaf værí eins og bam, líkaminn máttlaus en þrunginn ólgandi fegurð. Fegurð hennar rninnti á fegurð blómjurtar. Og hún brosti í svefninum. Súsanna hætti að tala þegar hann svaraði henni engu; en öðru hverju skotraði liún aug- unum í áttina sem hann horfði í milli þess sem hún tók snögg nálspor; einkum beindust augu hennar að örlítilli brún af gulleitu silki sem glitti óvart 1 ofanvið hnéð á sofandi stúlk- unni. Loks gat húm ekki á sér setið. „Frú Fielding er mjög umg,“ sagði hún hægt og reyndi að gera rödd sína vinsamlega. „Og hún er mjög fallleg.“ ,,Ætli hún hafi aðra kosti,“ svaraði hann kuldalega. Hann iðraðist orða sinna um leið og hann hafði sagt iþau; honum famnst eins og hann hefði níðzt á varnarlausum lítilmagna. Súsanna tók ekki undir háð hans; hún setti ekki ofaní við hann heldur. „Þessar perlur,“ hélt hún áfram sömu hljóm- lausu röddinni, „mymdu hver fyrir sig nægja til að halda lífinu í fátækri fjölskyldu í heilt ár. Finnst yður það ekki sárgrætilegt, Leith læknir? Fátækt fólk sveltur heilu hungri í fá- tækrahverfunum — og hins vegar er þetta glingur. Þetta er svo tilgangslaust." „Ég hef engan áhuga á fátæklingum sem svalta í hel,“ sagði hann með nístandi háði. „Nema að því leyti sem þeir eru þá úr sög- unni Það bætir kynstofninn. Ekki veitir af. Þér vitið auðvitað að ég aðhyllist drápsstefn- una. Ég ikálaði þrem saklausum mannvérum áður en ég kom um borð. Finnst yður það ekki ágæt byrjun?“ Það kom áhyggjusvipur í augu hennar. Hún fann til með honum og nú varð henni ljóst hve sálarstríð hans var mikið. Og amdlit hans — hún tók andköf •— það var svo líkt málverki sem hún hafði einu sinni séð af vangasvip frelsarans á krossinum. Plún varð að segja eitthvað. „Sir Mikael Fielding, maður hennar, er á- kaflega ríkur,“ hélt hún áfram. „Hann á plant- ekrur á eyjunum. E« það er vLst aðeins eitt af mörgu sem hann fæst við. Og hann er mjög mikils metinn maður. Og þetta nafn — það er sögulegt. Hann hlýtur að vera dálítið eldri en hún. Frú Fielding hét Mainv/aring áður en hún giftist — það er mikið af sjóferðafólki í ætt hennar, eða svo er mér sagt að minnsta kostí. Það er undarlegt að maður hennar skuli e-kki vera með henni. Hvers vegna skyldi það vera?“ „Er ekki ejnfaldast að spyrja hana,“ sagði hann hranalega. Ég er ekki hrifinn af hneyksl- issögum í hvernig búningi.sem þær eru.“ Hún starði ringluð á hann; svo kom sjálfs- ásökunarsvipur á hana. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði hún lágt. ,,Já, Kennarinn: Er orðið borðplata samsett eða ó- samsett orð? Svar: Samsett. Kennarinn: Og af hverju er það samsett? Svar: Pjölum. Faðirinn og sonurinn fara framhjá ráðhúsinu í strætisvagni. Hvaða hús er þetta, pabbi? spyr sonurinn. Þetta er nú ráðhúsið, vinur minn; þar eru þeir sem ráða og taka ákvarðanir hér í bænum, svar- ar pabbinn, hreykinn yfir að geta svalað þekk- ingarþrá sonarins. Snáðinn nagar á sér fingurinn ofurlitta stund, en spyr síðan: Hverra mömmur eru það? Faðirinn lét spurningunni ósvarað, og ieit í aðra átt. Það yar víst Mark Twain sem sagði að allir töluöu um veðrið, en enginn gerði minnstu til- raun til að breyta því. UUU OC CAMNt

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.