Þjóðviljinn - 14.05.1953, Blaðsíða 6
6)--ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 14. maí 1953
|3]ðll¥SUINi
Útgefandi: Sameinlngarfiokkur alþý'ðu — Sósíalistaflokkurlnn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Óla-fsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðustíg.
19. — Simi 7600 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljane h.f.
Hernámsflokkarnir þrír starfa í þágu íslenzkrar auð-
rnannastéttar og hafa að baki sér völd hennar og
gróða.
Starfsemi Sjá’fstæðisflokksins er kostuð af heildsöl-
um og .•Tóratvinnure.ifendum ,sem ekkert spara í fram-
lögum t-il flokks síus, enda er hann undirstaðan að
arðráni þeirra Auk þess hefur hann að bakhjarli banda-
ríska hernámsliðið, cinnig fjárhagslega, t.d. var lagt
marsjallfé til Morgunblaðshallarinnar alveg opinskátt.
Framóknarflckkucinn hefur einnig að baki sér valda-
stétt þjóðfélagsins, cg helztu leiðtogar hans eru sam-
tvinnaoir stórgróöastéttinni í Reykjavík. Vilhjálmur Þór
hefur nú þegar rugláð saman reitum Sámbands íslenzkra
samviniiufélaga, ein r.abraski sínu og stórgróðabralli
Björns Ólafssonar. Frá þesum aöilum öllum streymir
fjármagnið til Framsóknarflokksins til þess að tryggja
afram þessa aðstöðu 1 þjóðfélaginu, og eflaust nýtur
hann ekki síður maLSjailaðstoðar en Sjálfstæðisflokkur-
inn.
Alþýðuflokkurinn er hækjuliö þessara tveggja flokka
— eim og Hannibal Valdimarsson komst að orði fyrir
fjórum árum — og hann á einnig sínar öruggu tekjur
írá valdastéttúnum. Kjarninn í peningakerfi hans eru
hlutafélög þau sem iátin voru ræna eignum verkalýðs-
félaganna á sínum tíina, en þegar gróðinn af þeim hefur
ekki hrokkið til haf aðrir aðilar hlaupið undir bagga.
Það er á allra vitorði áð ýmsir helztu fjárplógsmenn
landsin.-, hafa lagt flekknum til stórar fjárfúigur, og nú
síðast hefur aðalaöstcðin borizt frá Vilhjálmi Þór, meö
framlögum frá Olíufélaginu h.f. og Sambandinu sjálfu.
Enda heíur þessi „stjórnarandstaða“ nú gert samning
við forustuflokk ríkisstjórnarinnar um samvinnu í kosn-
ingunum í sumar!
Þannig leggur auomannastéttin flokkum sínum til
peninga og það er í alla staði eðlilegt; þsir eru valda-
tæki hennar, þeir tryggja henni gróðamöguleika og að-
stöouna Og með kosningunum 1 sumar ætla þeir að
icsta stcufsemi sína í sessi næstu fjögur árin.
Andsprenis þessum þremur flokkum stendur Sósíal-
istaflokkurinn einn og berst gsgn valdi stórgi-óðaklík-
unnar. Hann er baráttutæki íslenzkrar alþýðu, flokkur
hennar i sókn cg vörn, til hennar sækir hann allan
styrk sinn.
Sósíal.staflokkurinn hefur ekki aö baki neitt fjár-
málavald, engin rænd hlutafélög. En engu að síöur er
Sósíalista.flokkurinn auðugur flokkur. Hann hefur að
baki sér baráttuglaðasta og fórnfúsasta hluta þjóðarinn-
ar, og það hefur aldrei skort framlag frá þúsundum
alþýðumanna, þegar þörf hefur verið á fjármagni. Er
skemmst aö minnast hinnar glæsilegu söfnunar í stækk-
unarsjóð Þjóðviljans, en þar náöist næstum því tvöfalt
betri árangur en fram á var fariö.
Nú sfanda fyrir dyrum afdrífaríkar og harðvítugar
kosningar, og Sósíalistaflokkurinn þarf mikið fé til að
standa straum af undirbúningi þeirra. Flokksmenn hafa
nú þegar fengið söfnunargögn í hendur ,og það er nauð-
synlegt að taka til starfa þegar í stað. Aldrei hafa
fleiri menn óskað Sódalistaflokknum sigurs, aldrei hefur
bað verið ríkari nauðsyn íslands að flokkurinn nái sem
beztum árangri. Því þurfa allir velunnarar flokksins að
leggja sig í líma, einnig með fjárframlögum. Sýnum
einu sinni enn að ísienzk alþýða vegur upp með fórn-
íýsi sinni það sesm hin þríeina afturhaldsfylking hirðu
með arðráni.
Churchill gengur í berhögg
við stefnu USA á alþjóðamálum
Markar hrezka siefnu i ýmsum höfuB-
atriSum andsfœSa stefnu Eisenhowers
TT'ramsöguræða sir Winstons
* Churchills í umræðunum
um utanríkismál í brezka þing-
inu á þriðjudaginn er tvímæia-
laust merkasta yfirlýsing, sem
nokkur stjórnmálamaður í Vest-
ur-Evrópu hefur flutt á síðari
árum. í fyrsta skipti síðan
Sir Winston Churehill
heimsstyrjöldinni síðari lauk
ihefur sá forystumaður Vestur-
veldanna, sem næstur gengur
Bandaríkjaforseta að valdi og
áhrifum, markað stefnu í al-
iþjóðamálum sem ekki er að-
eins í verulegum atriðum óháð
stefnu Bandaríkjamanna, held-
iur gengur að ýmsu leyti í ber-
ihögg við yfirlýstan vilja Banda-
ríkjastjórnar. Sá orðrómur hef-
ur reynzt réttur að Churchill,
öldungurinn á áttugasta aldurs-
ári, sé staðráðinn i því að
ljúka hálfrar .aldar stjórnmála-
ferli með tilraun til að gera
Bretíand og þar með alla Vest-
ur-Ervrópu óháðari drottinvaldi
Bandaríkjaxma en verið hefur
um nokkurra ára skeið.
Sé ræða Churchills borin sam-
an við stefnuyfirlýsingu þá
um utanríkismál, sem Eisen-
hower Bandaríkjaforseti flutti
í fyrra roánuði, sést strax
hversu forystumenn hinna eng-
ilsaxnesku ríkja greinir á um
grundvallaratriði. Eisenhower
setti sovétstjóminni kosti,
kvaðst ekki myndi taka trúan-
legan samkorruulagsvilja hennar
nema hún gerði ýmsar ráðstaf-
anir, sem vitanlegt er að ráða-
menn Sovétríkjanna munu
aldrei ljá máls á vegna þess að
ekkj er á þeirra valdi að gera
þær eða þær myndu þýða al-
gera uppgjöf fyrir Bandaríkj-
unum. Churehill hafnaði þessari
aðferð berum orðum, hann
kvaðst vilja að sem fyrst yrði
af leynilegum fundi forvstu-
manna fárra stórvelda þar sem
engin skiiyrði væru sett fyrir-
fram. Eisenhower sagði ekkert
iþýða að efna til stórveldaráð-
stefnu nema fyrirfram væri
try.ggt að þar yrði samið um
ö!i meiriháttar deilumál. Churc-
hill kvað slíka ráðstefnu myndi
verða ihina þörfustu þótt eng-
inn beinn árangur yrði, það
vaeri í sjálfu sér mikiil árang-
ur ef forj-stumenn stórveldanna
gætu skipzt á skoðunum í ein-
rúmi. Forsætisráðherra Bret-
tands hafnaði því sjónarmiði
Bandaríkjaforseta að krefjast
allsherjar uppgjörs é heims-
mælikvarða, lausn einstakra
deilumála ber að hans dómi að
taka fegins hendi.
Churchill gekk í berhögg við
þá. stefnu Eisenhowers og
Duiles utanríkisráðherra hans
að vinna að „frelsun" þjóða
Austur-Evrópu og innlima þaer
í Iþá „saméinuðu Evrópu“ sem
bandarískum i-áðamönnum verð-
ur svo tíðrætt um. Þvert á móti
kvað hanrí Sovétríkin eiga rétt
á því að stjómir landanna við
vesturlandamæri þeirra séu
þeim vinveittar. Þetta er stórt
stökk fvrir einn aðal skipu-
leggjanda „sóttvarnargarðsins"
■gegn Sovétríkjunum eftir heims
S'tyrjöldina fyrri. Einnig í mál-
um Kóreu hafnaði Churchill
afstöðu Eisenhowers, sem sagði
í ræðu sinni um daginn að
vopnahlé’ í Kóreu væri einskis
virði nema tryggt væri að land-
ið yrði sameinað (og iþá auð-
vitað undir stjórn Syngman
Erl end i
i tíöindi |
Rhee) og að sovétstjórnin yrði
að stöðva sjálfstæðisbaráttu
ibúa Indó Kína gegn Frökkum.
í þingræðu sinni sagði sir W*n-
ston að fásinna væri að búast
við skjótri sameiningu Kóreu,
vopnalilé eitt út af fyrir sig
væri mikill ávnningur. Og hann
¥að menn að gera sér ekki þá
grillu að sovétstjórnin ráði yfir
sjáifstæðishreyfingunni í Indó-
Kína.
Afstaða sú, sem kom fram í
ræðu Churehills er þeim
mun athyglisverðari vegna þess
að alkunna er að enginn brezk-
ur stjórnmálamaður hefur látið
sér annara um að treysta sam-
starf Bretlands og Bandaríkj-
aima. Móðir hans var banda-
rísk og alla ævi hefur hann lit-
ið á sig sem lifandi tengilið
milli engilsaxnesku ríkjanna
•beggja megin Atlanzhafs. Þegár
slíkur maður gengur í berhögg
við yfirlýsta stefnu fornvinar
síns á forsetastóli Bandaríkj-
anna sýnir bað að ískaldur
veruleikinn er að opna augu
hinna ólíkiegustu Breta fyrir
þvi hvað þeirra bíður ef haldið
er uppteknum hætti að lúta
forystu Bandaríkjastjórnar i
einu og öllu. Attlea fyrrverandi
forsætisráðherra dró fram í
sömu umræðum og Churchill
hafði framsögu að ýmsar þeirra
staðreyijda, sean Hggja að baki
breyttri afstöðu Breta. Hann
benti á að í stað þess að lækka
tollmúra sina til að gera Bret-
um ísert að selja þeim vörur
sínar hefðu Bandaríkjamenn
aldrei verið tregari til þess en
nú að gera Bretum fært að
keppa við bandaríska fram-
leiðslu, Ekki v-æri nóg með það,
bandarískir aðilar reyndu af
fremsta megni að eyðileggja
viðskipti Breta við Kína og
önnur sósíalistísk lönd. Bretar
verða að flytja út eða verða
hunigurmorða og þegar komið er
fram við þá eins pg Attlee lýsti
hlýtur sérhver brezk ríkisstjórn
að stinga við fótum eða 'glata
öllu trausti þjóðarinnar ella.
Gömium heimsveldissinna eins
og Churchill svíður það líka
sárt þegar hinir bandarísku
vinir og bandamenn gera sig
líklegan til að ráða heiimsveld-
ið lundan Bretum. Einmitt sama
daginn og forsætisráðherrann
tók til máls á þingi kom Dull-
es utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna til Kairó og hældi á hvert
reipi Naguib forsætisráðherra
Egypta, sem var nýbúinn að
hóta því að hrekja Breta úr
herstöðv.um þeirra við Súes-
skurð með vopnavaldi ef þeir
færu ekki með góðu. Dulles hef-
ur fengið kaldar kveðjur í
brezkum blöðum fyrir að reka
hnífinn í bakið á Bretum í Kai-
ró. Áhrifamestu flokksbræður
Eisenhowers á Bandaríkjaþingi
hafa goldíð lrku líkt' með því
að telja utanríkismálaræðu
Churchills ómerk ómagaorð og
steinshljóðið í Hvíta húsinu um
ræðu brezka forsætisráðherr-
ans talar sínu skýra 'máli.
Síðan alþýðustjórnin kom tii
vaída í Kína hefur stjórnir
Bretlands og Bandaríkjanna
greint á um afstöðuna til mála
Dwight Eisenhower
Austur-Asíu. Stefna Bandaríkja-
stjómar er að styðia Sjang
Kaisék til gagnibyltingarstríðs
'gegn meginiandinu en Bretar
vilja viðurkenna orðinn hlut og
fá alþýðustjórninni sæti Kína
hjá SÞ. Afstaða þeirra er sú,
eins og Attlee saigði í utaijríkis-
málaumræðunum, að fásinna
sé að lolra augunum fyrir þeirri
staðreynd að Kína er orðið eitt
’helzta stórveldi jarðar. Eftir
ræðu ChurehiUs er það ljóst að
ágreiningur engilsaxnesku rikj-
anna naef einnig til Evrópu. Að
vísu hét Gliurchill stuðningi
Breta við fyrirætlanirnar' um
hervæðingu Vestur-Þýzkalands
en sú .yfirLýsing er orðin tóm.
Það sem meira máli skiptir er
að hann .hvatti til stórvelda-
ráðstefnu þegar í stáð þar sem
framtíð Þýzkalands yrði eitt
samningsatriðjð en- það er ó-
Iijákvæmilegt að' fyrirætlanirn-
• Frarnhald á 11, síðu.