Þjóðviljinn - 16.06.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.06.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. júní 1953 4 Vorfizkan i Sovéfrikjunum Nú eru vor og sumarfötin far- in að koma á markaðinn og í ■dag birtum við nokkrar myndir úr Sovétríkjunum. Fyrsti kjóll- inn er afar freistandi. Það er hvítur silkikjóll með gömlum, þjóðlegum mynstrum. Á blúss- unni eru laskaermar og hún er lausrykkt í hálsinn, en það sem einkum beinir athyglinni að 'kjólnum er blómasaumurinn á honum. Það eru blóm á ermun- um, framan á blússunni og neðst á pilsinu. Línurnar í kjóln um eru undirstrikaðar með mis- litum lissum eða böndum. Röndótti kjólinn til hægri er nýtízkulegri, en ekki eins sí- gildur í sni'ðinu og fyrsti kjóll- inn. Hann er með skeifidaga hálsmáli, sem endar í litlum kraga. Takið eftir hvernig rend urnar eru notaðar á ská í blúss unni og langsum í pilsinu. Þetta er bæði fallegt og grenn- andi. Þriðji kjóllinn er með lát- lausu sportsniði og það er á- gætur kjóll handa þeim, sem Sama hvert tann- kremið er? í Bandaríkjunum gefa aug- lýsingarnar hin ótrúlegustu IoL orð, sé notað rétt tannkrem. Algengast er að ákveðin teg- und af tannkremi sé talin hin eina rétta, ef fólk vill komast hjá tannskemmdum. En nú hafa auglýsingar keyrt svo um þverbak. að tannlæknasamband- iö í Bandaríkjunum hefur farið að rannsaka nánar hið raun- verulega gagn tannkremsins. Og árangur þessara rannsókna •er mjög skemmtilegur. Niður- staðan er nefnilega sú, að engin þeirra tegunda sem mest eru auglýstar, hafi nein áhrif á heiibrigði tannanna. Öll þessi tannkrem hreinsa ágætlega, en a'ðra auglýsta eiginleika hafa þau ekki til að bera. Það skipt- ir í rauninni engu máli hvaða tegund fólk notar; aðalatriðið er að tennumar séu burstaíar tvisvar á dag, hvort sem tann- kremið er mikið eða lítið áug- lýst. Þriðjudagur 16. júní Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesv. að Klepps- yegi og svæðíð þar norðaustur af. vilja fá < itthvað grennandi. Á kjólnum er fellingaröð, sem liggur niður eftir blússunni. niður fyrir beltið'. Djúp felling tekur síðan vi-5 af litlú fel’ing- unum. Við þetta þarf að gæta dálítillar varúðar svo að ekki komi magi á kjólinn, því að það er alls ek-ki ti’ganguriim. Hún ©r ekki að íasra Munurinn á samkvæmiskjól- um og náttkjólum er að verða svo lítill að það er býsna erf- itt að þekkja þá í sundur. Á myndinni er náttkjóll. sem gæti virzt samkvæmishæfur, en samt er það náttkjóll úr þomnu bóih- ullarefni, en ekki nælon eins og virðist í fljótu bragði. Nú ér, farið að framleiða bómullarefni sem krypplast ekki. Það er kallað bómullarkrep. Það hefur marga ágæta eigínleika og ,er afbragð í náttkjóla og undirföt. Það á sennilega eftir að verða vinsœlt sem efni í bamakjóla og sumarkjóla. Náttkjöllinn er skreyttur með fíngerðum næl- onblúndum og nælonmilliverki er skevtt inn í framstykkið. 47. A.J.CRONIN: J A annarlegs*i striissd hlustaði þegjandi á skýringar hennar og fór síðan af stað. Nóttin var björt; tungsljósið laugaði garðinn. • Höfugur blómailmur barst að vitum hans. Allt var kyrrt. Jafnvel eld- flugurnar héngu hreyfingarlausar á trjágrein- ucium. Það glitti í þær eins og litil augu. Stígurinn lá í austur og upp í móti og hann sást greinilega í þessari töfrabirtu. Hann gekk áfram, framhjá appelsínutrjám í blóma, gömlurn bananatrjám, tómum pakkhúsum, þak- lausri smiðju, brotnum vagni, sem lá á hlið- inni. Alls staðar var líf og alls staðar hrörnun. Þegar hann hafði gengið stundarkorn, fór hann yfir lágan steinvegg og þá blöstu við ljós framuadan. Þrem mínútum siðar var hann kominn inn í þorpið og fann hið lamandi and- rúmsloft hvíla á öllu eins og mara. Engin vera sást á ferli nema snuðrandi hundar, en þegar hann kom á móts við kirkjutia, opnuð- ust dyrnar og líkfylgd kom út: kórdrengir með reykelsi og prestur. Og siðan komu syrgjend- urnir. Hárvey stóð kyrr og þegar litla, hvíta kistan var borin framhjá, tók hann ofan. Eagina veitti honum athygli. Barn, hugsaði hann, og þegar líkfylgdin gekk inn í kirkju- garðinn tók hann eftir öllum nýju gröfunum. Hann gekk áfram. Hann kom auga á nokkra hermenn sem stóðu kringuxn vagn. Faraagur- inn var á götunni umhverfis þá. Tvær nunnur gengu rösklega í áttina til hermannanna. „Loksins", hugsaði hann. „Lokskis get ég orðið að einhverju liði“. Hann beið ekki boðanna. Dyrnar að næsta húsi voru opnar og hann gekk beint inn í upp- lýst herbergið. Um leið og haan kom inn reis upp kona, sem hafði verið að hjúkra lítilli telpu. Hún sneri sér við og leit á hann; hún gaf frá sér hálfkæft óp. Konan var Súsanna Tranter. XVIII. Tveim dögum áður en þetta gerðist, þegar Aureola sigldi út úr höfninni í Orotava, horfði Mary Fielding á eftir henni. Hún stóð á svöl- unum í San Jorge í roki og regni og horfði á skipið hverfa út í þokuna. Síðast hurfu siglu- trén; loks hurfu þau líka og hún var eftir al- ein og einmana. Vélarhljóðið ómaði enn fyrir eyrum hennar og hún stóð lengi hreyfiagar- laus; svo sneri hún sér við, gekk inn um stóra franskn gluggann og inn í svefnherbergi sitt.- Þáð var fallegt herbergi: rúmgott, óaðfinnan- legt, búið smskklegum húsgögnum og yfir rúm- inu vav þétt flugnanet. Hún settist í körfustól hjá farangrinum og henni leið illa. Hún hefði þurft að hringja á stúlkuna og taka upp far- angur sinn, spjalla við Elissu, líta á póst- inn ■— stóran bréfabunka sem lá á efstu tösk- unni. Það var heimskulegt að sitja svona, mátt- laus og verklaus með hendur í skauti. En hýn gat ékld hrist þetta óyndi af sér. Og hún fann til sársauka í síðimni — óbærilegs sársaulca. Hún beit á vörina. Láttu ekki eins og asni, hugsaði hún, óforbetranlegur asni. Hún spratt á fætur, hringdi bjöllunni og beið. Stúlkan kom inn, lágvaxin múlattastúlka og hvítan í augum hennar var jafn mjallahvít og ermalíningarnar og kraginn. Án þess að segja orð gekk hún að kistunum og fór dð fást við lásana með kaffibrúnum, grönnum fingrum. Mary horfði þegjandi á hana, gekk síðan út að glugganum. Hún horfði út í þéttan úðann. „Hvenær hættir að rigna?“ Stúlkan leit upp og sýndi fallega röð af mjallahvítum tönnum. „Frú mín góð, veðrið batnar alltaf. Það segir Rosita" Rödd hennar var dálítið hás og hljómurinn syngjandi. Einhvem tíma hefði Mary haft. gaman af að hlusta á þessa rödd. En nú gat hún ekki einu sitnni brosað. „Verður það bráðum gott?“ „Já, frú, á morgun. Gott á morgun, manana.“ Hún endurtók þetta eftirlætisorð sitt, smjatt- aði á því. Á morgun! Þetta vakti sárar hugsanir hjá Mary, á morgun og á morgun; næsti dagur og sá þar næsti —■ allir þessir innantómu dagar í endalausri röð framundan. Augu hennar voru tárvot; hún þrýsti ikinninni upp að kaldri gluggarúðunni; og svo andvarpaði hún eins og hjarta hennar væri að springa. En dagurinn leið. Það var búið að ganga frá farangri hennar; stúlkan brosti, hneigði sig og fór; svo hringdi hádegisverðarbjallan. Hún gekk hægt niður í borðstofuna og sett- ist hjá Dibs og Elissu úti í horni. Þau voru í ágæcu skapi. Elissa var hrifin af því hvað þetta var glæsilegur staður, og það hafði komið Dibs 4 óvart hvað maturinn var góður. En hlátur þeirra hafði sömu áhrif á hana og löðr- ungur. Allt var eins gott og á varð kosið; þjónustan afbragð, maturinn góður, stofan stór og rúm- góð, svalt og hreint loft. Samt var hún lystar- laus. Hún fann ekkert bragð að fiskinum sem soðinn var í hvítvíni og Dibs gat ekki hrósað nógsamlega. Samræður hennar voru aðeins til málamynda. Og hún fann enn til kveljandi sársauka í síðurini. Eftir máltíðina fóru þau inn í setustofuna. Það rigndi ennþá og þegar Elissa hafði gáð til veðurs stakk hún upp á að þau kæmu í bridge. Bridge! Mary var að því komin að malda í móinn. Svo tók hún sig á. Henni leiddist bridge, en hvað um það, hún varð að reyna, hún mátti til — mátti til að vera dálítið fé- lagslynd. Hún kinkaði ikolli til samþykkis. Það voru sóttir stólar og spil. Þau byrj- uðu að spila. Fjórði maðurinn var lítill, rosk- inn maður með snöggt yfirskegg, í síðum jakka, reiðbuxum og hermannlegur í fram- komu og það leyndi sér ekki að hann . hafði hálft í hvoru verið að mælast til að hann yrði tekinn með. Hann hafði gert það á hóg- væran hátt, því að hann var hógvær og vel upp alinn. Auðvitað vissi hann nöfn þeirra og forfeðra þeirra — hann gerði sér að reglu að lesa gestabókina á hverjum morgni — og hann var fljótur að finna lykt af hefðarfólki. Hann dvaldist erlendis á veturna vegna „kon- unnar“, teiknaði myndir, sá um skemmtiferða- lög, var dálítið smámæltur þegar hann talaði og þakkaði guði fyrir að hann var enskur herramaður. Og hann hét Forbes-Smith og auð- vitað var ‘ bandstrik á milli nafnanna. Spilið mjakaðist áfram: það var stokkað, gefið, sagt, spilað. Og þetta var ekki fyrr búið en byrjað var að nýju. Mary fannst þetta furðulega tilgangslaust. Hvers vegna sat hún þartna með marglit spil milli handanna og gerði sér upp bros og vingjarnlegt tal? Hún var 6KJU OC. CftMWH Drukkinn maður lcemur inn á hótel, biður um bjór með mörgum fögrum orðum og segir síðan: f ég skyldi verða of kaldur skuluð þið bara fleygja mér út, en það verður að vera út um norðurdyrnar; annars rata ég ekki heim. Frúin: Svo yður langar til að verða tengdasonur minn. Unguv maður: Nei, alls ekld, en það er víst óumflýjanlegt úr þvi ég vil giftast dóttur yðar. Stúlkan: Þér fengjuð mig ekki þó þér væruð eini karlmaðurinn í heiminum. Biðilnnn: Þá mundi ég nú heldur ekki biðja yður heldur einhverrar laglegri stúllcu. Er ég fyrsti maðurinn sem bið yður um koss? Já, hinir hafa tekið hann í leyfisleysi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.