Þjóðviljinn - 12.06.1953, Side 4

Þjóðviljinn - 12.06.1953, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 12. júní 1953 Þjóðareining gegn her í landi iréf til ísSendingci á SCeflavíkiirvelii Tvær eru aðalorsakir þess, að ég sendi ykkur línurr heiðruðu landar, sem nú vinn- ið á Kéflavíkurflugvelli. Hin fyrri er sú, að leita samstarfs við ykkur um öflun heimilda í samtíðarsögu íslands, að hinu leytinu ræða við ykkur vandamál, sem við tolasir, þeg- iar árinu 1953 sleppir, eftir því sem nú horfir í þjóðmál- um okkar. Þegar ég ritaði Virkið í norðri, samtíðarsögu um her- nám íslands, þurfti ég að afla mér víðtækra heimilda. Ég studdist við frásagnir í blöð- um og útvarpsfregnir, opin- berar tilkynningar og skýrsl- ur,' ýmis rit, er fjölluðu um skyld efni. En þetta nægði hvergi nærri til jpes að fá samfellda mynd af atburðum og þræði sögunnar. Ég þurfti í fjölmörgum tilfellum að leita til frumheimilda, tala við þá, sem við sögu komu og þekktu atburðina, ræða við menn úr ýmsum stéttum og stöðum og fá upplýsingar. Það létti mjög starf mitt, að því nær undantekningarlaust brugðust menn vel við óskum mínum og sögðu mér ýmist frá persónulegri reynslu sinni eða létu mér í té upplýsingar, sem ekki höfðu áður komið fram í dagsljósið. Ég hafði því í mörgum tilfellum óyggj- andi heimildir, sem síðar. hefði ekki verið hægt að afla, en þykja nú þegar nokkurs virði. Ég vil nefna nokkur dæmi. Hernámsmorguninn 10. maí 1940 var ég sjónar- og heyrnarvottur að mörgu því, sem gerðist í Reykjavik, og kom mér það að miklu gagni. En til viðbótar við frásagnir blaða og útvarps af atburðum dagsins, lét Hermann Jónas- son, þáverandi forsætisráð- herra, mér í té margskonar upplýsingar, sem ekki höfðu verið skráðar fyrr en þykja nú ómissandi, t. d. um af- stöðu forsætisráðherrans þessi söguríku dægur, um heim- sókn Hávarðs Smith, fyrsta sendiherra Breta á íslandi, er hann gekk í stjórnarráðið, til- _____________I,___________ kynnti hernámið og afhenti skilríki sín. Agnar Kofoed- Hansen, þáverandi lögreglu- stjóri, sagði mér m. a. af sam- skiptum lögreglunnar við dr. Gerlach, • þýzka ræðismann- inn, sem lauk sögulega hinn umrædda morgun. Áður en ég hóf að rita þriðja bindi Vi-rk- isins, er fjallar um sjómenn og siglingar íslendinga á styrjaldarárunum, birti ég í blöðum orðsendingu til sjó- manna og annarra þeirra, er kunnugir voru málum og bað þá láta mér í té upplýsingar og frásagnir er að gagni myndu koma til þess að fylla samtíðarsöguna. Nú sný ég mér til ykkar, kæru landar, sem nú starfið á Keflavíkurvelli og bið ykk- ur að veita mér aðstoð við öflun heimilda eftir því sem þið álítið að gagni gæti kom- ið til fyllingar í sögu okkar. Þið starfið nú á þeim títt umtalaða stað, þar sem stór- ir atburðir gerast og margir örlagaríkir fyrir nútíð og framtíð. Ýmsir hinna stærri atburða eru að vísu skráðir, ýmist í opinberum heimildum, samningum, skýrslum, blaða- frásögnum, tilkynningum eða annái lögreglunnar. Þó nær þetta allt ekki nema að litlu leyti til hins persónulega lífs, sem hrærist í umhverfi ykkar og þeirrar reynslu og þekk- ingar, sem einstáklingar hafa öðlazt í einstökum tilfellum. Þvínær daglega berast fregnir af ýmsum fréttnæm- um atburðum á Keflavíkur- velli og ber illa saman í blöð- um. Þið eruð áhorféndur að ýmsu því, sem frá er sagt og berst til þjóðarinnar í mis- jafnlega vönduðum útgáfum. Sumt eru stórsögulegir at- burðir og þjóðernislegir, svo sem árekstrar milli herliðsins og íslenzku lögreglunnar, eða herliðsins og íslendingia yfir- leitt. Ef til vill rita einhverjir ykkar dagbók og skrásetjið hið markverða, sem þið eruð sjónarvottar að, ef til vill •• skrifið þið í minnisbækur um •• einstaka ' atburði, ykkur til " glöggvunar síðar. En hvort sem svo hefur verið eða ekki, vil ég nú biðja ykkur að taka upp þann hátt eftir því sem aðstæður leyfa, að skrá með <( sannindum ýmsa atburði ,, strax þegar þeir hafa gerzt .. eða rekja- feril einstakra at- ■• vika og mála eftir því sem •• föng eru á. Þetta vii ég svo " biðja ykkur að láta mér í té. '' Ég vil í þessu sambandi .. minnast á sambúð íslendinga •• og herliðsins í ýmsum tilfell- " um, um vist og vistarverur, " um samskipti íslendinga og einstakra herliðsmanna t. d. yfirmanna eða annarra, um samkvæmislíf á vellinum, verzlun og viðskipti, um kaup- ,, greiðslur og vinnubrögð, um ,, matarhæfi, um heimsóknir ís- .. lendinga á völlinn, um mót- •• töku erlendra og innlendra •• manna, um vandkvæði, óhöpp " eða sérkennileg atvik, um álit ykkar á hernum og fram- kvæmdum hans og þannig áfram eftir því sem hverjum ykkar kemur til hugar að til ,, fróðleiks og gagns mætti ,, verða. . ,. Ég vil geta þess, að heim- .. ildarmanna mun ég hvergi •• geta opinberlega, sé þess ósk- " að. Ég hef aldrei birt heim- ildarmenn án samþykkis þeirra sjálfra, en iafnan geng- ,, ið úr skugga um að sem rétt- ., ast sé sagt frá atburðum. Ég .. held áfram að skrifa samtíð- •• arsöguna og gef Virkið í •■ norðri út í heftum sem tíma- " rit, tvö eru komin út, hið þriðja er í undirbúningi. Ég vænti þess, að þið bregðizt vel við tilmælum mínum og hafið samband við mig bréf- lega eða á annan hátt. Um hitt atriðið, sem ég minntist á, hið alvarlega .. vandamál, sem við blasir á ár- •• inu 1954 eða fyrr, mun ég " ræða í seinn; hluta þessa " bréfs, er birtis\ á morgun. Vinsamlegast G. M. M. Pósthólf 1063. Rvík. I Fhamhald af 12. síðu. vestan til að ferðast til íslands og kvaðst hann vona að svo gæti orðið í framtíðinni, og þá jafn- vel með þeim hætti að skipzt væri á hópum, þannig að íslend- ingar héðan færu vestur í ís- lendingatoyggðimar þar og dveldi hvor hópurinn sumarlangt. í þetta sinn eru þátttakendur ein- ungis frá eldri kynslóðinni, en síðar myndi einnig yngri kyn- slóð Islendinga vestra far.a píla- grímsför heim til íslands. Kvað hann slíkar ferðir myndu geta átt drjúgan þátt í því að varð- veita íslenzkuna og íslenzkar menningarerfðir meðal Vestur- Islendinga, jafnframt því sem ís- lendingar hér heima gætu haft mikil not af að kynnast frænd- um sínum fyrir vestan. Ferðast um Suðurland í ^æTfkvöld feótu Veslturrf®- lendingarnir boð forsætisráð- herra, en í dag leggja þeir af stað í þri'ggja daga ferðalag um Suðurland, en síðan dreifist hóp- urinn víðsvegar út um landið. Næsta sunnudag hefur Þjóð- ræknisfélagið boð fyrir hópinn á Þin'gvöllum. Vestur-íslendingam- ir halda héðan heimleiðis 26. júlí. Þessir komu Þessir Vestur-íslendingar komu með. Heklu í gær: Winnipeg Aðalbjörg Helgason, Jóhanna Jónasson, Lovísa Bergman, Rósa Jóhannsson, Rósbjörg Jónasson, Sigrún Thorgrímsson, Sigrún A. Thorgrímsson, Sigríður Bjerring, Þorbjörg Sigurðsson, Steini Jakobsson, Finnbogi Guðmundsson. Árborg, Man. Aðalbjörg Sigvaldason, Emma V. Renesse, Guðrún Magnússon. Riverton, Man. Columbine Baldvinsson. Lundar, Man. Guðrún Eyjólfsson, Guðrún Sigfússon. Erlksdale, Man. Guðrún og Ólafur Hallsson, Hayland, Man. Sigríður og Gisli Emilsson. Baldur, Man. Halldóra Pétursson. Glenboro, Man. Helga S. Johnson. I.eslie, Sask. Oscar Gíslason. Elfros, Sask. Rósmundur Árnason. Warman, Sask. Egill Johnson. Markerville, Alberta. Rósa Benediktsson. Hensel, N. Dakota. William Sigurðsson, Ingibjörg Soards. Mountain, N. Dakota. Haraldur Ólafsson. Cavalier, N. Dakota. Sophia Bernhöft. Santa Blonica, Calif. Wilhelm Bernhöft. Seattle, Washington. Anna Scheving, Sigrid Scheving, Point Roberts, Washington. Ásta og Jóhann Norrnan. Wheatland, Wyoming. Maggie Needham. Enn er hægt að gerast áskriíandi að FÓLKSINS úrvali úr greinum og ræðum Sigfúsar Sigurhjartarsonar. Nú er skammt þar til úrvalið úr ræðum og greinum Sigfúsar Sigur- hjartarsonar kemur út. Margir áskrifendalistar eru þegar komnir til út- gáfunnar, en enn er hægt að verða áskrifandi og fá bókina á lægra verðinu. Askrifendalistar Iiggja frammi í Bókaverzlun Máls og menningar, Bóka- verzlun KBON, skrifstofu Sósíalistaflokksins Þórs- götu 1 og á skrifstofum Þjóðviljans, Skólavörðn- stíg 19. Það er óvenjulegur á- hugi manna fyrir þessari bók, enda mun hún verða mörgum kærkomin. Efnið er fjölbreytt, og mikils virðx hverjum jæim sem áhuga hefur á þjóðfélags- málum, í víðtækasta skiln ingí þess orðs. Hverjum sósíalista verður þetta ó- missandi rit, og þeir munu margir í hópi bind- indismanna úr öllum flokkum, sem finnast þeir ekki mega án bókarinnar vera. Þetta er stór bók, uni 430 blaðsíður. Verðið til áskrifenda er 58 kr. ó- bundin en 75 kr. í bandi. — - áÉÉL óstiMnn Vill láta flokka bækur í verzlunum eftir efninu — og fjölbreytíari útstillingar , FINNUR" skrifar: „Til Bæj- arpóstsins. —• Eg get ekki lengur stillt mig um að hripa nokrar línur sem vinsamlega orðsendingu til bóksala bæj- arins, enda þótt nú sé sá tími árs, þegar viðskipti við bóka- verzlanir eru hváð minnst, og orðsending sem þessi ekki jafn tímabær og t.d. að haust- inu. Tilefnið er það, að ég er að sumu leyti óánægður með fyrirkomulag bókasölunnar, og skal þó viðurkenna strax, að það hefur mjög farið batn- andi hin síðari ár, eftir að bókaverzlanir urðu: yfirleitt vistlegri og skemmtilegri cn áðUr var. Mun bókabúð KRON hafa haft forgöngu þar. ★ ÞAÐ sem mér finnst enn áfátt er einkum það, að ennþá virð- ist „bisness“-sjónarmiðið vera alltof ríkjandi og jafnvel eina sjónarmiðið, sem verzlanimar hafa. Þetta er ekkert eins- dæmi með bókaverzlanir, veit ég vel; en þær hafa aftur á móti aðra aðstöðu, liggur mér við að segja, en verzlanir af annarri tegund. Máli mínu til frekari skýringar vil ég nefna það, ný’ega þurfti ég að fá yfirlit yfir það, hvað til væri í reykvískum bókabúðum um alveg ákveG'ið efni, sem ég hef áhuga á, á erlendum málum. Ég fór í flestar eða allar bókaverzlanir og spurði um bækur um þetta efni, en alls- staðar (nema í KRON) stóð verzlunarfólkið á gati; það vissi ekki, hváð var til og hvað var ekki til; það gat ekki bent á neinn stað' í búð- inni, heina scrstaka hillu. þar sem þessu efni hefði verið ætl- að sérstakt rúm, eins og þó hefði verið sjáifsagt. Það er einmitt þesskonar skipulags- leysi, sem enn stendur til bóta í reykvískum bókaverzl- unum. Hár þarf semsagt að taka upp þann erlenda sið að flokka bækurnar í verzluninnj nákvæmlega (eftir því sem við veríur komið) eftir efni 'þeirra; það auðveldar bæði af- greiðslustarfið og leit þeirra sem kaupa. — Að vísu vottar fyrir þessu skipulagi í verzl- ununum hér, en ekki til gagns. Hvaða verzlun verður nú fyrst til að koma þessu í fast og öruggt -horf? & SVO er annað, sem reykvísk- ar bókaverzlanir eiga nokkuð óskylt við samskonar búðir erlendis og virkar stundum hlálega. Það er engu líkara en bóksalarnir kutmi ekki að , stilla út“. — Flestum kaup- mönnum er í torjóst blásið að kunna að selja sína vöru, og líklega er reykvíska útstilling- araðferðin ekkert slæm frá sölusjónarmiði, enda þótt ég leyfi mér affi gruna það samt. I hverju er hún þá frábrugð- in því sem tíðkast meðal ann- arra þjóða? ■— I því, að hér er algengt, áö allt að tuttugu eintök af sömu bókinni séu í verzlunargluggunum kannski vikum saman(!!). Þetta er f jarska kómiskt stundum, þeg- ar maður hugsar til þess, að slíkt væri óhugsandi meðal Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.