Þjóðviljinn - 14.05.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14 maí 1953 — ÞJÓÐVILJINN ~ (7 Vekjaraklukkan er auðvitað þarfaþing, til síns , ibrúks, og mörgum manninum ómissandi. — En, drottinn minn dýri, að rífa tiltölulega vanafastan barna kennara upp úr sætum svefni kl. 5 — og það á sunnudags- morgni í marz — er það nú ekki fullmikið? Ég spratt upp með andfælum;. hvað var á seyði? Hér hlaut að vera um einhvern misskiJning að ræða — æ, nei, nú mundi ég það allt í einu: við ætluðum á sjó. Á sjó — já, á sjó; það var lóðið. Tveir 'barnakennarar og einn trésmáðameistari. Ég get ekki neitað því, að í svipinn fannst mér þetta fremur .asnaleigt fyrirtæki, en reyndi þó að hressa mig upp með idjótiskum orðskviðum: morg- unstund gefur gull í mund — æ, hver skyldi hafa fundið upp annað eins kjaftæði? Það var iþó ekki fyrr e.n ég var að ljúka við seinni kaffibollann og far- inn að raula með sjálfum mér heyrið morgunsöng á sænum, að vekjaranum hafði hlotnazt full fyrirgefning af minni hálfu. Klukkan 5.45 vorum við mættir niðri í hrófum, en þar stóð uppi fjórróinn skjöktbátur, sem við höfðum fengið lánað- an. Við ilétum færin og annan farangur í bátinn og fórum svo að setja. Það var dálítið erfitt að koma honum á flot, 'því að iþetta var mesti kláfur. Þó gekk það allt um síðir, með því að trésmiðurinn var maður vel fær. En það sem á skorti afl okkar hinna, vannst að nokkru upp með vígalegum tiiburðum og eggjunarprðum: samtaka nú! — Og við 'gátum svo sem vað- ið með fieytunni út leirumar, iþvi að vitanlega voriun við í klofháum gúmmístígvélum eins og ,,aðrir“ sjómenn. iÞegar skjöktarinn var kominn á flot var sezt undir árar og réri einn með tveimur; ég ætla það hafi verið Björn smiður. Var svo róið sem leið liggur austur undir Klettsnef og stefn- an siðan t.ekin innan (vestan) við Elliðaey, í áttina að Land- eýjasandi. Áttum við 6—7 mílna róður fyrir höndum inn undir sandinn og fórum því með gát að öllu. Þegar fram í sótti fór ég þó að finna fyrir því, að árin væri mér ótamari en penn- inn og töflukrítin. Veður var stiHt og ládauður sjór og sóttist því róðurinn furðuvel, þótt hvorki væri fleyt- an gangleg né grettisbragur á ræðurunum. Þarn.a kom igulhvít súla ilr háalofti og stakk sér í sjóinn, rétt eins og Sanktipétur eða einhver þar uppi hefði ver- ið á helgidagsskytteríi og skot- ið henni af nýtízku. byssu-, svo var hraðinn mikiill og öryggið. Og raunar kom hún úr djúp- inu með silfurglitrandi hafsíld í gininiu, suls bassana, hinn ægi- fagri fugl norðursins. — Og þama var Pálsnef á Eiliðaey; það var þar, sem Jón „d.vnk- ur“ fédl fyrir sextugt bjarg og i sjó niður. Þegar leitarmenn komu á báti að fiska hann upp, sagði Jón þessi, sem frægt er orðið: heyrðuð þið ekki dynk, piltar? — og ekki greinir sag- an, að honum hafi orðið meint af byitunni né voilkinu — held- ur fór hann til Amríku eins og ívar og Daði Hjörvar. Við létum trésmiðinn um að- alerfiðið af þessum krossburði — þ. e. a. s. róðrinum (það hefur skeð áður, svo sem kunn- ugt er) enda náðu kraftar okk- ar hinna ekki lengra — nema kannski að við höfum sparað ögn af þeim, unz kæmi að hin- um mikla fiskidrætti. Og fyrr en varði vorum við komnir inn á fjóra faðma — það tók rúm- ar tvær klukkustundir. Árarnar voru dregnar inn o'g færunum varpað í sjóinn. Sökk- urnar voru allar tvíálma, og allir urðum við varir svo að segja samtímis og drógum, sína tvo þors'kana hver. Siðan aftur tvo — tvo — tvo. Við vorum farnir að halda, að við ætluð- um að fylla þennan ágæta skjökt'bát á hálftíma — en eft- ir fimm mínútur fengum við ekki bein. Hvað hafði gerzt? Jú, það að með þessari eyði- 'legu strönd lágu straumar ým- ist austur eða vestur. Nú lá straumurinn vestur; okkur rak af þessum líflega „neista" og Séö yfir Vestmannaeyjakaupstaö og höfnlna ARNI UR EYJUM: UR LIFI ALÞÝÐUNNAR Tveir barncskennarcsr og einn trésmiður róa til fiskfar við tók ördeyða, þar sem ekki fékkst bein úr sjó. Upphófst þá eitt hið ægileg- asta puð, sem ég hef lifað, en það var að róa móti sjávarfali- inu til þess að komast aftur á neistann. En raunar skeði kraftaverkið á ný: aftur tveir Árni úr Eyjum liefur oft skrifað góðar greinar í Þjóðviljann. Hann segir í bréfi með þessari grein: Ég er fæddur í Vest- mannaeyjum 1913, og alinn þar upp. Var kennari þar 1931—32 og 1935—47. Hef verið sjúklingur á Vífil- stöðum nokkur siðustu ár- in. Þá sja dan ég sting niður penna skrifa ég undir nafninu Árni úr Eyjuin (en það er uppnefni, sem mér hlotnaðist í Kennara- skólanura). Annars hciti ég upp 'á kristilegan máta Árni Guðmundsson. Sendið greinar úr lífí al- þýðunnar til Þjóðviljans, Skólavörðustíg 19, Reykja- vík. — tveir — tveir o. s. frv. — unz enn var ekki neitt. Auð- vitað gaf enginn sér tíma til þess að andæfa gegn straumn- um, svo að sama sagan endur- tók sig hvað eftir annað: 'ýmist tveir, tveir, tveir — eða ekki neitt. Og svo aftur sama puðið í löðrandi svitabaði. Loks vann hungrið og þreyt- an bug á veiðigræðginni. Við settumst niður, létum re-ka og átum nestið: flatkökur með ís- lenzku smjöri — annan eins rétt höfðum við aldrei smakkað, og þreytan lak jafnframt bless- unarlega úr ibeinum og vöðv- um. Þegar við köstuðum færun- um aftur, mikliu vestar, vorum við komnir á nýjan neista og fiskunum í bátnum fjölgaði stöðugt, eftir bví sem á. leið guðspjall dagsins. Og um það leyti sem séra Sigurjón myndi vera að ijúka niáli sínu, höfð- um við fengið í bátinn hæfilegt aflamagn til þess að flytja heim. Við Kalli stríddum Birni . á 'því, að hpnum fær.i illa að; sitja hér við dorg — meðlimi i Vestmannaeyjadeild hinnar evangclisk-lúthersku þjóðkirkju, meðan Brynjúlfur Sigfússon spilaði útgöngusálminn og Krist ján frændi minn í Klöpp hringdi þeim engelsku koparklukkum í Landakirkju. Björn gat lítið sagt, þvií .að bá vorum við Kalli nýbúnir að segja okkur úr fá- laginu (kirkiunni) og vorum því ábyrgðarlausir gagnvart. öllu he!gihaldi. ■En þá reis upp eitt vont spursmál: í þessum fyrirmynd-. arskjöktara, fjórrónum, reynd- aast ekki vera nein skiirúm. Þau voru öll á bak og burt, og fiskkösin flaut frá stafni' aftur í slcut, rétt eins og guð. hefði skapað hana al'a sama daginn. Og ofan á állt annað var hann farinn að bræla á austan — en það gat orðið okkur dýrt spaug’, ef einhver alvara yrðí úr iþví. Já, satt að segja veit ég ekki, hvað úr okkur eða um okkur hefði orð- ið, ef.sá góði ibátur, „Mýrdæl- ingur“ hefði ekki rekizt á okk- ur itvni á Ál. Hann var að koma úr netum, vestur með sandinum og tók okkur strax „á slef“. Vorum við, kcmpurn- ar, innbyrtir en skjciktarinn, með af'a forsvaranlega bundinn aftan í. Þarr.a \x>ru góðir menn um borð: sá ágæt.i skips.tjóri, Guðfinnur frá Kirkjuhóli, ung- ur og áhugasairmr, Guðjóri ■Hafliðason á Skaptafelli — og ég man ekki betur en Ingvar í Birtin.gaholti hafi verið einn þeirra. Fengum við ilmandi ketilkaffi, sem hefur . þann á- gæta eiginleika að gera jafnyel • aumustu •landkrabba , færa í flestan sjó, enda fundum við hreint ekki lítið til okkar, þeg- ar við höfðum tæmt 2—3 fanta hver. Við Klettsnef var okkur sleppt, með því að ekki yo.ru talin tök á því. að halda undan inn Víkina með bátinn íueftir-j dragi, svo að vel mætti fara. Sú góða fleyta var þá nærri fuill, að jöfnu af fiski og sjó ■—- allt í einu rúmi. En við, hetjurnar stigum í bátinn og gripum til ára. Áttum við þá fyrir höndurn nokkur þundruð metra róður inn að hafnargarði — en að fara þá leið á hálf- fullium árabáti með einum tré- að þetta hafi eingöngu verið sport, skal frá því greint, að fyrir aflann fékk hver okkar kr. 123.00, (kaup barnakennara mun þá ihafa verið 3—4 hundr- uð krónur á mánuði) sem var hreint ekki svo lítið búsílag. Þó held ég, að það hafi ekki verið fj.áraflavonin fyrst og fremst, sem rak okkur á sjó á sunnudögum, þegar fært var — heldur þráin eftir einhvers kon- ar átöikum við náttúruöflin, sú hin sama, sem beinir för fja'Il- göngumannsins upp á öræfin, leiðir laxveiðimanninn að sinni iðju — og barnið í leik. rv&fí)6<\$ • v. ..- , , ' -Jr Her eða ekki her? Það er enn smiði og oðrum barnakennara * . , . , , „ —. spumingln sem Hanníbal veltir ii austanbrælu, það myndi vera 1 * „ r V , , . T ■ fyrir sér. Amian daginn skrifar svipað osg að ferðast fra Jeru- . , - i Alþýðublaðið gegn herstofnunar- safem til Jenko an þess .að fyr . , ... , , c . , hugsjón Hermaiuis og lijama. mhitta nokkurn Samverja (ef „ _ « Hinn daginn mælir hiaðið ein- ílla fæn). ' dregið með því að herinn verðl En þetta var sunnudagur á stofna5ur> sbr> ,.urif eins lielzta netavertíð og var því margt lelðtoga AlþýðufloUksins í Hafn- fólk á Skansinum, ýmist til að arflrðl fyrir sUömmu. Petta er í viðra sparifötin í goða veðiinu fullu samræmi við fortíð Alþýðu- eða (og kannski fremiur) til fiokkshis. „Kjósið á móti afsali iþess að sjá siómenn dagsins ]andsréttinda. x-A“, stóð skýrum koma að landi. Og við, trésmið- stöfum á stórum borða sem fest- ur og barnakennarar rérum ur var „pp a hlið AJþýðuhússlns okkar farkosti, ha'if.ullum af kosriiugadaginn 1916. Síðan hófust fiski og sjó vestur Víkina og svikln. ÁriS 1951 samþykkti öll allt inn að Básaskersbryggj u. miðstjórn og þingmenn Alþýðu- Þar var fyrir margt fólk að flokkslns, að Hannibal meðtöld- taka á roóti fræknum : f-iskur- um — þar á meðal okkur —- og við vorurri liinir gleiðustu, sem vonlegt var, því að sann- arilega vorum við að fáann. Já, þelta var frækileg heimkoma, okkur var veitt athygli a. m. k. af þeim borgurum bæjarins. um, hernánt laudsins. -fc Þeir eru ekki svo fáir Reyk- víkiilgarnir sem þrá að ná sér niðri á Xtannvelgu Þorsteinsdóttur fyrir loddarabrögð hennar í Iiosn- ingunum 1919 og stórfeUd svik að þeim ioltnum. Margir kviöu því sem nenntu austur á Skans eðaj a5 Fi-amr.ikn kymii að draga inn á Básasker&bryggju á sunnu Eannvelgu til baka af ótta við al- dögum, til þess að fylgjast með^ menning. X>að var ]>rí gleOibragur athafnaHfinu. Og svo var hitt: á Reykvíkingum ahnennt í fyrra- Oddgeir tónskáld, vinur okkar.j dag þegar Tíminn birti iista Fram hafði róið um morguninn ásamt sókuar með Rannveigu í fyrsta félögum sínum — en eftir því, sem við fréttum höfðu 'þeir ekki farið lengra en á Langabergs- •kiakik og aflað stútung i eina fÖt'U. sæti. En á þessu var þó eiu undautekning: FramsóknarmenM voru siálfir niOurlúíir og övenju- lega daufir í dálkiun! Það ■gar eins og þeir hefðu eitthvert hug- £vo að menn haldi nú ekki, boð um hvað í vændum væri. )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.