Þjóðviljinn - 16.06.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.06.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Á Keflavíkurflugvelli vinna nú um 3000 Islendingar, starfshæfasta fólk á bezta aldri, úr öllum sýslum lands- ins. Þetta er mjög stór hluti okkar fámennu þjóðar, og allt þetta fólk hefur verið hrakið til annarlegrar vinnu á þessum annarlega stað. Allt viidi það heldur fá að vinna . í þágu íslands, að íslenzkum framleiðslustörfum og öðrum brýnum verkefnum. En hvernig stendur á því að slíkur fjöldi skuli hrekjast úr flestum byggðarlögum lands- ins til þess að starfa í þágu er lendra manna á Reykjanesi. Eru ekki lengur næg verkefni á Islandi, hefur allt verið unn- ið sem vinna þarf, verður svona margt fólk aflögu þeg- ar búið er að hagnýta fram- leiðslumöguleikana til 'hins ýtrasta? Ástæcan er vissulega ekki sú að ekki b^asi hvarvetna við verkefni handa öllum Is- lendingum og raunar miklu stærri verkefni en Islendingar hafa tök á að inna af hönd- um í nánustu framtíð. Ástæð- an er hin að stjórnarvöldin hafa búið svo hraklega að ís- lenzkum atvinnuvegum á und- i anförnum árum áð þetta fólk hefur ekki fengið verkefni, það hefur ekki fengið að hag- nýta orku sína í þágu Islands. 'fc Sfávarútvegur Sjávarútvegurinn mikil- vægasta atvinnugrein íslend- inga. Við búum við einhver fengsælustu fiskimið í heimi, og að miðum okkar sækja ár- lega stórfelldir ránsflotar frá ýmsum löndum. •— En við eigum stytzt áð fára, og við getum boðið fram betri fisk og meiri en flestir aðrir. Á ný- sköpuaarárunum, þegar sósí- alistar tóku þátt í stjórn landsins, eignuðumst við hin mikilvirkustu tæki bæði á sjó og landi til að afla fisks og fullvinna hann, en það veltur á miklu að aflinn sé nýttur til hins ýtrasta hér innan- lands og verði sem dýr- mætastur til útflutnings. Hvernig hafa þessar að- stæður verið hagnýttar á und- anförnum árum? Til þess að geta stundað sjávarútveg af fullu kappi þarf að tryggja næga markaði, en einnig þeir blöstu við víðtækir og öruggir þcgar nýsköpunarstjórnin fór frá völdurn. En síðan var tek- in upp önnur stefna. Þegar íslendingar gerðust aði'ar að marsjallkerfinu var okkur sagt að það myndi tryggja okku hömulausa markaði með- al samstarfsþjóðanna, og jafn frámt voru felld niður við- skiptin við Sovétríkin af póli- tískum h’eypidómum. Reynsl- án hefur þó orðið sú að ..sam- starfsþjóíirnar“ hafa sífellt sent stærri ránsfota á íslands mið og þegið ti! þess ótæpan bandarískan efnaliagsstuðning. Markaðirnir hafa þ\ú stöð- ugt dregizt samaa, og nú heyr Á fjórða þúsund íslendingar hafa verið reknir til að byggja li ernáSarmannvirki á Reykjanesi ©rt-- •- Á 31 atvinnuvesun TILÞESS AÐ GEBALANDIÐ AD VlGHREIBRI? auk þess ein helzta vinaþjóð- in, Bretland, harðvítuga við- skiptastyrjöld við okkur til þess að reyna að kúga af Is- lendingum dýrmæt landsrétt- indi. Auk þess hefur markaðs- öflun öll verið í hinum mesta ólestri, og ýmis annarleg gróðasjónarmið ráðið þar meiru en þjóðarhagur. Af þessum ástæðum hefur ríkisstjórnin gripið til þess ráíis að takmarka aftur og aftur framleiðslu Islendinga á sjávarafurðum. Langtímum saman hefur verið bannað að frysta fisk og salta, og nú er enn einu sinni talað um að leggja íslenzka togaraflot- anum. Það hefur verið reikn- að út að auðvelt væri að fram leiða árlega sjávarafurðir fyr- ir 200—300 milljónir króna meira en gert hefur verið á undanförnum árum, ef tækin væru hagnýtt. Þessi niðurlæg- icig sjávarútvegsins á sér stáð á sama tíma og Norðmenn kvarta árlega undan því að þeir geti engan veginn full- nægt eftirspurninni, og bjóð- ast nú t. d. til þess að kaupa af Islend’ngum óverkaðan salt fisk sem þeir ætla að fullverka sjálfir handa viðskiptamönnun um! Auk alls þessa er lagður svo óhemjulegur milliliðagróði 4 útveginn áð honum heldur við að sligast. Hversu stór- fellt þetta rán er má sjá af því að á sííustu vertíð fengu norskir sjómenn kr. 1.60-2,06 fyrir kílóið af þorski, á sama tíma og íslenzkum sjómötmum var greidd rúm króna. Af öllum þessum ástæðum er íslenzkur sjávarútvegur nú verr staddur en nokkru sinni síðan á kreppuárunum fyrir styrjöldina, og launa- kjörin á bátaflotanum eru svo léleg að ósæmandi er. Á þenn- an hátt hefur mikiil fjöldi vaskra sjómanna og verka- manna verið neyddur suður á Keflavíkurflugvö’I, frá íslenzk um framleiðslustörfum til hernaðarvinnu. Iðnaður Istenzkur iðnaður er ung at- vinaugrein en þó hefur hann séð miklum fjölda manna fyr- ir störfum og er ein megin- stoð þess að hér sé menning- arþjóðfélag. Þðssi atvinnu- grein -hefnr verið lögð alveg sérstaklega í einelti af vald- höfunum. Fyrir nokkrum ár- um var fundið upp það snjal!- ræði, að sjálfsagt væri að nota sem mestan gjaldeyri til þess að flytja inn fullunnar iðnað- arvörur, og duldist auðvitað engum að það var til þess gert að heildsalarnir fengju að- stöðu til að græða meir. Þessi óhemjulegi innflutn- ingur á fullunnum iðnaðarvör- um samsvarar því aö flutt sé inn vinnuafl. Afköst íslenzku fyrirtækjanna minnkuðu að sama skapi, og hundruðum iðnverkafólks var lirundið út í atvinnuleysi. Mikill fjöldi þessa fólks hefur nú neyðzt til þess að taka upp vinnu á Keflavíkurfiugvelli, við hern- aðarframkvæmdir í stað ís- lenzkra verkefna. i Afkcma íslenzks landbúnað- ar er fyrst og fremst háð því að afkoma almennings í bæj- unum sé góð. Þegar kjör tóku að rýrna til mikilla muná í bæjum vegna gengislækkana, verðbólgu og atvinnuleysis, minnkaði að safna skapi sala á mjólk, lcjöti og öðrurn af- urðum bænda. Það tók við ,,offramleiðsla“. Osar og smjör lirúgaðist upp í b'rgoa- geymslum, eyðilagoist — eða þá að smjörið var notað í sápu. Og mjólkina liefur orö- ið að auglýsa! Af þessum ástæðum íiefur einnig sogazt fól'x úr sveitum til hernaðarvinnunnar, og ótt- ast bændur hú mjög fólks- eklu í sumar af þessum á- stæðum og minnkandi fram- leiðslu. En í þokkabót hefur hernámsliðið lýst yfir því að það beri svo mikla virðingu fyrir hellsu sinni að það leggi sér ekki til munns íslenzkar landbúnaðarafurðir; hefur t.d. neitað að kaupa íslenzka mjólk allt til þessa! Eitt alvarlegasta vandamál Islendinga er liúsnæðisskort- urinn, of lítið húsnæði cg of dýrt. Þar blasa við stórfella verkefni sem þjóðin verður að vinna ef hún vlll lifa góðu lífi í landi sínu. En stjórnar- völdin hafa verið annars sinn- is. Þau haía takmarkað húsa- byggingar sem ékaflegast, stofnað Fjárhagsráð til þess að neita um leyf;, skipað bönkunum aö neita um eðliieg lán. Afleiðingin hefur crðið sú að lrásabyggingar hafa orðið mjög takmariaðar og að sama slxapi dýrar, cn hús- næðiseymdin er eitt alvarleg- asta vandamál þúsnnda manna. Með þessum ráðum ha.fa byggingáriðnaðarmenun air verið hraktir hundruðum sam- an á Keflavíkurflugvöll, og ,þar stendur hvorki, á leyfuri ná bygg'ng'irefni. Þar er nú að rísa, uim heii borg með nýtízku íbúðum; í gumar á t.d. að bVggja 28 þr'gg.ja liæða sambýli"hús, cg er hvert 760 fermétrar að grunrdhti. Það jafngildir rúnuegi Súfj' smáíbúðum, vistarverum handa 4-5 þúsundum manna. Islendingar fá ekki að en liernámsflokkarnir gera allt til að hindra að menn geti komið sér upp ibúðarhúsum. byggja hús handa sjálfum sér, heldur slculu þeir neydd- ir til að koma upp stórhýsum handa erlendum hermönnuin sem dvel.jast hér í óþökk meg- inþorra þjóðaririnar. 'k’ 1/aisdlega skipnlagt Þetta er ófögur mynd af atvinnumálum Islendinga, og þó er hún livergi ýkt og margt ósagt. Það er ljóst að ekki stafar þetta af óstjórn nema að takmörkuðu lejdi: ríkisstjórnin hefur vitandi vits stefnt að því að kreppa kosti atvinnuveganna tii þess að v'nnuatl losnaði handa Bandaríkjamönnum. Allt hef- ur þetta verið skipulagt sem vendilegast; t.d. s.kýrði for- maður varne.málanefndar, Hans G. Andersen, starfs- bróðir Guðmundar I Guð- mundsscuar, svo frá í Morg- unblaðinu fyrir nokkrum dög- um, að gerðar séu „sundur- liðaðar áætlanir t'l nokkurra mánaða í senn í samráði við Félagsmálaráðuneytið, Alþýðu samband Islands og Virnu- veitei'dasamband íslands urii væntanlegan fjölda íslenzkra starfsmanna“. Þannig leggja rikisstjórnin og Helgi Hann- esson, forseti Alþýðusam- bands íslands, sameiginlega á ráðin um það hvernig at- vinnulíf Islendinga verði tak- markað sem mest, til þess að Bandaríkin fái nægilegt af ó- dýru vinnuafli. • Þetta eru ömurlegar stað- reyndir, og það ber ekki að- eins að skýra þær með ótrú- legu þýlyndi hernámsflokk- anna þriggja andspænis Bandai'ikjamönnum. Hór á Is- landi er að rísa upp ný stétt, hergróðastétt. Það er nú orð- inn öruggastur gróðavegur að sjá um hvers kyn.s fram- kvæmdir í þágu herslas, og má nefna það sem lítið dæmi að einn af framkvæmdastjór- um Sameinaðra verktaka hirti á fyrra helmingi síðasta árs 132 þúsundir króna fyrir ,,vinnu“ sína, 22 þúsundir króna á mánuði. Þeig^menn sem komnir eru í slíka að- stöðu hafa á því beinaa hag að hefta íslenzkt atvinnulíf, og það eru þess;r menn sem stjórna. hernámsflokkunum beint og óbeint. ^ ASeius foyssuram En allt þetta er aðeins byrj- unin. Það fer ekki dult að eftir kosningar er ætlunin að ráðast í miklu stórfelldari framkvæmd r. Það á að koma upp íadarstöðvum, her.skipa- hcfaum, flugvöllum, herveg- um, þar til landið allt er orð- ið samfellt bandarískt víg- hreiður. Til þessara framkvæmda þarf miklu íleira fólk en nú starfar í þágu hernámsliðs- ins, Bandaríkjamenn sjálf'r hafa ncfnt 6-7 þúsundir manna þegar á þessu sumri. Það dylst engum að með því móti cr gengið af íslenzkum atvúmuvegum dauðum. efna- hagslegt sjálfstæði okkar cr farið vea allrar veraldar. Þótt íslendingar eigi nú vi3 mörg mikilvæg vandamál að etja, er þetta langsamlega stærst. Atvinnuvegirnir eru undirstaða þjóðlífsins, for- senda allra annarra athafaa. Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.