Þjóðviljinn - 21.06.1953, Síða 8

Þjóðviljinn - 21.06.1953, Síða 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. júní 1953 - | Fjórða starfsári Skóga I skóla lauk í vor i- iSkógaskóla undir Eyjafjöll- Tim var sagt upp 1. júní að I viðstöddum nemendum þriðja i 'bekkjar, kennurum og starfs- ! fólki skólans og auk þess nokkrum gestum. Ársprófum í tveim yngstu bekkjunum lauk 29. april Hæsta einkunn í 1. bekk hlaut Alifre'ð Ámason frá Stóru 1 Mörk undir 'Eyjafjöllum 9,23, en beztu einkunn á unglinga- prófi hlaut Sigurgeir Kjart- ansson frá Þórisholti í Mýrdal 9,29. Þrír nemendur tóku próf upp í þriðja bekk utanskól'a. — I skólanum voru 116 nem- I -endur í vetur, þegar flest var. í Við skólauppsögn flutti ‘ skólastjóri, Magnús GísTason, ræðu, kvaddi nemendur og af- . henti prófskírteini og verð- laun. — Undir landspróf mið- s'kóla gengu 12 nemendur. Hæstu einkunn á því prófi hlaut Franz A. Gíslason frá Núpum í Fljótshverfi, 8 58, en hæsta einkunn á gagnfræða prófi hlaut Guðlaug Hermanns dóttir, Vík í Mýrdal, 8,68 og hlutu þau bókaverðlaun fyrir góða frammistöíu. A'ðrir nem- mdur sem fengu bækur að verðlaunum voru: Sveinn Björnsson, Kálfafelli Fljóts- hverfi, fyrir ástundun og • góða framför, Sigrún Jónsdótt ir frá Norðurhjáleigu', Álfta- veri, fyrir góðan og virkan þátt í félagslífi nemenda, Við- ar Alfreðsscn, Reykjavík, fyr- ir bezta frammistöðu í íþrótt- . um. — Þau verðlaun veitti Guffmundur Pálsson, verzlun- amiaður, Hvoísvelli, nú öðru sinni. — Kolbrún Daníelsdótt- ir frá Saurbæ í Eyjafirði fékk verðlaun fyrir hæstu einkunn í handavinnu stúlkna. — Einn af nemendum skólans sem útskrifuðust í fyrravor, .Asa Guðmundsd. frá Rangá, sendi skólanum verðlaunabók til afhendingar í þessu skyni — Séra Jón M. Guðjónsson á Akranesi, áður prestur í Holti undir Eyjafjöllum, hefur stofnáð sjóð — sjóð hins trúa þjóns —, sem tengd ur er Skógaskóla. I ár voru veitt verðlaun úr þessum sjóði í fjórða sinn, og þau verðlaun fék'k Baldur Óskarsson frá Ás mundarstöðum í Ásahreppi. Jón Jóhaanesson íslenzkukenn ari og séra Sigurður Einars- son prófdómari skólans gáfu 300 krónur í peningum sem verðlaun fyrir beztu prófrit- gerðina í íslenzku. Verðlaun þessi hlaut Kolbrún Daniels- dóttir, Saurbæ i Eyjafirði. Form. skólanefndar, Bjöm Bjömsson, sýslumaður, Hvo'.s- velli, flutti ræðu við skólaupp sögn og afhenti skólastjóra sem gjöf til skólans þrjár sparisjóðsbækur með um 12 ■þús. kr. innstæðu. Tvær voru í vörzlum sýslunefndar Rang- árvallasýstu, ánafnaðar Lýð- skólasjóði og Skólasjóði Rang- árvallasýslu, en hin þriðja var gjöf frá Héraðssambandinu .Skarphéðni á Suðurlandi. Fól sýslumaður skólastjóra að gera reglugerð um það, hvem ig sjóðum þessum yrði vari'ð 5 þágu skólans. Séra Sigurður Einarsson í Holti, sem verið hefur próf- dómari við skólann frá upp- ihafi, kvaddi nemendur með ræðu og flutti frumsamið 'kvæði, er hann nefndi: Litur vors lands. Það hefur veri'ð venja, að nemendur ynnu að gróður- setningu trjáplantna og fegr- un skólaumhverfisins um mán aðamótin apríl-maí, áður en yngstu bekkirnir fara úr skól- anum. Að þessu sinni hömluðu næturfrost gróðursetningunni, en nemendur unnu í þess stað önnur störf í þágu skólans. Þriðju bekkingar fengu nú iþað hlutverk, að afToknu prófi að gróðursetja útyfir þann reit, sem þeirra árgangi er sérstaklega helgaður, 7000 plöntur, birki, sitkagreni, rauðgreni, furu og lerki. Og er nú búið að gróðursetja nær tuttugu þúsund trjáplöntur í hlíðina fyrir ofan skólann. Nemendur þriðja bekkjar héldu fjölsótta skemmtisam- komu að Heimalandi til ágóffa fyrir ferðasjóð sinn og fóru þvi næst í þriggja daga skemmtiför um Suðurland og Borgarfjörð ásamt kennurum og starfsfóiki. Heilsufar var ágætt í skól- anum í vetur nema hvað væg- ur inflúenzufaraTdur gekk um og eftir páska, en olli ekki verulegum töfum. — Félags- líf nemenda var- með góðum brag. Skólablaðið Fossbúinn kom út reglulega og nemendur héldu myndarlega árshátíffi laugardaginn fyrir pálmasunn dag og komu þá á þriðja hundrað gestir. Einnig var margt gcsta á Lúeíuhátíðinni, sem haldin var 13. desember að venju. Biskupinn yfir Is- landi, herra Sigurgeir Sigurðs son, heimsótti skólann ásamt tveim nemendum úr guðfræði deild Háskólans og fíuttu þeir sitt erindi hver. Af öðrum gestum, sem heimsótt ‘hafa skólann og flutt erindi má nefna: séra Sigurð Einarsson í Ilolti, Guðmundur G. Haga- lín, rithöfund, Ólaf Ólafs- son, kristniboff'a, Baldvin Þ. Kristjánsson, erindreka og Þórð Tómasson rithöfund í Vallnatáni. Sú nýbreytni var tekin upp, að einn sænskur nemandi var í skólanum í vetur, Ingvar Siljeström frá Kalvsvik í Smá Tand, og vakir það fyr- ir stjóm skólans, að nemend- ur frá hinum Norðurlöndunum fái framvegis tækifæri til þess áð stunda nám í skólanum sem nokkurn þakklætisvott þess, sem íslenzkir nemendur njóta við norræna lýðháskóla. — Reynt hefur verið eftir föngum aff. auka áhuga nem- enda fyrir ræktun og búnað- arstörfum og hefur nú verið starfandi kennari við skólann í tvö ár með sérþekkingu í þessum efnum. ‘StarfsfóTk og kennaralið skólans var að mestu hi'ð sama sem undanfarin ár, að öðru leyti en því, að Þuríffur Kristjánsdóttur frá Steinum í Stafholtstungum kenndi í stað Alberts Jóhannssonar, sem dvalið hefur við nám erlesidis í vetur. — Forstöðukona mötu neytis var eins og áð undan- förnu Aðalbjörg Sigtryggsdótt ir húsmæðrakennari. Affisókn að skólanum hefur farið vaxandi með ári hverju Framhald á 11:’ síSu. # ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Hér eru ef nilegir kn attspy rnumenn, iegir landsþj álfarinn Köhler Iþróttasíðan hefur nýlega átt tal við austurríska þjálfarann F. Köhler um starf hans hér o.fl., en hann hefur frá mörgu að segja, en scrstaklega bein- ist áhuginn að landsleiknum, sem fyrir dyrum stendur milli Austurríkis og Islands og fram á að fara 29. þ.m. VíðföruH þjálfari. Köhler hefur starfað sem þjálfari í fjölda ára og kennt knattspyrnu og þjálfað í flest- um löndum Evrópu, og nefndi hann: Búlgaríu, Rúmeníu, Júgóslavíu, Ungverjaland, Al- baníu, Grikkland, Tyrkland ttalíu, Spán, Portúgal, Mar- okko, Túnis, Alsír, Frakkland, Belgíu, Holland, Noreg og nú síðast tsland. Hann hefur kom- ið til Moskvu, Leningrad, Kief og fleiri staða í Sovétríkjunum með flokkum, sem kepptu þar frá Rúmeníu og Búlgaríu, með- an hansi þjálfaði þar. Kynntist hann þá rússneskri knattspyrnu Ætlunin var að fara til Hong- kong og Kalkútta, en ekki til íslands, Ungur þjálfari átti að fara, en hann treysti sé ekki, ,,og þannig atvikaðist það, að ég er tiú hér“, segir Köhler. Þess má líka geta, að hann hefur þjálfað austurríska liðið Austría, sem er heimsþeklct lið, og segir það nokkuð til um álit það, sem hann hefur sem þjálf- ari í heimalandi sínu. Sem keppandi lék hann með félag- inu Rapid, sem líka er frægt lið, og allir kannast við, sem eitthvað fylgjast með knatt- spyrnu í Evrópu. Hann hefur leikið 26 sinnum í landsliði og oft í ýmsum úrvalsliðum. Hef- ur verið þjálfari í 20 ár. Góðir nemendur. „Eg sé ekki eftir að hafa komið hingað", segir Köhler. — Hvergi hef ég fengið eins góða neméndur, sem vilja læra. Ég hef líka verið svo heppinn, að oftast hefur einhver kunn- að þýzku, og hefur það hjálp- að mér mikið. Þó hefði árang- ur mátt verða meiri og ekki hefur allt veríð eins og ég hefði helzt óskað, og má þar nefna óstundvísi. Ósk min er sú að geta kennt þeim sem mest. Ég vil verða félagi þeirra en félagslyndi og hlýðni er' nemendum nauðsyn. Sambandið hefur látið mig ráða. Ég hef farið mínar leiðir og það hefur mér reynzt bezt og gefið beztan árangur. Ég er ánægður yfir því, að lands- liðssiefndin hefur skilið mig og aðstöðu mína og gert allt sem hún hefur getað til að létta og auðvelda mér störfin, og vona ég, að það samstarf haldi á- fram. Við höfum mikið að vinna, því það er ekki aðeins leikurinn við Austurríki, sem krefst mikils af okkur, það eru líka leikir við Danmörku og Noreg, sem leika á í ágúst. Hér er til mikið af góðum Þessi þriðji leikur B.-deild- arinnar getur varla talizt stór- brotinn viðburður í þessu móti. Fyrri hálfleikur var þó að sumu leyti laglega leikinn af Vals hálfu, samleikstilraunir töluverðar, en sá galli fylgdi þó að samleikurinn var of þvert yfir völlinti án þess að því fylgdi sá hraði í áttina að maríti Þróttar sem þarf a_ð vera til að vörnin féngi ekki veitt viðnám. Átti Valur nokkur tækifæri, sem misnotuðust, auk þeirra sem þeir gerðu mark úr, en í hálfleik stóðu leikar 3:0. Og þar með var draumurinn búinn. Síðari hálfleikur var þvælingslegur frá upphafi til enda, ónákvæmar sendingar, hlaup og voru báðir svipaðir í því að misþyrma góðuA leik. Þróttarar gera fyrsta jriark í hálfleiknum. Var það Tómas miðherjinn eftir laglegan for- leik. Þetta færði líf í Þróttara án þess að Valsmenn svöruðu á svipaðan hátt og í fyrri hálfleik efnivið, en hann verður að þjálfa til þess að ná árangri. Island er áhugamannaland, sem karipí ekki útvalsmenn. Það verður að tryggja framtíð sina með æskunni. Menn mega ekki trúa of mikið á sjálfa sig. Það verður að æfa og þjálfa til að árangur náist. Vil vinna en ekki sofa. Islenzkum áhorfendum vil ég segja það, að ég er kominn hingað til að vimna en ekki til að sofa. Ég hef ekki haft nóg að gera, vil vinna miklu meira. Ég verð að senda skýrslur minnst mánaðarlega til austur- ríska sambandsins, sem semdi mig, og skýra frá, hvað ég starfi. Það sendi mig af því það treysti því, að cig leysti starfið vel af hendi. En það er erfitt að æfa landslið samtím- is íslaadsmeistarakeppni. Með- an leikir fara ekki fram um helgar, verður það alltaf erf- itt, og það eyðileggur allar æfingar allra knattspyrnu- manna. Auk þess er miklu hættara við meiðslum. Nú hefur því sem eftir er af mótinu verið frestað fyrir at- beina landsliðsnefndar. Þótt stutt sé til stefnu, verður reynt að gera sitt bezta. Ég brýni fyrir piltunum að þéir verða að leggja til hliðar allan félags- metnað, og að þeir verðá að skilja, að þeir verða að vinna af alefli að heiðri lands sfcis og gera sem þeir geta til að ná sem beztum árangri. Ég veit að það verður mjög erfitt. Þó ég sé Austurríkismaður, vona ég að ísland vinni, því ef við yrðum svo heppnir, þá mundi hvað sem því olli. Lið Þróttar virðist ekki hafa tekið neinum verulegum fram- förum siðan í vor og má þar víst um kenna að nokkru litl- um tíma til æfinga eins og raunar hjá öðrum fél. hér í bæ. Leikni vantar þá en leiknia auðveldar allan leik, og hún krefst að æft sé oft og rétti- lega. Bezti maður í liði Þróttar var markmaðurinn Kristj. Þór- isson. Hægri bakvörður var góður, sömuleiðis Skotinn Shriffits. Ein.ar Halldórsson lék nú á sínum gamla stað sem mið- framvöiður og gerði það vel. Sveinn var innherji gerði margt vel en á þó betur heima sem framvörður Gunnar Sigurjónss. hafði góð tök á miðju vallar- ins og átti nokkuð góðan leik. Gunnar Gunnarsson kemur oft á óvænt en virðist stundum sem hann sé kærulaus. Dómari var Halldór Sigurðs- son. Áhorfendur voru fáir. Frá æfingu landsliðsins á íþróttavell'inum. F. Köhler þjálfari liffsins sést til hægri á myndinni. Framhald á lt. síðu. Valur vann Þrótt 5:1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.