Þjóðviljinn - 16.06.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.06.1953, Blaðsíða 8
g) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. júní 1953 Verkomenn! • Minnist þess, a3 stærsta kjarasigurinn getur verklýðsstéttin * unnið, ef hún fyikir sér um Sósíalistaflokkinn * og handamenn hans í kosningunum 28. • júní, og tryggir lionum glæsi- í legan sigur. Byggingasamvinnuféiag barnakennara hefur til sölu tveggja herbergja kjallaraíbúS í HlíÖunum. Að félagsmönnum frágengnum, veröur íbúðin seld öðrum. Skipti á stæiri íbúð gætu komiö til greina. Upplýsingai' gefur Sleinþór GuðmuRdsson, Nesveg 10 — Sími 2785. /— ALMANN ATR Y GGIN G A RN AR Útbðrgun béta í júní verður hagað eins og hér segir: Mánudag og þriðjudag 15. og 16. júní verða einungis afgreiddar bætur til elli- og örorkulífeyrisþega. Fimmtudaginn 18. júní verður einungis greiddur barnalífeyrir og mæðralaun. Frá 19. til 25. júní verða allar bætur greiddar. Útborgunartími er 9 til 12 og 1 til 4 daglega nema laugardaga 9 til 12. Athygli skal vakin á, að Sjúkrasamlag Reykjavíkur verður lokað mánudaginn 22. júní. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Kosningaskrifstofur Sósíalistaflokksins utan Reykjavikur eru á eftirfarandi stöðum: Hafnaríirði Góötemplarahúsinu, sími 9273 Kópavogshreppi Snælandi við Nýbýlaveg, sími 80468. Keflavík Garðavegi 8, opin kl. 1-10 daglega Siglufirði Suðurgötu 10, sími 194. Akureyri Hafnarstræti 88, sími 1516. Vestmannaeyjum Vestmannabraut 49, sími 296. Auk þess gefa trúnaðarmenn flokksins á öðrum stöðum allar upplýsingar varðandi kosningarnar. A ÚTTIR RlTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Valur sendi 2. fL-lið tii Vestaaana- Knattspyrnu- eyja um heigina Um síðustu helgi fóru tvær sveitir úr II. fl. Vals til Vest- mannaeyja í boði knattspymu- félaganna þar. Kepptu fyrri daginn úrvalslið úr Eyjum og A-lið Vals og vann Valur .5:0. Síðari daginn keppti B-sveitin við blandað lið og varð jafntefli 1:1. Þann dag keppti líka A-sveitin við sambland úr II. f 1. og I. fl. og fóru leikar svo að lið Vals vann 3:1. Áhu.gi er ekki mikill fyrir knattspyrnu eða íþróttum yfir- leitt í Vestmannaeyjum og mega Vestmannaeyingar muna sinn f’ífil fegri. Þessir ungu menn, sem komtr þama frarn búa yfir krafti og dugn.aði en vant.ar sýni- lega æfingu. Forustumenn þess- ara má'la í Eyjum eru uggandi um þetta ástand. Aðstæður eru ekki góðar til íþróttaiðkana mið- að við þær kröfur, sem gerðar eru til slíks. Vona þeir að brátt rofi til og binda vonir við hið nýja íþróttasvæði sem byrjað v.ar á fyrir nokkrum árum en miðar seint áfram. Móttökur þær sem flokkurinn fékk í Vestmannaeyjum, voru hinar beztu og hef.ur íþróttasíð- an verið beðin fyrir kveðiu og þakkir til félaganna þar. Á að lórna atvinnu- vecfunum? Framhald af 7. síðu. Séu þeir molaðir niður er þjóðin varnarlaus, leiksoppur í höndum erlends valds. ’ Þá er ekki viðreisnar von, fyrr en eftir einhver þau stórtíð- indi sem við ráðum ekki yfir. Þess vegna ber hverjum ein- asta kjósanda að íhuga þetta vandamál sem gaumgæfileg- ast og gera sér ljóst að 28. júní í sumar er kosið um framtíð íslenzkra atvinmivega. Það er ekki til nema eitt svar — eitt einasta svar — sem valdhafarnir skilja og taka tillit til: fylgisaukning Sósíal- istaflokksins. Það eitt getur sýnt hernámsflokkunum að íslendingar vilja fá að vinna í friði að íslenzkum fram- kvæmdum, til þess að gera þetta land betra og byggi- legra þeirri þjóð sem á það ein. 6iS ¥als sem þjálfaii Á sunnudag kom Reidar Sör- ensen hingað til lands með flug- vél frá Noregi. Hefur Valur ráð- ið hann til sín sem þjálfara um 6 vikna skeið. Mun hann þjálfa al!a flokka félagsins meðan hann dvelur hér. Sörensen er löngu kunnur hér fyrir afskipti sín af íþróttum, og minnast Valsmenn sérstaklega starfsemi hans fyrr á árum og hyggia gott til st-arfs hans einnig nú. Valur vann III. fl. B og IV. fl. A III. fl. A: Fram—Valur 3:0; Þróttur—KR 0:0. — Leikur Fram og Vals var raunverulega úr- 'slitaleikur. vænt kemur fyrir, þó tveir'léikir séu eftir. III. fl. B: Valur—KR 2:0, úr- sltaleikur. IV. fl. A: Valur—Fram 4:0, úr- slitaleikur. IV. fl. B: Valur—KR 6:0. IV. fl. C- Valur—KR 3:3. — Þetta var úrslitaleikur svo félög- ■in verða að leika saman aftur. 17. pní í Reykgavík Framhald af 12. síðu. Reykjavíkur. Fara þar fram margskonar dans- og íþrótta- sýningar á tveim pöllum í einu.. samtímis keppni í handknatt- leik og frjálsum íþróttum. Kl. 16 hefst útisamkoma fyr- ir böm, neðst á Arnarhólstúni. Þar ávarpar sr. Friðrik Frið- riksson börnin, telpur úr Mela- skóla syngja og margt fleira verður til skemmtunar, Á Arnarhóli um kvöldið Kvöldvaka hefst kl. 20 á Arnarhóli með hornablæstri. — Hálftíma síðar setur formaður þjóðhátíðarnefndar, Þór Sand- holt, kvöldskemmtunina, Karla- kór Reykjavíkur og Fóstbræður syngja, Gunnar Thoroddsen heldur ræðu. Kl. 21.15 hefst, ef veður leyfir, einsöngur og samsöngur þriggja áðalsöngv- aranna í óperunni La Travíata, Hjördísar Schymberg, Einars Kristjánssonar og Guðim. Jóns- sonar, en kvöldvökunni lýkur með söng þjóðkór$ins undir stjórn Páls ísólfssonar og verð- ur söngvunum útbýtt meðal al- mennings. Frá Amarhóli verður „mar- sérað“ undir hljóðfæraslætti að dansstöðunum í bænum, eti dansað verður á Lækjartorgi, Lækjargötu og Hótel íslands lóðinni. Á Lækjartorgi verða m.a. dansaðir þjóðdansar með þátttöku almennings og er það nýmæli . Dansinn stendur til kl. 2 eftir miðnætti, en dans- stjóri verður að sjálfsögðu EÓP. Að lokum skal .getið tilmæla þjóð'hátíðanefndar til þeirra kvenna, sem eiga ísl. þijóöbún- ihg, að þær klæðist honum á morgun, og eins að um kvöidið verður barnagæzla við Lækj- artorg. III. flokks mótið: í kvöld keppa á Valsvelli um Valur—KR og síðan Fra —Þróttur. Urslit í IV. flokki: KR Víkingur 7:0. Kosningaskriístðfa Sosíalistaflokksins Þórsgötu 1 — Sími 7510 Skrifstofan gefur allar upplýsingar varðandi kosningarnar Kjörskrá liggur frammi Flokksfélagar og aðrir, sem þurfa upplýsingar varðandi kosningarn- ar, eru beðnir að hafa sem fyrst samband við skrifstofuna. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10. — Sími 7510. Markaðurinn Laugaveg 100 Markaðurinn Bankastræti 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.