Þjóðviljinn - 14.05.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.05.1953, Blaðsíða 4
Jón Magnýsson 4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 14. maí 1953 Skúli GuðjÓKSSon: Fosiali véMsibs ASlt skaf það ofan í þig Þœffir af Hermanni Sfrandaþengli IL Með innreið Hermanns Jónassonar í Framsókn'ar- flokkinn hefst þar nýtt tíma- 'bil um allar áróðursaðferðir og málatilbúnað. Meðan Tryggva Þóhallsson naut þar við voru áróðurs- aðferðir flokksing jákvæðar jafnt í sókn og vörn. Enda er það háttur allra venjulegra . stjórnmálaflokka, að minnsta kosti þegar þeir bregða sér í betri flíkurnar. Jafnvel Sjálfstæðisflokkur- inn getur leyft sér þann mun- að enn þann dag í dag að bregða fyrir sig jákvæðum á- róðursaðferðum, það er: glíma ekki eingöngu af kröft- . um, heldur einnig af nokkurri lipurð og mýkt. Ekki er mér um það kunn- ugt, hvernig Hermann hefur . glímt sem raunverulegur glímumaður. Hitt þekki ég af langri • reynslu, að sína pólitísku glímu hefur hann frá fyrstu tíð og fram til þessa dags í þreytt af kröftum eingöngu. Sú glíma hefur verið svo ger- sneydd allri fegurð og mýkt . sem framast mátti verða. Hún hefur verið neikvætt * sarg, nokkurskonar valdbeit- ing gegn þeim þáttum mann- legs lífs, er gefa því raun- verulegt gildi og geta hafið það öga upp úr hinu smá- > smugulegasta þvargi. Boð- skapur Hermanns Jónassonar, hvers eðlis sem hann anhars er, minnir alltaf á eitthvað, sem unnið er meira af kröft- um en leikni, t.d. að kald- hamra járn, berja finnungs- brekku með bitlausum ljá, ýta áfram þrákálfi, eða eitthvað þessháttar. O, allt skal það ofan í þig, helvítið þitt, sagði karlian, þegar hann tróð hunda- skammtinum ofan í tíkina. Það mætti ímynda sér, að Hermann Jónasson hugsaði eitthvað svipað, þegar hann er að troða skoðunum sinum inn í háttvirta kjósendur. Öll pólitísk . boðun Her- manns Jónassonar hefur frá upphafi vega og til þessa dags mótast af einum og sama grunntóni: Bölsýni. Mörg slagorð, sem minna á þennan grunntón og Hermann er höfundur að, eru þegar fyrir löngu orðin landskunn og fljúga á milli manna sem brandarar. Má þar til nefna: Erfiðir tímar, öngþveiti, hrun, björgunarstarf og síðast en ekki sízt orðið ábyrgur, sem Kermann var svo lítillátur að sæma sjálfan sig, eins og hverri annari heiðursmedalíu, í þann tíð er hann var höfuð- kempa þjóðstjórnarinnar, sællar minningar. Hermann er búinn nokkr- um leikarahæfileikum af hendi skaparans. Getur hann því með ýmiskonar tjásiingar- tiibrigðum og mismunandi raddblæ gefið orðum sínum mismunandi þunga, eftir því sem við á í hverju tilviki. Að þessu leyti minnir hann á karl einn, sem ég heyrði talað um í bernsku. Hann sagði stundum sögur, sjálfum sér og öðrum til skemmtun- ar. Þeir sem á hlýddu, gátu jafnan myndað sér rökstudda skoðun um sannleiksgildi sagnanna. Sannar sögur sagði karl jafnan athugasemdalaust. Ef hann ýkti dálítið sagði hann alltaf: Ég get ekki sannara orð talað. En ef sag- an var helber uppspuni, bætti hann alltaf við: Mér er eiður sær. Málflutningur • Hermanns Jónassonar getur stundum verið með svipuðum hætti. Skýri hann hlutdrægnislaust og blátt áfram frá gangi ein- hvers máls, er rödd hans eðli- leg, blátt áfram og laus við allar annarlegar áherzlur. í hita bardagaas getur það hent alla pólitíska skilminga- menn, að þeir taka að kríta liðugt og hlaupa þá út undan sér af götu sannleikans. Það þarf enginn að vera í vafa um það, þegar slíkt hendir Hermann Jónasson. Þá verður rödd hans svo þrungin á- byrgðartilfinningu og sann- færingarkrafti, að blautgeðja menn vikna við. Einnig getur það hent Her- . Framhald á 11. síðu. Fæí.áií? 3. ágúsl S86S Á morgun verður Jón Magn- ússon, Brekkustíg 14B hér í bæ, til moldar borinn. Hann var fæddur -í Hólma- koti i Hraunhreppi í Mýra- sýslu, Foreldrar hans voru fá- tækt bæadafólk. Kornungur misti hann föður sinn og komst snemma í umsjá vandalausra. Var hann fyrst á ýmsum stöð- um í fæðingarsveit sinni. Inn- an fermingaraldurs fór hann til sjóróðra á Suðurnesjum. Síðan var hann í vinnumennsku á ýmsum stöðum í Hnappadals- sýslu áður en hann reisti sjá^f- ur bú. Bjó hann á ýmsum stöð- um þar vestra, síðast í Ystu- Görðum í Kolbeinsstaðahreppi. 1910 kvæntist hann Elínu Árna- dóttur, sem þá var ekkja, og lifir hún mann sjnn. Þau eign- uðust tvo sonu og er annar þeirra látinn. Auk barna sinna ólu þau hjón upp þrjú fóstur- börn. Jósi var annálaður dugnáðar- og atorkumaður. Upp úr sár- ustu fátækt tókst honum að gerast bjargálna bóndi, enda var hann langt á undan. sam: tíð sinni um ýmsar búnaðar- framkvæmdir. En skömmu eft- ir að' hann kvæntist missti hann heilsuna. Fyrir þær sak- ir varð hann að bregða búi og flytja til Reykjavíkur árið 1919, en þar hefur hann átt heima síðan. Hefur hann stundað ýmsa vinnu, eftir því sem heils- an leyfði, síðast fisksölu í mörg ár. Síðustu árin hefur hann verið algerður öryrki og þjáð- ist oft mjög, þó nokkuð hafi mildast síðustu ævistundirnar. Vanheilsu sína og þjámingar bar Jón af frábærri karlmennsku og stillingu. Þetta eru nokkrir áfangar á löngum og viðburðaríkum ævi- ferli, sem sagt er frá í ansiáls- stíl. Nú er hin langa þraut lið- in, og væru þeir atburðir í let- ur færðir, þá yrði það ekki einungis saga Jóns Magnússon- ar, heldur táknræn hetjusaga þeirrar alþýðukynslóðar, sem <nú er áð hníga til moldar. 1 ævisögu sinni segir séra Árni Þórarínsson ýmislegt frá Jóni. Meðal annar3 segý- hann frá viðskiptum Jóns við Lárus H. Bjarnason, er hann var sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Urðu með þeim ýmsar greinir, —- Dáinn 9. maí 1953 en Jón hélt fast á rétti sínum og lét ekki.lilut sinn. Sagan er sögð til þess að lýsa Lárusi, en hún lýsir Jóni engu síður. Að loknum þeim viðskiptum gaf Lárus Jóni þennan vitnis- burð: „Ætti ég að skiþa hrepp- stjóra í Eyjahreppi, þá mundi ég ekki skoða huga minn um afi' taka Jón. (Jóci bjó þá á Ytra-Rauðamel). Hann er greindur maður. Hann er ekki neitt á báðum áttum og iá full- komlega sjálfan sig. Og hann lætur alltaf í 1 jós meiningu sína með kurteisi og stillingu, og sinni hans sést aldrei bregða. Það er einkennilegur maður“. Lárusi missýndist ekki. Alla stund eftir að Jón fluttist til Reykjavíkur var hann ötull, einarður og trúr liðsmaður verkalýðshreyfingarinnar. Hann fylgdi jafnan fast þeim flokki, sem var raunverulegur mál- svari stéttar hans, fyrst Al- þýðuflokknum og síðan Komm- únistaflokknum og Sósíalista- flokknum. ,,Ég trúi því fast- lega að við næstu kosningar verði mikil breyting", voru síð- ustu orð hans við vinkonu sína. Til hinztu stusidar fylgdist hann af brennandi áhuga með bar- áttu stéttar sinnar og sjálf- stæðisbaráttu þjóðar sinnar. í skapgerð sinni átti hann beztu kosti stéttar sinnar: karl- mennsku, æðruleysi, drengskap og trúmennsku. Og þegar litið er yfir farinn veg þá sjáum við betur en ella, að það eru ekki þjáningar og þrautir lífs- ins sem máli skipta, heldur hitt Framhald á 11. síðu. ,TSLENDINGAR þekkja út- lendan her í sögu sinni, og sagau þekkir viðbrögð þeirra við útlendum her. í Kópavogi stóð útiendur her áð baki Bjelkes, er íslendingar urðu að sverja Danakonungi ein- veldi á Islandi, sem þýddi af- nám Gamla sáttmála. Og fs- lendiagar sónu fyrir framan herinn. En eftir alltsaman lifði Gamli sáttmáli. Hvemig stóð á því? Jú, það komu Iþeir dagar að Islendingar tóku fram þietta eina þjóðréttar- skjal sitt, sem sagðd frá því og staðfesti það, að þeir voru þjóð með réttindum til þess að semja við aðrar þjóðir, sjálf- stæð þjófi, og þetta þjóðrétt- arskjal sýndi, aö þeir höfðu engum þjóðréttindum afsalað sér með því. — En nú komiu Kópavogseiðarnir, þar höfðu þeir þó loksins afsalað Við þekkj'um her af reynslu — Veitum verðlaun fyiir umgengni á baklóðum sér öllum þjóðréttindum. Um það varð ekki villst. En hvernig Iætur ekki þjóðlíf og saga? Gamla sáttmála virtist ekkert muna um þessa eiöa. Hann var þjóðarinnsigli, og þjóð er þj’óð, hvað sem svarið er. Það er einn galdur lífs og sögu. Já, það var útlendi herinn, sem gaf Gamla sáttmála nýtt líf og gildi. Herinn var þjóð- arinnsigli Dana á íslandi, og þessi her, eins og ailur her, er svo skitinn í andanum, að það varð í raun og veru að fela innsigli Dana á þjóðrétt- indum ísiands, hvar sem Gamli sáttmáli gekk fram. Nú er útlendur her í landinu, og ekki er liann hreinni í andanum, en sá sem stóð að baki Bjelke í Kópavogi 1662. Isleadingar virðast ekki skilja þennan her. Þó sagan sé bú- in að kenna þeim hvað her- inn var í Kópavogi áður fyrr. Drápskúgun á þjóðinni þýddi þetta innsigli Dana á þjóð- réttindum íslands. Skyldi nokkurn viti borinn mann geta grunað annað, en sá út- lendi her, sem nú dvelur í landinu, og er innsigli Banda- ríkjanna á þjóðréttindum ís*- lands, valdi öðru en hinu sama drápi? Andi hersins er dráp. Það er skíturinn á lion- um. Afrek hers eru aldrci kennd við annað en dráp. Og þetta dráp er eins markvíst hvort scm lengri eða skemmri timi er tekinn í átótluaina. Og það er enn skaðlegra dráp þegar þjóðin er svo svikin, að það fást nfínar“ „innlendar" hendur til þess að halda á ..aíidanum". — Árni í Kópa- vogi“. -k Þ. J. segir: ,,Nú eru menn víða farnir að taka til um- hverfis hús sín. Hvarvfetna má sjá fólk fleygja burtu ó- hreinindum og föllnum trjá- greinum og búa í haginn fyrir ciýgræðingana. — En víða er pottur brotinn, og þeir eru til, sem ekki hafa hinn minnsta hUg á að , gera hreint fyrir sínum dyrurn". Þetta fólk þarf að taka sig til og fara að sjá sóma sinn. Betra er seint en aldrei. — Ég legg til, afi Fegrunarfé’agið, eða hvaða félag sem það nú er, sem veitir verðlaunin árlega fyrir fallegasta skrúðgarðinn umhverfis húsin, veiti nú í ár og héreftir verðlaun fyrir sómasamlegasta umgengni umhverfis sambýlishús, þar sem ekki er neinn ræktar- blettur, heldur venjulegur •bakgarður eða port, sem naufisynlegt er að halda vel hreiaum enda þótt það sé að sama skapi erfitt. Veitum hreinlegustu baklóðinni verð- laun! — Þ.J.".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.