Þjóðviljinn - 23.05.1953, Page 5
Laugardagur 23 maí 19.53 — JÞJÓÐVXLJINN — (5,
Skipulagður ólifnaður í
öllum frönskum borgum
Um 100 fulltniar frá 19 ’öndum sitja nú á ráöstefnu í
Paiis og fjalla um saurlifnaö, sem yfirvöldin leyfa eöa
þola, og hvernig megi binda endi á hann.
Dr. André Cavaillon, fulltrúi
franska heilbrigðismálaráðu-
neytisins, skýrði fulltrúum frá
iþvi nú í vikunni, að í hverri
einustu borg Frakklands ætti
Ein þekktasta herhljómsveit
Breta flýgur til Varsjá á krýn-
ingardag Elísabetar drottning-
ar 2. júní n. k. til að halda
þar hljómreika. Hljómsveitin
mun leika við dansleik sem
haldinn ver'ður í tilefni krýning
arinnar, halda þrjá hljómleika
fyrir almenning og leika fyrir
pólska hermenn.
Hljómsveitin er úr riddaraliði
drottningar, en móðir hennar
er heiðursforseti þess.
skipulagður ólifnaður sér stað,
enda þótt ólifnaðarhús hefðu
verið bönnuð með lögum árið
1946. Það væri farið í kring-
um lögin á ýmsan hátt og hann
nefndi sem dæmi, að í Grenoble
væru hanzkaverzlanir notaðar
til að breiða yfir ósómann, en
fatabúðir í Strasbourg. Hann
vitnaði í opinbera skýrslu ráðu-
neytisins, þar sem segir að
„stúlkur úr öllum stéttum séu
reiðubúnar að selja blíðu sína
fyrir miðdegisverð, bíóferð eða
sígarettupakka eða af einskæru
lauslæti."
Hann minnti á, að um leið og
lögin um bann við ólifna'ðar-
húsum voru samþykkt. gengu í
gildi önnur lög, sem fyrirskip-
uðu lögreglunni að semja skrár
yfir þær stúlkur sem stunda
skækjulifnað og sagði, að ólifn-
aðarhúsum hefði stórum fjölg-
að síðan þau voru bönnuð, og
störfuðu með fullri vitund yfir-
valdanna.
siræim
Ber til baka ,,fréttirnar“ um pyndingar
— lofar aðbúnaðinn í fangelsinu, segir
að handtakan og dómurinn hafi verið
réttlætanleg.
Blaöamenn í:é fréttastofum á Vesturlöndum höfðu
hlvkknð til aö hitta bandaríska fréttaritarann William
Oavis, sem dæmdur var fyrír tveim árum fyrir njósnir af
dóvnstól í Prag. en látinn var laus fyrír nokkrum dögum,
og hafa upp úr honum efni 1 níðsögur um tékkneska al-
hýÖuríKið. Þei.' r.rðu fyrír vonbrigðum.
Oatis ræddi við blaðamenn
við komuna til Niirnberg á
bandaríska 'hernámssvæðinu í
Fyrir nokkru kom upp eldur í clnu nýjasta o ; glæsilegasta skipi Dana, KRONPBINS FRED-
ERIK, í höfninni í Hanvick á Eng andi. S. .plo lagðist á liliðina og þá fyrst varð eldurinn slökktun
Flugvélar
gegn
engispreffum
Engisprettur herja nú á lönd-
in fyrir botni Miðjarðarhafs.
Til vandræða horfir í Jórdaníu
og í suðurhéruðum Egypta-
lands, Aswan og Kena. Skor-
dýraeitri er stráð yfir engi-
sprettuhópana úr flugvélum.
Þýzkalandi. Hann neitaði með
öllu að ræða réttarhöldin og
njósnadóminn og vildi ekki einu
sinni svara spurningu um hvort
honum hefði fundizt dómurinn
réttmætur. Hann bar til baka
allar áróðursfréttir um. að
hann hefði sætt pyndingum og
misþyrmingu.
Aðbúnaður hans í fangélsinu
hafði verið þannig, að hann
hafði yfir engu að kvarta.
Hann sagðist hafa varið tím-
anum til tónlistariðkana og
tékkneslcunáms. Hann bar einn-
ig til baka ,,fréttir“ um, að
Framh. á 11. síðu.
Grænlenzk byggð í eyði
vegsia flugvallargerðar
Bandaríkjamenn hrekja Grænlendinga
frá heimkynnum þeirra í Thule.
tbúnm nýleadunnar í Thule á Grænlandi er nú ekki
lengur vært í heimkynnum sínum og búa þeir sig*undir aö
flytja lengra norður á bóginn.
Bandaríski herinn hefur und-
anfarin ár unnið að lagningu
flugvallar við Thule, sem nota
á til loftárása á Sovétríkin, ef
til styrjaidar kemur. Vélask-rolt
ið og flugvéladynurinn, sem
fylgir þessum framkvæmdum,
hefur fælt burt veiðidýr Græn-
lendinga, sem nú sjá ekki ann-
að úrræði .en flýja frá heim-
kynnum sínum lengra norður á
bóginn og koma sér þar fyrir
á nýjan leik, byggja ný hús,
skóla, verzlunarhús og kirkju.
Það var augljóst frá upphafi,
að þannig mundi fara, en
danska stjórnin lét samt undan
kröfu Bandaríkjanna um her-
stöð í Thule, við eina' meirihátt
ar byggðarlagið á strandlengju,
sem er þúsundir kílómetra. 1-
búar landsins, sem á að heita
danskt, og þeir danskir horg-
arar, eru hraktir út á gaddinn
til að hliðra til fyrir stríðsund-
irbúningi Bandarikjamanna.
Þetta er Martin gamli Carl-
sen, faðir hins nafntogaða sldp-
stjóra Kurts Carlscns og einn
þeirra manna, sem Bandaríkja-
stjórn óttast að muni steypa
sér af stóli, ef þeir stíga þar
á land.
FullS friífrelsL kristindóms-
fræðsla í ungverskum skólum
leggur kirkjunum fil fé næstu 20 ár
Einn þekkta-"ti kennimaður ungversku mótmælenda-
kirkjunnar. Jancc Peler biskup, er nú staddur í Bretlandi
og tiélt fund meö sextíu brezkum prestum á sunnudaginn
var og svaraö’ þar ýmsum spurningum um kirkjulíf í
heimaiandi sínu.
i Hann var spurður um dóm-
inn yfir Mindzenti kardinála,
sem dæmdur var í fangelsi
fyrir njósnir og skemmdarverk
og svaraði því til, að það mál
hefði ekki komið kirkjunni neitt
við, — það hefði verið stjórn-
málaátök. Fyrir stríðið 'hefði
kaþólska kirlcjan verið ríkis-
kirkja og, stærsti jarðeigandi
landsins. Hér hefði orðið
breyting á og henni hefðu fylgt
,,nokkrir erfiðleikar.“
Peter biskup sagði, að krist-
indómsfræðsla ætti sér stað í
skólunum og sæju prestar um
hana e&a kennarar, sem kirkj-
an legði til. Öllum kirkjum
væri hér gert jafn hátt undir
höfði. Aðspurður sagði Peter
biskup, að engin tilraun væri
gerð í skólunum til að halda
„kommúnískum“ skoðunum að
börnunum.
Stjórnin hefði ekki einungis
tryggt öllum trúai-flokkum fpllt
jafnrétti, heldur jaf nframt
tryggt þeim fjárhagsgrundvöll
í 20 ár. Framlag ríkisins til
kirknanna yrði minnkað um
25% á fimm ára fresti og
væri ætlazt til, að kirkjurnar
gætu sjálfar sta'ðið undir öllum
kostnaði með frjálsum sam-
skotum safnaðanna að 20 árum
liðnum, þegar ríkisstyrkurinn
hætti. Hið gífurlega tjón sem
varð á kirkjubyggingum á
stríðsáruiíum hefði að verulegu
leyti verið bætt upp af ríkinu,
sem hefði lagt stórfé til end-
urreisnar kirkna og viðgerðar á
skemmdum. Nýjar- kirkjur
hefðu líka bætzt við, og Peter
biskup nefndi sem dæmi að í
biskupsdæmi hans hefðu fjórar
nýjar kirkjur risið af grunni,
síðan styrjöldinni lauk.
Danskir kratar spilítu tyr-
ir hjálparbeiðni færeyskra
verkfallsmanna
Fjárstyrkur barst aðeins frá Islandi
Málgagn færeyskra skilnaöarmanna. 14. september, sem
Er.endur Patursron er ritstióri aö’, hefur ráðizt liarkalega
á stjórn danska alþýcusambandsins.
Erlendur Patursson er einnig
formaður færeyska sjómanna-
félagsins og tilefni árásarinnar
er framkoma dönsku alþýðusam
bandsstjórnarinnar í sambandi
við verkfall færeysku sjómann-
anna, sam lauk fyrir skömmu
Alliir ©r var-
iitii
Vi'ðhorf til áfengismála er
með nokkuð sérstökum hætti
hjá frændþjóð okkar Svíum
eins og'þessi auglýsing frá einu
útibúi sænsku áfengisverzlunar-
innar ber með sér:
„Afengisverzlunin verður lok-
uð, meðan vormarkaðurinn
stendur yfir* til að koma í veg
fyrir misnotkun. Af þessari á-
stæðu eru hei'ðraðir viðskipta-
vinir vorir áminntir um að
birgja sig upp í tæka tíð.“
eftir að hafa staðið frá áramót-
um.
Samtök sjómannanna fóru
fram á fjárstyrk við verkalýðs-
samböndin á öllum Nor'ðurjönd-
um, en hjálp til verkfalls-
manna barst aðeins frá Islandi.
Erlendur Patursson he’dur því
fram, að stjórn danska alþýðu-
sambandsins hafi spillt fyrir
styrkbeiðninni hjá samböndun-
um í Noregi og Svíþjóð með
því að gefa þeim „rangar og
villandi upplýsingar."
1 þessu sambandi ræðst 14.
september harðlega á færeyska
sósíaldemókrata og þá einkum
formann þeirra, Mohr Dam,
sem er borið þáð á brýn að
hafa .fórnað hagsmunum sjó-
manna fyrir pólitíska sérhags-
muni. Færeysku sósíaldemó-
kratarnir hafa revnt öli brögð
til að þvinga færeysku verka-
lýðsfélögin inn í danska alþýðu
sambandið. ,