Þjóðviljinn - 27.06.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.06.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVIL.JINi\r — Laugardagur 27. júní 1953 Þjóðaratkvæðagreiðsla um hemámið Þórunn Blfa Magnús- dóttir rithöf- undur. HALLDÓBA B. BJÖBNSSON: Sviafr okkas* — heritiit m/ Gefið andspyrnuhreyfingunni. tslenzk kona, móðir, meyja máttinn áttu og: tök á vörnum ai5 valdairarpar utan auðnu etji ei saman landsins börnurn. Sverðum fylgja sár og harmar. Seint munu vopnin lofa góðu. Aldrei greru græðijurtir í götu þeirri er hermenn tróðu. Var þó ei í vondum lieimi válegri dómur ógnum þrunghm, miskunnlaus sem áður engiim eyruin vorra barna sunginn: Vítlssprengja elds og eiturs öilu lífi hótar dauða. Englim veit nær hervalds heimska hefur tendrað bálið rauða. Eins og forðum móðirin milda, megindýrust jarðar kvenna sverði nísta sálu kenndi: sonarbióðið leit hún renna, — móðir ísland mun nú spyrja móðugum huga angurbitnum: Hangir yfir höfði mínu hnífur sá með dökka litnum? ?Rödd frseðsla og iiienittiraai*' Það er ómótmælanleg stað- reynd að allur þorri mamia skilur þá ógn, sem íslenzkri þjóð stendur af bandaríska hernámsliðinu, sem hér er stð$ugt að færast í aukana og sýnilega er ætlað að búa hér um sig til langdvnlar. Sá háski, sem af þessu setuliði sttendur er svo margumrædduv og margútskýrður að hann ætti þegar að vera augljós öilum skynbærum mönnum og er það líka og hreinskilnislega játaður, ef menn ihafa ekki bundið sig svo fast á pólitísk- an klafa þar sem þess er ský- iaust krafizt, að hemáminu sé haldið fram sem nauðsyn, eða það sé varið, afsakað; allt eftir því, sem ástæða þykir til að á málum sé haldið hverju sinni. Andúð alls/þorra manna lá hemáminu er nú svo augljós, að foringjar her- námsflokkanna sjá sér ekki annað vænna en taka tillit til þessarar afstöðu, og hafa því hver um annan iþveran lýst yfir, að þeir viðurkenni að illt sé að una við hlutskipti hersetinnar þjóðar, það hlut- skipti, sem þeir hafa sjálfir leitt yfir þjóð sína, en meðan ekki sé þess kostur að losna algerlega vi'ð hemámslrðið skuli að þvi undinn bráður bugur — eftir kosningar — að endurskoða hervemdar- samninginn og gera gagngerar breytingar á öllum viðskiptum við herinn. Forðast svo sem framast er unnt allt sam- neyti við herinn, en til þess að það megi takast sjá þeir það rá'ð helzt, að herinn foúi hér sem bezt cg þægllegast um sig, reisi sér sem full- komnust íbúðahverfi, skapi sér hér góð skilyrði til langdval- ar. Furðulegra mótsagna gætir í því að taka í öðru orðlau undir þær óskir landsmanna yfirleitt, að herinn hverfi héð- an á brott hi’ð fyrsta og óska þess í hinu orðinu, að hann fái hér sem bezta aðstöðu til að una hag sínum, festa hér rætur. Nei, látum ekki ginm- ast af sýndarstefnuhreytingu foringja hernámsflokkanna, fyrir kosningar er kjósendum ætíð sýnd eftirlátssemi, geng- ið til móts við óskir þeirra. En í þessu máli er augljóst að ekki fylgir hugur máli, þáð hefur svo sannarlega það fólk fengið að reyna, sem stend- ur að andspyrnuhreyfingunni. Það ótrúlega hefur skeð, að í landi, þar sem það er al- mennt viðurkennd þjóðarnauð- syn að vaka á verði um þjóð- erni og tungu og sameinast í haráttunni fyrir sjálfstæði og frelsi, fæst ekki birt í dag- folöðunum, að einu Undan- skildu, ávarp um, að sá fjöldi manna, sem vill gera meira en hugsa og tala um þessi mál, gangi til sameiginle grar bar- áttu fyrir málstað Islands. Ávarp þetta fékkst birt í Þjó'ðviljanum, svo sem vænta mátti, þar sem hann liefur frá upphafi verið málgagn þeirra manna, sem skildu hvílík vá var hér fyrir dyrum, er er- lent herlið tók að streyma hingað í stríðum straumum og hyggja hér víghreiður, en ekki vamarbyrgi fyrir lands- menn. Þetta blað var því þeg- ar í stað og æ síðan skjöldur og sverð þeirra, sem bör'ðust fyrir útbreiðslu þekkingar- innar á þeirri miklu hættu, sem þjóðin var stödd í, létu Eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur rithöfund hana fylgjast með því hverju fram fór á hverjum tíma með viðskipti hers og landsmanna og brýndi hana og stælti til að láta ekki undan síga, þeg- ar hið erlenda herlið sýndi yf- irgang og lítilsvirðingu og ís- lenzkir trúnaðarmenn, sem iáttu að standa vörð um ís- lenzkan málstað brugðust þeim trúnaði. Með afstöðu sinni hefur Þjóðviljinn færst í fang mik- ið, veglegt og sögulegt hlut- verk, sem mun ver'ða munað og þakkað um aldir, ef ís- lenzk 'þjóðargæfa verður yfir- sterkari Iþeim óheiliaöflum, sem nú eru að verki. Hugsið um það, lesendur góðir, áður en þ:ð gangið að kjörborðinu á morgun, hvilik- ur eymdarskapur er ríkjandi í þjóðvarnarmálum þeirra flokka, sem eiga sér þvílík málgögn, að þau ekki einungis taka ekki til birtingar ávarj) um þjóðarhagsmuni Islend- inga, heldur gera sig svo lítil- fjörleg að fara smánarorðum um þetta ávarp og þann sí- vaxandi fjölda, er að foaki þess stendur. Einna aumleg- ust finnst mér frammistaða Timans, þar sem þeim, er a'ð því blaði standa er vel kunn- ugt um, að megýnþorri les- enda blaðsins les ekki reyk- vísk dagblöð og á þess engan kost að kynnast þessu máli af öðru en frásögn Tímans. Síð- an bætir þetta ógæfusama blað gráu ofan á svart með því að sneiða að foringja and- spyrnuhreyfingarinnar, Gunn- ari M. Magnúss fyrir það, að hann foirti ekki annarsstaðar en í Þjóðviljanum greinar og tilkynningar andspymi'- hreyfingarinnar. Fyrst er blað inu lokað fyrir andspyrnu- hreyfingunni, síðan er hún niði ausin fyrir það, að snúa sér að því dagblaði, sem eitt stendur henni opið, og ekki áðeins opið, heldur á fullkomna skoðanasamleið með henni í því máli. sem nú ber ægishjálm yfir öll önnur mál, sem reifuð eru fyrir þessar kosningar, því að með þessu máli stendur og fellur tilvera íslenzkrar þjóðar. Þó að ég foafi sérstaklega tilgreint Tímann og gagnrýnt afstöðu hans til andspymu- hreyfingarinnar, þá er það einkum gert vegna þeirrar að- stöðu hans að vera útbreitt sveitablað með stórum les- endahóp, sem lítt eða ekki fylgist með málflutningi ann- arra blaða. Hinu vil ég ekki stinga undir stól, að mér blöskrar framkoma margra annarra blaðamanna, sem ekki virðast svífast neins, ekki einu sinni að misnota gestrisni og góðsemi viðurkennds ágæt- ismanns, þessir metm virðast hafa kosið sér það hlutskipti að vera vinnumenn varmennsk- unnar og lifa eftir orðunum: „I fantasolli flýgst ég á í for- arpollum lífsins". Reynsla andspyrnuhrevfing- arinnar hefur sýnt, að henni er það brýn nauðsyn að láta að sér kveða í stjórnmálum landsins og fá málsvara á þing til liðs við þá menn, sem þar standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Gunnar M. Magn- úss er svo einlægur og al- kynnur ættjarðarvi.nur að eng- inn vogar sér að bera honum annað á brýn, hann er her- námsmálunum manna kunnug- astur, hann er eldheitur sjálf- stæðismaður, í þess orðs réttu merkingu, hann er sókndjarfur maður og þrautseigur og mun aldrei undan síga í frelsis- baráttunni, heldur standa og falla með málstað andspyrnu- hreyfingarinnar, málstað Is- lendrnga. 'Sameinumst öll um sigur ís- lands. Sendum Gunnar á þing! Þegar her stórrar þjóðar sezt að í fámennu landi og býr um sig til langdvalar, þarf að sjá honum fvrir búnaði og vistum, líka nokkru andlegu fóðri. Þetta vita Bandaríkja- menn og þessvegna reka þeir útvarpstöð á Suðurnesjum til dægrastyttingar liði sínu og X’órarinn Guðnason þeim öðrum, er kynnu að vilja njóta góðs af. Þessi útvarps- stöð kynnir sig með orðunum „rödd fræðslu og menntunar“, og má hver sem vill nefna það lítillæti. Ég hefi æðioft gert mér það til dundurs undanfarnar vikur að opna fyrir „röddina", með- an ég ek milli húsa í bænum, og þykist hafa feagið nokkuð ljósa hugmynd um efni þessa útvarps á ýmsum tímum dags. Og það er skemmst frá að segja, að fvrir þvílíku andlegu volæði hafði íiiig ekki órað. Talað oi'ð er mjög af skornum skammti og ristir ekki djúpt það lítið það er, en mestallan daginn eru spiluð svo nauðaó- mei'kileg og þrautleicinleg lög, að engu tali tekur. Furðar mig einatt á, að liægt skuli vem að smaia saman öðru eins rusli, jafnvel þótt leitað væri með logandi Ijósi um heila heimsálfu. En það hlýtur að hafa verið gert. Og samt er þetta einhvern veginn allt eins, engin tilbreyting — líkast því sem Gamli Nói, Gamli Nói væri spilaður aftur og aftur allan guðslangan daginn og dag eftir dag. Sumar útvarpsdagskrár heima í landi því, sem stendur fyrir „rödd fi-æðslu og menntunar“ á Reykjanesskaga, eru að vísu ekki allt í sómanum, en slíka eymd heyrði ég aldrei borna á borð vestur þar. Og hver mundi ástæðan vera? Líklega sú, að þetta er hermannaútvarp. Það virðist skoðun þeirra, sem stjórna þessu hernaðarbrölti, að soldátarnir og þeir, sem við þá eiga samneyti, hafi ekki, eða öllu heldur megi ekki hafa, andleg meltingarfæri fyrir neina undirstöðufræðslu. Þess- vegna skulu þeir hafa þetta glundur til morguns, kvölds og um miðjan dag. Etl eru þessar útvarpssend- ingar ekki einkar ljóst dæmi um þá lágmenningu, sem hvar- vetna hlýtur að gróa í spor- um hersins, síhrópandi tákn þess tóma sálarlífs sem krafizt er af þeim, er sendlr eru út af örkinni til þess að læra að drepa menn? Vegnestið hæfir erindinu. iEttum við Islenaingar ann- ars ekki að koma okkur upp sérstakri Gamla-Nóa-dagskrá handa innlenda hernum, sem þá vísu landsfeður langar svo til að stofna, nýrri „rödd fræðslu og menntunar“ handa íslenzkum ungmennum, sem líka skulu fá nokkra þjálfun í manndrápum? Eða ættum við kannske heldur að senda Kan- ann og leiðindagaulið hans heim aftur með þakklæti fyrir lánið? Einnig um þetta má kjósa á sunnudaginn kemur. Þórarinn Guðnason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.