Þjóðviljinn - 23.05.1953, Page 7
— Lauga-rdagur 23. ítiaá 1953 - - ÞJÓÐVILJINN -—(7
Kl. 7.30 er ég mættur á .
vinnustað, en hann er breyti-
legur. Eg vinn sem sé við sorp-
hreinsun -bæjarins, er ,,í rusl-
inu“ sem kallað er. Það 'hafa
alltaf sótt á mig mannvirðing-
arnar, og mér þykir eins og
fleirum gaman að vera dálítið
hátt settur ,í mannfélaginu. —
Bænum er sk-ipt í 5 hverfi, og
er 8—9 manna vinnuflokkur og
1—2 bílar í hveriu hverfi. Unn-
er frá 7.20—5, nema þegar úr-
gangurinn safnast fyrir, en það
er á vorin og haustin þegar
fólkið hreinsar lóðirnar pg vinn- .
ur í görðunum hjá sér, og svo í
kringum hátíðar. Þá er unnin
eftirviHna í nokkra daga, 2—3
tíma á dag eftir því sem þurfa
þykir. Tunnumar fyllast furðu
fljótt ef hlé er á vinnu. Eftir
verkfallið í vetur var allt orð-
ið löðrandi og þá var unnið til
12 á nóttinni þar til lokið var
. því sem safnaðist fyrir. Þá var
frost og erfitt að ná úr ílát-
unum. Það fer mjög eftir veðr-
áttu hvernig er að fást við þetta
verk. Þegar mikil fönn er og
frost, þá er hreinsunin frekar
erfitt verk en i góðu veðri er
hún vel viðráðanleg. Þó eru í-
látin býsna þung sérstaklega á"v
vorin, þá er í þeim rakið af
lóðum og görðum.
Eg er í austasta hverfinu, en
það er austan Kringlumýra-
vegar og Laugarnesvegar, suð-
ur í Fossvog og norður að sjó
og inn að Elliðaám, svo það er
í rauninni heilt hérað. Vinnu-
félagar mínir eru flestir gaml-
ir i staríinu. Einn frá tímum
hestvagna.og annarra frumbýlis-
tækja, svo ’hann kann utanað
þróunína í vinnubrögðunum við
þetta starf, hinir ' eru yngri í
émbættinu. Þeir eru uppruna-
iega sitt úr hverri áttinni. 2
eru austan yfir fjall, annar
fluttur unglingur hinn rosit-
dnn. Einn er galdramaður norð-
an frá ísafjarðardjúpi, einn út-
róðramaður frá ÓLafsvík. Og ég
er vestan af fjörðum af sögu-
slóðum Hagalíns, vonandi samt
ekki af Neshófaættinni. 'Hinir
eru innfæddir Reykvíkingar, og
einn þeirra hefur róið í flestum
verstöðvum landsins og gæti frá
mörgu sagt ef hann fengist til
þess. Við erum allir á bezta
aldri. Samkomulagið er ágætt,
smánöldur annað veifið, en sátt-
fýsin alltaí til staðar og bróð-
ernið yfirgnæfandi. Verkfærin
okkar eru íhvolfar jámgrindur
(smiðaðar úr tommu rörum)
á hjólum og jneð handfangit
sem nær 10-—12 sm upp fyrir
tunnuna. Við ökum þessu verk-
færi ýmist á undan okkur eða
eftir, sækjum tunnumar, sem
falla niður í grindina og flýtj-
um þær út að bílnum. Þar taka
2 menn á móti þeim og losa
þær í „skúffu“ sem er aftan
á foílnum. ,3kúffan“ er svo
hafin upp á þak . bílkassans og
hvolft úr henni. Þetta gerist
með keðjureim á gömlu bilun-
um, en vökvaþrýstingi á þeim
nýju. Ruslinu er svo ekið vest-
ur á öskuhauga. En þetta vita
nú allir bæjarbúar ungir og
. gamlir og þarf ekki að lýsa því
nánar.
Við emm dálítið montnir af
trillunum okkar, sérstaklega
síðan við fréttum að frændur
okkar, apamir, gegndu svipuðu
starfi austur í Indlandi. Þeir
ltu sem sé draga þar vágnana
þegar fólk fer út að aka.
Þróunih í vinnubrögðunum við
þetta starf held ég sé í stuttu
máli þessi: Fyrst voru ílátin
tæmd í bala í húsagörðunum
og báru tveir menn balana milli
sín út í hestvagn. Siðan komu
bílarnir. Balafyrirkomulagið var
lengi haft. En svo fann einhver
upp á að smíða jámbörur, sem
krækt var undir tunnurnar, og
báru tveir menn Þær á milli
sín. Siðan komu trillurnar, og
þá tók einn maður við tveggja
manna verki, og vinnur það
foæði fljótar og léttar, því tunn-
urnar voru stundum ónotaleg
Frá öskuhaugunum
flr Ufi alþýðunnar
SORPHRElNSim
by-rði ekki sízt i tröppum og
hálku. Nú er kominn nýr bíll
í eitt hverfi útbúinn fyrir „ryk-
NOKKUR IrvæíSi sem birzt (
hafa í þessu blaði og hér og (
þar annars staðar hafa fyrtr (
löngu vaklð athygli á Gísla H. (
Erlendssyni. Þau eru mörg svo i
góð að ef hann lætur einhvem (
tíma verða af því að safna (
þeim í ljóðabók vaknar þjóðin (
og fimiur að hún er orðin einu 1
góðskáldinu auðugri.
HÉB lýsir Gísli daglegri vinnu'
sinnl, í ágætri grein rnn sorp- (
hrelnsun bæjarins.
lausa“ hreinsun, og þekki ég
það ekki gjörla.
Við ræðum litið um pólitik
í þessum vinnuflokki, þó erum
við hálft í hvoru að hugsa um
að stofna stjórnmálaflokk og
bjóða fram við alþingiskosning-
arnar í sumar. En það strandar
líklega á því, að allir vilja vera
efstir á lis'tanum, iþví ekki
vantar okkur metorðagirndina.
Svo það endar víst með því
að við verðum að kjósa banda-
ríska listann, ef hermn hefur
menn í kjöri.
Það kennir margra gr.asa í
tunnunum eru t. d. þar ósköpin
ÖIl af allskonar mat, sem fleygt
er, kjöt, nýtt, reýkt, og saltað
og niðursoðið, steikt og brasað
og hakkað, sömuleiðis fiskur í
allskonar ásigkomulagi. Ýmiss
konar brauð og kökur og tert-
ur. Fimin öll af Því. Mér kem-
ur stúndum í hug að það hefði
ekki verið amalegt að slæða
þessu í sig þegar það var nýtt
úr ofninum. Það ér annars ótrú-
legt að ekki sé hægt að ráðstafa
þessum matvælum einhvern-
veginn öðr.uvisi. Enn eru dóma-
dagsfeikn af allskonar ibókum.
Þá eru og húsmunir, stólar og
borð og hvílubekkir, úr og
klukkur af ölLum stærðum og
gerðum, málverk og útsaumur,
gnægð verkfæra, hamrar, sagir
og tengur, heflar og eggjárn,
bíladekk, slöngur og reiðhjól í
tugatali. ‘Sængur og púðar,
barnavagnar og kerrur og leik-
föng af öllum gerðum, sem sagt
flest eða allt sem tilhevrir
mannlegu samfélagi jafnvel
stundum vín og peningar, en
það er sjaldgæft. Það er pft
ýmislegt nýtilegt af, þessu dóti,
sérstaklega fatnaður og skór
(en þessi vinna er einmitt mjög
skófrek) sem svara ekki lengúr
kröfum tízkunnar en má nota
við vinnu ef mönnum sýnist svo.
Og ekki veitir af að spara
kaupið.- Flest fer það nú samt
á haugana. Stórlætið skýtur
upp kollinum og menn kæra sig
ekki um að nota það sem aðrir
kasta. Gömul íslenzk nýtni er
að mestu úr sögunni, og er
vafasamt hvort það er menning-
.arauki. Það fer eftir því hvað
kemur í .staðinn.
í augum þeirra, sem eru
skáldlega sinnaðir (en það er-
um við flestir) getur þetta af-
lóga dót verið nokkuð róman-
tískt, það fylgir því heil ver-
öld af öllum mannlegum kennd-
um og hugsunum. Þessir pottar
t. d. stóðu fyrir skömmu inni
á eldavél fullir af ilmandi krás-
um, eða þá skemmdum fiski,
sem neytt var ýmist af þörf
eða græðgi, hofmóði, sællífisins
eða auðmýkt hins undirokaða,
sem ekki hefur áttað sig á ver-
öldinni, eða þá bara af venju-
legri heilbrigðri matarlyst. Á
þessum skóm hafa ef til vill
verið gengin örlagasporin, ann-
að hvort til harms eða gæfti.
Kannske labbað út í ófarnað
sem ' engir skór endast til að
ganga burt frá. Kannske
sprangað inn í sæluríki ham-
ingjunnar. Þessi fatnaður hefur
máske dulið töfra hreinleikans
eða frygð nautnasjúks líkama.
Hann er kannske af sjúkum
manni eða hraustum. Kannske
líka af dauðum manni og þá
er; nú eitt af stórveldum sköp-
unarinnar til staðar í þessum
vorum tunnum. Þarna eru óslit-
in föt sem hafa vikið fyrir of-
gnó.tt auðæfa, og spjarir, sem
ekki var lengur hægt að bæta,
og þar höfum við grunntón
allra ' stjómmála, misskiptingu
nauðsynjanna. Svona má enda-
laust fjasa um þetta gam'a dót.
Það er eins og mannleg kjör
loði við það og orki á okkur
ýmist sem harmleikur eða æv- .
intýri ástar og gleði. Við sjáum
eymd og reisn, óhóf og skort,
bjart.ar þrár og blakkar fýsnir,
sakleysi og afbrot, grimmd, á-
girnd og dauða, þjófnað, lj'gar
og djöfuldóm, líka tign og feg-
urð, mennska ást, göfgi og
fórnfýsi, biðlund og seiglu,
glötun og upprisu,. en umfram
allt hverfleikann. Innan stundar
er allt fína dótið fólksins komið
á haugana og hver er þá mun-
urinn?
Við ökum og ökum úr húsa-
görðum með full ílát og inn
aftur með þau tóm. Skiptumst
á ónotum eða glettni, tölum
um veðrið eða umhverfið eða
fólkið eða okkur sjálfa. Eða
stríðið eða kanann eða rússann
eða Sjörshill, sem nú ku vera
farinn að renna hýru auga í
. .austur. .Við seilumst langt yfir
skammt til umræðuefnis. Það
er ekki nema stundum sem vi.ð
skynjum dyninn af nornadansi
mannlegra örlaga : hverri rusla-
tunnu sem við tæmum. — Kl.
er langt gengin 5. Einhver hef-
ur ekið deginum fram hjá okk-
ur án viðdvalar. Hann hefur
runnið gegnum greipar okkar
og hvað hefur hann skilið eftir?
Nokkra verðlausa seðla, kau-p-
ið okkar. Kannske eitthvað, sem
ekki er eins verðlaust. Við byrj-
uðum í morgun nyrzt á Kambs-
vegi. Nú erum við komnir suð-
ur í Njörfasund. Búnir með
Kleppsholtið og höfum fyllt
hvorn bíl 5—6 sinnum, Við lát-
um „trillurnar“ 1 bílinn og ök-
um heim.
Gía i H. Erlendsson.
r i
r)
LJOSIÐ I GLUGGANUM
Nokkur orð flutt á þjóðarráðstefnu gegn her í landi, 7. maí 1953
Eg get ekki stillt mig um að
standa upp í þakklætis og virð
ingarskyni við alla þá, sem
hafa unnið óeigingjarnt starf
við að kalla saman þessa ráð-
stefnu og alla þá sem hjálpað
hafa til að gjöra hana glæsi-
lega. Ég sendi mínar einlæg-
ustu hamingjuóskir til aílra,
einstakliaga og félaga, sem
vinna gegn hernaði.
Þegar ég var á leiðinni hing-
að var ég spurð hvert ég væri
að fara og sagði ég sem var.
Svarið, sem ég fékk, var ekki
neitt uppörvandi, en það var
barn þama líka, og það spurði
í einlægni:
Ætlið þið að semja frið í
Kóreu ?
Við eigum margar sagnir
um óskastundir, um krafta-
skáld og áhrifsorð.
Allt mitt v'ljaþrek fór
■hamförum við að sameinast í
ejna ósk um óskastund eða
áhrifsorð og ég svaraði:
Já, það verður farið að
semja frið í Kóreu.
Svo er aanað, sem mig lang-
ar til að segja ykkur í fám
orðum.
Ég get ekki betur fundið
en að næstum hver útvarpsfyr
sömu tuggu upp aftur og aft-
ur ár eftir ár. „Svona er það
hjá nágrannaþjóðunum“.
„Svona er það hjá frændþjóð-
um okkar“. „Svona er það hjá
Englendingum, Frökkum eða
Þjoðverjum. „Svcoa er það
hjá Ráðstjórnarríkjunum“.
„Svona er það 'hjá Bandaríkj-
Raddir kvenna
unum“ o. s. frv.
Það er eins og að engin hugs
un eða framkvæmd s.' fram-
bærileg eðá þess virði að á
hana sé minnzt, nema. að eitt-
hvað sé hægt að benda á hlið-
stíptt í öðrum löndum. Ég veit
að eftir að viðreisn þjóðarinn-
ar hófst hefur hún þUrft
margt áð læra af öðrum þjóð-
um, næStum allt, nema eitt,
- það er líka það eiaa, sem hún
gæti kennt öðrum þjóðum í
staðinn fyrir allt, sem þær
hafa lagt af mörkism til okk-
ar og það ér það, að kasta
vopnuntun.
Kasta vopnunum!
Og skapa friðsamt þjóðféiag
Hér á okkar litla landi hef-
irlesari, sem talar um óslenzk . ur gérzt kraftaverk sem þyrfti
efni vitni í hverhig þetta og að gerast í öllum löndum svo
hitt sé í útlöndum, ég-'er orð- að bænin um frið á jörðu rætt-
in 'dauðléið á áð heyra. þessa ist.
Það var vetur:nn 1948-’9,
sem ég heyrðí það í útlendu
fréttunum að einhver stjórn-
málamaður hefði sagt að það
þyrfti að verða hugarfars-
bréyting í heiminum til þess
að hægt væri að afvopaa þjóð-
imar. Ég skrifaði þá um þetta
efni grein, því að það er ein-
mitt þessi hugarfarsbreyting,
sem hefur orðið hér á latidi
síðan á-iSturlungaöld til vorra
daga. Það hætt’r mörgum við
„að horfa of langt yfir
skammt“, sjást yfir þessa
merkilegu þróun Islendinga,
sem þó ein er íslenzk, því að
víkingarnir voru morðmenn og
þar á meðal minn góði ættfað-
ir Egill Skallagrímssc í.
Nú er því lokið, í dag tökum
við höndum saman og ætlum
að standa vörð um þessa hug-
arfar.sbreytingu og alla þá
blessun sem af henni hefur
hlotizt og mun hliótast ef á-
fram verður hald'ð á scmu
braut, við öll iafnt. æðri, sem
lægri, sem ekki viljum iáta
klippa liöfuðið aí íslenzkri
mennmgu og skila henni þann-
ig í hendur þeim, er iú.ða ríkj-
um liér áriö 2000;
Þessi litli friðárhólmi, um-
kringdur af hemaðar þjóðum,
minnir mig alltaf á ljós í
glugga á óveðursnóttu.
Framhald á 9. síSu