Þjóðviljinn - 26.06.1953, Page 10

Þjóðviljinn - 26.06.1953, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. júoi 1953 «1 I ízkumyndir handa rosknum konum X Þetta er indæll sumarjakki handa miða'dra konu og hann er einnig hentugur yfir dökk- leita sumarkjóla. Sovétkjóllinn er ekki hvað síztur. Á myndinni er hann saumaður úr Ijósu, einlitu efni, en hann væri ekki síður fal- legur _ úr dökku efni. Áðal- skrautið á honum er hnepp- ingin, sem er látlaus, en setur samt sterkan svip á kjólinn. Á Frá Bandaríkjunum / Þær fyrirmjmdir handa roskn- um konum, sem hér eru sýndar eru eins alþjóð’egar og frek- Frá Frakklandi Frá öandaríkjunum vétríkjunum. Allt eru þetta góðar fiíkur sem eru miðaðar við að vöxtur rosknu konunn Ir sé ekki lengur fullkom- inn. Bandaríski kjóiíinn er í tvennu lagi. Undir jakkanum er iátlaus kjó’l með skemmtilegu hálsmáli, sem er kærlromin til- 'breyting fyrir þær konur sem eru farnar að þreytast á hvítri plastblússu eða livitum kraga. Jakkinn gerir kjólira að smekk- legum göngubúningi. Hugmynd- in úr hálsmiiinu á kjólrum er einnig notuð í hornuaum á jakkanum, en að öðru leyti er jakkinn mjög látlaus. Hann er aðskorinn en alls ekki þröng- ur. Madeleine Rauclr á skilið heiðurinn af frönsku fyiár- myndinni, ljósgráum jakka. Þáð á að nota hann við svart pils. Raimagnstakmörkun Kl. 10.45-12.30 Föstudagur 26. júní Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugamesv. og Klepps- yegi og svæðið þar norðaustur af. Frá Sovétr.'kjunum ermum, en mjög þrekin kona ætti að hafa venjulegar, þröng- ar ermar. kjólnum eru skásettir vasar og mjög utar’.ega. í>að er ráð- legt, því að magavasa á mað- ur að forðast eins og heitan eldinn þegar maður er ekki lengur grannur eins og viðitág. Kjóllirm er með loe'ur'biöku- ast verður á kosið. Það er; frönsk fyrirmynd, bandarísk fyrirmynd og fyrirmynd frá So- j *. v ; r r« *>i fa tt> <2 55- A. J.CRONIN: Á annarlegri sírönd -------= .... ■ -=--V í spuna. Jimmy þreifaði eftir tannstönglinum sínum, sem var ómissandi merki um sálarró; hann stakk honum upp í sig með varúð og gekk út úr herberginu. Andartaki síðar heyrðist hratt fótatak í anddyrinu og maður kom inn í her- bergið. Það var Carr. Á hæla honum kom lítill Spánverji með lítið ,snoturt gulleitt andlit og stóra, snotra leðurtösku. Á eftir þeim kom Corcoran sem lokaði dyr- unum með vel leiknu kæruleysi. Carr sneri sér beint að efninu; holdugt andlit liáns var rautt, æðarnar í hálsinum þrútnar; hann leit út eins og maður sem reiðin hefur rekið áfram. Hann leit snögglega í kringum sig í herberginu, svo beindi hann aug- unum að Harvey. „Mary Fielding er í þessu húsi“, sagði hann; ,,ég er kominn að sækja hana“. „Hvernig vitið þér að hún er hér?“ „Æ þriðjudaginn skildi hún við vini sína í Orotava. Hún hafði verið undarleg — senni- lega veik. Daginn eftir sást til hennar í Santa Cruz þar sem hún spurðist fyrir um leiðina til Laguna. Við vitum að hún leigði sér vagn til Los Cisnes. Og í gærkvöldi sagði þjónustu- stúlkaa Manuela okkur þær fréttir, að í þessu húsi væri ensk kona, sem væri veik. Ég veit að það er Mary Fielding. Látið þér yður þetta nægja? Ég er með lækni og lokaðan bíl. Eg ætla að flytja hana héðan“. Harvey leit á Spánverjann. „Eruð þér læknir?“ spurði hann kurteisis- lega. „Sí, senjór“. Litli guli maðurinn dró fæturna saman og hneigði sig. „Lyfjafræðingur, kandídat með skírteini frá Sevilla. Og með meðmælabréf frá mörgum tign- um fjölskyldum sem ég hef stundað". „Gott“, sagði Harvey. „Lyfjafræðikandídat með skírteini og meðmælabréf. Prýðilegt". Hann leit íhugandi á Carr. „Og þér ætlið að flytja hana héðan?“ Carr varð enn dekkri í f raman. „Ég er þegar búinn að segja það“, sagði hann illskulega. „Það er óþarfi að endurtaka það. Hvar er hún? Hvar er herbergið hennar? Ég fer þangað núna strax“. „Nei“, sagði Harvey jafnrólegur ög áður. ,,Þér farið ekkj þangað. Og þér flytjið hana ekki burt. Hún kom hingað af frjálsum vilja. Og nú er hún veik. — fráveik — skiljið þér það? Og þessi skottulæknir yðar fær ekki að annast hana. Ég ætla að gera það — hérna, í þessu húsi“. „Þcr“, livæsti Carr. „Ég veit allt um yður. Ég hef fengið ýmsar upplýsingar síðan við hittumst síðast. Ég myndi ekki trúa yður fyrir hundinum mínum. Og í þessu húsi! Er þetta viðunandi staður fyrir sjúkling? Þér hafið enga hjúkrunarkonu, engin lyf, ekki neitt“. Harvey leit kuldalega á hann. ,,Ég hef hjúkrunarkonu. Ég veit hvað ég er að gera. Og ég segi að það sé óhugsandi að flytja hana. Það má ekki hreyfa hana fyrr en sóttin er búin að ná hámarki. Spánverjinn vinur yðar getur staðfest orð mín“. Litli lyfjafræðingurinn lagði frá sér tösk- una og yppti öxlum vandræðalega. Carr sinnti því engu; hann var afmyndaður í fram- an; hann einblíndi á Harvey. „Þér“, sagði hann hærra en áður. ,,Ég gef ekki sídt fyrir álit yðar. Ég er búinn að segja yður hvað ég hef í hyggju. Og ég ætla ekki að eyða lengri tíma í þetta. Ég er að flýta mér. Ég ætla mér að finna hana“. Hann. steig tvö skref áfram, en Harvey var kominn að dyrunum á undan honum. „Nei“, sagði hann ískaldri röddu. „Ég er hræddur um ekki“. Hann var undrandi yfir sinni eigin ró. Hann var eins og hlaupari sem beið eftir brottfararmerki. Ákvörðun hans var endanleg. Tilhugsunin um líkamlegt ofbeldi þessa svola fyllti hann ískaldri ró. „Leyfið mér að komast frarnhjá". Harvey hristi höfuðið með hægð. Þeir horfð- ust í augu; allt í einu þrútnaði æð í gagnauga Carrs. „Og hver ætlar að koma í veg fyrir það?“ sagði hann og honum var erfitt um mál. „Ég“. Það varð eftirvæntingarfull þögn. Spánski læknirinn hafði hörfað upp að veggnum í vand- ræðum sínum. Jimmy stóð eins og á nálum, augu hans ljómuðu, nasavængirnir þöndust og hann opnaði hnefana og kreppti þá á víxl af einskærri eftirvæntingu. Það var illskusvipur á andliti Carrs; hann setti undir sig hausinn og minnti á naut í vigahug. Hann var ekki árennilegur . „Einmitt það,“ sagaði hann loðmæltur. „Get- um við líka slegizt ? Doktorinn er kannski jafn- fær líkamlega sem andlega. Það er ekki ama- legt“. Allt í einu breyttist rödd hans og hann kerti fram hökuna. „Farðu frá, fíflið þitt. Ég er sterkari en þú. Farðu frá eða ég þurrka gólfið með þér“. Harvey hreyfði sig ekki. Hann var fölur í andliti, varir hans voru eins og mjótt strik en það var eins og bros leyndist bakvið þær. „Ætlarðu að fara?“ öskraði Carr enn. Aftur hristi Harvey höfuðið og tók ekki augun af andliti hins mannsins. „Þá slcaltu líka fá að kenna á því“, hrópaði Carr. Hann setti undir sig hausinn og æddi að honum. Hann sló með vinstri hendinni, hitti ekki, sló síðan með þeirri hægri. Höggið hitti Harvey í höfuðið. Um leið breiddst' illgirnis- legt glott um andlit Carrs. Hann var æfður boxari. Hann sá að Harvey kunni ekkert — hann hélt höndunum of neðarlega og auðvelt var að koma á hann höggi. IJann hugsaði með meinfýsi: Hann kann ekki neitt — ég skal sannarlega þjarma að honuin. Hann geiflaði munninn hæðnislega, setti sig í stellingar og bjóst til að gefa Harvey eitt vinstri handar högg á kjálkann. En það högg komst aldrei alla leið. Allt í einu sveiflaði Harvey hægri handleggnum. Höggið kom svo óvænt að það lenti beint á andliti Carrs og var eins og nefið flettist út. Hann riðaði, blóðið fossaði úr nösum hans og liæðnisbrosið stirnaði. Hann kingdi og hann fann saltbragðið af sínu eigin blóði. Hann rétti úr sér hristi höfuðið og æddi áfram að nýju. Harvey hörfaði að dyrun- um. Hann rak öxlina í tréð, vék til hliðar og rak bylmingshögg í bringuna á Carr. Hann fann að hann hitti á góðan stað. Carr kveink- aði sér. Þetta gekk verr en hann hafði búizt við. Hann var orðinn fokreiður, það var illzku- svipur á andliti hans og nú æddi hann enn einu sinni að Harvey og notaði báðar hendur. / Nefnið mér tvö nöfn. / Hver — ég? ) Prófessor: Ég get ekki farið í skólann í dag. ) Hvers vegna ekkl? ) Mér líður eltki vel. ) Hvar líðnr J>ér ekki vel? ) 1 skólanum. > Getið þér sagt eltthvað um hina mlklu vísinda- i meim 18. aldar? ) I>eir eru ailir dánir lierra, ( I>vi meira sem við læmm því meira vitum við. \ l>ví melra sem við vitum því fleira gleymimt ( við. I»ví meira sem við gleymum því mlnna ( vitum við. Því minna sem við vitum því mlnna ( Kleymum við. Því minna sem við gleymum því ( fleira vítum við. Sem sagt. Hversvegna erunx f víð þá að læra?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.